Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 11
FRÁPdlÖ
G HEF mjög mikla samúð
“™ með hinum fátæku,“ seg-
ir Gayatra Devi, maharani af Jai-
pur. „Það er daesatt."
Á þennan hátt staðfesti eigin-
kona eins af ríkustu prinsum Ind-
lands, að hún ætlaði að standa við
kosningaloforðin, sem hún gaf hin-
um 192.909 Indverjum, sem kusu
hana til þings með mesta meiri-
hluta, sem nokkur frambjóðandi
fékk í síðustu kosningum. Hún
fékk 157.692 atkvæðum meira en
sá af keppinautum hennar, sem
næst henni komst. Sigur hennar
var meira að segja langtum stærri
en Nehrus.
Maharani Gayatra Devi er fögur
kona, 41 árs að aldri. Hörund hennar
er hunangslitað, og dökkbrúna hárið
Gayatra Devi
stuttklippt, en það er mjög óvenjulegt
á Indlandi. Aöur en hún sneri sér að
stjórnmálum, iifði hún víðs fjarri bænd
unum, sem berjast íyrir tilverunni á
ófrjósömum jarðveginum í ríki hennar,
Rajasthan.
Viðfangsefni hennar voru póló, tenn-
is og villidýra-ljósmyndun. Hún va" í
Nýju-Delhi á vetrum, en fór til Ev-
rv.pu og Bandaríkjanna á vorin og
sumrin, og kom aðeins stöku sinnum
til Jaipur. Starf hennar var að æfa 18
pólóhesta manns síns og sitja í nefnd
þeirri ,er sér um listaverkakaup handa
indverska þjóðsafninu. Hún kann að
matreiða ,en maturinn er ósköp vond-
ur, að því er hún sjálf játar.
\Jtayatra Devi er yngri systir
maharajans af Cooch-Behar. Hún
ólst upp í höll feðra sinna við rætur
Hirnalajafjallanna í austurhluta Ind-
lands, sem nú er hluti af rikinu Vest-
ur-Bengal. Hún nam skamma hríð við
Santiniketan-háskólann og lauk mennt-
un sinni í Sviss og Englandi, þar
sem hún lærði evrópska hirðsiði.
Hún varð maharani, er hún giftist
Sir Sawai Man Singh Bahadur, mah-
araja af Jaipur. Þau bjuggu um sig
í Rambagh-höllinni í útjaðri Jaipur-
borgar. Sú var ein af sex höllum, sem
maharajann átti, þegar hann var ein-
valdur i Jaipur-riki, sem nær yfir
15600 fermílur.
Þcgar Indland varð sjálfstætt 1947,
breyttust kjör aðalsins. Jaipur var
6ameinað öðrum hlutum Indlands ásamt
554 öðrum indverskum konungsríkj-
um. Maharajann var gerður að mála-
mynda þjóðhöfðingja í hinu nýja ríki
Rajasthan. Emtoættið var lagt niður
1956.
Fjölskyldunni reyndist erfitt að lifa
af þeim 16 milljónum króna, sem rík-
isstjómin veitti honum í árlegan líf-
eyri sevilangt. Hann breytti Rambagh
höllinni í gistihús, sem hefur orðið
vinsælt meðal amerískra ferðamanna,
og hefur þar að auki tekjur af eign-
un í Bretlandi.
IVÍaharanin, maður hennar og
einkasonur þeirra, Jagat Singh, sem
nú er 12 ára, fluttu í tiltölulega íburð-
arlítið hús, sem heitir Raj Mahal, eða
Stjórnarhöllin. Hún var byggð snemma
á 19. öld fyrir gömlu maharanina. Þar
hefur Gayatra Devi stóra skrifstofu, sem
meöal annars er skreytt innrömmuð-
um ljóSmyndum af evrópsku kónga-
fólki og þekktum Bandaríkjamönnum,
t. d. Eleanor Roosevelt.
Hún er meðlimur Swatrantaflokks-
ins (Frelsisflokksins), sem var stofn-
aður 1959 til að berjast fyrir „frjálsu
framtaki". Hann sakar Þjóðþingsflokk-
inn um að vera að leiða Indverja í
átt til kommúnisma. Margir hinna fyrr
verandi prinsa hölluðust að flokknum,
og fyrir um það bil ári sannfærðu for-
ingjar hans mahai-anina um, að hún
ætti sigur vísan ,ef hún byði sig fram
til þings.
Nú, eftir kosningarnar minnist hún
þess, að hún var farin að álíta að
„stjórn Þjóðþingsflokksins væri farin
að verða talsvert lík einræði“ og „virt-
ist vera að gera land okkar að komm-
únistaríki". Hún bætti við „að stjórn-
in þjóðnýtti allt“, enda þótt svo sé
ekki, og lýsti yfir, „að í Rajasthan
væri flokkurinn mjög spilltur". Auk
þess kvað hún það trú sína „að allt
væri undir einstaklingsfrelsinu kom-
ið“.
„Ég hafði litla hugmynd um“, bætti
hún við, „fyrir hverju ég átti eftir að
verða.“
jóðþingsflokkurinn neyndi mik-
ið til að koma í veg fyrir kosningu
hennar. Fyrst var stungið upp á, að
Damodar Lal Vyas, liinn vinsæli fjár-
málaráðherra Rajasthans, yrði andstæð
ingur hennar. Svo var hann fluttur í
annað kjördæmi, og kona sett á móti
henni, Sharda Devi. Önnur Gayatra
Devi („Bara kona í Jaipur,“ sagði
maharanin) var boðin fram af óháð-
um, í tilraun til að rugla kjósendur.
Sagt var, að framboð maharaninn-
ar væri hluti af samsæri hinna gömlu
einýalda til að ná völdum á ný. Þjóð-
inni var sagt, hve miklu betur henni
liði undir lýðveldisstjórninni, en síðan
Indland hlaut sjálfstæði hafa framfar-
ir á Jaipur-svæðinu verið svo hæg-
fara, að flestir kjósenda skildu ekki
þessa röksemdafærslu.
Svar maharaninnar til andstæðinga
sinna var, að „hinir fátæku yrðu sí-
fellt fátækari og hinir ríku ríkari —
bara ekki prinsarnir. Þið ættuð að sjá
þann munað, sem háttsettir embættis-
menn búa við.“ Hún sagði einnig: „Það
eru skattar á jarðnæðinu og skattar á
skepnunum. Meira að segja verður
maður að borga skatt, þegar maður
deyr. En það kemur hinum fátæku
ekki til góða.“
S nernrna í kosningabaráttunni
uppgötvaði hún, að „ég fæ höfuðverk
af pólitík". Hún þjáðist einnig af hey-
mæði, sem versnaði af blómunum og
krönsunum, sem kastað var til hennar
á kosningaferðalögum hennar. I fyrstu
var hún feimin við að tala á mann-
fundum.
En áheyrendahóparnir urðu hrifnir
og fylltust aðdáun á henni. „Eruð þér
ánægðir með núverandi stjórn?" spurði
hún hrukkótta bændur ,sem sátu með
krosslagða fætur eða flötum beinum
fyrir framan hana, og þeir æptu „Nei“.
Vinsældir hennar meðal kjósenda eiga
rætur sínar að rekja til fegurðar henn
ar og þess, live mikla virðingu marg-
ir bera enn fyrir stétt hennar. Hún var
líka. dugleg í kosningabaráttunni. Hún
heimsótti afskekkt sveitab.ygg'ðarlög,
þar sem ókunnar konur voru sjaldséð-
ar. Áheyrendum hennar virtist finnast:
„Drottningin okkar er komin í heim-
sókn.“
Frá því kl. 8 á morgnana til 9 á
kvöldin ferðaðist hún um kjördæmið,
sem naer yfir 3000 fermílur, og hélt
allt að tuttugu ræður á dag. Hún ferð-
aðist í gömlum bíl eða jeppa. Hún ók
aðeins eftirlætisbíl sínum, sem er hvít-
ur Jagúar með skjaldarmerki, snemma
á morgnana áður en kosningaáróður
dagsins byrjaði. Andstæðingar hennar
voru dæmdir til ósigurs frá upphafi.
A kosningadaginn sýndu kjósend
ur greinilega, hvern þeir studdu. Tutt-
ugu og fimm blindar konur létu leiða
sig á kjörstað, því að þær heimtuðu
að fá að hjálpa „prinsessunni sinni“.
Gamall bóndi, sem lá fyrir dauðanum,
kaus maharanina og sagði síðan við
hana: „Nú get ég dáið í friði.“
Þegar kosningaúrslitin voru tilkynnt,
uppgötvaði maharanin að aðalformæl-
andi flokksins yrði ekki á þingi. Henni
varð ljóst, að hún yrði ef til vill að
verða helzti verjandi flokksins gegn
óvild alls þorra þingheims, og það
skaut henni dálitlum skelk í bringu.
„Þegar öllu er á botninn hvolft,"
sagði hún, „hef ég aldrei gert neitt af
þessu tagi fyrr.“
Hún er vel menntuð og gáfuð, en
dálítið einföld, þegar að venjulegri
stjórnmálastarfsemi og helztu málefn-
um hennar kemur. Engu að síður er hún
viss um, að hún muni vita, hvað rétt er,
að minnsta kosti í innanríkismálum.
Hún staöhæfir, að óhóflegir skattar
séu „að brjóta bök fátækra bænda,“
og ef hún leggur fram frumvörp á
næsta þingi, sem byrjar í næsta mán-
uði, verður það um skattamál. Hún
hefur litla von um að koma neinu
fram gegn hinum mikla meirihluta
Þjóðþingsflokksins, en hún er viss um,
að hún geti fengið menn til að hugsa
um skatta.
T ilhugsunin um að eiga að fara
ræða utanríkismál fyllir maharanina
skelfingu. Hún játar hiklaust, að hún
hafi lítið vit á þeirn. En í einkavið-
tölum dregur hún enga dul á skoðanir
sínar. „Þegar ég var í Bandaríkjunum
í fyrra,“ sagði hún, „voru flestir Banda
ríkjamenn fokreiðir yfir að fá Ind-
verjum peninga og láta bölva sér til
endurgjalds. Ég get vel skilið þá.“
BRIDGE
EKKI er hægt að segja annað, en
að oft sé háð hörð barátta við
spilaborðið milli sagnhafa annars
vegar og varnarspilaranna hins
vegar. Sá sem er kænni og fram-
sýnni sigrar oftast í þeirri baráttu,
en einnig kemur það fyrir, að vopn-
in eru slegin úr höndum árásar-
mannsins. Spilið, sem hér fer á eft-
ir er gott dæmi um slíka baráttu.
Sagnir gengu þannig:
Vestur Norður Austur Suður
1 V dobl pass 2 A
pass ■ 3 A pass 4 A
pass pass pass
A ÁG42
V 872
♦ ÁD G
* K 10 6
A K 9 7
V ÁKG9
53
♦ 4
* D 7 5
A D 1065 3
V D 10
♦ K97
* Á 4 2
Gaman er að fylgjast með bar-
átlu vesturs og suðurs í þessu spili.
Þegar vestur hafði tekið ás og kóng
í hjarta fór hann að velta fyrir sér
hvar hann og aústur ættu að fá
slagi til viðbótar. Hann gerði sér
strax grein fyrir því, að mjög ó-
sennilegt væri, að austur ætti tigul-
kóng eða laufaás eftir hinar sterku
sagnir suðurs. Von væri ef til vill,
að fá slag á lauf, en nú var um að
gera að reyna að fá fjórða slaginn.
Hann kom auga á þann möguleika,
að austur ætti spaða 8 eða 10 og
gæti trompað hjarta og yrði suður
því að trompa yfir og fengi þá vest-
ur örugglega slag á tromp. Vestur
lét því út hjarta 3 og austur tromp-
aði með spaða 8. Suður gerði sér
grein fyrir fyrirætlunum vesturs og
hættunni, sem af þeim stafaði. Hann
gætti sín því og gaf slaginn og kast-
aði laufa 2 í.
Austur fékk því þennan slag. Suð-
ur gaf ekki fleiri slagi, því hann
náði spaða konungi af vestur og
þurfti heldur ekki að gefa slag á
lauf, því hann hafði áður losnað
við lauf frá hendi sinni. Lauk því
þessari baráttu með sigri sagnhafa,
því hann vann spilið.
Frægur tónlistargagnrýnandi hafðl
boðið vihi sínum, sem hafði áhuga
á hljómlist, til tónleika sem haldnir
voru af kvenna-kvartett.
Gagnrýnandanum leiddist óskap-
lega, en vinur hans hafði ánægju
af tónleikunum og hvíslaði til hans:
— Er það ekki merkilegt að þær
skuli hafa leikið saman í tólf ár?
— Hvað? hvíslaði gagnrýnandinn
um hæl. Höfum við virkilega ekki
verið hér lengur?
A 8
V 64
• 108 6 5
3 2
A G 9 8 3
16. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H