Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 3
Smásagan Jarðarför eftir pöntun Eftir Cubmund L. Friðfinnsson hvísluðu „dásamlegt" og horfðu á vin „Jarðsetja sjáifan þig“, át ég orðrétt minn þeirn augum, sem konur horfa á upp eftir honum, staddur í áttalausri skáld. Seinna birtist það í blöðunum eyðimörk skilningsskorts míns. Mvað ásaant afmælisgrein um frúna. Þannig eiginlega meinarðu?“. W ið höfðum lengi verið vinir, vor um á svipuðum aldri og viðlíka fið stærð, og höfuðföt gátum við notað Ihvor af öðrum. Þegar við vorum yngri, tók ég einu sinni húfuna hans í mis- gripum og geikk með hana marga daga, áð'ur en það rétta kornst upp. Sama er að segja um fæturna. Við notuðum ná- kvæmlega sama númer af skóm, svo þar hallaðist elkki á heldur. Hann hafði öftar en einu sinni keypt fyrir mig skó og ég fengið notaða skó af honum og slitið þeim út. Þyngd oktkar var svipuð. Mér er nær að halda, að bótt við hefðum setið á grammavigt — í sinni Skálinni Iwor — hefði áihallinn aldrei orðið mikill. Af þessu sést, að mismunur okkar liggur eklci í því, sem mælt verð- ur á tommustókik eða reiknað út sam- kvæmt óhrekjandi staðreyndum þyngd- arlögmálsins, heldur í hinum dular- fvllri eiginleikum okkar, ég meina — þessu, sem er handan við hæð og breidd og aídrei verður vegið í kílóum né mælt í lítrum. Hann er nefnilega heim- spekingur, guðfræðingur, stjórnmála- maður og skáld, að ég ekki nefni smá- muni eins og til dæmis spíritisma og stjörnufræði. Geimferðafræðingur er hann, dulfræðingur og auðvitað bíl- stjóri. Hann er eiginiega allt, meðan ég er aftur á móti ekkert annað en ofurlítið óþekkt ég, reikandi og hulið þoku, sporlaust eins og halastjarna inn- an um heimsdjúpin. Og af þessum ástæð um var það ef til vill, sem við vorum vinir og þurftum hvor annars með. Án þess litla verður það stóra nefnilega aldrei stórt og finnur því ekki sjálft sig. Og án þess stóra veit það litla ekki um smæð sína. Sitthvað höfðum við félagarnir átt saman að sældá um dagana, en þó ávailt þannig, að hann framikvæmdi og réð, enda formaður klúbbsins. Ég var alltaf eins og ofurlítill dvergur í skikkju fellingu risans. Mér er til dæmis minnis- stætt, þegar hann kallaði mig til sín fyrir fáeinum árum og fékk mig til að fjölrita fyrir sig kvæði, sem hann hafði ort. Við sátum saman í akrifstofunni hans, ég í garnla, liðaða tréstólnum, sem ævinlega æpti og hrein eins og for- dæmd sál, en hann 1 leðurfóðraða stóln- um, sem klúbburinn hafði gefið honum, þegar hann var þrítugur. Á skrifborð- inu ægði öllu saman, eins og vant var, bJöðum og ritlingum, hálfskrifuðum pappírsörkum, jafnvel óopnuðum bréf- um. Hann vó pappírshnífinn í hnedi sér Og horfði á mig eins og þýðingarlítið vasabókarblað. Svo opnaði hann skúffu, dró fram pappírsork og renndi yfir hana augum, ýtti henni loks til mín af því lítillæti, sem ákáldum er eiginlegt. „Það er kvæði“, sagði hann, „kvæði til konunnar minnar á þrítugsafmælinu. Ég gerði það hérna á dögunum“. Svo geispaði hann þeini langdregna geispa, eem fylgir jafneinfaldri athöfn og að yrkja kvæði, og bætti við upp úr geisp- anum: „Það er enginn annar eins snill- ingur í frágangi og þú, gamli vinur“. Hann stóð upp og klappaði vingjarn- lega á öxl mér. Þar með var málið útrætt. Á blaðinu stóðu þrjár eða fjórar setn- ingar og nokkur samhengislaus orð, all mörg striik og ekki svo fáir punktar. Ég skilaði kvæðinu á tilsettum tíma. Frúin táraðist í veizlunni, þegar vinur minn las það upp og vinkonur hennar ljðu ár olkkar vinanna sérkennilega lygn. Ég kom til hans á skrifstofuna, og við fórum saman í klúbbinn, töluðumst við á leiðinni — eða réttara sagt, það var vinur minn, sem talaði, ég samsinnti með já, og einmitt, alveg rétt Og öðrum álíka áherzlurikum smáorðum, sem fara þægilega í munni. Stundum hélt ég smá ræður í klúbbnum að beiðni vinar míns, hann tilkynnti það ávaUt hátíð- lega, en ég hagaði orðum mínum á þann veg, að vinur minn varð fyrstur til að klappa. Ég man ekki eftir neinum straumhnútum í sambúð oikkar, þangað til þetta undarlega kvöld, en það var líka því líkast, sem maður ræki nefið ofan i ískalda ölduna, áralaus úti á reginhafi og sæi hvergi til lands. að var venjuleg óreiða á skrif- borðinu og eitthvað af óopnuðum bréf- um, þegar ég kom inn. Gamli tréstóll- inn hóf upp þrautakvein sitt, þegar ég settist. Hér áður hafði ég hálfpartinn vorkennt þessum fordæmda stóJræfli og setzt á hann með varúð, en nú var ég löngu hættur því og settist með sama hugarfari og sannnr nazistahöfðingi, sem varpar einni milljón Gyðinga í gas- klefa um það leyti sem sólin tennur upp. Allt var ákaflega hversdagslegt, fannst mér, og alveg eins og ég átti að venjast. Mislitar Ijóáhlífar lampanna stráðu þægilega óraunhæfri birtu innan um skrifsbofuna, og jafnvel hauskúpu- löguð stundaklukkan á hillunni beit eilífðina í smáagnir með kaldri kurteisi, alveg eins og nún var vön. Ég var svo fullkomlega ónæmur fyrir, að nokkuð gæti gerzt. að hiversdagslegt jafnvægi mitt haggaðist varla fyrr en vinur minn hafði endurtekið örð sín. En þá lak líka andlitið blátt áfram af mér eins og vax, og eftir varð grá flatneskja, svo undrandi varð ég. Hann tók þessu með kæruleysislegri axlaypptingu. ,Það er vegna klúbbs- ins“, sagði hann, „fyrst og frernst vegna klúbbsins og þín sjálfs, gamli vinur. ■Það má kalla það formsatriði — nokkurs konar tákn“. „Tá!kn?“ Ég slefaði ósjálfrátt, og kjálkar mínir voru slappir eins og eitt- hvað hefði þegar komið fyrir. „Já, þú skilur, að baki sérhverrar fullvissu þarf að liggja eitthvert sýni- legt tákn, það er ekki fullvissan sjálf, heldur veiting hennar. Þegar þú finnur þig standa á víðavangi og sérð húsin og göturnar að baki, veiztu til dæmis, að þú ert kominn út úr bænum. Tilfinning þín og sjónskyzijun færa þér þá full- vissu“. „En ég hef aldrei ætlað mér að fram- kvæma neina tegund sjálfseyðingar Og kæri mig því ekki um neitt tákn, sem færir mér þá fullvissu". muldraði ég og kunni þó alls ekki við mig í þessari aðstöðu. Ég var farinn að mótmæla vini mínum aldrei þessu vant. Hann strauk örmjóa síkeggröndina á efri vörinni með vísifingri og horfði á mig úr mikilli hæð. „Að grafa sjálfan sig er sama sem að eignast heiminn og alla þá samkennd, sem því er samfara, enda er þetta eðlis- takmark alls lífs“. Mér hefur ævinlega fundizt fullmikið af mannviti, þegar menn hafa með engu móti getað hamið vizkuna innra með sjálfum sér, Og því klóraði ég mér í höfðinu. Ég var meira að segja svo ókurteis, að ég fór með vísifingur niður með kraganum á peysunni minni, áður en ég stundi því upp, að stundum hefðu nú verið reyndar aðrar aðferðir til þess að eignast heiminn. „Ja, það er satt“. sagði hann og var ekki alveg eins föðurlegur. „En það er misskilningur — eintómur misskilning- ur. Enginn eignast neitt fyrr en hann hefur gefið afsal fyrir sjálfum sér, þá fyrst sameinast maður klúbbnum". „Ég vil náttúrlega klúbbnum allt það bezta", sagði ég dræmt. „En mér er bara örðugt að skilja hvaða gagn klúbb- urinn hefur af því að vita mig grafinn, úr því að þið losnið engan veginn við mig að heldur". „Klúbburinn óskar alls ekki að losna við þig, kæri vinur“, sagði hann ákafur og jafnframt örlítið ólþolinmóður. „Þú eignast hins vegar klúbbinn og hann þig“- „Ég skil þetta víst ekki“, sagði ég og fann auðmýktina koma til mín aftur eins og milda vorþoku. „Þér er ekki nauðsynlegt að skilja. Þú átt aðeins að trúa“, sagði hann nærri Frh. á bls. 12 Vermisteinninn Eftir Jakob Thorarensen Senn vorar, því landsins vermisteinn hann vaknar á miðri góu, sá steinn er að vísu aldrei einn, það útboð er milljóna grúi hreinn, með atfylgi og afli nógu. Menn vita þess lífsteins völd ei smá — fátt virðist þar standa fyrir, því klakinn jörðunni flysjast frá, þá flykkjast að storð sem í mjúkri þrá þeir björtu og stilltu byrir. Því dýpra — eða neðar myrkri mold fer máttugur, hulinn straumur, sem ýtir við svefnugri frerafold, brátt fjörgast dýranna þústað hold, senn gefst oss og vatnaglaumur. — Og velkominn skal því vermisteinn, þó vors þurfi um hríð að bíða und moldinni grær hans mistilteinn, í mamisbrjóstum líka, því hrund og sveinn á huliðsmál steinsins hlýða. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.