Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 2
KoBERT Gordon Menzies er stór, holdamikill og fríður sýnum, með höfuð sem mmnir á einn af síðustu keisurum Rómaveldis, og hann talar eins og sá sem orðinn er vanur miklum völdum. Og hann hefur fulla ástæðu til þess. Eftir fremur fátæklega bernsku og glæsi legan lögfræðiferil varð hann dóms- málaráðherra Viktoríu-fylkis 38 ára gamall, dómsmálaráðherra Ástralíu og varaformaður flokks síns 41 árs gamall, og forsætisráðherra í fyrsta sinn 44 ára gamaii. Eftir að hann varð forsætis- ráðlierra í annað sinn hefur hann nú setið að völdum í 12 ár samfleytt, sem er astralskt met og ekki líklegt til að verða „slegið" í nánustu framtíð. Það hlýtur að vera erfitt fyrir hann, þegar hann tekur sér sæti á fremsta bekk þing- salarins í Canberra, að gera sér í hug- arlund, að það muni nokkurn tíma verða skipað öðrum. En Menzies hefur jafnan verið raun- sær stjómmálamaður, svo honum hlýtur að vera ljóst, að valdi hans er alvarlega ógnað. í síðustu ríkisþingkosningum náði Frjálslynda stjórnarsamsteypan, eem hann leiðir, aðeins tveggja sæta meirihluta í fulltrúadeildinni, og í öld- ungadeildinni skiptust sætin næstum jafnt milli stjómarinnar og stjórnarand- etöðunnar. Almenningsálitið er að snúast gegn stjóminni í vaxandi mæli, og svo er að sjá sem klofningurinn í ástralska Verkamannaflokknum, milli kaþólskra hægriarmsins og hins hluta flokksins, eem hefur hindrað valdatöku hans svo lengi, muni nú loks verða útkljáður. N. X x ýafstaðin heimsókn Menzies til Bretlands hafði því tvenns konar til- gang: hann var að berjast fyrir því að varðveita viðskiptaböndin við Bretland og treysta öll önnur bönd brezka sam- veldisins sem eru honum svo mikils virði; hann var líka að berjast fyrir sínum eigin völdum í Ástralíu. Ef til vill veltur framtíð hans í ráðherrastóli á árangrinum sem verður af för hans til Lundúna. Hvernig hefur Menzies farið með völd sín, og hvernig hafa völdin farið með Menzies? í einu tilliti hefur hann verið lánssamur. Hann hefur verið við völd í Ástralíu á tímum mikillar efna- hagslegrar útþenslu, sem hófst í Kóreu- styrjöldinni og hefur haldið áfram síðan með ýmsum meira og minna alvarleg- um afturkippum. En þegar saga þessara ára er nánar athuguð, er erfitt að komast hjá gagn- rýni. Stjórn Menzies virðist oft hafa látið sér nægja að ríða bylgjufaldinum, en ekki gert sér far um að hafa stjóm á honum. Öldugangurinn í efnahagslífi Ástralíu hefur oft verið næstum brjál- æðiskenndur. Þrisvar sinnum, árin 1952, 1955 og 1961, hefur orðið alger stöðvun í efnahagslífinu eftir tímabil taumlausr- ar verðbólgu. Að vísu er ekki auðvelt að hafa hemil á ört vaxandi efnahagslífi með sífelld- um straumi innflytjenda, en margir gagn rýnendur eru þeirrar skoðunar, að stjórn Menzies hafi í rauninni aldrei skilið þau öfl, sem voru að verki, og þess vegna látið hjá líða að skapa grundvöll fmmiðnaðar, opinberrar þjón- ustu og flutninga fyrir útþenslima. í utanríkismálum hefur Menzies rétti- lega snúið sér æ meir að Bandaríkjun- um til að efla varnir Ástralíu, en aug- ljóst áhugaleysi hans og illa dulin fyrir- litning á hinum nýju ríkjum Afríku hefur valdið því, að Ástralía or orðin hættulega einangruð. Þetta var ekki sér- lega alvarlegt meðan Casey (nú Casey lávarður) var utanríkisráðherra og hamlaði á móti því, en þegar hann sagði af sér í janúar 1960 gerði Menzies þá regins'kyssu að gegna embætti ut- anríkisráðherra sjálfur í tvö ár. fívernig hafa völdin farið með Menzies? Gagnrýnendur hans segja að hann sé orðinn latur og sinni ekki leng- ur heimaverkefnum sínum. Þetta er e. t. v. ósanngjarnt. Menzies kvartar sjálf ur yfir því með nokkrum rétti, að for- sætisráðherra Ástralíu hafi bókstaflega engan tíma til að vera latur, því hann verði sjálfur að sinna alls konar verk- efnum sem forsætisráðherra Bretlands eða forseti Bandaríkjanna komi aldrei náiægt. Sannleikurinn er e. t. v. sá, að Menzies er í eðli sínu stjórnmálamaður fremur en embættismaður. Hann var upp á sitt bezta á hinum erfiðu árum eftir ósigur hans 1941, þegar hann safnaði saman Frjálslynda flokknum og byggði hann upp að nýju úr brotum Sameinaða ástralska flokksins. Síðan hefur hann einkum beitt frábærum hæfileikum sín- um til að halda flokknum við völd og færa sér í nyt misklíðina innan Verka- mannaflokksins. Hann hefur sérstakt dálæti á hinni pólitísku baráttu, hvort sem hann skipt- ist á fúkyrðum við námumenn í þétt- setnum fundarsal eða tekur í lurginn á stjórnarandstöðunni á þingi, að því er virðist fyrirhafnarlaust. Þeir sem heyrðu ræðu hans um Petrov-nefnd ina munu ekki gleyma henni, en þá gekk hann milli bols og höfuðs á hinum seinheppna leiðtoga Verkamannaflokks- ins, dr. Evatt. (Eins og kunnugt er var Petrov rússneskur sendiráðsmaður sem sótti um hæli í Ástralíu). F yndni og mælska Menzies ásamt aðsópsmiklum persónuleika eru beitt og áhrifarík vopn, en þau afla honum ekki vinsæida — hvorki meðal flokksbræðr- anna sem óttast hann, blaðamanna sem verða að þola háð hans og lítilsvirðingu á blaðamannafundum, né meðal almenn ings sem stundum fær harkalega útreið hjá honum fyrir „vol og víl“. Ástralíu- menn dást að Menzies og virða hann, en þeim þykir ekki vænt um hann. Ferðamenn eru oft undrandi yfir óvin sældum hans, þegar þeir koma til Ástra- líu. í þröngan hóp getur Menzies verið þægiiegur og skemmtilegur félagi, en minnir þá mest á fursta frá endurreisn artímanum sem slappar af með hirð- mönnum sinum. Sé manni boðið upp á glas með Menzies og ráðíherrum hans í litla salnum við hliðina á ráðherraher berginu í þinghúsinu í Canberra, verð ur maður ævinlega dálítið hissa á því, hve hóflaust allir viðstaddir hlæja og klappa sjr á lær þegar Menzies segir eina af sögum sínum. Af öllum ráðherr- um hans er aðeins einn sem hefur áræði og getu til að standa uppi í hárinu á honum; sá heitir McEwen. Xannski er Menzies stundum þreyttur á þessari einsemd valdamannsins. Hon- um þykir gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn, en öðru hverju er eins og tjörnin verði honum alltof lítil. Að minnsta kosti hefur hann af fáu meiri ánægju en bylta sér vlð og vlð f stærri vötnum. Vandinn hefur hins vegar ævin- lega verið að finna hæfilegt hlutverk. Um skeið virtist sem hann mundi erfa stöðu Smuts forsætisráðherra Suð- ur-Afríku sem hinn virti og reyndi stjóm málamaður brezka heimsveldisins, en heimsveldið hvarf og í staðinn kom sam- veldið, þar sem Menzies hefur aldrei orðið reglulega hagavanur. Dr. Evatt lét mjög að sér kveða hjá Sameinuðu þjóð- unurn, en Menzies fyrirlítur þá stofnun og telur hana aðeins vera vettvang grautarhausa og hlutleysingja. Brezka lávarðadeildin má muna sinn fífil fegri.| Hvert átti hann þá að snúa sér? Tækifærið virtist koma upp í hend- urnar á honum í sambandi við Súez- ævintýrið 1956. Menzies var í Washing- ton þegar innrásin hófst. Sagt var að hami hefði í fyrstu haft tilhneigingu til að leggjast gegn stefnu Edens for- sætisráðherra, eins og ástralski utanrík- isráðherrann, Casey, gerði afdráttarlaust. En Eden bað hann koma til Lundúna, og eftir viðræður þeirra forsætisráð- herranna var Menzies algerlega á bandi Edens. Síðar var Menzies kjörinn formaður fimm-manna nefndar sem leggja átti til- lÖgur Breta fyrir Egypta, en jafnvel lagni og reynsla Menzies fengu ekki snú- ið Nasser til samþykkis, enda hafði Nasser réttilega reiknað dæmið þannig, að Bandaríkin mundu ekki styðja vald- beitingu. Þessi sendiför fór þv£ út um þúfur og Menzies stóð uppi sem for- mælandi vonlausrar stefnu. M ■iTAenzies varð fyrir enn meira áfalli á ráðstefnu forsætisráðherra sam- veldislahdanna í Lundúnum í fyrra. Hann afréð að tala máli Suður-Afríku, ekki vegna þess að hann væri hlynntur aparlheid-stefnunni þar — þó hann sé sennilega ekki eins hneykslaður á henni og margir aðrir — heldur vegna þess að hann hefur ástríðufulla trú á samveld- inu, einkanlega hinum eldri „hvítu“ samveldislöndum, sem hann telur einu tryggu meðlimina. Eftir tveggja tíma viðræður við Mac- millan hélt Menzies að þeir hefðu komið sér saman um formúlu, sem koma mundi í veg fyrir úrsögn Suður-Afríku. En eftir að Macmillan hafði eytt helgi með Nehru kom hann fram með allt aðra formúlu. Menzies fannst hann hafa verið svikinn og smáður, og ekki bætti úr skák að það skyldi einmitt vera Nehru sem fór með sigur af hólmi. Nehru er nefnilega ekki einn af eftir- lætisleiðtogum ástralska forsætisráðherr ans. að má því gera ráð fyrir að end- urfundir þeirra Menzies og Macmillans á dögunum hafi ekki verið sérlega kær- Framhald á bls. 13. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.