Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1962, Page 10
SBMAVIÐTALIÐ ÞEIR ERU ALLIR GÓÐIR... — 11720. — B.S.R. — Hafið þið góðan bíl- Stjóra? — Allir okkar bílstjórar eru góðir. — Ég á við bílstjóra sem kynni að eiga „eina á peysu- fötum.“ — Þér hafið fengið skakkt númer. (Skellir á). Fimm mínútum síðar: — B. S. R. — Er Eggert Thorarensen Við? — Það er hann. — Ansi varstu stuttur í spuna áðan. Blaðamaður á Morgunblaðinu biður um góð- an bílstjóra, og þá skellir þú bara á! — Við önsum ekki svoleið- is vitleysu. Hvað get ég gert fyrir þig? — Sagt mér hvort þú ert líka svona snöggur upp á lag- ið þegar þú talar við bíl- stjórana gegnum talstöðina. — Því verða þeir að svara sjálfir. — Hvað er annars langt síðan þið fenguð talstöðvar? — Við fengum þær í ágúst í fyrra og nú eru um 60% bíl- anna með talstöðvar. Það hef- ur orðið til mikils hagræðis og við höfum getað stækkað athafnasvæðið að mdklum mun. Áður náði okkar svæði ekki nema upp í Hlíðar. — Og þið hljótið að spara mikið benzín og fé? — Já, að vísu var rándýrt að koma þessu upp, en það sparar bæði benzín og tíma. Við komumst yfir miklu meira þegar mestu annirnar eru. — Hvenær eru mestu ann- irnar? — Á nóttinni eftir að dans- leikjum lýkur. Milli kl. 1 og 2 á virkum dögum og milli kl. 2 og 3 á laugardögum er næstum vonlaust að fá bíl á stöðinni. Auðvitað svörum við hringingum þá, en það er undir hælinn lagt hvort nokk- urn bíl er að finna. Bílstjór- ar svara yfirleitt ekki meðan þeir eru með farþega. — Geta bílstjórar lögum samkvæmt neitað að aka manni? — Um það eru engar regl- ur, en ég hef stundum sagt við viðskiptavinina: Það er enginn neyddur til að vinna hjá ákveðnum vinnuveitanda. Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins Jónína Þorfinnsdóttir, kona Ragnars Edvardssonar bak- ara, svarar: Næsta máltíð er alltaf uppáhaldsmatur mannsins míns. Hann elskar allan mat, en þó hefi ég ekiki komizt hjá því að verða vör við, að hann hefir sínar ákveðnu skoðanir á matseld. í aðal- atriðum þyikir honum allur matur góður, en þó einkum reyktur, súr eða saltur, að ógleymtdri kæstri skötu með hömsum út á, svo ég tali nú ekki um vel kæstan háikarl. Og mikið á maðurinn minn að þakka þeim, sem fann upp sultutauið, því án þess yrði honum lífið óbæri legt. Það er vart til sú fæðu tegund, föst eða fljótandi, sem sultutau á ekki við, að hans dómi. Að þessu slepptu hygg ég, að svínasteik með brúnuð- um kartöflum, rauðkáli, agúrkusalati og — sultu, sé sá matur, sem hann gæti hugsað sér að svelta lengst vegna, áður en hann bbrðar hann. Oft hefi óg þá spínat súpu á undan, (en hann hef ir mikið dálæti á spínati) en einnig til tilbreytingar spínatgratin. Ég tek % kg. spínat, (ef fæst, annars nið- ursoðið) salt, 50 gr. smjör- líki, 1. matsk. hveiti, 2 dl. rjóma, 2 egg og rifinn ost. Skola spínatið og sýð í sölt uðu vatni í nokkrar mínút- ur. Helli vatninu af, bræði 25 gr. smjörlíki, velti spín- atinu upp úr því og set það í vel smurt mót. Laga sósu úr afganginum af smjörlík- inu, hveitinu og rjómanum og helli henni yfir spínatið, Sker harðsoðnu eggin í sneiðar og legg yfir. Set mótið í heitan ofn í um það bil 20 mínútur. Og ef ekki hefir gleymzt að kaupa meiri sultu, þá er þetta vinsæll ábætir: 1 1. súr mjólk, 2 dl. rjómi, 120 gr. brauðmylsna, sykur og — 4 matsk. sulta. Rjóminn þeyttur, síðan sultan og brauðmylsnan settar í rjóm ann. Súrmjólkinni hellt hægt út í og hrært í á meðan. Sykur eftir vild. Að lokum gott kaffi og vindill, og þá er hann ..til- búinn að byrja á næstu máltíð. Strangt tekið er farþeginn vinnuveitandi, og þá ætti bíl- stjóra að vera í sjálfsvald sett hvort hann þiggur vinnu hjá honum. Það getur t. d. verið mjög slæmt ef menn eru út- ataðir og ósjálfbjarga, því samkvæmt skipun borgar- læknis á að hafa fyllsta hrein- læti í leigubílum, enda eiga farþegar heimtingu á því. Þá geta bílstjórar einnig hafa hvekkzt á fyrri illindum ákveð inna manna og vilja ekki aka þeim aftur, þó þetta geti ver- ið beztu menn. — Hefur leigubílum ekki fjölgað gífurlega síðustu árin? — Jú, þeim hefur fjölgað mikið, en samt eru þeir hlut- fallslega færri en í gamla daga. Samkvæmt lögum, sem sett voru 1057 og 1058, á að vera einn leigubíll á hverja 125 íbúa, og mega ekki vera fleiri. — Er mikil ásókn í þetta starf? — Já, hún er gríðarmikil, og þó fá leigubílstjórar ekki kauphækkanir á sama tíma og aðrar stéttir. Síðasta hækk- un á taxta varð í fyrra. Það er verðlagsstjóri sem ákveður taxtana. — Eru bílarnir yfirleitt í eigu bílstjóranna sjálfra? — Já, á öllum stöðvum nema hjá Steindóri. Hjá okk- ur borga bílstjórarnir ákveðið stöðvargjald mánaðarlega, og svo ráða þeir hve mikið eða lítið þeir vinna. — Gefst það ekki vel? — Jú, á stöðinni hjá okk- ur eru alls 110 bílar, og af þeim eru að jafnaði í gangi 60—70. — Hvað um bílastaurana? Eru þeir til hagræðis? — Já, þeir eiga stóran þátt í því hve fljótt bílstjórarnir bregða við. Fólk virðist ekki panta bíl fyrr en á síðustu stundu og vill þá fá hann strax. Með bílastaurunum get- um við dreift bílunum og haft þá til taks hvar sem er í bænum. Við erum nýbúnir að setja upp tvo staura fyr- ir innan bæ, við Háaleitis- braut og Dalbraut. Ef staur- arnir væru ekki fyrir hendi, færu allir bílar beint niður í miðbæ að akstri loknum. Þetta sparar líka benzín og fyrirhöfn. — Hvað er langt síðan byrjað var að hafa bíla- staura. —• Hreyfill byrjaði á því kringum 1048, og svo komum við rétt á eftir. — Hvar hafið þið talstöð- ina ykkar? — Móðurstöðin er uppi í Bændahöll með loftneti og öllu tilheyrandi. Þaðan ersvo samband niður í Landsíma- hús og frá Landsimanum hing að á stöðina. Móðurstöðin, sem ég keypti, er kannski ó- þarflega öflug, í henni heyr- ist alla leið vestan af Snæ- fellsnesi, austan úr Grímsnesi og sunnan með sjó. Einu sinni heyrðum við jafnvel x bíl sem staddur var rétt utan við Patreksfjörð. — Spyrja þeir aldrei um góða bílstjóra, utanbæjar- mennirnir? — Það held ég varla. Þeir eru ekki eins spilltir og þið blaðamennirnir. V O R In vernalis temporis eftir M. Börup (1495) (Lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson) Vorið fagra, bjart og blítt, burtu kuldann hrekur, aftur gerir allt sem nýtt, endumærir, vekur. Brosa hlíðar, blika sund, blær fer þýtt um skógarlund. Gróður grundir þekur. Þróttur fyllir hjarta og hug, harmar gamlir víkja á bug, vor þá völdin tekur. Fögur anga foldar blóm. Fiskar ánna vaka. Loftin fyllast ljúfum óm, lög sín fuglar kvaka. Djúpt í morgundagga lind dagsól lítur eigin mynd. Vængjum veifa og blaka yfir hreiðrum hvelsins börn. Hoppa og leika skemmtigjöm lömb og teyg sér taka. Hvílík dýrð um laufgað láð, lög og himinvegi. Gjafir drottins, gæzka og ráð guðleg dyljast eigi. Endurskin af ásýnd hans einatt birtist skynjun manns nú á nótt sem degi, svo hans ást sé ótvíræð, að hans veru dýpt og hæð mannkyn gruna megi. Einar M. Jónsson þýddi. 10 LESBÓK MOR GUNBLAÐSINS 16. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.