Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 8
Ver&ur svifbraut ísienzkt samgöngu tœki? Eftir Harry Vilhelmsson Svifbrautin í Wuppertal, sem siarfað liefur rúm 60 ár. FYRIR nolckrum áratugum var mikið rætt og ritað tttn nauðsyn þess að koma á jám- brautarkerfi hér á landi. Enda þótt erfiðleikamir í samgöngumálum hafi margfaldazt síðan, er ekki lengur talað um járnbrautir hér á landi, og virðast vera tvær ástæður fyrir þessu: 1. KostnaSur við aS koma á fót járnbrautarkerfi hér mundi yfir- stíga alla hugsanlega fjárgetu landsmanna. 2. t augum margra, sem ekki þekkja hið kerfisbundna framleiSslulíf annarra menningarþjóSa, eru járnbrautir meS tilkomu flugsins álitnar einskonar úrelt samgöngu- tseki. Víst er fróun í þeirri hugsun og vissu, að bráðlega verSur hægt að fljúga á tveim klukkustundum frá París til -New York — eSa aS hafiS muni verSa farþegaflug frá jörSinni til Mars fyrir næstu aldamót. En slíkt réttlætanlegt alheimsmont bætir í engu aðstöðu okkar við að leysa nær- tækustu samgönguvandamál, svo sem að komast úr Vogahverfinu eða Blesu- grófinni til vinnustaðar í mið- eða vesturbænum á skikkanlegum tíma, að tryggja örugga flutninga á mjólk og farþegum frá Suðurlandi til Reykja- víkur á veturna eða til að sjá um linnulausan hráefna- og framleiðslu- flutning til og frá stóriðnaðarfyrirtækj- imum við Þjórsá. Ég mundi ekki leggja orð í belg um þessi erfiðu og enn óleystu mál, ef ég ímyndaði mér ekki að geta hér með lagt tillögur fyrir almenning, sem varla hefur verið hreyft hingað til, og sem verðskulda gaumgæfiíega athugun. Til er samgöngutæki, sem á þýzku nefnist „Schwebebahn“, á ensku hefur verið nefnt „monorail“, en á okkár máli hef- ur verið kallað loftbraut, en mætti eins vel eða betur kalla svifbraut. Nú er svifbraut þessi alls ekki ný af nálinni — öðru nær. Sú elzta þessarar tegund- ar hefur verið rekin í borginni Wupper- tal í Vestur-Þýzkalandi í meira en sex áratugi og er sannanlega öruggasta samgöngutæki heimsins; aldrei hafa .orðið slys af henni, hún hefur aðeins orðið fyrir skemmdum í tveimur heims- styrjöldum. Svifbrautin í Wuppertal, sem sýnd er á nokkrum meðfylgjandi myndum hér, var um aldamótin fund- in upp sem lausn í umferðarvanda- máli, þar sem engin tök voru að byggja vanalega járnbraut vegna þrengsla. Þar til í lok síðustu heims- styrjaldar var þó fátt ritað um svif- brautina, þar eð annarsstaðar reynd- ist kleift að byggja járnbrautir í tæka tíð og eftir nokkurn veginn heppileg- um leiðum, til að mæta þörfum fram- leiðslu og allsherjarflutninga. Síðustu tvo áratugina hafa samgönguvandamál, sérstaklega í mörgum stórborgum heims, orðið svo gífurleg, að engin venjuleg ráð duga lengur til úrlausn- ar. Hefur því hugmyndin um svif- brautina orðið ofarlega í ýmsum heimsálfum — og meðan þessar tillög- ur eru fluttar hér, er verið að reyna eða byggja svifbrautir m.a. í Tókíó, New Orleans, Glasgow og New York — í öllum tilfellum í nánu samráði við brautryðjendurna í Wuppertal. Mér hefur verið sagt í Þýzkalandi, að kostnaður við byggingu slíkrar svif- brautar sé meira en helmingi minni en við venjulega járnbraut — en í öllu falli er svifbrautin svo sniðugt og um leið skemmtilegt og öruggt sam- göngutæki, að smíði og rekstur hennar hér á landi mundi valda byltingu bæði í samgöngu- og framleiðslumálum um alla framtíð. Skulu hér settar fram helztu til- lögur til úrbóta í samgöngumálum Reykjavíkur og nágrennis, svo og nokkurs hluta landsins: A) Kostir svifbrautarinnar og almenn áhrif af starfrækslu hennar 1. Svifbrautin getur flutt bæði per- sónur og varning. 2. Innanbæjar er hægt að leggja hana jafnvel um þröngar og fjölfarnar götur. Utanbæjar þarf ekki að byggja brýr, þar eð teinar hennar liggja um loftið og eru bornir af steinsteyptum stöplum. 3. Tryggja þarf aðeins pláss fyrir stöplana, ekki þarf samhangandi lóðir um endilangan bæinn og út um sveitir. 4. Stofnkostnaður svifbrautar er hlut- fallslega lítill. Hérlendis er hægt að steypa alla járnbentu stöplana. 5. Reksturinn er mjög ódýr, þar sem svifbrautin gengur fyrir rafmagni. 6. Vagnarnir renna næstum hljóð- laust. 7. Þar eð svifbrautin er rekin ofar öllum öðrum samgöngum, geta lestir hennar farið með mestri stundvísi. 8. Stundvís rekstur er einnig tryggð- ur á veturna, þar sem snjórinn hefur aldrei nein áhrif á ferðir svifbrautar. 9. Almenningur mun komast á skemmri tíma og stundvíslegar á vinnustað og einnig á ódýrara hátt. — Ein afleiðing er, að bíla- mergðin, í miðbænum sérstaklega, mun minnka stórlega. 10. Þegar svifbraut hefur verið byggð til Keflavíkur, verður hægt að leggja niður Reykjavíkur-flugvöll- inn með öllu, þar sem þá verður mögulegt að komast til aðalflug- vallar landsins með svifbraut á 20 mínútum — og er þetta styttri tími en þarf til áð komast til flugvalla flestra annarra stórborga heims. 11. Rekstur svifbrautar mun að veru- legu leyti stuðla að jafnvægi i byggð landsins, með því að íbúar þéttbýlustu landshluta geta árið um kring komizt til og frá höfuð- staðnum á fáum klukkutímum. 12. Erlendum ferðamönnum mun þykia mikil „attraktion“ að kynnast land- inu úr svifbraut. 13. Stóriðja, hverju nafni sem nefn- ist, er vart hugsanleg utan Reykja- víkur, nema fyrir hendi sé öruggt samgöngutæki, eins og svifbraut- in er, til að annast alla reglu- bundna flutninga, sem slíkur rekst- ur er undir kominn. B) Bygging svifbrautar i fimm áföngum Leiðir svifbrautar, sem taldar eru hér að neðan, eiga aðeins að gefa bendingu um, á hvern hátt ráðlegt væri að hefja undirbúning að öllu verkinu, en þó sérstaklega til þess að koma umræðum bæði lærðra og leikra af stað. Við slíka áætlun þyrfti að sameina knýjandi þarfir líðandi stundar (svo sem stöðvun rekstrar Reykjavíkur-flugvallar) og framtíðar- áætlanir í öllum þjóðarbúskap (eins og t.d. stórvirkjanir í sambandi við stóriðnað). Til nánari skýringa neðan- skráðs er vísað til meðfylgjandi landa- bréfa og ljósmyndaeffcirprentana. 1. Reykjavíkur-brautin Innanbæjar-svifbrautin & að tengja öil helztu íbúðarhverfi hvert við ann- að, og þau öli miðbænum, en sam- tímis ætti innanbæjarkerfið aS auð- velda hina mjög svo æskilegu og nauð- synlegu „decentralíseringu" í því þétt- býli, sem mun sennilega kallast Stór- Reykjavík. Lengdir brautanna yrðu: Innanbæjarbraut 15 km. Reykjavík—Keflavík 45 km. Reykjavík—Selfoss 70 km. Selfoss-Akureyri 260 km. Möðruvell- ir—Egilsstaðir 250 km. Alls kringum 630 km. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. fcöublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.