Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 6
HATTURINN VERÐUR EFTIR HEIMA Sumarhattar Cardins í ár þykja snotrir og skemmtilegir, og sýning hans í heild ein sú bezta. Sérstaka at- hygli vöktu rifluðu kotin á kjólum hans, eins og sést á meðfylgjandi miynd. — Cardins-hattarnir eru ýmist gríðarháar strýtur úr organdi og strái eða litlir og kúptir. Sú saga er sögð um Parísarkonur að þser láti sér mjög annt um hatta, fjöl- menni á hattasýningar, kaupi sér fjölda fallegra hatta — en þó sjáist aldrei kona með höfuðfat á götum borgarinnar. Þeir verði alltaf eftir heiína — vel geymdir i hattaöskjunni. Kringumstæðurriar eru aðrar þar en hér í Reykjavík. í fyrsta lagi er hár franskra kvenna grófara en íslenzkra og situr betur eftir lagnir.gu, og 1 öðru lagi er ekki jafn næðingssamt þar og hér .Því er íslenzkum konum meiri nauð- syn að ganga með hatt en þeim frönsku. Ólíkt er glæsilegra að sjá konur með hatta sem fara vel við yfirhafnirnar en að sjá þær berhöfðaðar eða með skýlu- klúta, enda bera allar sýningarstúlkur hatta þegar þær sýna kápur, loðfeldi eða götukjóla. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd- um, falla hattarnir í ár vel að höfðinu, þrátt fyrir að þeir sitji nokkuð aftar- lega. Þeir eru bæði smáir og stórir, skrautlegir og óhagkvæmir — en töfr- andi. í stórum dráttum eru sumarhatt- arnir snotrir og léttir — margir úr strái. Stráhattarnir eru sem yngingarlyf fyrir hárið, sem búið er að vera inni- byrgt í vetur. Orsakir þess, hve margir hattarnir eru háir, eru þær, að tízkuhárgreiðslan í ár er mjög há og hárið oft tekið saman í hnút í hnakkanum. Hattavalið og hár- greiðslan verður að fylgja hvort öðru. Töfrandi hattur fyrir ungar stúlkur úr organdi-rósum og stilkum, sem fléttast yfir háa hárgreiðslu, ásamt knippluðu neti. Eitt af meistaraverk- um Cardins . Litill og snotur hattur frá sýningu Svends, en sýning hans þótti fögrur og hugmyndarík. Hatturinn er úr strái og situr á bláhnakkanum. Hattur úr svörtu og hvítu bómullar- tweed frá Svend. Barð hattsins er skreytt með hvítum breiðum organdi. iardins-hattur, ítill en hár. og rerður úr sama :fni og blússan, ;em er úr hafbláu tg rósrauðu silki. Jraktarjakkinn sr víður og út- iaumaður, breitt jelti er haft við lilsið. Balmain sýnir þennan glæsilega og tígulega svarta hatt með slút- andj börðum. Hann er borinn við svarta stutt- kápu og gefur berandanum „Femme fatale“- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE SPILIÐ, sem hér fer á eftir var spilað í sveitakeppni í Bandaríkjun- um ekki alls fyrir löngu. Varnax- spilari á öðru borðinu var mjög framsýnn og spilaði mjög vel og er það sem gerir spilið skemmtilegt. Á báðum borðum voru sagnir þannúg: s V N s 1 A pass 3 A þass 3 gr. pass pass pass A G 9 7 6 2 V Á G 9 ♦ Á8 6 * 10 5 Á D4 V 653 ♦ KDG 9 4 3 * 93 A K 3 V K 7 4 2 ♦ 10 * DG86 42 ♦ Á 10 8 5 V D 10 8 ♦ 752 ♦ ÁK7 Suður var þannig sagnhafi í þrem- ur gröndum og útspil var það sama á báðum borðum eða tígulkonungur. Á báðum borðum var konungurinn gefinn, og þá kom tíguldrottning, sem Suður drap með ás. Á öðru borðinu kastaði Austur hjarta 2 í þegar tígli var spilað í annað sinn. Eins og sést á spilaskiptingunni þá vinnur Suður 3 grönd auðveldlega með því að spila spaða úr borði og ef Austur gefur, þá drepur Suður á ás og lætur aftur út spaða og Aust- ur fær á konunginn og 1 drottningin fellur í hjá Vestur. Austur getur ekki komið Vestur inn og getur bví Suður óhræddur svínað hjarta og spilið vinnst alltaf. Á hinu borðinu var Austur fram- sýnni og kastaði spaðakonungi í þeg ar tígli var spilað í annað sinn. Nú getur Suður ekki nýtt spaðalitinn án þess að Vestur komist inn á drottninguna og eru þá tíglarnir góðir. Spilið tapaðist því á þessu borði, og var það eingöngu að þakka góðri vörn hjá Austur. Það var og! Málgefni farþeginn sneri sér að samiferðamanninum í lestinni: — Ég sé að þér eruð með hand- legginn í fatli. — Já, ekki get ég neitað því. — Var það slys? — Nei, hann tognaði þegar ég reyndi að klappa sjálfum mér á bakið. — Nú, og hvers vegna voruð þér að því? — Ja, mig langaði bara til að sam- fagna sjálfum mér vegna þees að ég hugsa ekki um annað en það sem mér kemur við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.