Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 8
Anton Webern. — Teikning eftir Kokoschka. þaðan af síður var vitað, hvar hennar mundi þá vera að leita. Dr. Moldenhauer kaus því að fara aðra leið. Hann rannsakaði hvaða her- deild hefði þjónað á þessu svæði á þeim tíma, þegar Webern féll, siðan hvaða flokkar hennar hefðu verið í nánd við Mittersill, og loks hafði hann upp á nöfnum og heimilisföngum liðsforingj- anna, sem voru fyrir þessu liði. Heimilisföngin voru að sjálfsögðu gömul og úrelt, en loks kom þó svar við einu af þeim mörgu bréfum, sem dr. Molden'hauer skrifaði liðsforingjunum. Bréfritarinn mundi að vísu ekki sjálfur eftir atburðinum, en hann hafði borið sig saman við annan hermann, sem mundi óljóst eftir honum, og sá hafði haft tal af þriðja manni, sem bréfritar- lnn hélt að mundi geta svarað spurn- ir.gum dr. Moldenhauers. ÞAB SEM GERÐIST Og það gat hann. Nokkrum dögum síðar kom skýrsla, staðfest með eiði, frá manni sem hafði starfað við yfirheyrsi- ur og sem túlkur á vegum hersins á þessum slóðum, ásamt þýddri yfirlýs- ingu, sem ekkja Weberns (en hún lézt í Mittersill 1949, örsnauð) hafði undir- ritað þegar eftir að atburðurinn varð. Af þessum gögnum mátti ráða, hvað gerzt hafði: Webern-hjónin höfðu verið boðin til kvöldverðar til dóttur sinnar cg téngdasonar, Benno Mattel. Ungu hjónin áttu við betri kjör að búa en Webern og kona hans, vegna „svarta- markaðsviðskipta", sem algeng voru í þá daga. En ekki munu Webern-hjónin hafa vitað um þetta, og hitt var þeim að sjálfsögðu ókunnugt, að einmitt þetta lcvöld höfðu Ameríkumenn valið til að egna gildru fyrir Mattel. ÓHAPPAVERKIÐ v „ * ið komum", segir í yfirlýslngu frú Webern, „. .um kl. 20.00. Tengdason ur minn, Benno Mattel sagði okkur að hann ætti von á Ameríkumönnum síðar um kvöldið. Þegar þeir komu, um kl. HVERNIG DÓ ANTON WEBERN? AÐ KVÖLDI 15. september 1945 var Anton Webern skotinn til bana í Alpaþorpinu Mittersill í vestanverðu Austur- ríki, þar sem hann hafði dvalizt síðustu mánuði styrjaldarinnar. Það var amerískur hermaður, sem verk- ið vann. Þessi atburður vakti ekki sérlega mikla athygli, enda ekki einsdæmi á íyrstu vikunum eftir stríðslokin. Nafn Weberns var naumast þekkt meðal ann arra en þeirra, sem sérstakan áhuga höfðu á samtímatónlíst. Hann hafði ver íð meðal fyrstu nemenda Arnolds Schönbergs, og verk hans þóttu ákaf- lega nýstárleg, en þau voru smá í smíð- um og ekki mörg. Engan grunaði þá, að innan fárra ára mundi hann vera orð- inn aðalátrúnaðargoð og fyrirmynd yngstu tónskáldanna margra, virtur af öllum, sem fylgzt hafa með tónlistar- þróun 20. aldarinnar, hvort sem þeir aðhyllost stefnu hans eða ekki. ranmsókn HAFIN IVIikil hula hefir verið vfir þess- um atburði, og lítið verið gert til að upplýsa hann, þar til nú fycir þremur árum að amerískur tónlistarfræðingur, dr. Hans Moldenhauer að nafni, einsetti sér að komast fyrir um hið sanna í þessu máli. Niðurstöður sínar hefir hann nú nýlega gefið út í bókarformi: „The 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Death of Anton Webern“. By Hans Moldenhauer. Útgef. Vision Press. Þegar hann ákvað að takast þetta verk á hendur, hafði hann verið á ferð í nágrenni við Mittersill, komið að gröf tónskáldsins og séð húsið, þar sem ó- happaverkið var unnið. Á því sáust enn íör eftir byssukúlur. Dr. Moldenhauer rak sig fljótt á það, að þær frásagnir, sem til voru af þess- um atburði, voru mótsagnakenndar, og engin þeirra gaf neina viðhlítandi skýr- ingu á því, hversvegna Webern var skotinn. Eftirgrennslanir meðal tónlist- armanna báru engan árangur. Dr. Mold- enhauer ákvað því, að snúa sér beint til utanríkisráðherra og varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. Ráðherramir og starfslið þeirra tóku málaleitun hans frábærlega vel, og var ekkert ómak sparað af þeirra hálfu til bess að upp- lýsa .þennan hörmulega atburð. MARGVIST.fgtr ÖR*>UGLEIKAR E n þrátt fyrir þennan velvilja og hjálpfýsi amerískra stjórnarvalda, var enn við margvíslega örðugleika að etja. Enginn vissi, hvort nokkur skýrsla rnundi vera til um atburðinn, né heldur hverskonar skýrsla, ef einhver væri, og 21.00, fórum við hjónin og dóttir okkar mn í næsta herþergi, þar sem börnin sváfu." Mattel gekk í gildruna og var hand- tekinn af tveimur Bandaríkjamönnum. Annar þeirra fór síðan út og átti að gæta dyranna. Á sömu stundu varð Webern gripinn löngun til að kveikja í amerískum vindli, sem tengdasonur hans hafði gefið honum. En hann vildi ekki spilla loftinu í herberginu, þar sem barnabörn hans þrjú sváfu, og gekk því út. Þar rákust þeir saman í myrkrinu, hermaðurinn og hann. Anton Webern var mjög smávaxinn maður, og hafði undanfarið verið veik- ur, svo að hann var aðeins um 50 kg. að þyngd. Hann var allra manna hægastur og mildastur í framkomu, og hann gat ekkert hafa vitað um bað, sem fram hafði farið í eldhúsinu, meðan hann var í barnaherberginu. En þarna í myrkr- inu, í framandi landi,, sem hafði til skamms tíma verið óvinaland, greip ótti hermanninn, sem alltaf hafði verið taugaveill, og hann hélt, að ráðizt hefði verið á sig. Hann missti stiórn á sér og skaut þremur skotum. Eitt af beim hæfði Webern í kviðinn. Hann reikaði aftur inn í húsið, andvarpaði „Es ist aus“ (Það er búið) og missti meðvitund. Hann lézt skömmu síðar. EFTIRLEIKURINN Dr. Moldenhauer hafði upp á hin- um hermanninum, sem staðið hafði að handtöku Mattels. Staðfesti hann bað, sem falizt hafði í fyrrnefndum gögnum, og gat aukið þar nokkru við. Maðurinn, sem óhappaverkið hafði unnið, hét Raymond N. Bell og hafði verið mat- reiðslumaður i hernum. Þennan mann vildi Moldenhauer hafa samband við. Það tókst ekki. En bréf, sem hann fékk frá ekkju Bells, lýsir eftirleik þessa harmleiks með svo miklu látleysi og svo umbúðalaust, að ástæða er til að láta það koma fram óstytt: Kæri dr. Moldenhauer, Ég hefði viljað svara bréfi yðar fyrr, en ég.hefi verið veik, og ég er líka skólakennari, og það tekur svo mikið af tima mínum. Ég skal gefa yður upplýsingarnar, sem þér báðuð um í bréfi yðar. Síðara skírnarnafn mannsins mins var Nor- wood. Fæðingardagur hans var 16. ágúst 1914. Við eigum einn son, sem verður 21 árs í júni. Starf mannsins míns var matreiðsla í veitingahúsum. Hann dó af áfengisnautn. Ég veit mjög lítið um slysið. Þegar hann kom heim, sagði hann mér, að hann hefði orðið manni að bana við skyldustörf sín. Ég veit, að þetta lá mjög þungt á honum. Þegar hann varð drukkinn, sagði hann alltaf: „Ég vildi að ég hefði ekki drepið þennan mann“. Ég er sannfærð um, að það átti sinn þátt i veikindum hans. Hann var mjög góður maður og honum þótti vænt um alla. Slíkar eru afleiðingar styrjalda. Það eru svo margir, sem þjást. Ég veit ekkert um einstök atvik. Ef ég get veitt yður einhverja frek- ari aðstoð, skal ég gera það með á- nægju. Yðar einlæg (frú) Helen S. Bell. Þannig — svona hörmuleg og þó, á ófriðartímum hversdagsleg — er sagan af því, hvernig snillingurinn Anton Webern lét lífið, og hver urðu örlög þess óhappamanns, sem varð honum að bana. (Stuðzt við grein í „The Observer"). J. Þ. Raymond N. Bell, banamaður Weberns. Eins og kunnugt mun vera, er Jóhannes páfi XXIII mjög vinsæll meðal kaþólskra manna um heim allan, ekki sízt samlanda sinna á ítalíu. Segja þeir margar sögur af þessum glaðværa og hispurslausa öldungi. Þó Jóhannes páfi lifi mjög fá- brotnu og reglusömu lífi, hafa lækn- ar hans ráðlagt honum að fá sér við og við viskí-glas til að örva blóð- strauminn, enda kvað slíkt vera hollt gömlum mönnum. Jafnframt hefur honum verið ráðlagt að hreyfa sig sem mest, og fær hann sér dag- lega langar gönguferðir í hinum fagra garði Vatíkansins. Nú segja Rómarbúar, að léttlynd- ari prestar Vatíkansins hafi gefið páfanum nýtt heiti, sem eigi vel við hann. Þeir kalla hann einfaldlega „Johnnie Walker“. 16. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.