Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 16
Atriði úr „Nazarin“, einni af nýjustu myndum hins sérstæða kvikmyndasnillings Luís Bunuells. Myndin
verður bráðum sýnd hér á landi.
BUNUELSNYR AFTUR
E FTIR borgarastyrjöldina á
Spáni varð mikill fjöldi spænskra
lista- og menntamanna landflótta og
lögðu margir leið sína til Ameríku.
Meðal þeirra var Luis Bunuel. En sá
ljómi, er fallið 'hafði á nafn höf. Gull
aldarinnar og Lands án brauðs lýsti
þó ekki upp braut hans þar í álfu.
Um tíma vann hann við kvikmynda-
deild Museurn of Modern Art í New
York og sá um klippingu og innsetn-
ingu ensks tals i spænskar myndir.
Hann hélt síðan til Hollywood, en
þar gat eða vildi enginn nýta krafta
hans nema í snatt. En 1947 fékk hann
tilboð frá Mexí'kó um að stjórna gerð
kvikmyndar eftir leikriti Garcia Lor
ca, Hús Bernhörðu Alba (La Casa
de Bernarda Alba), en sú mynd varð
aldrei fullgerð. En Bunuel er kominn
í samband við mexíkanska framleið
endur og hann fœr boð um að gera
kippu af gróðakvikmyndum á móti
einni sem hann fær að gera eftir
eigin höfði. Bunuel sér að þetta er
eina ráðið til að gera „come-back“
og hann slakar til. Um þetta leyti
er almennt litið svo á, að Bunuel sé
búinn að *vera og frá honum sé ekiki
framar neinna stórverka að vænta.
En 1950 gerir hann Glötuð æska (Los
Olvidados) og sýnir heiminum, að þó
hann hafi breytt um aðferð, er hann
sami uppreisnarseggurinn og áður.
Glötuð æska er hlífðarlaus, ó-
fegruð og reiðiþrungin lýsing á lífi
vandræðaunglinga í fátækrahverfum
Mexikóborgar, laus við þá tilfinn-
ingasemi sem oft einkennir myndir
um sli'k efni og minnir á Land án
brauðs. Höfuðboðskap Bunuels — að
það er aðeins ein lausn til á vanda-
máli þessara unglinga: útrýmið fá-
tæktinni — var ætlað að hitta í mark
og undan átti að svíða. Svipa hans
hvein og hann bar engin smyrsl á
sárin sem hún veitti. Glötuð æska,
sem var sýnd í Trípólibíói fyrir nokkr
um árum, hlaut tvöföld verðlaun í
Cannes og er nú talin „klassísk" og
ein af beztu myndurn Bunuels. Bunu
el var snúinn aftur.
E N frami Glataðrar æsku í
Evrópu gaf Bunuel ekki frjálsar hend
ur í Mexíkó. Næstu tíu árin varð
hann að gera melódramatískar gróða
myndir og gamanmyndir, en einstaka
myndir hans frá þeim tíma eru at-
hyglisverðar, þar á meðal Hann (EI
1953), sem fjallar um afbrýði og sál-
sýki og hefur verið sagt um, að sé
Gullöldin endurgerð í einfaldari og
hefðbundnum stíl; Róbinson Krúsó
(Las Aventuras de Robinson Crusoe,
1933), íhugul rannsókn á mannlegri
einveru, gerð eftir hinni frægu sögu
Defoes; Glæpalíf Archibaldo de la
Cruz (La Vida Criminal de A. de la
C, 1955) segir frá manni, sem er
sannfærður frá barnæsku um að
hann sé kvennamorðingi, en mis-
tekst alltaf og fullnægir óheil'brigði
sínu með því að brenna líkama vax-
KV1KMYHDIR
styttunnar af fórnarlömbum sínum
í miðstöðvarkatlinum. Eftir þessa
mynd gafst Bunuel tækifæri til að
starfa á ný í Frakklandi, þar sem
hann byrjaði feril sinn. Meðal
franskra mynda hans er Leyndarmál
læknisins (Cela s’Appelle l’Aur-
ore, 1955), sem var sýnd í Kópavogs
bíói og fjallar um mann, sem órétt-
læti og kúgun neyðir til manndráps.
Einnig gerði hann Ferðalok (La Mort
en ce Jardin, 1956), sem hefur verið
sýnd í Bæjarbíói. Báðar þessar mynd
ir lúta lögmálum venjubundinna
sögumynda, en bera þó mörg hin
sterku súrrealísku einkenni Bunuels,
t.d.maurarnir er þekja og hakka í sig
sná'kinn, sem flóttafólkið í Ferðalok
ætlar að leggja sér til munns, þegar
hungrið sverfur að því, eða þátturinn
um gamla manninn, sem hefur lagzt
með barnabarni sínu í Leyndarmáli
lækninsins.
” AÐ er ávallt merkur kvikmynda
viðburður þegar ný Bunuel-mynd er
sýnd.Slíkur viðburður skeður brátt í
Bæjarbíói, sem mun sýna Nazarin,
eina af merkustu myndum Bunuels.
Það eru til menn sem segja að Bunu-
el sé mesti guðlastari og andíkristnast
ur kvikmyndasmiða, en einnig aðrir
sem telja hann sýna hina sönnu trú,
trúna á mannúðina, húmanismann og
gildi mannsins þrátt fyrir farg hræsni
og þjóðfélagskredda og mun það nær
sanni. Því hann er — líkt og Dreyer
— vandlætari, þar sem kjarninn i
verkum hans eru vandamál og árekstr
ar, sem eiga rætur sínar í trúarlegum
og siðfræðilegum jarðvegi. Nazarin
er saga um niðurlægingu og trúar-
legt Skipbrot ungs prests og endan-
legt hrun grundvallar siðfræði hans.
Nazarin er fátækur prestur, fullur
mannkærleika og mdskunnsemi. Með
al nágranna hans eru gleðikona og
indíánastúlka, sem býr með holds-
veikisjúklingi. Gleðikonan verður
annarri konu að bana í slagsmálum
og leitar særð á náðir Nazarins. Hann
stundar hana og reynir um leið að
vekja ást hennar á Guði. En sú ást
sem vaknar hjá henni beinist ekki að
Guði, heldur honum og hann verður
hryggur í huga. Hið sama skeður er
indíánastúlkan leitar huggunar hjá
honum. En nú hefur lögreglan upp-
götvað morðið og hver muni hafa
framið það. Einnig Nazarin hefur
framið lögbrot með miskunnsemi
sinni gagnvart skækjunni og hann
verður að flýja þorpið. Báðar kon-
urnar fylgja honum eftir og hann
reynir að fá þær til að láta sig ein-
an, en þær eru honum svo þakklátar
að þær vilja ekki yfirgefa hann
þegar hann þarfnast sjálfur hjálpar.
flótta sínum reynir Nazarin
að hjálpa og lina þjáningar með-
bræðra sinná, en verður lítt ágengt.
í þorpi einu geisar pest og þar sér
hann deyjandi konu og reynir að
gefa henni síðasta sakramentið. En
hún hugsar aðeins um að fá að sjá
elskhuga sinn áður en hún deyr og
vill ekkert með iðrun og guðsorð
hafa. Elskhuginn kemur og Nazar-
in reynir að bægja honum frá henni
en hann kemst til hennar og hún
deyr í örmum hans. Nazarin horfir
ruglaður á og hefur beðið enn eitt
skipbrot. Trú hans hefur orðið að
vikja fyrir mannlegum ástríðum. Lög
reglan finnur nú Nazarin og maður-
inn sem hefur eingöngu reynt að gera
góðverk, skal nú standa skil á gerð-
um sínum gagnvart lögunum. Honum
er varpað í fangelsi, þar sem hann
verður fyrir árás morðingja. Annar
afbrotamaður kemur honum til hjálp
ar. Og á milli þeirra fer samtal, sem
er í rauninni lykilatriði myndarinnar.
Nazarin spyr hann, hví hann hafi
verið sér svo góður. „Það getur ek'ki
verið að ég hafi gert eitthvað gott.
Allt sem ég geri, jafnvel án illvilja,
leiðir af sér eitthvað illt, alveg eins
og allt sem þú gerir, leiðir til góðs.
Ég er viss um að ég hef gert þér
eitthvað illt.“ „En því hjálpaðir þú
mér þá?“ spyr Nazarin. „Ég veit það
ekki. Ef til vill fannst mér að við
ættum eitthvað sameiginlegt. Menn
eins og við erum hættulegir þjóð-
félaginu. Það verður að útrýma okk-
ur, annars mundum við steypa því
á augabragði.“ Þetta er í rauninni
boðskapur Bunuels, að hinn fullkom-
lega góði maður og hið algjöra ill-
menni, séu í rauninni jafn hættulegir
þjóðfélaginu, því þeir geti ekki sam
lagazt því. Og sannleikurinn er sá, að
fanginn hefur gert Nazarin illt. Frá
þessu augnabliki tekur hann að ef-
ast og sálarró hans að bugast.í loka-
þætti myndarinnar er Nazarin flutt-
ur til aðalfangelsisins. Á leiðinni
verður gjöf góðviljaðrar konu til að
veikja trú hans enn meir. Var hún
gefin af mannúð, en ekki vegna þess
að konan hugði hann saklausan? Voru
þau verðmæti, sem hann hafði talið
mikilvægust alls, aðeins blekking?
Svipur hans gefur í skyn, að fræ-
korni efans sé sáð í sál hans og muni
fylgja honum það sem eftir er.
Gullöldin, Glötuð æska og Nazar-
in marka allar tímamót á ferli Bunu-
els. Á milli þeirra hefur leiðin verið
vörðuð lítilsigldum myndum, sem
hann hefur orðið að greiða með tæki-
færi til að skapa mestu verk sín. í
flestum myndum sínum hefur Bun-
uel reynt að opna augu okkar fyrir
því, að við lifum ekki í hinni beztu
hugsanlegu veröld. Það hefur ekki
ennþá tekizt að þagga niður í Bunuel
eða kæfa snillingshæfileika hans í ó-
merkilegum gróðamyndum. Fyrir
slikt megum við vera þakklát. Lít-
um t.d. til Danmerkur, þar sem Carl
Th. Dreyer, sem hefur skapað eina
merkustu kvikmynd, sem fest hefur
verið á filmu, Píslarsögu Jóhönnu af
Örk, hefur frá því hann gerði Orðið
1954, setið aðgerðalaus og fær ekki
að gera draum sinn um kvikmynd
um Krist að verulei'ka. Á meðan
dönsk kvikmyndagerð hefur verið
sér til háðungar og danskar kvik-
myndir eru ekki sýndar utan heima-
landsins, nema þá á Islandi, situr
eini snillingur hennar múlbundinn í
heimalandinu og er bráðum allur.
En Bunuel sneri aftur.
Höfundur kvikmyndaþáttanna í
Lesbókinni er Pétur ólafsson,
úrsmiður.