Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 9
Tóku þeir þá eftir því, að stöku sinn- um hreyfðust augu sofandans mjög ört, og að þetta kom fram um leið á sívaln- ingnum, sem sérstakur flokkur af bylgjum. Hver augnahreyfing tók minna en sekúndu. Flokkurinn gat hins vegar tekið allt frá 3 mín. upp í 55 mín- útur. Kleitmann nefndi bessi tímabil svefnsins REM (rapid eye movements: hraðar augnahreyfingar). Þegar cardi- otachometer, eða hjartsláttarmælir, var tengdur við sofandann, kom í ljós að á þessu tímablii jókst hjartslátturinn tals vert. Það var greinilegt, að á þessu tíma- bili var eitthvað að gerast í hinum sof- andi heila, sem var áhrifamikið og tók athyglina fangna. K . leitmann kom í hug, það sem kallað er í Science Digest, „brilliant hunch“ eða innblástur, bótt tæplega myndu merin kalla það svo stóru orði á íslandi: að sofandann væri að dreyma! Það sem er merkilegra, er það, að hann ákvað, að eina leiðin til að ganga úi skugga um skoðun sína, væri sú, að vekja sofandann meðan á REM bylgj- unum stóð, og spyrja hann: Er big að dreyma? Og tók sér fyrir hendur að xannsaka þetta. Af 27 uppvakningum, meðan á REM MERKILEGAR RANNSÓKNIR á draumum og ástandi dreymandans f MAÍ HEFTI „Science Digest" er fróðleg grein um draumarannsókn ir, sem framkvæmdar hafa verið í Bandaríkjunum. VIÐ draumarannsólcnir var stuðzt við áhald, sem nefnist hinu vandlesna nafni „el- ectroencephalograph“. (Eg vona að setjarinn ruglist ekki í ríminu!) Til styttingar er þetta áhald nefnt EEC, og það var einmitt þess konar áhald sem mig og fá- eina góða vini mína og skólabræð- ur vantaði árið 1921, eða fyrir rúmum 40 árum, þegar við stóð- um á kyrrlátum síðkveldum á Doktorsstígnum. nálægt Vestur- götu 25B, og vorum sannfærðir um það, að heilinn hlyti að varpa frá sér rafbylgjum, sem unnt ætti að vera að mæla með einhverjum ráðum! Þá var þetta, held ég, eintóm og ösönnuð ágizkun. En nú er svo bomið, eins og menn vita, að menn geta mælt rafstrauma þá sem stjórna hreyfingum vöðvanna, og að því hlýtur einhvern tíma að koma, að menn geti einnig mælt, eða tekið við á viðtæki þeim út- varpsbylgjum, sem kunna að fylgja hugsun, eða starfsemi heilans. Þegar athugun er framkvæmd á þeim, sem orðið hafa fyrir einhvers ikonar hjartasjúkdómi, þá eru fektar tengingar við vissa hluta líkamans, sem cýna á rafmagnsmæli, og skrifa niður á pappírsræmu, þá rafstrauma, sem koma frá starfsemi hjartans. Séu þessir Straumar óeðlilegir á einhvern hátt, Bem sést strax af því, hvernig bylgj- urnar eru í laginu, og á hvern hátt þær fylgja hver annarri, þá hefur hjartað orðið fyrir einhverju áfalli. Æðar hafa e. t. v. stiflazt meira eða minna o. s. frv. sama hátt er unnt að mæla við- brögð heilans. Endar rafmagnsþróðanna eru þá tengdir við hauskúpuna, þannig að hinar mörgu milljónir heilasella, sem sífellt eru starfandi og sem framleiða veika rafstrauma, verði látnar tjá sig gegnum milljónföldun áhrifanna í fjar- rita, þar sem penni skrifar niður heildarviðbrögð þeirra, á hverju augna- bliki, eins og bylgjulínu eða brotna línu, með mismunandi háum og mis- munandi djúpum og löngum bylgjum, miðað við tímann. TÆKNI OC VtSINDI Sá, sem helzt mun mega nefna frum- kvöðul slíkra mælinga, á viðbrögðum heilans hjá sofandi og vakandi manni, nefnist prófessor Nathaniel Kleitmann og er frægur sálfræðingur við Ohigago báskóla. Fyrstu tilraunir hans áttu sér stað á sofandi ungbarni árið 1952. Hér er ekki rúm til að birta nema litið eitt af niðurstöðum rannsókna pró- fessors Kleitmanns. Verður því að slikla á stóru. E I itt af því, sem veítt var athvf»li við síðari tilraunir, var að augu sofand- ans hreyfðust á mismunandi hátt í svefninum. Og með því að vekja dreym- andann og spyrja hann strax um drauma sína og bera saman drauminn og augnahreyfinguna, fengust markverð ar upplýsingar, sem einnig voru bornar saman við linuritið og bylf'iurnar á raf- straumsritanum EEC. Af þessu voru síðar dregnar ályktanir: 1) Vakandi heili, sem hvílist, augun lokuð, sendir frá sér jafnar bylgjur, 8 til 13 á sek. 2) í djúpum svefni eru bylgjurnar stórar og hægar, 1% til 2 á sek. 3) Um leið og athygli heilans vakn- ar, eða hann fer að hugsa, hverfa allar bylgjur í einu vetfangi. Nótt eftir nótt horfðu Kleitmann og lærisveinn hans Aserinsky á hinn hæg- genga sívalning, þar sem rafpenninn ritaði niður heilabylgjur hins sofandi manns. bylgjum stóð, fengust 20 draumar. Til þess að athuga hvernig á stæði hjá sofandanum með drauma begar ekki var um REM bylgjur að ræða, voru íramkvæmdar 23 vakningar, en af þeim voru aðeins í fjögur skipti endurminn- ingar um drauma. Samtals enduðu tilraunirnar með því, að af 192 vakningum, meðan á hröðum augnahreyfingum stóð, REM, mundu þeir sean vaktir voru 152 sinnum drauma. Svarar þetta til 80 af hundraði. Samt sem áður gátu hinir sömu í 15 skipti af 16 ekki munað að þá hefði dreymt neinn draum er þeir vöknuðu næsta morgun. Jafnvel þá, sem töldu sig aldrei dreyma neitt, var að dreyma, er þeir voru vaktir, meðan á REM ástandinu stóð, og þó mundu þeir ekki neitt næsta mórgun! Bendir þetta til, að draumar séu miklu algengari og almennari en menn grunaði. Jt\ rið 1953 tók William Dement, læknisfræðistúdent, við áframhaldi rannsókna Aserenskys, sem lokið hafði prófi sinu. Héldu svo Kleitmann og Dement áfram athugunum. Af þessu siðara samstarfi varð merki legur árangur, ekki sízt að þakka Dement. Dement hélt sem sé áfram mælingum og athugunum í lengri lotum en áður. Var þetta m. a. í sambandi við athugun á svefni geðveilla manna, af þeirri gerð er nefnast schizophrenics, eða geðklofningar. En draumar þeirra virtust heldur flat ir og viðburðalitlir að dómi rafbylgj- anna. Hin þýðingarmikla niðurstaða fékkst a allt annan hátt: Dement fann sem sé, að REM bylgjuflokkarnir sem nefna mætti einskonar rafmagnsbrim, komu ávallt þegar greinileg, hröð, „tíu- bylgju-á-sek.“ heilabylgja var á ferð- ijini á línuritinu. REM bylgjurnar eða heila-rafbrimið, gat komið og horfið. En hinar hröðu heilabylgjur héldu áfram að skrá sig á línuritið jafnt og þétt. Og ef þær hættu, þá kom ekki heldur neitt heila- brim, eða REM, öðru nafni. ' Unnt var að fá vit í þetta, segir í Science Digest, ef taka mátti REM bylgjurnar sem vott um bað, að dreým- andinn væri að fylgjast með sundur- slitnum atburðum í sjálfum draumin- um, þar sem aftur á móti hin hraða bylgjuhreyfing merkti aðalgang draums ins eða draumasambandið. ■t\t áframhaldandi tilraunum og abhugunum kom margt í ljós: Meðal annars virðist svo að menn dreymi yfirleitt, á 8 tíma venjuiegri nótt, 4 til 5 drauma. Eins virðast draum arnir lengjast, eftir því sem líður á nóttina, þannig að síðasti draumurinn er oft 4 sinnum lengri en hinn fyrsti. Fyrsti draumurinn tekur yfirleitt um 10 mínútur. Síðan líða um 90 mínútur unz næsti draumur kemur, sem er um 3 klst. eftir að gengið var til svefns. Nú líða um 90 mínútur á ný. Og þriðji draumurinn tekur um 24 mínút- ur. Eftir u. þ. b. 6 klst. svefn kemur fjórði öraumurinn og stendur um 28 min. Milli 7. og 8. svefnstundar dreymir menn á ný og vakna venjulega frá þeim draumi. Þannig eyða menn, af 8 klst. venju- legum svefni, meir en 1% klst. í druma. Og draumarnir koma á tíma- vissan hátt, með 90 mínútna millibili. Og þeir lengjast, eftir því sem líður á svefntímann. Að lokum skal getig einnar merkt- legrar niðurstöðu, en hún er sú, að draumarnir séu ekki stuttir, eins og margir ímynda sér. Heldur svari tíma- iengd draumsins til þeirrar timalengd- ar, yfirleitt, sem sá atburður sem dreymt er um myndi krefjast í tíma, á eðlilegan hátt, ef hann ætti sér raun- verulega stað. Er þetta auðvitað gagnstætt því, sem fólk ímyndar sér yfirleitt. Einkennilegt er, að áður en REM bylgjuhreyfingin eða draumbrimið byrj ar, er dreymandinn oft órólegur og hreyfir sig og byltir sér til. En um leið og draumurinn byrjar, stillist dreym- andinn og draumhyglin virðist beinast að einhverju, sem fyrir hann ber. Minnir þetta á áhorfanda í kvik- myndahúsi, sem skimar í ýmsar áttir og er órólegur, unz kvikmyndin hefst. En sit.ur þá kyrr og athugull. Á sama hátt byrjar dreymandinn að bylta sér, um leið og drauminum er lokið. I-J g má nú ekki rúmsins vegna hafa þetta lengra. En ekki þykir mér ófróðlegt að lesa um þessar tilraunir og ethuganir. Og vel virðast þær koma Framhald á bls. 13. 0 1 2 3 4 5 0 7 Svörtu fletirnir eru draumatímabil. Lóðréttu tölurnar tákna dýpt svefnsins og láréttu tölurnar gefa til kynna svefnstundirnar. 16. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.