Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 1
f 18. tbl. — 22. júlí 1962 — 37. árg. Eftir John Cohen JOHN COHEN, prófessor, er forstöðumaður sálfræðideildar Manchesterháskóla, hinnar allra stærstu á Englandi. Hann er kunnur rithöfundur í heimalandi sínu og eftirsóttur fyrirlesari, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Á stríðsárunxun vann John Cohen að hæfniprófun manna, er ríkisstjórnin ætlaði að fela sér- stakar trúnaðarstöður. Síðar var hann fulltrúi Breta hjá UNESCO og WHO, um hríð prófessor við háskólana í London og Jerúsal- em. í þessari grein fjallar Cohen prófessor um sígald umhugsun- arefni foreldra og kennara, ungl- inga á gelgjuskeiði. ☆ S umt fólk grípur til byssunnar, ef svo mætti að orði komast, um leið og það heyrir orðið unglingur, orð sem framkallár í huga þess óhugnanlega mynd af ungum varúlfi, sem hefur vas ana fulla af pundseðlum og veldur felmtri og skelfingu í friðarheimi hinna fullorðnu, en sjálfur nýtur hann lífs- ins á kostnað' annarra. Ég er þess full- viss að þessi mynd er nokkuð ýkt. Satt er það að vísu að allvíða, ekki sízt á Englandi, er það nýjasta tízka, að strákarnir setji mark sitt á háls stúlknanna, sem þá er vafinn í silki- klút. En það er ekki nauðsynlegt að dæma heila kynslóð eftir afkáraskap fárra einstaklinga. Frá öðrum heimildum höfum við sterkari rök. Okkur er tjáð að ung- menni beggja vegna járntjaldsins séu farin að drekka meira en góðu hófu gegnir og því fylgir skortur á sæmi- 'legri hegðun. Á Englandi hafa t. d. þrisvar sinnum fleiri piltar á aldrin- um 17—20 ára verið leiddir fyrir rétt sökum árása á borgarana árið 1956 en árið 1946. Kynferðisafbrot pilta hafa tvöfaldazt á sama tímabili og afbrot framin í ölæði fimmfaldazt. Þess ber þó að gæta að eftirlit lög- reglunnar og skýrslugerð er mun full- komnari en fyrir 10 árum, þannig að miklu fleiri afbrot komast á skýrslur en áður var. En alvarlegri er hin óumdeilanlega útbreiðsla kynsjúkdóma meðal æskunn er. Samkvæmt nýjustu skýrslum Al- þjóða heilbrdgðismálastofnunarinnar hef ur lekandi aukizt mikið meðal æsku- fólks k aldrinum 15—19 ára í 15 löndum af 22, og sennilega er ástand- ið í þessum efnum enn verra en skýrslur gefa til kynna. Á prófessor Á hinn bóginn sýnir stóraukinn fjöldi sjálfsmorða og sjálfsmorðstil- rauna meðal æskufólks, að æskan er ekki hamingjusöm. Bara á einu ári hefur þessi tala á Englandi og Wales hækkað um 26% meðal æskufólks á aldrinum 14—21 árs, og samt er tal- an örugglega lægri á skýrslum en í veruleikanum. Séu þessi vandamál að einhverju leyti ný, þá er hitt jafnvíst að ungl- ingar eru engin nýjung. Þeir hafa alltaf verið til, og eins og stendur eru a. m. k. 5 milljónir á þessu aldurs- skeiði á Bretlandi. En þótt aldur þessa fólks sé svipaður er það misjafnt að flestu öðru leyti. Hins vegar er þægi- legt að tala um unglinga á sama hátt og talað er um kindur eða stjórnmála- menn eins og þeir væru allir eins eða a.m.k. hver öðrum líkur, en við meg- um ekki gleyma því, að sérhver ung- lingur hefur sín einkenni, sínar eigin tilhneigingar, óskir og þrár sem ekki er sameign hans og neinna annarra. Unglingar eru ekki heldur ver- ur í félagslegu loftþynningarrúmi. — Þeir bregðast við því sem gerist, jafn- vel án þess að gera sér grein fyrir því, eins og hverjir aðrir borgarar 1 efnalegu og stjórnmálalegu kerfi. Þeir koma ekki heldur allt í einu utan úr himinblámanum. Þeir eiga sína þróun- arsögu. Hvert æviskeið — frum- bernska, bernska, ævintýraaldur, ósk- hyggjuskeið og gelgjuskeiðið sjálft hafa með öllu sínu umróti hvert um sig skilið eftir spor í sál unglingsins, spor sem eftir atvikum geta leitt til góðs og ills. Stefna fullorðinsáranna byggist á fyrri reynslu. Stúlka getur leiðzt til lauslætis og jafnvel vændis vegna þess, að hún hefur aldrei haft tækifæri til að byggja upp í huga sér mynd af manni, sem hún getur elskað og virt. Hana skortir alla föðurfyrirmynd. Hana skortir grundvöllinn að eðlileg- um samskiptum karla og kvenna, hún stendur í sömu sporum og sá sem ætlar að reisa hús án teikninga. Af- leiðingin getur orðið sú að hún fyrir- lítur alla karlmenn. Á sama hátt getur eins vel verið að drengur hafi enga móðurmynd í huga sér og samband hans við konur síðar á ævinni verði þess vegna flöktgjarnt og fátæklegt. Grundvöllurinn verður ekki lagður í hugi fólks með valdi. Hann verður að koma frá einhverjum, sem vekur bæði hlýjar tilfinningar og virðingu. Foreldrar og kennarar, sem eru illa þokkaðir, jafnvel fyrirlitnir, ná ekki þeim árangri sem þeir myndu óska, en jafnvel því gagnstæða. Þróunarstigin, sem leiða til fullorð- insára, verða að hafa í uppistöðum sínum sterkar stoðir, sem auðvelda samband við aðra, kennara, atvinnu- veitendur, samstarfsmenn, eiginmenn og eiginkonur. Séu slík bönd merkt gagnkvæmri virðingu verða þau að vera slungin þáttum sjálfsvirðingar sem er laus við hégómaskap annars vegar og sjálfsfyrirlitningu hins vegar. Það er áríðandi að unglingurinn viti hvar hann stendur áður en gelgju- skeiðið hefst. Eðlilegt og ástríkt . sam- band barna og foreldra er bezta leið- in til þess að svo megi verða. Því má oftast treysta, að unglingur, sem öðl- azt hefur sjálfsvirðingu, muni ekki gera neitt gagnstætt almennu velsæmi, en skorti hann sjálfsvirðinguna getur eins vel verið að hann leiðist til af- brota eða truflist á geðsmunum, nema hvort tveggja komi til. U ■Hvað er þá einkennandi fyrir unglinga? Fyrst og fremst að þeir gera sér grein fyrir þeim miklu öflum, sem í þeim búa sökum þess að kynorkan segir til sín. Á æskuárunum nær þessi orka hámarki sínu, og samtímis eru lyndiseinkenni karls og konu aldrei fjarlægari hvort öðru en einmitt á þess um aldri. Kveneðlið er þá sterkast í konunni og karleðlið í manninum. Auk þess sem kynhvötin er jafnan hin óró- lega undiralda í huga unglinganna fylgir æskuárunum hámark vdð- kvæmni og sjálfsmeðvitundar. Ungling urinn er hreinn og beinn og stundum óvæginn í senn. Hann er enn ósmit- aður af napurleika hinna fullorðnu og velur sér ekki leið eftir vonbrigða- vörðum eldri kynslóðarinnar. Hann býr yfir miklum hugsjónum, en þýð- ing þeirra er horfin úr huga hinna fullorðnu. Nú fyrst fer unglingurinn að skynja og meta á annan hátt en áður, og hann gerir sér fulla grein fyrir því, að ekki er allt sem sýnist í viðskiptum manna á meðal. Það er auðvelt að draga dár að dægurlagagauli unglinga, þar sem þeir kyrja óði um ástina, sem illa þola venjulegt bókmenntamat. En hversu laus við list, sem ljóð og lög eru, má það ekki brjóta niður alla virð- ingu fyrir geðstefnunni sem er undir- rót ástaróðanna. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, túlka þeir óspilltar óskir og þrár á ýmsan hátt, í hefðubundnu eða óhefðbundnu ljóðformi, fjölbreytni litanna, takti dansins eða öðru, sem veita má þeim einhverja fullnægingu. Þetta tekur sig einkennilega út í aug- um fullorðinna, sem ekki kunna að meta það, ef harmoníkuspil er undir- leikur Paradísarmissis. Er raunhæft að tala um gelgju- skeiðsvandamál? Hver og einn hlýtur að hafa sín eigin vandamál, sem geta valdið foreldrum og öðrum að- standendum áhyggjum. Unglingar geta haldið félagsmálafulltrúum og jafnvel heilum bæjarstjórnum vakandi nótt og nótt við að hugleiða hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir af- brot æskumanna eða a.m.k. draga úr þeim. Sé litið á unglinga sem sérstaka heild, er langt frá því að þeir líti á sjálfa sig sem neitt vandamál og eru það raunverulega aðeins að svo miklu leyti sem aðstaða þeirra og atferli er ólíkt eldri kynslóðum, sem geta þess vegna ekki skýrt það með því að minn- ast sinnar eigin æsku. Við verðum að gera okkur fullkom- lega ljóst, að aðstaða unglinga er að ýmsu leyti mjög erfið. I fyrsta lagi verða þeir kynþroska a.m.k. ári fyrr en kynslóð foreldra þeirra eða vel- flestir fyrir 15 ára aldur. Þetta þýðir það að tíminn frá kynþroska til fé- lagslegs sjálfstæðis, sem gerir hjóna- band mögulegt, verður enn lengri en áður. Þeir reka sig alls staðar á það, að jafnvel þótt ný tegund kynfrelsis ríki í heimi hinna fullorðnu verða unglingarnir hvarvetna að láta sem þeir séu náttúrulausir. Frh. á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.