Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 13
UNGLINGAR Frh. af bls. 1. S annast aS segja veldur kyn- hegðun ungra stúlkna meiri spenningi milíi þeirra og foreldranna en nokk- uð annað. Á þessu sviði eins og öllum öðrum, þar sem gerðir fólksins geta haft örlagarík áhrif, ætti einstkling- urinn að ráða gerðum sínum, vitandi að hann og hann einn ber ábyrgð á þeim. Foreldrar ættu fyrst og fremst að forðast ákveðin siðalögmál í sam- bandi við kynhegðun, en leggja þeim mun meiri áherzlu á að útskýra hvað af henni getur stafað, þannig að ungl- ingarnir skilji sambandið milli verkn- aðar ög afleiðingar, og þá ábyrgð, sem þeir takast á herðar í því sambandi. í öðru lagi er efnalegt sjálfstæði unglinga, sem stunda einhverja at- vinnu, áhrifaríkt í sambandi við hegð- un þeirra. Piltar og stúlkur hafa allhá laun, og stundi þau framhaldsnám fá þau alls konar styrki, sem gerir þau fjárhagslega óháðari foreldrunum en áður var. Foreldrar hafa þannig misst það úrslitavald, sem hægt var að beita áður í sambandi við aurana. Þjóðfé- lagið keppir um vinnukraft ungling- anna, þannig að þeir geta jafnvel látið bjóða í sig. Þetta kemur for- eldrunum í enn einn vanda, sem þeir eru ekki viðbúnir. Það er sem sé ekki aðeins keppt um vinnukraft ungling- anna, það er sízt minni keppni um þær leiðir sem þeir velja til þess að eyða aurunum, sem þeir eignast. í þriðja lagi flýja margir foreldr- ar frá skyldum sínum. Þá virðist skorta sannfæringu á öllum sviðum, en ráðvilltir og vandræðalegir mæta þeir öllu með efa í huga og hafa oft á tilfinningunni, að þeir viti ekki hóti betur hvað gera skuli en börn- in þeirra, sem oft og einatt hafa hlot- ið betri menntun en þeir sjálfir. Slíkir foreldrar varpa feginslega frá sér þunga ábyrgðarinnar og skjóta sér und an að vera leiðbeinendur unglinganna. Unglingarnir eru fljótir að gera sér grein fyrir slíku ástandi og leita sér annarra fyrirmynda en foreldranna og fylla uþp hið auða rúm, sem þannig kann að myndast, með nautnum sem standa unaðssemdum og allsnægtum Hollywood lítið að baki. É; i g hefi hingað til talað um unglinga án þess að nefna, að þjóðfé- lagið, sem byggt er upp af karlmönn- um, gerir aðstöðu ungu stúlkunnar ó- líka aðstöðu bróður hennar. Hann er sístarfandi í heimi raunveruleikans, bæði í íþróttum, tækni og stjórnmál- um, og minnir þannig umheiminn á tilveru sína. HÚN minnir HANN á tilveru sína. Stúlkum er miklu eiginlegra að taka lífið eins og það kemur fyrir en pilt- um. Þess vegna treysta þær á heppn- dna. Þær eru ekki eins virkar og pilt- ar, en bíða þess sem koma skal. — Framadraumar stúlkunnar eru hóg- værari en bróður hennar. Jafnvel stúlkur, sem skara fram úr og taka t. d. próf í fræðum eins og læknis- fræði, finnst þær hafa náð markinu þegar slíku prófi er lokið, þótt sams konar menntastig sé aðeins fyrsta skref ið á langri þróunarbraut bróður hennar. Sökum þess að stúlkan lifir I þjóð- félagi, sem einkum er byggt upp af karlmönnum, er ástand hennar sem persónu og ástand hennar sem kven- veru andstætt hvort öðru. Allt að gelgjuskeiðinu er sjálfstæði hennar svipað sjálfstæði bróður hennar. Þá verður hún á ýmsan hátt að láta þetta sjálfstæði lönd og leið. Það gerir þess- yegna enn meiri kröfur til hennar að verða fullorðin. Þeim mun eldri sem systkinin verða þeim mun betri verð- ur aðstaða hans. Það er í raun og veru furðulegt, hversu lítið hefur breytzt síðan 1826 þegar Stendhal skrifaði: „Við getum fallizt á, að það sé tuttugu sinnum meira líf í tíu ára stelpu en stuttbuxnaklædda stráknum, sem er jafnaldri hennar. Hversvegna? Þegar hún er tvítug er hún fyrst og fremst kjánaleg og klaufi í framkomu og hrædd við mýs og köngulær, en stuttbuxinn er á sama tíma orðinn að skynsömum manni“. II Lj nglingsstulkan fær allt í einu nýjan áhuga á sjálfri sér, hún verður háð sinni eigin spegilmynd og hefur þar eignazt áhugaefni, sem endist henni allt til elliára. Hvaða stúlka get- ur gengið fram hjá því gulli, sem glóir á yfirborðinu og kemur hug- myndaflugi hennar á hreyfingu? Speg- illinn, búðarglugginn, glæsileg fram- hlið á húsi, velfægður málmbútur, allt hefur þetta sitt aðdráttarafl gagn- vart ungu stúlkunni. Það sem henni er meira virði en allt annað er hvernig hún heldur að útlit hennar sé. Það skiptir engu máli hvaða grýlu- búninga tízkan hefur upp á að bjóða. Ekkert ógnarvald tízkunnar er svo geigvænlegt, að hún lúti því ekki möglunarlaust, en meðan hún hefur ekki sinnt kalli þess til fullnustu neytir hún hvorki svefns né matar á eðlilegan hátt, jafnvel andardrátturinn truflast unz hatturinn og hárgreiðslan eru í samræmi við hinn nýja stíl. Fegrunarlyfjaframleiðendur geta hæg- lega látið unga stúlku, sem á nokkur hundruð krónur í veskinu sínu, trúa því að þeim sé á engan hátt betur varið en til að fegra útlitið. Handa þessum kaupendum er framleitt efni, sem tryggir að hægt sé að lengja augnahárin um 1/32 úr þumlungi. Ef hún fylgist reglulega vel með, kýs hún samt heldur að nota augnabrúnir úr selshárum eftir eigin vali. Hvaða stúlka myndi vera fullkomin án augnasnyrtinga? Þetta er allt saman raunveruleiki ungu stúlkunnar. Ef til vill er raunveruleiki bróður hennar fólginn í hraðgengu mótorhjóli, tízkan hvað hjól snertir liggur í hrað- anum. Allt sem gengur hraðar en eitt- hvað annað er vel þekkt og talið betra en það hæggengara. Stolt iðnaðarins er að framleiða allt sem gengur hratt. Þjóðlegt stolt byggist á því sama. Minnist aðeins ólympísku leikanna, þar sem þjóðirnar í hávaða og hita dagsins reyna að komast örlítið lengra en síðast. Ungi hjólreiðamaðurinn sigr- ar með enn meiri hraða. Hjólin hans verða ímynd líkamlegs styrkleika hans sjálfs, í hugánum hluti af honum sjálf- um, táknmynd þeirra valda sem hann þráir. Ef unglingarnir skapa sinn eigin raunveruleika, er það sennilega vegna þess að við, sem eldri erum, eigum þar einhvern hlut að. Hugsjónir æsk- unnar hafa súrnað. Unglingarnir hljóta að vera framtíð- arvon okkar allra. Ef hinir veikari þeirra á meðal hrapa á hálum braut- um siðferðisins, geta þeir myndað hóp þeirra, sem hrörna fyrir aldur fram. Einskonar fulltrúaþing úrkynjunar. En þetta er aðeins lítill minnihluti. Mikill meirihluti hugsar í fullri alvöru um framtíð sína, og ef til vill sjá þeir en skýrar hvað þeirra bíður en við gerð- um á þeirra aldri. Ólafur Gunnarsson þýddi. Meðal margra athyglisverðra ábendinga í þessari grein held ég, að hugsandi íslend. ingum hljóti að þykja einna athyglisverð- ast það sem prófessor Cohen segir, að ungl ingar séu því aðeins vandamál fyrir for- eldrana að aðstaða þeirra og atferli sé ólíkt eldri kynslóðum, sem ekki geti skýrt það með því að minnast sinnar eigin æsku. Þótt þetta eigi við hvarvetna í heimi tækniþrðunar og þjóðfélagsbreytinga, munu fá menningarlönd þar sem það á við í eins ríkum mæli og hér á landi. Breytingarnar á lífsskilyrðum og uppeld isháttum á íslandi hafa verið svo snöggar og stórstígar, að engin furða er þótt nokkur vandamál hafi fylgt í kjölfar þeirra. Við þetta bætist að um vandamál borgar æskunnar er mestmegnis fjallað með brjóst vit strjálbýlisins eitt að leiðarljósi. Það má teljast hrein undantekning ef maður með sérþekkingu á gelgjuskeiðsvandamálum kemur þar nokkurs staðar nærri, enda ýmsar aðgerðir eftir því. Þótt ég hafi þýtt þessa merku grein Johns Cohens, prófessors, myndi ég ekki hvetja til almennra umræðna í blöðum um þessi mál á borð við þær, sem nú fara fram í Svíþjóð. Hinsvegar myndi ég eindregið hvetja til, að fagmönnum yrði I rikara mæli falið að fjalla um mál unglinga, sem gerzt hafa brotlegir við landslög. Núverandi vetlinga tök í þeim málum eru ekki til írambúðar. Ó. G. SMASAGAN Frh. af bls. 3. Þ eir gengu þegjandi inn í Hljóm- skálagarðinn, og djúpið, sem reynt hafði verið að brúa með þessu hlýlega viðmóti, var þarna enn óbrúað með öllu, og faðirinn sagði alvarlegur í bragði: „Það var nú meiningin, Magnús minn, að ég talaði við þig nokkur orð.“ Pilturinn sló augunum niður á malar- stíginn, en faðirinn átti bersýnilega í talsverðri baráttu að hamra saman ræðustúfinn, þar til hann tók af skarið og sagði: „Það er nú svona að vera sjómaður, Magnús minn. Maður er lít- ið heima og kemur til ykkar barnanna eins og gestur. Maður tekur lítinn þátt í uppeldi ykkar og er kannski af- skiptalausari en hollt er vegna þess arna.“ Nú leit faðirinn brosandi á son sinn og sagði: „En okkur hefur alltaf samið ágætlega, er það ekki?“ „Jú-ú,“ sagði pilturinn dræmt og starði áfram ofan á malarstíginn, en faðirinn hélt áfram og sagði: „Þetta hefur sjálfsagt ekki skapað það sem kallað er innilegt samband okkar á milli, en það er nú kannski ekki of seint fyrir okkur að taka upp þráð- inn?“ „Ne-ei,“ sagði pilturinn jafndræmt og áður, líkt og hann vildi kynna sér alla skilmála áður en nokkru yrði sleg- ið föstu. „Þú ert dálítið lokaður," hélt faðir- inn áfram, „sem kannski er von. Móðir þín hefur áhyggjur af þér — Ég meina — hvernig viðbrögð þín eru að verða. Það er nú kannski ekki meira en hver góð móðir hefur af sínu barni.“ Faðirinn gerði tilraun til að slá á létta strengi, en pilturinn hélt áfram að stara jafnþumbaralega ofan á malar- stíginn og svara einsatkvæðisorðum, sem gáfu svo sem ekki neitt í skyn. I aðirinn horfði alvörugefinn á son sinn og sagði: „Er eitthvað sem arnar að þér, Magnús minn?“ „Nei,“ sagði pilturinn ákveðið. „Ég verð nú að segja eins og er“, hélt faðirinn áfram, „mér finnst þið unga fólkið vera nokkuð rótlaust. Það er eins og þið sjáið engan tilgang með neinu. Við höfum rætt þetta mikið, móðir þín og ég, og það er kannski eðlilegast að maður leiti að veilunum hjá sjálfum sér, og kenni uppeldinu um. Auðvitað er enginn fullkominn — og eins og ég sagði áðan er það nú einu sinni hlutskipti sjómannsins að koma sem gestur heim til sín, og það hefur kannski sín áhrif.“ Hér þagnaði faðirinn og leit spyrj- andi á son sinn. Það var auðséð að hann áleit mikilsvert að fá viðhlítandi svar við þessu atriði. „Ég veit það ekki,“ sagði pilturinn dræmt. Þeir gengu áfram þegjandi, framhjá nokkrum telpum sem gáfu fuglunum brauð og reyndu að lokka þá upp á bakkann og að kerru þar sem smábarn sat og benti öllum fimm fingrum út í loftið og slefaði: „Vra-vra-vra.“ Vorþeyrinn strauk vatnsflötinn og reif með sér lítið rykský af stígnum og feykti því inn í trjárunn, og þaut í greinunum í örskammri meinlausri stríðni. Endurnar stungu nefi undir væng og voru áhugalausar um brauðið, nema ein eða tvær sem kjöguðu upp á bakkann, teygðu strjúpa sína og börðu vængjum, svo barnið varð hrætt og fór að kjökra. Faðir og sonur héldu áfram göngu sinni. Sonurinn strauk fingri um háls- mál skyrtunnar og varpaði trausti sínu á malarstíginn á nýjan leik. „Maður heyrir svo margt um ungling- ana núna,“ sagði faðirinn, leit á son sinn og bætti við með þungum áherzl- um: „Og það er fæst af því fallegt." „Nú — ætli það sé nokkuð verra en hefur alltaf verið?“ sagði sonurinn og mannaði sig upp í nokkra þrjózku. 1. aðirinn hugleiddi þetta svar; síðan sagði hann ■ með sömu þungu áherzlunni: „Já — það er verra — mun verra — svo slæmt að maður undrast að annað eins skuli eiga sér stað. Maður reynir að vona að þetta sé ekki allskostar satt. En því miður — ég hef verið með tveim kynslóðum til sjós, og ég ætla bara ekki að leggja það að líku“. Nú var faðirinn kominn þangað sem stefnt var í upphafi, og hann sagði: „Við erum að reyna að burðast við að kenna okkur um og kenna heiminum um, en ég fæ bara ekki séð, að — að skynsemin mæli í alla staði með því. Heimurinn hefur alltaf verið svona og verður sjálfsagt alltaf svona, en börn eru í hann borin til að verða menn en ekki skepnur. Það var minnsta kosti almennt álitið í mínu ungdæmi." Nú var eins og faðirinn áttaði sig, hann leit á son sinn, brosti afsakandi og sagði: „Ég er nú kannski óþarflega harðorður", og í sama dúr hélt hann áfram og sagði: „Þú ert að fermast í dag. Það þýddi í mínum uppvexti að maður væri kominn í tölu fullorðinna. Margir okkar sáu orðið fyrir heimili um fermingu — margir sjómannssynir misstu föður sinn ungir í þá tíð. Og þá var ekki í tízku að láta þá sem nenntu að vinna sjá fyrir sér. Þá urðu menn að gera svo vel og spjara sig, hver við sitt.“ „Ég skal fara og vinna", sagði piltur- inn. Faðirinn hló góðlátlega. „Það var nú ekki beinlínis það sem ég átti við,“ sagði hann. „Þú ert á skólabekk. Nú- tíminn krefst menntunar. Nám er sama og vinna, ef það er stundað; að öðrum kosti er það skrípaleikur.“ Jr eir þögðu báðir, feðgarnir, og gengu góðan spöl þegjandi, fyrir suður- enda Tjarnarinnar og staðnæmdust hjá Litlu tjörninni þar sem Þorfinnur Karlsefni stendur í steinrunnu dvergs- líki umkringdur sefgrasi og andakvaki og konum í rósóttum strigakjólum sem benda þangað börnum sínum og segja: „Sko litla kallinn með öxina“. Þar snýr hinn aldni brúnaþungi sjó- maður sér að syni sínum og segir í djúpri alvöru: „Ég vil reyna að skilja ykkur, Magnús minn. Ég vil reyna það — og þess vegna langar mig til að spurja. Hvað hugsið þið? Hvað viljið þið? Hvað ætlizt þið fyrir?“ Og þessi hái, mjóslegni fermingar- drengur hristir draumlynda kollinn, strykur óstýrilátt hárið frá augunum og svarar undurlágt: „Ég veit það' ekki.“ 18. töuiblað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13 \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.