Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Page 3
•mmgmjmzrn EFTIR FERMINGUNA Eftir Gísla Kolbeinsson tNDA þótt athöfninni væri lokið hljómuðu orgeltónarnir — hæverskir, næstum tregafullir tónar. Það var líkt og ljúf ósýnileg hönd æðri máttarvalda leiddi fólkið þennan spöl fram slitið trégólf kirkjunnar á vitund hins áþreifanlega heims. Fólkið reis úr sætum sínum og þyngslalegur skruðningur, eins og þeg- ar skriða fer á stað 1 fjallshlíð, tók í útrétta hönd tónanna, en þannig þok- aðist það himneska og það jarðneska út kirkjugólfið fram í sólbjart fordyrið. Tvær eldri konur sátu kyrrar og lutu höfði í bæn, en flugur suðuðu á rúð- unum og féllu afvelta ofan á glugga- kistuna. Fólkið var prúðbúið og hver fjöl- skylda sló skjaldborg um sitt ferming- arbarn, og mikið var brosað og tekizt í hendur. Eldri kona með skotthúfu á húsið, en úti í sólskininu rumdi sað- samt andakvak. Það var vor í lofti. F, eðgarnir gengu niður tröppurnar og suður götuna meðfram tjörninni. Faðirinn gildvaxinn meðalmaður á hæð, en sonurinn óráðið strik upp í loftið, með höfuð og herðar yfir föður sinn, en enginn sá fyrir víst hvað úr þessum renglulega himnastiga mundi að lokum verða. Faðirinn var þungstígur og hnykkti á fram í fótinn, eins og títt er um menn sem stundað hafa sjó mestan hluta ævinnar. Hann hafði góð- legan en festulegan svip og mjög róleg grá augu. Hann virtist taka lífinu líkt og sjónum. Hérna var hann staðsettur, það var ekki um að villast. Hann var þungt hugsi meðan þeir gengu úr kirkju og olnboguðu sig varlega um höfði og okkurbrúnt ísaumað sjal yfir visnum herðum hallaði tárvotri kinn að sínu fermingarbarni, en telpan brosti Beiglulega og þerraði af kinn sér í laumi. Feðurnir voru yfirleitt ekki jafn- hrærðir á svipinn. Þeir ríghéldu í sitt virðulega fas — kinkuðu kolli hver til annars og ólu með sér dálítið stolt af þessari myndarlegu óreyndu kynslóð — minnsta kosti vonir. Ennþá ómuðu þessir tregafullu orgel- tónar, þótt kirkjan væri svo undarlega tóm inn að sjá — auðir, einfaldir tré- bekkir og altaristafla, er sýndi einn uppréttan mann og nokkra undirgefna. Lágvaxinn, vatnskembdur maður gekk hálfjarðneskum skrefum x skrúð- fannst honum. Fresturinn talaði um kærleika og náungaelsku og allsherjar halelúja, og einhvern veginn fékk ung- ur heili piltsins ekkert rökrétt sam- hengi í þetta allt saman. Hann vissi bara, að hann var allt í einu fermdur og faðir hans af einhverjum ástæðum öðru vísi í viðmóti en hann hafði verið í morgun, þegar hann var ekki fermd- ur. Hann var svo hljóður og alvarlegur, eins og honum lægi eitthvað þungt á hjarta. Sjálfur fann hann enga breyt- ingu á sér, aðra en hvað þessi flibbi gerði honum gramt í geði og hann var feginn að vera laus við heila klabbið. Ungt og lifandi hár hans lafði fram á ennið og það gagnaði ekki að strjúka það aftur, það hrundi jafnóðum í sama óstýriláta hirðuleysið, og hann kveið því að móðir hans mundi skipa honum að greiða sér og hafa kaffiselskap heima fyrir tuttugu manns. Éins og fermingin sjálf mundi kaffidrykkjan vera ein óíbotnanleg óvissa þar sem fólk át tertur sem það hafði tæplega lyst á og sagði: „mikið er veðrið indælt------það er nú það.“ Gestirnir mundu glíma við að halda uppi drep- leiðinlegum samræðum um stjórnar- völdin og hryðjuverk úti 1 heimi — og það er nú það. Pilturinn pírði augun í sólskinið, en vorið var allt í kringum hann og í honum sjálfum og vorið boð- ar líf en ekki dauða. B • rumhnappar trjánna voru að opna sig og smáfuglar þutu milli greina í ástríðufullum fögnuði, og merrn I bæjarvinnunni sópuðu rusli af götunni, og drengir sigldu skútum á Tjörninni, og ungur maður horfði á stúlku og hún á hann, og þau gengu saman og hlógu án afláts, eins og allt væri þetta svo skelfilega fyndið. Þau sögðu sjálfsagt eitthvað annað en „það er nú það“, þau skynjuðu eitthvað annað að minnsta kosti, og pilturinn beið þess með blendinni eftirvæntingu og kvíða hvað það væri sem föður hans lá svo þungt á hjarta. Kirkjuklukkan klingdi að baki feðg- unum og sendill kom hjólandi niður Skothúsveginn og söng „Thrill me, baby, thrill me.“ Hann kunni aðeins þessa einu ljóðlínu, en það var vor i söng hans engu að síður. Faðirinn lét róleg grá augun hvarfla af einu á annað þar til hann festi þau á syni sínum nýfermdum; brosti hálf- glettið og hálfraunalega og sagði: „Jæja, Magnús, þá ert þú kominn í kristinna manna tölu.“ . Pilturinn leit á föður sinn og þeir brostu báðir dálítið vandræðalega. Hon- um kom ekkert svar í hug — þeir þögðu báðir, og faðirinn tók upp sína fyrri alvöru. „Við skulum ganga hérna Hljóm- skálagarðinn," sagði faðirinn og rétti út hönd. „Varaðu þig á umferðinni, dreng- ur minn.“ „Við náum vel yfir,“ sagði sonurinn dálítið óþolinmóðlega. „Ekki að tefla á tæpasta vaðið,“ sagði faðir hans og nokkurrar umvönd- unar gætti í rómnum. Pilturinn þagði og hvarf jafnskjótt inn í sig, en faðirinn gerði tilraun til að sýnast hýr og félagslyndur og sagði kíminn: „Hún móðir þín vill að við förum til ljósmyndara, en okkur liggur ekki lífið á. Við skulum ganga einn hring kringum Tjörnina." Frh. á bls. 13. FOSTBRÆÐUR Eftir Karl Halldórsson ÞeLr hófu merkið í höfuðstað heiðríkjulandsins við norðurskaut. í brjóst þeirra Alfaðir eldinn kvað, einhuga sveit ruddi nýja braut. Hljómurinn barst yfir hauður og sæ að hjarta hvers manns sem fundið gat til. Um veggprúðar hallir og vallgróinn bæ steig vísunnar orð, þeirra strengjaspil. þennan hátíðlega hóp í fordyrinu. Hann setti enskan hatt á höfuð sér um leið og fætur hans slepptu neðstu tröpp- unni, en unglingurinn gekk hár og renglulegur við hlið hans og kenndi óþæginda undan þessum hvíta harða flibba. Hann teygði álkuna og sneri höfðinu ýmist til hægri eða vinstri í hljóðu ergi vegna þessa stúss og stáss sem litla eða enga meiningu virtist hafa. Honum fannst jafnvel eldra fólk- ið ekki gera sér fulla grein fyrir hvort um sorgar- eða gleðiathöfn væri að ræða. Það læddist um, hóstaði og brosti og táraðist, og var með einhvern tor- kennilegan svip á andlitinu. Yfir at- höfninni allri hvíldi hin mesta óvissa, Þeir sungu við raust og þeir sungu milt söngglaðir menn eins og hjartað bauð. Við himnanna þyt var harpan stillt hugljúf og tær gaf hún dýran auð. Hver stundin var heið er söngur svall, saman þeir mynduðu glæstan brag. Með stórbrotinn hljóm við stuðlafall þeir stofnuðu kórinn og fóstbræðralag. En hæst bar merkið og skærastan skjöld skörungur sá er tók sprotann í hönd, reisn var í fasi og rísandi öld, röðlarnir skinu um landnemans strönd. Og foringinn ungi hóf listanna list í Ijómann af frelsisins skínandi sól, blær fór um héruðin innst og yzt bar ylinn um kotbæ og höfuðból. Fóstbræður sungu, þeir syngja enn saman og einir í gleði og þraut. Þeir voru og eru æskunnar menn, aldanna prýði á hækkandi braut. Heill sé þeim öllum og himinninn tær, til heiðurs þeim vil ég lyfta skál. Ferskt og heilnæmt sem fjallanna blær á framtíðarmorgni skal söngsins mál. 1«. töublað 1902 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.