Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Blaðsíða 4
Frjáls eftir
ar
E
J G hef þekkt Joseph
Redenbaugh veJ í sjö ár. Hann
er nú 64 ára og ber svip lær-
dómsmannsins- Mér þykir for-
vitnilegt að sjá, hvernig hann
bregzt við 20. öldinni, sem hann
þekkir aðeins af afspurn.
Redenlbaugh var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi árið 1£>17, áður en Bandaríkin
hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hann var þá aðeins 19 ára gamall, en
hafði verið afbrotamaður í nærri níu
ár. Þegar hann var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi hafði hann framið tvö morð,
og hefði hlotið dauðadóm, ef dauðarefs-
ing hefði þá verið heimil í Minnesota.
skipti myndu vinna honum sjálfkrafa
vegabréf til frelsisins á ný. Hann ákvað
að öðlast í fangelsinu þá þekkingu og
verkkunnáttu, sem gæti gert honum
kleift að lifa nytsömu lífi utan þess.
Stillwater var þá nútíma fangelsi með
ágætum vinnustofum, en árið 1917 var
það ekki „sveitagistihús“, eins og Red-
enbaugh segir, að það sé nú. Gamla
„þagnarkerfið“ ríkti, og fangarnir
máttu ekki talast við, brosa, horfa út
um gluggana né ávarpa fangavörð án
þess að heilsa að hermannasið.
Við þetta kerfi bjó Redenbaugh sem
lífstíðarfangi, er álitinn var óbetranleg-
ur. Hann fór því margar ferðir í ein-
angrunarklefann, beran, myrkvaðan
klefa, þar sem hann var læstur inni
dögum saman, handjárnaður við innri
hurðina, nema meðan hann át brauð sitt
og drakk vatnið.
Ungur afbrofamaður hlaut líístíðar fangelsisdóm
Ee get vel skilið eftirvæntinguna
og ánægjuna í fangelsinu, þegar fréttist
um náðun Joe Redenbaughs. Gleðin var
jofnmikil meðal fanga og fangavarða.
Ástæðan var sú, að enginn getur annað
en dáðst að þessum 64 ára gamla manni
og haft samúð með honum, sem búinn
er að lifa 44 ár, 9 mánuði og 22 daga í
íangelsi, án þess að missa hugrekki sitt
og lífslöngun. eða verða bitur.
Samt vöiktu morðin tvö, sem hann
framdi 1917, réttláta reiði almennings.
Krafan um hefnd er jafnvel enn þann
dag í dag ekki alveg þögnuð. Hann
hafði þá verið á ferð í stolnum bíl,
ásamt samsekum manni, og þegar lög-
reglumaður að nafni George Connery
reyndi að taka þá höndum fyrir of
hraðan akstur, skaut Redenbaugh hann
í hnéð, barði hann tvisvar í höfuðið með
byssuskeftinu og skildi hann eftir á göt-
unni til að deyja.
Nokkrum dögum síðar framdi hann
morð fyrir borgun, sem er jafnvel enn-
þá fyrirlitlegra í augum samfélagsins.
edenbaugh hefur ekki neitað
sekt sinni, né heldur reynt að draga úr
henni. Þegar hann kom fyrst til Still-
water-fangelsisins tók hann áð lesa sál-
fræði til að reyna að komast að, hvers
vegna hann hafði orðið glæpamaður
Þetta var erfitt fyrir dreng, sem ekki
hafði komið í skóla síðan hann var 10
ára gamall, en hann þrælaðist áfram.
Nú álítur hann, að umhverfið, sem
hann ólst upp í, hafi átt mestan þátt í
hvernig fór. Fjölskyldulífið var afar
laust í reipunum, og foreldrar hans
beindu honum sitt í hvora áttina. Móðir
hans reyndi að berja siðprýði inn í
hann, en faðirinn hvatti hann til að
stela. Samt þykist hann ekki hafa öðl-
azt fullan skilning á sjálfum sér, eins og
hann var á unga aldri.
Sama er, hvaða mælikvarði hefndar-
réttarfarsins er lagður á Joseph Reden-
baugh. Hann átti fyllilega skilið þyngstu
refsingu, sem lög Minnesota leyfðu:
íangelsun til dauðadags, og jafnvel nú
hefði ekki átt að náða hann. En enginn
sakamaður hefur reynt meira til að
verðskulda frelsið en hann.
Frá byrjun hafði hann þá barna-
legu von, að því er virðist, að sinna
Eftir sjö ár fór að birta til. Reden-
baugh hafði iokið við vélaviðgerðanám
i bréfaskóla og neitaði að vinna lengur
sem ófaglærður maður í kaðiagerðinni.
Fangelsisstjórinn lét setja hann í ein-
angrun, en flutti hann síðan á véla-
verkstæðið.
Árið 1932 var hann fluttur í prent
smiðjuna, og þegar hann fór að eiga
rétt á að sækja um náðun árið 1941,
kunni hann tvær iðngreinar. Auk þess
var hann óvenjulega verkhæfur og
menntaður maður. Hann skrifaði svo
vel, að hann gat sent greinar til dag-
blaðs í St. Paul, og ritverk hans báru
vitni um málfræðilega og setninga-
fræðilega vandvirkni hans. Hann kunni
að vélrita óaðfinnanlega, leika á flautu,
stjórna kvikmyndasýningarvél og gera
við úr og klukkur. Hann hafði lært
stærðfræði á eigin spýtur, byrjað á ein-
földum talnareikningi og smátt og smátt
náð æðri stærðfræði á vald sitt. Hann
hafði öðlazt staðgóða þekkingu í mörg-
um öðrum greinum, þar á meðal tón-
iist, guðfræði, efnafræði, eðlisfræði,
stjörnufræði, rafvirkjun, þýzku og rök-
fræði.
En framar öllu öðru hafði hann lært
sjálfsstjórn og virðingu fyrir yfirvöld-
unum. Þá voru 17 ár síðan hann hafði
síðast verið í einangrunarklefanum, og
10 ár síðan hann hafði gerzt sekur um
nokkurt brot á reglugerðinni.
E g kynntist Redenbaugh af til-
viljun árið 1955. Ég hafði farið til
Minnesota, vegna þess að ég var að
vinna að bók um dauðarefsingu, ( The
Offenders, 1957), og mig langaði til að
kynnast af eigin raun, hvernig farið
væri með morðingja í ríki, sem hafði
numið dauðarefsingu úr lögum.
Douglas Rigg fangelsisstjóri sagði
mér, að hann væri andstæðingur dauða-
xefsingar sem slíkrar, en kvaðst sann-
færður um, að hún væri mannúðlegri
en lífstíðarfangelsi. Þvi til sönnunar
nefndi hann sögu Redenbaughs. Hann
gaf mér leyfi til að tala við Redenbaugh,
ef sá síðarnefndi fengist til þess.
Þegar þar að kom, vorum við Reden-
baugh látnir vera einir í skrifstofu yfir-
fangavarðarins. Þessi gráhærði, mildi-
legi maður var alls ólí'kur hinum
sperrta og spjátrungslega unga morð-
ingja, sem ég hafði séð gamlar blaða-
Ijósmyndir af.
Redenbaugh átti ekki erfitt með að
tala um sjálfan sig. Rödd hans var lág
og áherzlulaus. Einskis undirlægjuhátt-
ar gætti i framkomu hans, hann var
fljótlega farinn að kalla mig skírnar-
r.afni — en kurteislega. Ég gat ekki
fundið neinn hroka í fari hans.
Ég spurði hann, hvort hann teldi betr-
un sína refsilöggjöf Minnesota að
þakka. Hann neitaði því ákveðið, en
bætti við, að hún væri ekki heldur sér
að þakka — að minnsta kosti ekki í
andlegum skilningi. „Umhverfið rekur
okkur áfram, sagði hann.
c
klomu sannsöglina sýndi hann fyr-
ir nokkrum vikum, þegar hann sagði
við blaðamann: „Sá, sem hefur eitthvað
að una sér við getur þolað langa inni-
lokun. Það er eins og með munkana.
Þeir hafa guð, ég hafði stærðfræðina.“
En mig undraði mest af öllu, hvað
Redenbaugh var andlega lifandi. Þrátt
íyrir 38 ára innilokun fylgdist hann vel
með öllu utan veggja fangelsisins.
Síðasta spurning mín var. hvort hann
áliti Grettistak það, sem hann hafði lyft
við að reyna að betrumbæta sjálfan sig,
hafa borgað sig. „Já,“ svaraði hann,
„margborgað sig, EF ég kemst út.“ En
ég fann að honum var þetta EF sama
og ÞEGAR.
Ég hélt sambandi við hann með bréfa-
skriftum. 1956 var fjórðu náðunarbeiðrd
hans synjað. 1958 tók fangahjálpin í
Minnesota mól hans að sér. Hún fékk
náðun hans samþykkta 1959, en «ú
ákvörðun var síðar dregin til baka á
æðri stöðum.
Hann gafst ek'ki upp. Að visu fékk ég
vonleysislegt bréf fró honium eftir hver
vonbrigði. Þá byrjaði hann „Kæri
Giles“ í staðinn fyrir „Halló Giles“,
eins og hann var vanur. Við eitt slíkt
tækifæri skrifaði hann mér, að hann
væri „orðinn alger stofnunarmatur", en
það skelfast allir, sem lengi eru í fang-
elsi. Með þvi átti hann við, að hann
treysti sjálfum sér ekki lengur til að
bjarga sér úti í lífinu.
I annað skipti, þegar hugrekki
hans var á þrotum, sendi hann mér
langa skýringu á því, hvers vegna hann
vildi halda dauðarefsingu við. „í þessu
fangelsi eru lífstíðarfangar/1 skrifaði
hann,, „sem hafa orðið elliærir hér inni.
Þessir menn eru orðnir svo hjálparlaus-
ir, að það verður að gæta þeirra eins og
ungbama. Ef til vill er lífsvilji beirra
enn svo sterkur, að þeir myndu ekki
kjósa dauðann af frjólsum vilja. Ég
tala eingöngu fyrir sjólfan mig, en væri
ég einn þeirra, og það verð ég ef til vill
innan mjög margra ára, myndi ég óska
þess að mér yrði styttur aldur."
En vonin lifnaði alltaf aftur. í októ-
ber síðastliðnum hafði Mannvinafélag-
ið í Minnesota myndað nefnd. sem átti
að vinna að náðun hans. Þeim kom
náðun hans fyrir nokkru ekki á óvart.
Þeir voru vissir í sinni sök hólfum
mánuði áður. En það leyfði Joe Reden-
baugh sér ekki að vera. Hann svaf ekki
mikið nóttina áður, en hann var viðbú-
inn að komast yfir enn ein vonbrigðin,
án þess að láta hugfallast. Hann skrif-
aði mér: „Verið getur að við verðum
að reyna eitfhvað annað.“
Á eftir sagði hann, að hann hlakk
aði einkum til að sjá aftur tré og sjóvar
strönd. En, eins og McCoy, forseti Mann
vinafélagsins sagði við blaðamenn:
„Hann var farinn að velta fyrir sér,
hvernig yrði að koma aftur til 20. aldar-
innar.“
Veraldlegar eigur Redenbaughs era
ritvél, vefstóll, 12 kassar af bókum og
450 dollarar. Systir hans, sem er ekkja,
'hefur boðið honum að koma til sín.
Hún býr langt £ burtu, í öðrum enda
Bandaríkjanna, og hjá henni er móðir
hans, sem er orðin 94 ára. Móðir hans
'hefur ekki séð hann siðan hann var
unglingur. Vegna hinna óvenjulegu
afreka sinna hefur hann talsverða mögu
leika á að fá vinnu.
Lifið verður honum ekki auðvelt,
hvernig sem allt fer, og enn getur verið
að hann freistist til að álykta, að meðan
hefnd er markmið hegningarlaganna sé
líflát betra en ævilangt fangelsi. frá
sjónarmiði sökudólgsins. Ef honunv
tekst að venjast eðlilegu lífi í ellinni,
eftir meira en 40 ára fangavist, verður
það vegna hinna frábæru hæfileika
hans. Ég vona persónulega að honum
heppnist það.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. tölúblað 1962