Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 7
SKgg|p í •. flWSfiS $ ■ ■■ ■ x-x-. 1 •' • s-w ■ s ■ ; M9Mi wmms#m$» hnáta. Við spyrjum hvað þau ætli að gera í sumar. Flest vita það ekki enn, systkinin Örn Ármann, 13 ára, og Anna, 9 ára, vilja gjarnan fara í sveit, en allt er enn í óvissu, en þau gefa sér varla tíma til að svara, því að leikurinn á hug þeirra allan, en 9 ára snáði, Broddi að nafni, segist ætla í sveit norður í Skaga- fjörð, og þar sé nú aldeilis gaman. Um leið er hann þot- inn í leikinn og stendur á höfði af einskærri kátínu. Það líður á kvöldið, byrjað að skyggja þó að enn sé sólblik í vestri. Það er kallað á börn- in en vorilmurinn seiðir og þau vilja helzt vera lengur úti, en við kveðjum þennan glaða hóp og höldum áfram, alls staðar er æskan kát og djörf í glöðum leik, hér eru strákar í körfubolta, aðrir að koma úr „hjólatúr", en sumir ganga hægt og seinlega heim á leið eins og þeir vilji treina sér þetta fallega vorkvöld sem allra, allra lengst. ast kannske um Hljóm- skálagarðinn eða út með sjó, ein með hugsanir sín- ar, vonir og þrár. Strákamir, sem vom að veiða sílin við Loftsbryggj- una í dag, eru nú farnir á aðrar slóðir en í stað þeirra eru komnir strákar, sem horfa út á höfnina forvitn- um augum, en rétt hjá þeim eru nokkrir piltar, sem sýnilega eru að bíða eftir einhverju. Dálítinn spöl úti á höfninni má sjá róðrarbát og virðist áhöfnin öll einkennisklædd, í gulum búningum. Báturinn kemur nær og leggur að bryggjunni og þá sjáum við að hér situr fullorðinn maður í skut, en ræðararnir eru allir strákar um fermingu. Þeir klæða sig úr gula búningnum sem reynist vera flotvesti, eitt af hinum nýju öryggis- tækjum sjómanna, og stökkva í land, en í þeirra stað koma þeir sem biðu áðan á bryggj- unni og íklæðast gulu vestun- um. Þegar lagt er frá bryggju fáum við leyfi til að fljóta með, því að okkur leikur hug- ur á að vita hvað hér er á seyði. Okkur er skipað á skut- þóftu og stýrimaður gefur sínar skipanir, strákarnir láta érarnar út og byrja að róa. Btýrimaður telur „1, 2, 1 og 2, einn, tveir, þrír, fjórir, einn og tveir", og ætlast til að Etrákarnir haldi áralaginu. Við jafnframt skipanir sínar. „Þið verðið að hafa árarnar jafn- langt úti, annars haldið þið aldrei áralaginu — einn og tveir, einn og tveir, og láta aðeins árablaðið fara í kaf, einn og tveir, einn og tveir“. Og þannig er haldið áfram. Við höfum grun um að pilt- arnir búi sig undir að taka þátt í kappróðri Sjómanna- dagsins, en — eins og Hörður segir — „þá verðið þið að vera vel samtaka og róa vel“. Strák arnir æfast furðu fljótt og þegar við förum fram hjá trillu með fimm eða sex stelpum um borð, tekst strák- unum virkilega upp og róa vel og knálega eins og sönn- um sjómönnum þykir hæfa. En þar kemur að sjóveiki blaðamannsins segir til sín, KYNNINC Við kynnum í dag fyrir ykkur Þórð Jónsson, bónda á Látrum í Rauðasandshreppi. Það er okkur heiður og sér- stök ánægja að kynna þennan mann íslenzku æskufólki, því að hann er einn mesti afreks- maður okkar. Við dáum frækna íþróttagarpa og oft að verðleikum, en það er ekki síður afrek að klífa Látra- björg í kulda og vosbúð til að bjarga mönnum úr lífsháska. Þórður stjórnaði hinu fræga björgunarafreki við Látra- bjarg. En hann hefur sýnt að áhugi hans er vakandi á öllu, sem til menningar horfir og eigi sízt meðal æskunnar, enda á hann þrjú uppkomin börn sjálfur og hefur verið forustumaður í félagsmálum sveitar sinnar. Við hittum Þórð að máli, er hann kom til Reykjavíkur nýlega til að sitja þing Slysavarnafélags fslands. „Hefur þú átt heima á Látr- um lengi?“ „Já, alla tíð. Ég er fæddur þar og uppalinn og tók við búi foreldra minna“. „Hver voru helztu áhuga- mál þín í æsku?“ „Smíðar. Ég vildi læra þá iðn, en aðstæður leyfðu það ekki. Ég fór því á sjóinn“. Þórður hefur sýnt sjóvinnu- starfsemi meðal unglinga mik- inn áhuga og velvild og því spyrjum við: „Telur þú sjósóknina hafa haft gildi fyrir þroska þinn?“ „Hiklaust. Ég hafði mikið gagn af sjómennskunni. Það eru mörg vandamál á skipum, einkum litlum fleytum, sem leysa þarf fljótt og vel. Þetta þjálfar hugsunina og eykur skerpu og öll viðbrögð. Á sjó er agi og hlýðni nauðsynleg og slíkt er heppilegt öllum þroska. Ég tel sjóvinnunám- skeiðin prýðileg og yfirleitt það starf, sem æskulýðsráðin eru að vinna“. „Hver er hlutur æskunnar í slysavarnamálunum? “ „Of lítill. Stofnaðar hafa verið unglingadeildir, en þær eiga í erfiðleikum“. „Hvers vegna?“ „Ef til vill starfa slysavarna- deildirnar of aðskildar, konur og karlar út af fyrir sig, og unga fólkinu finnst þá, að það eigi ekki heima í hópn- um. En stjórn Slysavarna- félagsins hefur mikinn hug á því að leysa þetta mál far- sællega og víst er, að Slysa- varnafélagið og deildir þess eru heppileg fyrir æskuna. Þar er unnið óeigingjarnt starf að vernd mannslífa. Þar KVÖLD I REYKJAVIK er unnið í anda kærleikans". „Og, hvað viltu segja almennt við íslenzkt æskufólk að lokum?“ „Forðizt áfengið, unga fólk", svarar Þórður ákveðið. „Æsk- an er nú menntaðri og mann- vænlegri en nokkru sinni áð- ur. Það væri sorgarefni, ef hreysti hennar og hamingja yrði Bakkusi að bráð. Gegn þessu verður að vinna ötul- lega á öllum sviðum“. Við kveðjum þennan snar- lega og ákveðna mann og ósk- um honum allra heilla, en ís- lenzkum æskumönnum er Þá gaum orðum slíkra manna. A AÐ er vor í lofti, kvöldin björt og löng, sól- roði á flóanum og Akra- fjallið og Skarðsheiðin eins og „fjólublár draumur". Unga kynslóðin kann sér ekki læti, hoppar og stekk- ur á grasbala eða fer í leik á mölinni. Þau eldri leið- fáum að vita að stjórnandinn heitir Hörður Þorsteinsson og að strákarnir hafa verið á sjóvinnunámskeiði á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur og eru .iú að æfa róður á einum kappróðrabáta Sjómannadags- ins. „Þetta eru kartnir strákar — einn, tveir, þrír, einn og tveir — og áhuginn ódrep- andi“, segir Hörður og gefur þegar talað er um að sigla út í eyjar, og er honum því „skipað í land í næstu höfn“ og auðvitað tekur hann stefn- una beint til fjalla. Á leiðinni rekumst við á nokkra stráka og stelpur sem eru í myndastyttuleik á gras- bala inn við Sporðagrunn. Þar eru ærsl og kátína mikil og þegar þau sjá okkur fara þau öll að skellihlæja (við vissum aldrei af hverju) og segja okkur að það sé „voða gaman að lifa og leika sér“ og skólanum sé að ljúka og allt sumarið framundan. „Nei, nei, það er ekkert leiðinlegt í skólanum, en það er bara svo gaman á sumrin“, segir 9 ára 16. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.