Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Blaðsíða 9
ÚR ÆVINTÝRAH TÆKNINNAR 40 þuinlungra pípa, fyllt helíum ogr neon, með sterkum spegluir. í báða enda. Þetta áliald framleiðir Ijós, sem er milljón sinnum sterkara en sólin. 23 metrar á hæð, en sjálf vélin 15 metr- ar á hæð. Þungi vélarinnair er rúm 7 þúsund tonn og þrýstikrafturinn 50 þúsund tonn! Það er eirukennilegit að nafn verk- smiðjunn'ar sem smíðaði vélina er „MESTA“ MACHINE COMPANY! OFSASTERK EFNI að er nú sýnilegt að í framitíðinni verður unnt að framleiða ofsasterk efni, margfalt sterkari en stál. Nokkra hugmynd um styrkleika þeiss- era efrua má fá af meðfylgjandi mynd. Myndin sýnir spennu eða hlekk sem myndaður er úr 1/16 tommu ferköntuðu efni, þ.e.a.s. rúmlega 1 mm á hvern veg og 1% tommu eða oa. 33 mm á lengd. Efnið í þessum hlekk er svokallað silicon monokrysital efni. Við 225 tonna átakslþunga opnast hlekkurinn aðeins um fáeina millimetra eins og sést á myndinni, sem sýnir opn- MASER-ljósið búið til af mönnum er milljórt sinn- um sterkara en sólin Ahaldið sem framleiöir þetta Ijós, t.d. í rúbinstöng, eða í pípu, sem fyllt er t.d. helium og neongasi, nefnist á út- lendu máli OPTICAL MA'SER, en orðið MASER er skammstöfun og þýðir mögn- un mikrobylgja með hvattri geislun. Rúbinimn, eða roðasteinninn, er rauð- uir vegna þess að króm-íónar sem eru í aluminium oxidi því, sem er meginefni rúbinsins, gleypa grænt ljós og breyta hluta þess í yarma en varpa hinu fxá sér sem rauðri geislaorku. í venjulegu fluóriserandi ástandi stefna þessir rauðu geislar í ýmsar átt- ir í stuittum gusum frá hinum einstöku króm-íónum. En MASERINN samræm- ir starf íónanna og raðar þannig geisl- uninni saman á regluibundinn hátt. Til þess að þetta megi takast eru not- aðir tveir speglar við sinn hvorn enda rúibinstafsins og hinir x-auðu geislar Jötunpressan. Til vinstri 12 liæða hús. Til liægri pressan og undirstaða liennar. ^ 12 hæða bygging. sendast nú fram og aftur milli spegl- anna. Og ef bylgjutakturinn er réttur vekur þetta æ fleiri króm-íóna til þess að gefa frá sér rauða ljósorku. Þannig magnast ljósorkan í stafnum og hluti hennar sleppur út um gagnsætt op á öðrum speglinum, og verður af skin með geysilegum styrkleiika, sem stöðugur og ofbjartur ljósgeisli, sem sjá má jaínvel að degi til um marga tugi kí’lómetra. Ljós þetta dreifist sára lítið og er unnt að einbeita hinum hárbeitta geisla á lítinn punkt og valda miklum hita. Er hugsanlegt að hinir svokölluðu „dauðageislar“, sem stundum er rætt um að teknir kunmi að verða í notkun, bygg- ist á svipuðum geislum og hér er lýst. IMÍaSER ijósið er svipað útvarps- rafsegul'bylgj um í stöðugleika raf- og segulsviðanna og miklu stöðugra og jafnara en venjulegt ljós, sem ekki helzt jafnt lengur en 1/1000 úr sekúndu í senn, En hinn mikli munur á MASER ljós- inu og útvarpsbylgjum, eins og t.d. RADAR bylgjum, er að tíðni MASER Ijóssins er 10.000 sinnum örari en hæsta RADAR bylgjutíðni. MASER tæknin byggir á kvanta iheoríunni og því, að elektrónar sem fálla frá ytri braut um kjarna inn á innri 'braut nær kjarnanum gefa um leið frá sér orku í Ijósformi, með bylgju- lengd sem fer eftir lögmáli Plancks. Með því að beita rafseguLsviði með réttri tíðni má hvetja eða magna straum elektrónanna frá ytri til innri kjorna- brauta, og um leið geislunina fra efn- inu. Það er þetta sem er gert og nefn- ist Microwave Arnplification by Sti- Til vinstri: hlekkurinn án þunga. — Til liægri: hlekkuriim með 225 tonna þunga. mulated Emission of Radiation eða skammstafað MASER. Með MASER Ijósinu kanin að vera fundin ’ leið til fjarskipta, sem minni truflunum veldur heldur en verður með núverandi aðferðum, því að mjög er nú orðið þröngt um bylgjulengdir á fjar- skiptasviðum, bæði útvarps. og sjón- varpssviðum. Hin háa tiðni MASER (4xl014 bylgjur á sekúndu) liggur langt uitan við öll núverandi bylgjusvið viðskipta. En spurningin er, hvort unnt reynist að forma — eða modulera eins og það heitir á máli sérfræðinganna — MASER ljósið, þannig að með því megi bæði flytja tóna og tal og sýna sjónvarp ám þees að um truflanir verði að ræða. En ekki er vafi á, að MASER ljósið má einnig nota til ýmissa rannsókna og jafnvel lækninga, isem framtiiðin ein kann skil á. Gísli Halldórsson. I l slendingar hafa margir hverj- ir áhuga á tækni, ekki síður en aðrar þjóðir. En vegna þess hve fátt birtist á íslenzku um mörg þau tæknilegu ævintýri, sem nú eiga sér stað á degi hverjum, kynni að vera gaman að nefna örfá dæmi um þau. Er hér gripið niður af handahófi, því að úr ógrynni er að velja. Vegna þess hve rúm er takmarkað verða þetta sundurlaus dæmi: JÖTUN-PRESSUR Pressur til þess að móta ýrnsa hluta flugvéla úr magnesium og alum- inium, voru fyrst byggðar 1940. En 1055 var tekin upp notkun á TITANIUM- málmunum til þesis að auka nothæfni þotuvéla. Á síðustu árum hefur viðleitn- in beinzt æ meir að því að framleiða efni og form sem hæfa eldflaugum og geim- förum hverskonar, sem mjög reynir á. Hafa verið framleiddar ýmsar teg- undir efna, svo sem beryllium og titan- ium-blöndur, nikkelblöndur, eldfastar steinefna-. og málmblöndur, ryðfríar btáltegundir o.fl. Til þess að geta þrýst út þau form, sem þörf hefur verið fyrir, hefur orð- ið að byggja risavaxnar pressur. Ein slík pressa er eins há og 12 hæða skrifstofubygging, ef með er talin und- xrstaða hennar. Er undinstaðan rúmir unina rétt áður en hlekkui-inn hrekkur. Myndin er í fullri stærð. Ástæða er til að ætla að í framtið- inni verði efni þau, sem mestur kraft- uir reynir á, úr monokrystöllum, en gall- inn á þeim er að þau eru stökk. TÆKNI OC VÍSINDÍ Ástæðan fyrir hinum mikla styrk- leika þessara efna er sú, að fjarlægð frumeindanna í þeim er minni en í ókrystallinskum efnum, en samdráttur- inn milli frumeindanna eykst mjög eft- ir því sem þær nálgast meir hver aðra og loða þær þá betur saman þegar á reynir. A^msar vélar, svo sem háþrýsti- katlar, mjög hraðgengar skilvindur, rennistál, hraðgengar eim- eða gasisnæld- ur ,kasthjól o.fl., takmarkast af efnis- styrkleikanum. Með notkun hinna nýju efna yrðu stórkostlegar framfarir mögu- legar. Önnur margbrotnari vélakerfi myndu njóta góðs af, svo sem flugvélar, flaugar og ýmiskonar farartæki. Einfaldir vélahlutar (hringir) hafa verið smíðaöir úr silicon monokryistalli til þess að reyna og staðfesta þessa mögu- leika. Reyndust hringirnir þola 500.000 punda tog á fertommu —- eða sem svar- ar 30.000 kg eða 30 tonn á fersentimetra. Mældur hefur verið styrkleiki allt upp í 120 tonn á fei'senlimetra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.