Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 1
[ 16. tbl. — 24. júnií 1962 — 37. árg. ~\ ist þess að létt væri á skipinu, en því var ekki sinnt. „Síðan sté biskup á skipið, og létu þeir við svo búið í haf. En er þeir komu mjög að íslandi, þá gerði á stórviðri, og fengu þeir áföll mikil. Gekk í sundur dragreipið, og rak utan borðs seglið. Vildu þá flestir allir heita, en Þorlákur biskup kvaðst eigi skyldu heita nema kastað væri fé því öllu, er hann vildi eigi að á hefði ver- ið. En er kastað var því er biskup vildi, þá fell þegar veðrið, og tóku land næsta dag eftir“. — Til árétting- ar hefir hér verið gerð leturbreyting á orðunum „nema kastað væri“, því að þau gefa í skyn að Þorlákur hafi viljað heita þegar það verk var fram- kvæmt. — Frásögn þessi tekur ekki af nein tvímæli, en hún gæti bent til þess Eftir ÁRN A ÓLA KIRKJAN á Strönd í Sel- vogi, eða Strandarkirkja, eins og hún er almennt nefnd, er mest áheitakirkja hér á landi. Fer það nokkuð að vonum, því að hún er upphaflega orðin til fyr- ir áheit. Engar sannar sagnh' hafa menn af því hvenær Strandarkirkja var reist. En munnmæli eru um það og er bezt frá þeim sagt í kvæði því, er séra Jón Vestrnann orti í nafni kirkjunnar 1843. Þar segir frá því, að maður sá er Árni hét fór til Noregs að sækja sér húsavið. En á heimleiðinni fékk hann stórviðri og hríðar og voru þeir lengi að velkjast úti og hugðu sér ekki líf. Og er þeir voru sem hættast stadd- ir, hét Árni á guð að reisa honum kirkju úr húsaviðnum ef þeir kæmist lifandi á land. Náðu þeir svo skömmu seinna landi í Selvogi. Önnur sögn hermir, að þá er heitið var fest, hafi verið ofviðri, stórsjór og glórulaust myrkur. En rétt á eftir sáu þeir ljós í myrkrinu, og er þeir gáðu betur að, sáu þeir hvítklædda veru sem lýsti af og benti þeim að stýra skipinu beint á sig. Var það gert og tóku þeir heilu og höldnu land í vík nokkurri. Var hin bjarta vera þá horfin. Töldu allir víst að þetta hefði verið engill, og var vík- in við hann kennd og kölluð Engilsvík, eins og húh heitir enn. — Síðan var að efna heitið, en þá komu óvænt vand- ræði til sögunnar, því að kirkja var fyrir í Nesi í Selvogi. Fór Árni þá á fund biskups og skýrði honum frá á- heiti sínu og að hann væri skyldur við guð að reisa honum kirkju þar sem hann náði landi. Biskup skarst þá í málið og leyfði að kirkjan yrði reist á Strönd. Og til sannindamerkis um, að þessi Árni hafi reist kirkjuna, segir séra Jón, að rekamark kirkjunnar sé enn Á, eða upphafsstafurinn í nafni hans, en ef farið hefði verið eftir venju, hefði rekamark kirkjunnar átt að vera S K T (Strandar kirkju tré). — Nú er sem sagt ekki vitað hve- nær þetta var, en séra Jón segir að það hafi verið í biskupstið Staða-Árna biskups Þorlákssonar og hann hafi ráð- ið því að kirkjan var reist á Strönd og lagt henni til ærin auðæfi, svo að hún gæti haft sinn eigin prest. Þess vegna sé honum eignaður heiðurinn af því að hafa látið reisa Strandarkirkju. Þó þyk- ir séra Jóni það grunsamlegt, að þess skuli hvergi getið í sögu Árna biskups. Árni Þorláksson var biskup 1269— 1298, en um þær mundir átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson jörðina Strönd í Selvogi og einnig Nes og kirkjuna þar. Þá biskup greindi mjög á í staðamálunum og þykir ólíklegt að Erlendur hafi gert það fyrir tilmæli biskups, að leyfa að ný kirkja væri reist á Strönd. Er því talið líklegt að Strandarkirkja sé eldri, en enginn hefir borið brigður á, að hún hafi verið reist vegna áheits, enda lítt skiljanlegt að öðrum kosti hvers vegna tvær kirkjur voru í þessari litlu byggð. önnur sögn um upphaf Strandar- kirkju er sú, að það hafi verið Árni biskup Þorláksson sjálfur sem lenti í sjávarháskanum og heitið gerði. Ekki verður nú af sögu hans séð, að hann hafi nokkuru sinni lent í sjávarháska. En sé nú gert ráð fyrir því að Strand- arkirkja hafi verið reist áður en Árni varð biskup, og ennfremur hitt, að munnmælasagan hermi það rétt að það hafi verið biskup, sem heitið gerði um kirkjubygginguna, þá gæti skeð að það hafi verið Þorlákur biskup hinn helgi. Hann tók biskupsvígslu í Noregi 1178 og fór heim samsumars. Segir svo frá því er hann kom til skips með föru- neyti sínu, þá „voru kaupmenn nálega búnir, og hlóðu stýrimenn skipið nær til ófærs af lausaviðum“. Biskup krafð- að Strandarkirkja hefði risið vegna heits Þorláks biskups, en Árni Þorláks- son hefði seinna eflt kirkjuna, og hon- um síðan þakkað allt. T il er máldagi kirkjunnar í Nesi frá 1313, að meim telja, og var hún þá alkirkja, en ekki prestskyldarkirkja. — Helzt svo um alllangt skeið en seinna varð hún hálfkirkja. Á dögum Vilchins biskups, eða 1397, er Strandarkirkja orðin miklu auðugri en Neskirkja. Og á dögum Oddgeirs biskups, 1467, var tek- inn vitnisburður Þorbjarnar nokkurs Högnasonar um Strandarkirkju, og er hann enn til. Þar segir Þorbjörn þessi, að fyrir „sextigi vetra og áður“ hafi hann oftsinnis lesið og hafi heyrt les- inn máldaga Strendurkirkju, og hafi hún þá verið svo rík, að hún átti meðal annars 30 hundruð í heimalandi og alla veiði í fuglbergi;*) segist hann og vita, að „með ráði Árna biskups" hafi tvær klukkur verið keyptar til kirkjunnar. Gæti þetta bent til þess, að kirkjan hafi verið komin áður en Árni tók biskupstign, og áður en Erlendur sterki eignaðist Strönd, en nafn Árna biskups sé tengt við kirkjuna vegna þess að hann lét hana fá klukkur. Þess *)Þá er talið að kirkjan eigi 464 hundruð í föstu fé og lausu. má hér geta, sem er dálítið einkennl- iegt, að kirkjan í Nesi var helguð Maríu mey, og svo var og um Strandarkirkju. Neskirkja hvarf smám saman i skugga Strandarkirkju og að lokum lagðist hún algjörlega niður. Má á því sjá, að mikinn mun hafa menn gert kirknanna. Viðgangur Strandarkirkju getur ekki verið neinu öðru að þakka en því, að menn hafi haft meiri trú á henni, verið sannfærðir um að hún hefði risið upp að tilstuðlan æðri mátt- arvalda og hefði því meiri helgi á sér en aðrar kirkjur. Hún hefir fengið stórgjafir, og snemma munu menn hafa sannfærzt um, að „hún borgaði altaf fyrir sig“. Ekki fara sögur af áheitum á hana fram eftir öldum, enda var þá í ná- grenninu annar áheitastaður, sem öllum öðrum tók fram á landi hér. Það var Kaldaðarnes og hinn heilagi kross þar. Og eitt örnefni í Selvogslandi minnir enn á, að Selvogsmenn hafi sem aðrir haft mikla trú á krossinum. Uppi í heiðinni, skammt fyrir ofan byggðina, rísa háir hólar, sem kallaðir eru Kvennagönguhólar. Draga þeir nafn af því, að þangað gengu konur úr Selvogi, þær er ekki treystu sér til að fara á hátíð krossins, en töldu sér meinabót að því að horfa þaðan til Kaldaðarness og gera heit sín. Þetta gerðist á kross- messum báðum (3. maí og 14. sept.) a að varð Gissuri biskupi Einars- syni þyrnir í augum, að átrúnaður á krossinum helga í Kaldaðarnesi rénaði ekkert þrátt fyrir siðaskiptin og fortöl- ur hans. Haustið 1547 reið hann því til Kaldaðarness og lét taka niður kross- inn, svipta hann öllum búnaði sínum og setja hann í eitthvert skúmaskot. Skömmu seinna tók Gissur biskup banasótt sína og var það trú manna að honum hefði hefnzt fyrir það hvern- ig hann fór með krossinn. Ekki rén- aði trúin á krossinn við þetta, og hæsta skrefið í herferðinni gegn hon- um var það, að Kaldaðarnesskirkja var af tekin 1555. Ekki dugði það, fólk streymdi þangað enn um 30 ára skeið til þess að tilbiðja krossinn og færa honum áheit sín og gjafir. Svo var það 1587 að Gísli biskup Jónsson sótti krossinn, fór með hann heim í Skál- holt, lét kurla hann þar niður og brenna brotin. Biskup varð ekki langlífur eft- ir þetta, hann andaðist þá um haustið. En nú var fokið í þetta skjól fyrir alþýðu. Og þegar krossinn var farinn, virðist svo sem trúin á Strandarkirkju og helgi hennar hafi farið að aukast, og hún hafi þar orðið nokkurs konar arftaki krossins helga. Þykir ekki ólík- lega til getið, að þá fari að hefjast á- heit á hana, og hafa þau haldizt síðan. Aldrei hefir Strandarkirkja verið svo veglegt guðshús að hún hafi borið af öðrum kirkjum, og ekki hefir heldur skraut hennar og viðhöfn getað aukið trú manna á helgi hennar og heilla- kraft. Elzta lýsing á kirkjunni er frá ár- inu 1624 og er hún á þessa leið: „Kirkj- an nýsmíðuð; fimm bitar á lofti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bit- ana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið“. Nsésta kirkja er reist þar 1670, því að í visitazíu Brynjólfs biskups Sveins- sonar þá um haustið, segir að kirkjan sé nýbyggð. Þá hefir biskup boðið „sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eftir skyldu sinni, eftir því sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki". Þarna er í fyrsta skipti minnzt á uppblásturinn og sandfokið í Selvogi. Uppblásturinn hefir eflaust hafizt nokkru fyrr uppi í heiðinni og verið rányrkju að kenna. Bændur rifu kvist og lyng í heiðinni meðan til vannst til Framhald á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.