Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 6
Doktorshúsið (Ránargata 13) Hlíðarhús voru upphaflega hjá- leiga frá Reykjavík, en gengu undan jörðinni á dögum Narfa Ormssonar og voru þá talin 6. hluti jarðarinnar eða 10 hndr. Annars var land óskipt að öðru en því, að Hlíðarhúsum fylgdi mikið tún, er náði suður að Göthúsa og Landakotstúnum. Þegar Jarðabókin var samin átti Elín Hákonardóttir Hlíðarhús, ásamt hjáleigunni Ánanaustum, en árið 1708 seldi hún jörðina Ólafi nokkrum ól- afssyni. Hann gaf svo jörðina Helga- fellskirkju á Snæfellsnesi 1723. Síðan átti kirkjan jörðina lengi og héldu prestar fast í hana. Stóð í miklu stíma- braki út af því, að Reykjavík gæti fengið jörðina, og var það ekki fyrr en í árslok 1858 að Reykjavík fékk að lokum afsal fyrir henni. Hlíðarhúsamenn höfðu útræði sitt í Grófinni og þangað lá sjávargata á þeim slóðum sem nú er Vesturgata. Þetta var aðeins illa ruddur stígur sem nefndist Hlíðarhúsastígúr. Hvorki vildu Hlíðarhúsabændur né Helgafellskirkja leggja í þann kostnað að gera þangað sæmilegan veg, og Reykjavík taldi sér það óviðkomandi að gera veg á annars landi. Nú víkur' sögunni að því, að árið 1819 fékk Jón Thorsteinsson land- læknisembættið og settist að í Nesi. En er fram liðu stundir þótti honum ó- þægilegt að búa þar, svo honum var leyft 1833 að flytjast til Reykjavíkur. Fékk hann svo leyfi til þess að mega reisa íbúðarhús sunnarlega í Hlíðar- húsatúni. Hús þetta var fullsmíðað ár- ið eftir og fluttist hann þá í það. Þetta hús fékk þegar nafnið Doktorshús, og hefur haldið því fram að þessu. Þótti húsið bæði stórt og fagurt. Margur átti þangað erindi til þess að finna lækn- inn, en þangað var ekki greiður veg- ur, fyrst Hlíðarhúsastígurinn, oft ill- fær vegna bleytu og forar, og svo varð að troða túnið suður að húsinu. Þetta gat auðvitað ekki blessazt, og nú lét Reykjavík gera vegarnefnu úr Gróf- inni vestur á móts við Doktorshúsið. Þessi gata var opinberlega nefnd Læknisgata, en almenningur kallaði hana alltaf Hlíðarhúsastíg, eða aðeins Stíg. Jón Thorsteinsson landlæknir andað- ist 1855 og fluttist þá ekkja hans í Skálann við Grjótagötu. En Doktors- húsið var leigt næstu tvö árin. Þá áttu þeir heima þar Gísli Magnússon latínu- skólakennari og og Þorvaldur Stephen- sen verzlunarmaður. Árið 1858 keypti Sigurður Vig- fússon gullsmiður húsið og bjó þar uppi á loftinu fram til 1874. Á þessum tíma leigðu ýmsir hjá honum, þar á meðal Pétur Guðjohnsen organleikari (með 13 manns í heimili), Jón Hjalta- lín læknir og fleiri. Seinasta árið leigði Benedikt Gröndal þar, þá ný- kominn frá Kaupmannahöfn. Hann fékk öll herbergin niðri og varð að greiða í húsaleigu 24 kr. á mánuði og þótti það mikið, því að kennaralaun hans við latínuskólann voru ekki nema 1500 kr. á ári. Þá hefur Doktorshúsið verið farið að ganga úr sér, því að hann lýsir því svo: „Herbergin í Doktorshúsinu voru fremur léleg, eftir því sem nú tíðkast (um aldamótin); enginn ofn, sem notaður varð nema einn „bíleggjari" uppi á gamla móð- inn, og oft rauk hann — enda er nú hætt að hafa þesskonar ofna, og munu þeir varla sjást nema sem fornleifar“. Árið 1866 var samþykkt að fram- lengja Læknisgötu vestur að Ána- naustum. Var Reykjavík þá orðin eig- andi Hlíðarhúsa og var ekki við aðra að metast um þá vegarlagningu. Þetta átti að verða framtíðarvegur vestur á Nes, og var því hafður breiður — heil- ar 7 álnir á breidd. Þetta var fyrsta gatan, sem kom út úr Miðbænum. En Vesturgötunafnið fékk hún ekki fyrr en um 1880 — en var í daglegu tali oftast nefnd Hlíðarhúsastígur fram yfir aldamót. Þegar gatan var nú komin, var Doktorshúsið drjúgan kipp fyrir sunnan hana, einangrað og gnapandi í miðju túni. Var því ákveðið 1869 að þangað skyldi lagður 5 álna breiður vegur frá Læknisgötu, og eiganda húss- ins falið að gera þann veg. En hann þverskallaðist við, og aldrei kom þessi vegur. Hús risu nú óðum við Vestur- götuna. Var haft sund á milli tveggja þeirra, svo að hægt væri að komast að Doktorshúsinu, en þangað var aðeins stígur, og húsið var í rauninni utan við lög og rétt. Það var ekki fyrr en 1888 að farið var að telja það til Vestur- götu og fékk þá töluna 25 við þá götu. Árið 1875 keypti Sveinn prófastur Níelsson Doktorshúsið og fluttist þang- að. 1879 var honum veittur Hallorms- staður og fluttist hann þá austur, en lét af prestskap haustið 1880 og fór til Reykjavíkur. Og svo lézt hann í Dokt- orshúsinu 1881. Fyrsta árið, sem Sveinn var þarna, bjó hjá honum tengdasonur hans, Björn Jónsson ritstjóri. Harin hafði stofnað blaðið „ísafold" 1874. Var það fyrst prentað í Landsprentsmiðjunni, en Björn sá fljótt að hann varð að eign- ast eigin prentsmiðju. Þá mátti ekki stofna prentsmiðju hér á landi nema með konungsleyfi. Það leyfi fékk Björn 3. júlí 1876. Var þá Sigmundur Guð- mundsson prentari sendur til Kaup- mannahafnar til þess að fullkomna sig í iðn sinni og kaupa prentsmiðju. Hann kom með prentsmiðjuna 7. júní 1877 og var hún flutt í Doktorshúsið og henni komið fyrir í einni stofunni þar. Fyrsta blaðið, sem þar var prentað, kom út 16. júní og þess vegna telst sá dagur stofndagur ísafoldarprentsmiðju. Og hún sleit barnsskónum í Doktors- húsinu. JVÍarkús Bjarnason skipstjóri eign- aðist Doktorshúsið 1882 og bjó þar síð- an til æviloka. Hann hafði gerzt stýri- maður á skútu hjá Geir Zoega 1872, en fékk þá jafnframt Eirík Briem prestaskólakennara til þess að kenna sér undirstöðuatriði stýrimannafræð- innar. Gekk hann svo undir próf hjá dönskum sjóliðsforingjum 1873 og dáð- ust þeir að kunnáttu hans og þá ekki síður að kennara hans, sem aldrei hafði nærri sjómennsku komið. Seinna sigldi svo Markús og lauk skipstjóra- prófi í Kaupmannahöfn 1881. Þegar hann var setztur að í Doktors- húsinu hóf hann að kenna stýrimanna- efnum og hafði þann skóla heima hjá sér. Doktorshúsið er því fyrsti stýri- mannaskólinn á íslandi. Styrk fékk hann úr landsjóði til þessa skólahalds 1885 og síðan árlega. En árið 1890 voru samþykkt lög um stofnun Stýrimanna- skóla og Markús gerður að forstöðu- manni hans. Þá var ekkert húsnæði til fyrir þann skóla, og varð það úr, að Doktorshúsið var lengt vestur á bóginn og var skólinn þar til húsa þangað til reist var sérstakt hús handa honum 1898, kippkorn vestar og sunnar á Skakkakotstúni. Enginn vegur var á milli Doktorshússins og skólans, en brátt mynduðust troðningar frá Vestur- götu upp að skólahúsinu og fengu þeir þegar nafnið Stýrimannastígur, og hélzt það þegar farið var að reisa hús við þá götu. Markúsi veittist sú ánægja að vita skólann kominn í eigið húsnæði, en hans naut ekki lengi við eftir þetta, því að hann andaðist árið 1900, aðeins fimmtugur að aldri. Með honum féll í valinn einn af forvígismönnum þjóðar- innar. Síðan um aldamót hafa hinir og aðr- ir átt heima í Ðoktorshúsi og stundum verið margt fólk þar, allt að 30 manns. Hélt húsið sínu gamla nafni fram til 1927, en upp úr því fær það nafnið Ránargata 13. Stendur það nú í skakk- horn við þá götu og af því „horfinn fagur farfi“, enda er það nú orðið 128 ára gamalt. BÖKMENNTIR Framhald af bls. 5 við sig í íbúð sinni í Gorky-stræti klukkan 10 fyrir hádegi laugardaginn 10. marz. Föstudaginn 9. marz staðfesti einka- ritari hans stefnumótið. Til allrar ó- lukku sendi ég blaði mínu í Lundún- um símskeyti á föstudagsmorgun og skýrði því frá, að viðtalið við Ehren- burg hefði verið ákveðið og staðfest. Mér hafði gleymzt að Rithöfunda- samtökin eru tiltölulega óháð eftirliti Kommúnistaflokksins — eins og svipuð samtök voru einnig í Ungverjalandi áð- ur en Rússar bældu niður þjóðbylting- una þar fyrir hálfu sjötta ári. Augljós- lega hafði hin kommúníslca ritskoðun stöðvað símskeytið, því nokkrum klukkustundum síðar fékk ég orðsend- ingu þess efnis, að Ehrenburg hefði verið kvaddur burt frá Moskvu til fjarlægs héraðs og mundi verða fjar- verandi í þrjá daga, svo hann gæti ekki hitt mig. egar ég bað starfsmenn Inturist í Moskvu að framléngja dvalarleyfi mitt um viku, svo ég gæti hitt hann, þverneituðu þeir að gera það á þeim forsendum að ekla væri á hótelher- bergjum í borginni. Áður en ég fór frá Moskvu komst ég að því hjá gagnkvæmum kunning, a okkar Évtúsénkós, að hann væri alis ekki að hvíla sig úti á landsbyggðinni, heldur væri hann staddur í borginni og fluttur í nýja íbúð ásamt seinni konu sinni (sem áður var gift öðru Ijóðskáldi). Honum hafði alls ekki verið tilkynnt um þá ósk mína að hitta hann. Ég er þess fullviss, að sovézku skriffinnskuþrælarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir, að óhlutdrægir vestrænir gestir komist í samband við höfunda eins og Évtúsénkó og ljóðskáldið Alexander Tvardovsky, sem eru fulltrúar „frjáls- lyndra“ og „vestrænna“ áhrifa í sov- ézkum bókmenntum. B ak við tjöldin á sér stað hat* röm barátta milli Vladimirs Kochetovs, sem er ritstjóri flokkslínu-bókmennta- tímaritsins „Oktyabr", og Tvardovskys, sem er vinsæll höfundur metsölu- Ijóðabókar um stríðið 1940—45, „Vas- illy Tyorkin", og ritstjóri hins tiltölu- lega frjálslynda tímarits „Novy Mir“. Báðir þessir höfundar eru hins veg- ar á fimmtugsaldri. Maðurinn, sem vert er að fylgjast með og nýtur gíf- urlegrar hylli meðal sovézks æskulýðs, er Évgeny Évtúsénkó, aðeins 29 ára gamall. Évtúsénkó heimsótti nýlega Banda- ríkin, Suður-Ameriku og Bretland. —- Hann er talsmaður nýrrar kynslóðar sovézkra borgara, sem við eigum eftir að skipta við í náinni framtíð. Ég hef hitt hann og átt viðtal við hann fyrir brezk blöð, og mér féll hann vel í geð. Ég bind vonir mínar um aukinn gagnkvæman skilning milli Sovétríkj- anna og vestrænna ríkja ekki við menn eins og Fedin, Ehrenburg eða skriffinna Rithöfundasamtakanna, held- ur við unga menn eins og Évtúsénkó. Ástandið í Hollywood, sem eitt sinn stóð með svo miklum blóma, hlýtur að vera ískyggilegt þessa dagana, því samkvæmt nýjustu hagskýrslum þaðan eru 33% hinna 2200 myndatökumanna atvinnulaus- ir, 17% af klippingamönnum og 40% af leikurum, leikstjórum og handritahöfundum. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.