Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 13
| STRANDARKIRKJA |
Frarohald af bls. 1.
eldsneytis, og þess vegna hófst upp-
blásturinn. Og nú var sandurinn kom-
inn heim að byggð og tekinn að ógna
henni.
S trönd í Selvogi var eitt af höf-
uðbólum íslands, virt á 100 hundruð.
Þar sat höfðingjaætt, Erlendungar, um
fjögurra alda skeið, eða frá því á 13.
öld og framundir 1700. Var þar jafnan
stórbú. Er þess t. d. getið um Erlend
lögmann Þorvarðarson (d. 1575) að
hann hafi átt 600 aer. Sú er sögn að
smalamaður hans eða þjónn hafi rekið
spjót sitt niður í jörð og hafi komið
sandur upp á oddinum. Sagði piltur, er
hann sá það, að sú jörð mundi verða
eyðisandur. Lögmaður reiddist þessu
svo, að hann ætlaði þegar að vega
sveininn, en hann hljóp undan og Er-
lendur á eftir. Náði hann sveininum
hjá hóli noklcrum norðan við túnið og
drap hann þar fyrir þessar sakir. Sá
hóll er kallaður Víghóll.
En nú var svo komið, einni öld siðar,
að spá piltsins var að rætast. Árið 1670
er sandhafið komið heim undir Strönd,
og á rúmum 25 árum var það svo að-
gangsfrekt að það lagði þetta mikla
höfuðból í eyði. Svo segir í Selvogs-
kvæði séra Jóns Vestmanns*
Sandfoksöldin eyddi
auði og gæða nægð,
fólk í fátækt neyddi
og flestri lífs óþægð,
allt burt reif sem ávöxt ber,
jarðarsvörðinn svarf í aur,
sanda, hraun og sker.
En Strandarkirkja stóð af sér þetta
áhlaup. Það var eins og einhver hulin
hönd hlífði henni. Árið 1703, þegar
Strandartúnið er orðið að sandhafi,
skipar Jón biskup Vídalín að rífa gömlu
kirkjuna, sem sé komin að falli, og
reisa nýa kirkju. Mun það hafa verið
gert og sú kirkja verið 5—6 stafgólf.
Hún stóð í rúm 30 ár. En 1735 skipar
Jón biskup Árnason að reisa þar nýja
kirkju, og var það gert. Var sú kirkja
6 stafgólf og lýsir biskup henni svo
1736: „Kirkjan er uppbyggð á næst-
liðnu hausti, mestan part af nýum og
sterkum viðum, svo hún er nú bæði að
veggjum væn og vel standandi; að því
leyti betur á sig komin en hún hefir
nokkurn tíma áður verið, að svo er
um hana búið að utanverðu, að sand-
urinn gengur ekki inn í hana; hennar
grundvöllur hefir og so verið mikið
hækkaður, að hún verst langtum bet-
ur en áður fyrir sandinum að utan-
verðu.“
Arið 1749 kom ungur preslur að
Selvogi, Einar Jónsson að nafni, og
tveimur árum seinna visiterar ólaf-
ur biskup Gíslason Strandarkirkju. —
Kirkjan var þá aðeins 15 ára gömul,
en biskup segir að súðin og grind sé
víða fúin. Og svo kemur dómsorðið:
„Húsið stendur á eyðisandi svo hér er
mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð
í stormum og stórviðrum; er því mik-
ið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan
hentugri stað“.
Hinn ungi prestur varð þessu alls
hugar feginn, og á Alþingi þá um sum-
arið skrifaði hann bæði Pingel amt-
manni og ólafi Gíslasyni biskupi og bað
um leyfi til þess að mega flytja kirkj-
una heim til sín að Vogsósum. Hann
fékk og meðmæli með þessari beiðni
sinni hjá Illuga Jónssyni prófasti í
Hruna (Hann var íaðir Jafets gull-
smiðs í Reykjavík). í þessari beiðni
segir séra Einar að sandfokið stór-
skemmi þak kirkjunnar, veggi og viðu,
hurðarlæsingu og lamir og gripi kirkj-
unnar. Stundum nái sandskaflarnir
upp á miðja veggi kirkjunnar. Þarna
sé ekkert afdrep og fólk kveinki sér
við því að sækja kirkjuna, ef nokkuð
sé að veðri.
Biskup skipaði nú svo fyrir í sam-
ráði við amtmann, að kirkjan skyldi
flutt að Vogsósum og flutningnum lok-
ið innan tveggja ára.
Selvogsmenn voru þessari ráðstöfun
mjög mótfallnir og töldu að kirkjan
myndi glata helgi sinni ef hún fengi
ekki að standa á þeim stað, er henni
var upphaflega valinn. Mun andúð
þeirra gegn þessu hafa bitnað fyrst og
fremst á prestinum, sem var hvata-
maður að því að kirkjan væri flutt,
enda flosnaði hann frá prestskap í
Strandarkirkja eins
Selvogi tveimur árum seinna. En það
var ekki nóg. ólafur biskup andaðist
ári eftir að hann hafði fyrirskipað
kirkjuflutninginn. Pingel amtmaður
hröklaðist frá embætti með litlum
sóma þegar á árinu 1752, og Illugi
prófastur andaðist á árinu 1753. Þessir
fjórir menn, sem stóðu að því að
kirkjan væri flutt „biðu því annað
hvort hel eða greipilega hremmingu
áður en sá frestur væri liðinn, er
kirkjan skyldi flutt vera“. Taldi al-
menningur að þeim hefði hefnzt fyrir
— Strandarkirkja borgaði alltaf fyrir
sig!
Nú lá flutningsmálið niðri með-
an biskupslaust var, en 1756 skipar
Finnur biskup Jónsson að kirkjan sé
flutt, samkvæmt fyrri ákvörðun. Þetta
létu Selvogsmenn eins og vind um
eyru þjóta, og prestur þeirra, sem þá
var séra Jón Magnússon, lét málið
ekki heldur til sín taka, því að hann
mun hafa fundið andann í sóknarbörn-
um sínum. Þegar svo var komið sáu
biskup og prófastur þann kost vænst-
an að skipa svo fyrir árið eftir, að
viðgerð færi fram á kirkjunni. Því
hlýddu menn fúslega, og var svo
kirkjan endurbætt hvað eftir annað,
og fór þessu fram um 80 ára skeið, að
alltaf var verið að gera við kirkjuna.
Og þótt ólafur biskup teldi hana hrör-
lega 15 ára gamla, þá fór nú svo að
hún stóð í 113 ár.
Það var um 1820 að séra Jón Vest-
mann vildi fá kirkjuna flutta heim að
Vogsósum. En hann rak sig á órjúfan-
lega skjaldborg, er sóknarmenn höfðu
slegið um kirkjuna. Hann kallaði þetta
hjátrú, sprottna af því að menn héldi
að kirkjan missti heill sína og helgi ef
hún væri flutt. Þetta er nolckuð ein-
kennilegt hjá séra Jóni, því að hann
trúði sjálfur satt og stöðugt á helgi-
mátt kirkjunnar. Hann hélt því t. d.
fram, að Bjarni riddari Sivertsen
hefði hlotið gæfu sína og gengi af því
að hann gaf Strandarkirkju gjöf, og að
Þuríði formanni hefði farnazt svo vel
sjómennskan í brimhöfnunum á Stokks
eyri og Þorlákshöfn vegna þess að
hún hefði heitið á Strandarkirkju. Hon-
tim fannst kirkjan mundu halda
áheitamætti sínum eins fyrir því þótt
hún væri í Vogsósum. En því trúðu
sóknarmenn hans eigi, og þess vegna
stendur kirkjan enn á sama stað.
Eftir séra Jón kom að Selvogi séra
Þorsteinn Jónsson frá Reykjahlíð við
Mývatn, tengdasonur ólafs Stephen-
sens jústisráðs. Þá var Strandar-
kirkja orðin mjög hrörleg, sem vænta
mátti. Lét séra Þorsteinn rífa hana
1847 og ákvað að reisa fyrstu timbur-
kirkjuna í Selvogi á grunni hennar.
Þá var svo komið að enginn dirfðist
að minnast á að kirkjan væri flutt.
Yfirsmiður við kirkjuna var Sigfús,
faðir séra Eggerts, er seinna varíVogs-
og hún er nú
ósum. Sigfús var ölkær maður og hafði
kútinn alltaf hjá sér við smíðarnar.
En það hafði villt honum sýn, svo að
þegar átti að reisa kirkjuna, kom í
Ijós að bitarnir voru allir einni alin of
stuttir. Séra Þorsteinn kom þar að er
menn veltu vöngum yfir þessum ófarn-
aði og vissu hvorki upp né niður.
Prestur steig þá þegar á bak hesti sín-
um og ætlaði að ríða heim að Vogsós-
um til að senda menn austur á Eyrar-
balcka að sækja efni í bitana. Af ein-
hverjum ástæðum fór hann nú aðra
leið en hann hafði komið, reið inn með
sjónum. Og er hann kom í vík þá er
heitir Stórabót, sér hann hvar stórt
kantað tré er að velkjast í fjörumáli.
Nú þurfti ekki að senda menn til Eyr-
arbakka, heldur fengu þeir það starf
að bjarga trénu. Síðan var það bútað
sundur og því krossflett, og þar voru
komnir bitar í kirkjuna! Strandar-
kirkja minntist þeirra sem vildu
henni vel. Og það segja Selvogsmenn
að aldrei hafi brugðizt, í hvert ein-
asta skipti sem prestar hafi hlynnt að
kirkjunni, hafi þeim borið eitthvert
óvænt happ að höndum. Og þetta
staðfesti séra Ólafur ólafsson fríkirkju-
prestur, sem þjónaði Selvogi 1880—84.
Hann kvaðst af eigin reynslu hafa
sannfærzt um að það sé satt sem Sel-
vogsmenn segja: „Strandarkirkja borg-
ar altaf fyrir sig“.
S trandarkirkja hefir staðizt ham-
farir náttúrunnar. Og hún hefir ekki
látið verða til skammar það trúar-
traust, sem gaf nokkrum fátækum og
umkomulausum bændum kjark til þess
að rísa gegn valdboði um að flytja
hana á annan stað. Hún heldur enn
hinum sérstaka helgikrafti sínum í
augum fjölda manna. Hvers vegna?
spyr séra ólafur ólafsson og svarar
sér sjálfur:
„Auðvitað af því að menn hafa sér-
staka trú á henni, og því verður ekki
neitað, að þessi trú er studd og styrkt
á marga lund af margendurtekinni og
mjög gamalli reynslu.... Fyrir minni
vitund er það mál svo, að trúin á
Strandarkirkju er ein grein, ein teg-
und trúarinnar á það hið dularfulla,
ósýnilega og óskiljanlega, og jafn-
framt líknandi og bjargandi máttar-
vald, sem við mennirnir finnum á
hverri stund að umkringir okkur
ávallt og allsstaðar, er yfir öllu, um
allt og í öllu“.
1 trúnni á Strandarkirkju birtist
vissan um að til sé hulinn verndar-
kraftur, og er sú trú engu óvísinda-
legri heldur en trúin á að í geimnum
leiki óteljandi geislar og orkustraum-
ar, sem nú hefir verið sannað. Svo
kvað Herdís Andrésdóttir:
Kirkjan suður á sandinum
við sævardjúpin blá,
hún er okkur tákn þess
sem trúin orka má.
Enn er hún kyr á sandinum
og enn er trúin ný:
að Drottinn haldi hendi
yfir húsinu því.
„Kirkjan situr á sandinum
með hnappagullin smá.
Það er Guð og María
sem þetta húsið á“.
VÍSINDI - TÆKNI
Framhald af bls. 9
heim við ýmsar skoðanir og tilgátur dr
Helga Péturss áður fyrr: að draumurinn
sé áhrif, einskonar bio-induktion frá
annarri lifandi veru. Að heili mannsins
sé einskonar sjónviðtæki, sem nemi sýn
og hugsun annarrar veru, þótt fjarri sé
stödd.
_ Á þeim tíma, sem dr. Helgi setti fram
ýmsar hugmyndir sínar um fjarskyggni
og fjarsýn, þek'ktist ekki sjónvarp og
jafnvel tæpast útvarp.
Nú er það að verða skiljanlegt, á vís-
indalegan hátt, hvernig hugsanlegt er
að ná sambandi við aðrar lífverur, þótt
fjarri séu, með rafmagni og ljósi — og
jafnvel hugsun — sem enn hefur bó
ekki tekizt að handsama, nema á óbein-
an hátt á pappírsræmur.
En nú eru það a. m. k. ekki aðeins
heimspekingar, eins og dr. Helgi, sem
leita eftir sambandi við verur á fjar-
lægum jörðum. Sjálfir háskólarnir, og
hinir oft afturhaldssömu prófessorar,
eru nú í alvarlegri leit að lífi á öðrum
hnöttum.
Gísli Halldórsson.
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
leiksrikir, enda telur Menzies brezka
forsætisráðherrann of áhrifagjarnan og
álítur að hann beri ekki samveldið svo
mjög fyrir brjósti, heldur láti stjórnast
af pólitískum sviptivindum og hagnað-
arsjónarmiðum líðandi stundar. Mac-
millan er á hinn bóginn ljóst, að Menzies
er skæðasti andstæðingur hans að því er
snertir Efnahagsbandalag Evrópu og
mun beita öllum tiltækum vopnum til
að vernda hagsmuni Ástralíu.
Eins og sir Roy Welensky á Menzies
hægt með að tala til hinna óánægðu
þingmanna íhaldsflokksins á máli sem
höfðar til dýpstu tilfinninga þeirra. Og
slíkt væri ekki rétt að vanmeta, enda
er Menzies frábær mælskumaður þegar
honum tekst upp. Hann er kannski síð-
asti stjórnmálamaðurinn utan Bretlands
sem talað getur með áhrifaríkum hætti
um drottninguna og heimsveldið, af því
hvort tveggja er honum hjartans mál.
En það er eins með hann og Burke:
hann er mælskastur þegar hann ver
heim sem er horfinn og á ekki aftur-
kvæmt.
16. tölúblað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13