Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 8
ÁRNI EIRlKSSON OUNNUDAGINN 19. marz 1911 efndi Leikfélag Reykjavíkur til sýning- ar á Imyndunarveikinni eftir Moliére í tilefni þess að Árni Eiríksson átti þá tuttugu og fimm ára leikafmæli. — í stuttri grein í leikskránni þá segir svo: „Það eru 25 ár síðan nokkrir menn úr stúkunni Einingin efndu til sjón- leika í húsi því, er kallað var Glasgow og flestir R^ykvíkingar munu kannast við. Voru sjónleikar þessir settir á stað til að hjálpa stúkunni til að reis'a sér fundarhús og gengust helzt fyrir þeim þeir alþm. Jón Ólafsson og bæjarfógeti Guðlaugur Guðmundsson. Eitt leikrita þeirra, er þar voru leikin, var ímynd- unarveikin eftir Moliére og lék Guð- laugur Guðmundsson Argon; til að leika Toinettu var ráðinn 16 ára piltur, Árni Eiríksson, en þar sem kona ein sótti mjög fast að fá að reyna sig á hlutverkinu, varð ekki úr því. Ekki leið þó á löngu áður en grípa varð til Á. E. þvi sama vetur lék Á. E. Come- liu-s í Kóngsins valdsmanni". Munu þessir mætu menn hafa séð eitthvað það við hinn unga pilt, er þeim þætti benda til þess að hann gæti orðið lið- tækur á leiksviði. Með þessu hófst hinn langi og merki leikferill Árna Eiríkssonar og hann því orðinn all- þjálfaður leikari þegar hann gerðist einn af stofnendum Leikfélags Reykja- víkur og máttarstólpi þess. Ámi Eiríksson var fæddur í Reykja- vík. Voru foreldrar hans Eiríkur Ás- mundsson, vegavinnustjóri í Grjótu og kona hans Halldóra Ámadóttir í Brautarholti. Hann réðst ungur til verzlunarstarfa hjá Nilhjoniusi Zim- sen, en síðan vann hann um margra ára ekeið við verzlun Bjöms Kristjáns- sonar. Árið 1910 stofnaði Ámi sjálf- stæða verzlun, er hann rak með mikl- um dugnaði og hagsýni til dauðadags, en hann lézt 10. desember 1917, aðeins 47 ára gamall. Kaupsýsla _ var þannig aðalævistarf Árna Eiríkssonar. En Ámi var gæddur óvenjumikilli starfs- orku og starfsgleði, enda áhugamaður mikill á ýmsum öðrum sviðum en lcaupsýslunni. Hafði hann því mörgum öðrum störfum að gegna, sem hann annaðist að mestu í hjáverkum, en leysti þó jafnan af hendi með frábær- um dugnaði og hagsýni. Hann gerðist á unglingsárum félagi Góðtemplara- reglunnar og var félagi þar meðan hann lifði. Var hann alla tíð ótrauður baráttumaður fyrir hugsjón Reglunnar og ötull starfsmaður hennar, lét meðal annars mjög til sín taka húsbyggingar- mál hennar og hafði því nær öll árin með höndum stjórn Góðtemplarahúss- ins. Mesta hugðarmál Árna Eiríksson- ar var þó tvímælalaust leiklist og leik- starfsemin, enda helgaði hann henni tíl hins síðasta alla starfskrafta sína, eftir því sem hann mátti vegna kaup- sýslustarfanna. Hann varð þegar einn af fremstu og athafnamestu leikurum Leikfélagsins, var ritari félagsins 1903—4 og formaður þess 1904—10 og aftur 1913—15. Var hann stjómsamur formaður, röggsamur en nokkuð ráð- ríkur að sumum þótti, enda var hann skapmaður, einbeittur og fastur fyrir ef því var að skipta og mun ekki hafa verið vanþörf á því, því að oft munu hafa verið töluverðar viðsjár með mönnum innan Leikfélagsins á þeim árum, eftir því sem frú Efemia Waage segir í hinni skemmtilegu minningabók sinni, Lifað og leikið. A rni mun alls hafa leikið um 100 hlutverk, þar af 63 á vegum Leik- félags Reykjavíkur. Árni var meðalmað ur á hæð og svaraði sér vel, var léttur í spori og öllum hreyfingum og var raddmaður góður. Hann hafði þá ann- marka, sem leikurum kemur illa, að hann var nokkuð flárnæltur og hafði ýmsa kæki, en þó bar minna á þessu á sviðinu en ella og þrátt fyrir þetta var Árni afar vinsæll leikari og jafnan talinn í allra fremstu röð íslenzkra leikara. Hann hafði ekki, fremur en aðrir leikarar okkar á þessum tímum, lært í leikskóla, en hann var óvcnju- lega hugkvæmur leikari og gæddur mikilli sköpunargáfu. Því urðu sumar persónur hans, svo sem Skrifta-Hans, Argon í Imyndunarveikinni og Gvendur snemmbæri í Nýársnóttinni, klassískar og leiknar mjög í hans stíl af þeim, er síðar léku þessi hlutverk. Ég hef blaðað í gömlum leikdómum allt frá því er Leikfélag Reykjavíkur hóf starfsemi sína og hvergi fund ið annað en lofsamlega dóma um leik Áma Eiríkssonar, en það verður ekki sagt um aðra leikara þessara tíma, því að flestir fá þar mjög misjafna dóma. Á fyrsta starfsári Leikfé- lagsins leikur Árni - Eiríks- son í fimm leikritum og eru meðal þeirra Ævintýri á gönguför og Frænka Char- leys.. Eru blöðin öll á einu máli um að leikur Áma í hlutverki Skrifta-Hans hafi verið prýðisgóður. Þjóðólfur (25/2 1898) segir: „Skrifta- Hans er vandleikinn. Árni Eiríksson lék hann eftir von- um, sérstaklega var fram- burður hans á söngtextanum óvanalega skýr, en hann hef- ur ‘venjulega verið ógreini- legur hjá flestum hinum, nema frú Stefaníu.“ Og ísa- fold segir (5/3 1898): „Skrifta-Hans var lang-bezt leikinn af hr. Áma Eiríks- syni, enda er hann einn af þeim fáu söngmönnum, sem leikið hafa í vetur.“ Kristján Þorgrímsson lék þá Kranz birkidómara og voru þeir Árni orðnir mjög samstilltir ,,,,, í þessum hlutverkum, enda leikið þau oft áður (og síð- ar). I febrúarmánuði 1914, var Ævintýrið enn leikið og segir þá í ísafold: „Tveir einir eru nú eftir í hópnum — þeirra, er í Ævintýrinu léku fyrir 20 árum. Það eru þeir Árni Eiríksson (Skrifta- Hans) og Kristján Ó. Þorgrímsson (Kranz birkidómari). Stúdcntarnir, sem þá voru, eru nú orðnir júbillæknar að heita má (Friðjón Jensson og Jón Jóns- son Húnvetningalæknir)....... Árni Eiríksson hefur nú „yfirgengið snemmbæra í „Nýársnóttinni", Franz Moor í „Ræningjunum", Lénharð í „Lénharði fógeta“ og Grím málfærslu- mann í „Syndum annara.“ Mun það liafa verið síðasta hlutverk hans, (í janúar 1917). Öll þessi hlutverk lék Árni frábærlega vel, en einna bezt þótti túlkun hans á Ásláki prentara, enda öllum sem sáu minnisstæður leik- ur hans í því hlutverki. Um leik Árna í þessu hlutverki segir ísafold (15/4 1908): „Árni Eiriksson leikur Áslák prentara snilldarlega." Og enn segir sama blað (29/4 1908): „Það er enginn í Leikfélaginu, sem leikur sér jafn- mikið að leika eins og Árni Eiríksson suma karlana. Og einn af þessum körl- ur er Áslákur prentari.“ Danskir leik- flokkar höfðu komið hingað við og við og skemmt bæjarbúum með leik- sýningum. Voru leikflokkar þessir mis- jafnir að gæðum eins og gengur og GAMLAR LEIKHÚSMINNINGAR sjálfan sig“, bætt einni alin við vöxt sinn í Skrifla-Hans. Sá leikur var þetta sinn býsna lýtalaus.1 Arni Eiríksson fór á sínum langa leikferli með mörg veigamikil og vanda söm hlutverk og hlaut að heita má undantekningarlaust ágssta dóma. Með- al helztu lilutverka hans, auk Skrifta- Hans, má nefna: „Jéppa í „Jeppa á Fjalli“, Argon í „ímyndunarveikinni", Áslák prentara í „Þjóðníðingnum", Grasa-Guddu í „Skagga-Sveini“, Gvend ekki allt veigamikil verk, sem þeir Árni Eiríksson í hlutverki Lénharðar fógeta. sýndu. Sumarið 1912 kom hingað dansk ur leikari, Fritz Boesen, með leikflokk og sýndi þrjú leikrit: „Förste Violin“, „Jeppe paa Bjærget“ og „En Folke- fjende“ (Þjóðníðinginn). Um sýning- unna á síðastnefnda leikritinu segir blaðið Ingólf- ur (25/5 1912): „Þá nýlundu var þarna að heyra, að leikið var á tveimur málum, íslenzku og dönsku. Ilr. Árni Eiríksson lélc Áslák prent- ara á íslenzku. Og ég býst ekki við að gera neinum rangt til þó að ég segi, að Áslákur prentari í höndum Árna, liafi verið langsannasta myndin, sem sýnd var í þessum mikla og merkilega leik, og léku þó ýmir aðrir vel.“ u, m þessar mundir var mikil gróska í íslenzkri leikritagerð. Jóhann Sigurjónsson hafði unnið mikinn list- rænan sigur með leikritum sínum „Fj alla-Ey vindi“ og „Galdra-Lofti“, bæði hér heima og erlendis og Guð- mundur Kamban hafði einnig vakið at- hygli með leikritum sínum. Og það þótti tíðindum sæta er hinn mikilhæfi skáldsagnahöfundur, Einar H. Kvaran, tók nú að semja leikrit. Var fyrsta leikrit hans, „Lénharður fógeti“, frum- sýnt á annan dag jóla 1913. Var leik- ritinu tekið með miklum fögnuði af áhorfendum og hlaut ágæta dóma í blöðunum, bæði leikritið “og leikur. Árni Eiríksson lék aðalhlutverkið, Lén- harð fógeta og fékk mjög góða dóma. Ingólfur segir (31/12 1913): „Árni Eiríksson leikur Lénharð og er það hlutverkið að sjálfsögðu einna mest og vandasamast. Árna virðist veita það létt að leysa það vel af hendi. Leikur hans er prýðilegur og óhvikull í hví- vetna. Lék jafnvel þá ,,list“ hörku- bindindismaðurinn að láta Lénharð verða skemmtilega fullan!“ (Friðfinn- ur Guðjónsson segir um Árna í minn- ingarriti L. R.: „Hann var sjálfsagður í hlutverk allra drykkjurúta og tókst það prýðilega, en hafði þó aldrei á ævi sinni bragðað áfengi.“) Lögrétta tekur í sama streng og Ingólfur og segir að „Á E. vandi flestum öðrum framar leik sinn, bæði hvað kunnáttu og á- herzlu í framburði snertir, ásamt flestu í svip og framkomu. ... “ Ég sá Árna Eiríksson í mörgum veigamiklum hlutverkum, svo sem Skrifta-Hans, Argon í „fmyndunarveik- inni“, Lénharði fógeta, Grími málflutn- ingsmanni í „Syndum annarra“ eftir Einar H. Kvaran, og í fleiri hlutverk- um. Er mér leikur hans í þeim öllum mjög minnisstæður, ekki sízt túlkun hans á Grími málflutningsmanni. Var hún frábærlega gerð, hver hreyfing persónunnar hnitmiðuð og persónan öll svo sönn og sannfærandi að á betra varð vart kosið. Það sem mér fannst einkenna leik Árna mest, var frábær vandvirkni hans og næmur skilningur á þeim hlutverkum, sem hann lék. f tilefni af tuttugu og fimm ára leik- afmæli Árna var skrifað um hann í öllum blöðum bæjarins og voru þau á einu máli um það að hann væri einn af beztu og fjölhæfustu leikurum hér. Er það vissulega ekki ofmælt. Sigurður Grímsson. Djilas enn í hanns Ein af smásögunum, sem Júgó- slavinn Milovan Djilas samdi með- an hann sat þrjú ár í fangabúðum Títós, hefur nú verið birt á ítölsku í timariti Ignazio Silones, „Tempo Presente“, sem gefið er út með stuðningi „Frjálsrar menningar“ í París. Sagan heitir „Striðið“ og gef- ur allbitra lýsingu á hópi skæruliða og foringjum þeirra. Djilas varast að láta nokkuð uppi um stað og tíma, en leitast við að rannsaka og skilgreina tilgangsleysi stríðsims og hin ógnvænlegu áhrif sem það heif- ur á skapgerð manna. Enda þótt ekki sé neitt eiginlegt pólitáskt sprengiefni í sögunni, hafa júgóslavnesk yfirvöld samt kosið að banna tímaritið „Temipo Presente“ í Júgóslavíu. Er það engan veginn í samræmi við þau heit, sem Djilasi voru gefin þegar hann var látinn laus fyrir ári, því þá var honum leyft að birta verk, sem ekki snertu pólitádk efni, bæðí heima fyrir og erlendis. Hins vegar hefur hann eldki fengið neitt gefið út í Júgóslavíu á þessu ári, síðan hann losnaði úr prís undinni, og nú er bannað að flytja til landisins tímarit, sem birtir efni eftir hann. Þykir allt benda til að Tító vilji láta nafn hans gleymasrt með öllu 1 heimalandinu. 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.