Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 5
ver er ,Abram Tertz'? Eftir ALAN MORAY WILLIAMS UvER er hinn leyndardómsfulli rússneski höfundur sem birtir nú smá- sögur og ritgerðir í ýmsum helztu bók- menntatímaritum Vestur-Evrópu undir dulnefninu „Abram Tertz“? Ritstjórar í París, Lundúnum og New York hafa íýst því yfir, að hann sé sovétborgari og verkum hans sé smyglað út úr Sov- étríkjunum til birtingar vestan járn- tjalds á svipaðan hátt og handritinu að , Sívagó lækni“ var smyglað vestur fyrir tjald. En opinberir starfsmenn sovézku Rithöfundasamtakanna, sem ég hafði tal af nýlega, neita þessu og segja að sögurnar séu „falsaðar“. Smásögurnar hafa birzt á síðustu mánuðum í timaritunum „Combat“ (París), „Encounter“ (Lundúnum) og öðrum þekktum bókmenntaritum í Ev- rópu og Bandaríkjunum, og gagnrýn- endur hafa farið mjög lofsamlegum orðum um þær. í Englandi er Max Hayward, sá sem þýddi „Sívagó lækni“ á ensku, að þýða úrval úr þessum smá- sögum, sem gefið verður út í haust. Ef sovézku embættismennirnir fara með rétt mál, gætu sögurnar verið eftir rússneskan flóttamann sem býr í Evrópu eða Bandaríkjunum. Hins vegar væri alls ekki erfitt fyrir sov- ézkan höfund að smygla handritum sínum út úr' Sovétríkjunum nú eftir að samneyti sovétborgara við útlendinga er orðið miklu auðveldara, jafnvel þegar í hlut eiga starfsmenn vest- rænna sendiráða í Moskvu. Fyrir fréttamenn vestrænna blaða er hins vegar ennþá mjög erfitt að ná beinu sambandi við sovézka rithöf- unda. Áður en ég fór til Moskvu árið 1961, aðvaraði sovézki ræðismaðurinn í Kaupmannahöfn mig og sagði m.a.: „Verið óhlutdrægur, herra Villy-Yams. Ef þér reynist hlutdrægur mun ég aldrei veita yður vegabréfsáritun aft- ur“. Þegar ég kom til Moskvu, var mér sagt að hver einasti rithöfundur, sem ég bað um að fá viðtal við, væri annað hvort fjarverandi frá Moskvu eða gæti ekki hitt mig vegna veik- inda. í ár skrifaði ég aðalritara Rithöf- undasamtakanna, Konstantin Fedin, bréf mánuði áður en ég lagði af stað til Moskvu og sendi honum lista yfir tíu höfunda, þeirra á meðal hann sjálfan, sem mig langaði til að hitta. Ég bað líka Sir Fitzroy Maclean, for- mann „Vináttutengsla Bretlands og Sovétríkjanna“ í Lundúnum (sem ég er meðlimur í), að skrifa Fedin fyrir mína hönd. En þegar ég kom til Moskvu 8. marz sl. tjáðu starfsmenn Rithöfundasam- takanna mér, að Fedin væri fjarver- andi frá Moskvu og gæti ekki hitt mig. Frú Romanova sagði mér sama dag: „Fedin fékk ekki bréf yðar þar sem hann er veikur. En ég hef lesið það og skal reyna að hjálpa yður“. Síðan skýrði hún mér frá því, að af ýmsum ástæðum væru allir rithöfund- arnir, sem ég hefði viljað ná tali af, ótilkvæmilegir, að tveimur undanskild- um. Kún sagði mér til dæmis, að Év- geny Évtúsénkó, unga ljóðskáldið sem vakti heimsathygli með ljóði sínu „Babi Jar“, væri „mjög þreyttur eftir nýafstaðið ferðalag til Kúbu og hefði tekið sér hvíld úti á landsbyggðinni langan veg frá Moskvu“. Eini sovézlci höfundurinn sem ég ætti aðgang að, þeirra sem voru á lista mínum, sagði hún, væri Ilja Ehrenburg, og hún hringdi í einkarit- ara hans til að mæla okkur mót. Ehrenburg, sem hafði heyrt að ég skrifaði um sovézkar bókmenntir fyr- ir „Figaro Litteraire“ og önnur tíma- rit og dagblöð í Bretlandi og víðar, féllst á að leyfa mér að eiga samtal Framhald á bls. 6. E g jief stundum velt því fyr- ir mér síöustu árin, hvort þeir sem mest hampa lýörœöinu geri sér raunverulega Ijóst, hve djúpum rót um hugarfar einrœöisins, eins og viö þekkjum þaö t.d. úr kommún- istaheiminum, hefur skotiö á meö- al okkar. Hef ég þá einkanlega í huga hinn kynlega ótta viö sjálf- stæðar skoöanir, hiö hugsunar- lausa samþykki á opinberum sjón- armiöum, hvort sem í hlut eiga ríkisvald, stjórnmálaflokkar eöa aörar félagsheildir. Mér hefur t.d. œvinlega þótt furöulegt, hve marg- ir telja sig lcnúöa til aö hafa sömu skoöanir á öllum málum eins og flokkurinn sem þeir greiöa atkvœöi á kjördegi. Jafngildir slíkt ekki af- sali á sjálfstœöri dómgreind ein- 8taklingsins? Eöa hví skyldi þaö nú oröiö þykja viöburöur, ef þing- maöur tekur aöra afstööu til ein- stakra mála en flokksbræöur hans? Það er talaö um nauösynlegan flokksaga og samheldni flokks- brœöra, en hvaöan skyldi þessi hugsunarliáttur vera runninn ef ekki frá sjálfum erlcifjandanum? Sé taliö nauösynlegt aö tileinka sér hugarfar og baráttuaöferöir óvinarins til aö sigrast á honum, þá er lýörœöishugsjónin vissulega í hœttu stödd og full ástœöa til aö blása í hana fersku lífi. Eg drep á þetta vegna þess aö mér viröist sú ár- átta stööugt fœrast í auk- ana hér á lan di að klessa á menn einhverjum fáránlegum stimplum, ef þeir dirfast aö taka sjálfstœða af- stööu eða hafa aðrar skoöanir en „meirihlutinn", „almenningur,c, „al- þýðan“, „fólkiö“, svo nefnd séu nokk ur af þeim meiningarlausu vígorð- um, sem helzt er brugöiö á loft. Þessi sífellda skírskotun til „almennings“ er í senn hlægileg og viösjárverð, því hvaö vita menn yfirleitt um á- lit almennings í einstökum atriö- um? Það er sagt að „fólkiö“ vilji liafa Ríkisútvarpiö andlaust, dag- blööin leiöinleg, Þjóöleikhúsið list- vana o.s.frv. Og hvernig vita menn suo um þennan annálaöa „vilja fólksins“? Jú, nokkrar iöjulausar og geövondar kerlingar skrifa blað inu sínu skammabréf, og hóta jafn vel uppsögn, ef kvenhetjan í fram liáldssögunni er dyggöasnauö, og svipuö saga endurtekur sig ef í einhverju er hallað á ákveðnar stéttir eöa hagsmunahópa. Niöur- staöan veröur sú, aö enginn þorir aö segja œrlegt orö, þvi þaö má alls ekki sœra þennan hóp, móöga þetta byggöarlag, misbjóöa þessari stétt — allt veröur ein fatneskja. Bomholt menntamálaráðherra Dana lét þess getiö nýlega, aö hann vildi gera danska útvarpið „hœttulegt“. Hann var sem sagt oröinn þreyttur á hinni eilífu logn- mollu, þessum lamandi ótta viö átök og árekstra. Hann vildi blása nýjum lífsanda í lýöræöiö, anda á- ræöis og einurðar. Hvenær skyldi þessi heillandi „hœtta“ hins sanna frelsis halda innreiö sina í ís- lenzkt menningarlíf og feykja burt drunga hugleysis og pólitísks skœt- ings, sem á ekkert skylt viö hispurslausar umrœður frjálsra manna? s-a-m 16. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.