Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 11
íslendingar erlendis Eftir Sigfús M. Johnsen fyrrv. bœjarfógeta JsLENDINGAR Hafa alltaf haft sam- Ðeyti við aðrar þjóðir, sérstaklega við Dani og Norðmenn og hefir því oft komið fyrir, að íslendingar hafi ílenzt í Danmörku eða Noregi og gengið í hjónaband með dönsk um eða norskum konum eða íslenzkar kon ur gifzt dönskum eða norskum mönnum og er heill ættbálkur stundum kominn fram af þessu fólki. í engu landi utan íslands hefir borið svo mjög á þessum mægðum sem í Danmörku. Raunar munu vera um «0—50.000 íslendingar í Kanada og Banda- ríkjunum, en þar stóð öðruvísi á, íslend- ingar fluttu yfir hafið eftir miðja öldina sem leið og seinna, til þess að skapa sér lífsmöguleika er þrengst var í búi heima íyrir. (Um ættir Mormónanna, fyrstu íslenzku landnemanna í Ameríku, er fóru frá Vestmannaeyjum upp úr mið- biki 19. aldarinnar, hefir höfundur þessa rits skrifað ítarlega og hefir sumt af því verið prentað í tímariti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Bliki, ritstjóri Þor- Steinn Þ. Víglundsson, skólastjóri). En 1 Danmörku og Noregi og raunar í mörgum öðrum löndum hefir tilviljunin ein oft ráðið valinu. Lítt gerlegt mun að rekja ítarlega ættir íslendinga í Danmörku eða annarsstaðar, þar sem engin saga er til um þetta fólk. En öðru máli gegnir þar sem um tignarstöður er að ræða, enda sýna dæmin að jafnaði, að vel hafi oft danskt-íslenzkt makaval heppnazt, og kost ir beggja fengið að njóta sín. Dr. Jón Helgason biskup, d. 1942, fékkst við slíkar athuganir um eitt skeið ævinn- ar og gaf út fróðlega og merka bók um þetta efni, er hann nefndi „íslendingar í Danmörku". Ýmsir rithöfundar íslenzkir hafa vikið að þessu sama efni, sem er anikið og ærin þörf að auka og bæta við ættarraksturinn. Hér verða tekin fá sýnis- horn úr miklu safni höfundar S.M.J. raktar tvær ættir með íslenzku ívafi í Danmörku og sú þciðja í Noregi og stuðzt við skjöl og skilríki í söfnum í þessum löndum. (Ættir danskra aðalsmanna Statskalender. Personalhistorisk Tids- skrift. Dansk Biograf, Bricka. Leksikon I—XIX. O. fl.) Sagan hefst á Gísla kaupmanni Sím- onarsyni, er var Skagfirðingur að ætt og kvæntur skagfirzkri konu. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum er bjuggu lengi við góð efni I Málmey á Skagafirði, en efnin höfðu gengið fljótt til þurrðar, er brotin var sú regla, er hér gilti, að enginn ábú- endi mátti sitja lengur en 20 ár í Málmey. Hefir Gísll Konráðsson og fl. getið um þessi álög á eynni. Gísli Símonarson fór ungur suður á land til systur sinnar, er var gift efnuðum útvegsbónda og hrepp- etjóra, Erlendi Þorsteinssyni á Stafnnesi. (Önnur systir Gísla var amma Krlstins Havsteen kaupmanns). Stundaði Gísli í fyrstu sjóróðra, en hlaut brátt stöðu sem búðarsveinn í Keflavík, komst þar áfram, varð siðar verzlunar- etjóri og seinna meðeigandi að verzlun Jacobæus og J. Ludvigsen í Reykjavík. Er fljótt af því að segja, að hann varð einn af helztu kaupsýslumönnum sinnar tíðar á íslandi. Var hann mjög vinsæll af öllum Rlmenningi, en ekki að sama skapi hjá kaupmönnum, því að hann seldi oft út- lenda vöru ódýrar en aðrir og keypti ís- lenzka vöru dýrara. Spöruðu sumir kaup- menn ekki róg um hann. Gísli var vel efnum búinn og átti verzlanir á fleiri ftöðum, þar á meðal Garðsverzlun I Vest- mannaeyjum. Hann flutti búferlum til Kaupmannahafnar árið 1813 og bjó þar til æviloka 1837. Hann dvaldist á íslandi um tíma á sumrum. í Vestmarihaeyjum var hann síðasta sumarið sem hann lifði og var þá, sbr. kirkjubókina, skírnarvott- ur, er skírður var sonur Jóhanns Bjarna- sen verzlunarm. síðar verzlunarstjóra, Dróðursonar Guðrúnar konu Gísla Símon- arsonar, og var sveinn sá látinn heita í höfuðið á Gísla kaupmanni, var það Gísli Bjarnasen síðar verzlunarstjóri í Vest- mannaeyjum. Eftir lát Gísla keypti Jens Benediktsen frá Staðarfelli Garðsverzlun. Kona Gísla Símonarsonar, Guðrún Bjarnadóttir, bónda á Vatnsleysu í Við- víkursveit í Skagafirði, Tómassonar, var annáluð fríðleikskona og margt var henni fleira vel gefið, og talið er að hún hafi verið mjög ættrækin og hjálpsöm við bræður sína, er voru fátækir. Sonur þeirra hjóna var Karl Gísli Gunn ar Símonarson, f. í Kaupmannahöfn 28. nóv. 1813. Hann varð cand jur. frá Hafnar- háskóla. Varð hann starfsmaður í fjár- málaráðuneytinu. Hann kvæntist Clara Adamine Krogh — Kjerulf. Dóttir þeirra var: Klara Gudrun Símonarson eða Simon- sen, er giftist Georg Jóhan Röby Griiner stóreignamanni og kammerherra. Griiners ættin er dönsk-norsk-þýzk ætt. Peter Griiner forfaðir ættarinnar myntmeistari í Kaupmannahöfn fluttist. til Noregs og dó þar 1690, en ættin fluttist til Danmerkur. (Geta má þess að af þessari ætt var merkiskonan Johanne Griiner, er flutt ist ung stúlka til Vestmannaeyja með dönskum faktorshjónum, var tvígift, báðir menn hennar danskir, hélt lengi uppi með miklum sóma veitingahúsi í Vestmanna- eyjum. Ýmsar umbætur þar á staðnum mátti rekja til hennar, t. d. var hún fyrst til að rækta kartöflur í Eyjum og breiddist kartöfluræktin þaðan út til nær- sveitanna á landi. Fleira fólk danskt og íslenzkt kom til Eyja á vegum Gísla kaup- manns Símonarsonar og varð sumt af þvi ríðar nafnkennt, Jþar á meðal N. Bryde kaupmaður og afkomendur Jóns kaupm. Salomonssonar en sonur hans Pétur Bjarna sen verzlunarstjóri átti fyrir konu dóttur Johanne Griiner áðurnefndrar). Dóttir þeirra hjóna Klöru Guðrúnar Sím onarson og G. J. R. Griiner kammerherra var A Gudrun Grúner, er giftist hirðsiða- meistara P. C. Hovden-Rönnenkamp, kammerherra í Flensborggaard við Sórey. .Þau áttu sex dætur, sem allar báru nafn Guðrúnar Bjarnadóttur, konu Gísla Sím- onarson og G.J.R. Gruner kammerherra sýnir það bezt hve mikil rækt var lögð við nafnið og hina íslenzku formóður. — Fiórar þessara systra voru inn ritaðar í klaustur fyrir aðalsmeyjar: — Ellen Gudrun Hovden-Rönnenkamp, f. 1889, Klara Gudrun, f. 1890, Alice Guðrun Benedikta, f. 1894, Guðrun, f. 1896. a) Jessy Gudrun Hovden—Rönnenkamp, f 1887, giftist 1910 lensbaron Mogens Conrad Chr. Howden Rönnenkamp Holck í Holckenhavn, f. 1885, var hann sonur lensbaróns Chr. E. Holck í Holckenhavn, f 1847, d. 1919. Börn þeirra: 1) Barónessa E. Gudrun H. Rönnenkamp Holck gift foringja í lífvarð- arsveit konungs, Lorenzt K. Mtinther, kammer j unker. 2) Barón Mogens H. Rönnenkamp Holck, kv. 1944, Karen Agnete Mortens, er" áður hafði verið gift hæstarjmflm. Madsen- Mygdal, syni M-Mygdal ráðherra. 3) Barónessa Jessy H.R.H. giftist 1941 Adam Heinrich von Römer Bruhn, skildu. 2) verzlunarstjóra Hans Jakobsen. Afkomandi Jens Benediktsens kaup- manns áðurnefnds frá Staðarfelli, en frá honum er fjölmenn ætt í Danmörku og atkvæðamikið efnafólk, giftist í Holcks ættina, dótturdóttir hans Alma Meyer- Benediktsen, f. 1861, d. 1940, giftist 1886, aðalkonsúl C. C. J. W. von Holck. Bjuggu þau lengi í Bangkok í Síam. Sonardóttir þeirra Inge Helene Holck giftist dönskum manni og bjuggu þau í Guayquil í Ecuadar í Suður-Ameríku. Julie Stephanie Stephen sen, dóttir Westy Stephensens Kanselliráðs í Kaupmannahöfn, sonarsonar Stefáns amt manns Stephensen, tengdamóðir Sigtryggs Kaldan læknis í Helsingör, var gift Holck greifa. Þessi ætt var hafin upp í greifastétt b) Gerða Ida Gudrun Howden-Rönnen- kamp, f. 1888, d. 1947, giftist lensbarón Holger Reedzt - Thott, syni lensbarón Reedzt-Thott í Biskoþstorp og konu hans f greifinnu B. Scholden - Holsten. Dætur þeirra: Birthe Reedzt-Thott, barónessa giftist J F. Neergaard gósseiganda og forstjóra. Gudrun Reedzt-Thott gift Höegh-Guld berg gósseiganda er kominn var af Ove Höegh-Guldberg forsætísráðherra 1784 nokkru eftir fall Struense. Höegh-Guld. berg var hafinn upp í aðalstétt 1777, B Klara Agusta Ingeborg Gruner, dóttir Gudrúnar Grúner, og H. Rönnen- kamþ Kammerherra og hirðsiðmeistara, f. 1875, d. 1943, giftist Viggo Chr. Knuth greifa, bankastjóra, syni J. Fr. Chr. Knuth greifa og konu hans greifinnu Holck-Vint erfeldt, f. 1875. Börn þeirra: 1) Klara E. Knuth, f. í Kaupmannahöfn 1905, kona Mogens Bang forstjóra í Khöfn. Þau giftust 1928. 2) Greifi Knuth-Winterfeldt Kield Gust af, f. á Friðriksbergi 1908, eigandi herra- garðsins Rosendal við Fakse í Sjálandi, Var í dönsku utanrikisþjónustunni og kvæntist í Tokio í Japan Gertrud L. Bau- mann, dóttur aðalforstjóra hins svissneska bankasambands, Bauman, fæddri í Lucano í Sviss 1911. Eiga börn. Knuth-Winterfeldt greifi var sendiherra Danmerkur í Buenos Aires í Argentínu. 3) Preben G. V. J. Knuth, greifi, list- málari, f. 1906, kv. öðru sinni, 1936 í Khöfn Benedikte-Bartoldy Möller, áðurgiftri . konsul Th. Schytte. 4) Christian Eggert, Knuth greifi, f. 1912 í San Jose, U. S. A. prófessor við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn, dr. tekn., kv. Sophie Leschly, dóttur Oberstlö tjenants E. Leschly og konu hans Ragnhild Rördam, dóttur Rördams biskups. ☆ Ætt frá Hallgrími Þorlákssyni hreppstjóra á Ljósavatni í Suður-þingeyjarsýslu Uallgrímur var Þorláksson, frá Holti í Eyjafirði, merkisbóndi, greindur vel og skáld. Hann var kvæntur Valgerði Sigurðar dóttur frá Þórustöðum. Meðal barna þeirra var Hólmfríður, er hér er rakin ætt frá. (Dóttir Hallgríms Þorlákss'onar var Þuríður, er giftist séra Jóni Þorsteins- syni í Reykjahlíð er Reykholtsætt komin frá.) Hólmfríður var f. að Ljósavatni 10 okt. 1790 d. 10 júlí 1846 í Kaupmah. Hún giftist i hina kunnu dönsku Grundtvigsætt og var maður hennar Georg Friderich Grundtvig, x 1766. Hann hafði ungur gengið í latínu- skóla í Slagelse á Sjálandi, en tók eigi stúd entspróf, gerðist varzlunarmaður. Kom1 til fslands og varð þar verzlunarstjóri Þau hjón fluttu aftur til Kaupmannahafnar og gegndi G.Fr. Grundtvig þar stöðu sem ráðsmaður við Friðriksspítala. Hann lézt í Kaupmanna höfn 1832 og lifði Hólmfríður mann sinn. Bróðir G. Fr. Grundtvig var Isac Grundtvig er einnig var verzlunarstjóri á íslandi. Með al barna hans var Jörgen F. Chr Grundtvig stýrimaður f. á íslandi 1801, d. í Altona 1864. Faðir, afi og langafi þessara Grundt vigsbræðra, voru allir prestar í Ðanmörku Grundtvigsættin er talin frá Jörgen M. T. borgarstjóra í Nyköbing. Sonur hans var Jörgen Mortensen, borgarstjóri eftir föður sinn, f. 1809, kv. Bodil Hansdóttur. Synir hans hétu eftir föðurnafninu eins og þá var siður Jörgensen, en tóku upp Grundt vignafnið, er síðan hefir verið borið af þess um ættmönnum. Hinn mikli andans jöfur og stórmenni, einn hinna bestu sona Norð urlanda. Nicolai Friderich Severin Grundt vig, var að þessari ætt. Afi hans O. Jörgen sen Grundtvig sóknarprestur í Kregme á Sjálandi, f. 1704, var bróðir Isachs J. Grundtvig sóknarprests, langafa Georgs Fr. Grundtvig verzlunarstjóra, er kvæntur var Hólmfríði Hallgrímsdóttur (Thorlaci us, er hún nefnd af afkomendum sínum.) Þau hjón áttu 2 syni. Conrad Chr. Grundt vig, f. I Kaupmannahöfn 1816, klæðskera meistara, d. 1888, og Frederik Hallgrím fheodore Grundtvig f í Kaupmannahöfn 1818. Hann gekk í verzlunarskóla í Kaup mannahöfn og stundaði síðan verzlunar störf í Hamborg og London. Fluttist til Brasiliu og gerðist kaupmaður í Rio de Janeiro, meðeigandi í firmanu Lallemont og Co. Settist seinna að í Englandi, en lézt í Lissabon í maí 1877. Hann kvæntist í Rio de Janeiro 1856 komu af enskum ættum Elísabetu Vitcomb, f. 1827 í Englandi, d. í Vimbledon, dóttur C. Vitcomb og Margaret Phiphard. Fr. Hallgrim Th. Grundtvig og kona hans áðurnefnd, f. Vitcomb eignuð ust 5 börn, er komust upp, öll fædd í Rio de Janeiro. Voru þau Hólmfriður Margaret í. 1857, Frederikke Luise, f. 1858. Conrad H. Grundtvig, f. 1861, verkfræðingur og herforingi, d. 1890 í Lake Copais í Grikk landi. Charles F. Grundtvig, f. 1862, kaup maður í Brasilíu og síðar bankaeigandi í London, kv. 1896, Mary de Conville Pokl ington, dóttur E. Poklington læknis í Vim bledon á Englandi og konu hans Elisabetar Frances Bromhead. Dóttir þeirra Elisabeth f. 1895. Herbert Theodor Grundtvig, f. 1866 í Rio de Janeiro. Gekk menntaveginn. Læri sveinn við Harrow skóla og Triniti Hall. Las lögfræði við Cambrigde háskóla, Bac helor of Arts. Málafærslumaður, Maidstone House, Epsom Surrey, Englandi. Kvæntist 1895 Norah Forde, dóttur Henry Forde verkfræðings og konu hans C. Elinor Jex Blake. Sonur þeirra, f. 1846 Humphrey Hallgrím. Þessi ættleggur mun nú ver* fjölmennur nokkuð á Englandi. Sigfús M. Johnsen Valdast hvernig á fctað er litið Franco einræðisherra á Spáni teltir að gagnrýnin, sem stjórnarfar hans hefur sætt úr öllum áttum, sé mjög óréttlátt. — Gagnrýnin stafar einfaldlega af því, segir hann, að mönnum er yfir- leitt ekki ljóst að þróunin á Spáni er komin svo langt fram úr þróuninni í öðrum löndum. f tilefni af þessum ummælum Francos varð borgarstjóranum í Mar- seille að orði: — Já, hershöfðinginn hefur rétt fyr- ir sér, ef hann gengur út frá að allar þjóðir heims séu á afturför. Þá er Spánn langt á undan öllum öðrum. Á sama tíma og við hér í Frakklandi er- um ekki komnir lengra en til ein- valdstíma sólkonungsins er Spánn kominn alla leið aftur í miðaldir. 1€. töuiblað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.