Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Qupperneq 5
Fyrsti listamaður
Hellena
FTUR í grárri forneskju
var uppi í Aþenu snill-
ingurinn Dedalos. Hann var allt í
senn myndhöggvari, bygginga-
meistari og uppfinningamaður og
svo snjall í hverju, sem hann tók
sér fyrir hendur, að enginn hef-
ur jafnazt á við hann, hvorki fyrr
né síðar. Kaldur marmarinn öðl-
aðist líf í höndum þessa mikla
listamanns. Það var því líkast sem
höggmyndir hans gætu skynjað og
hreyft sig eins og lifandi verur.
Því var það sannarlega ekki að
ástæðulausu sem hann hlaut heið-
ursnafnið: Fyrsti listamaður Hell-
ena. —
En sakir grimmilegra örlaga lenti
Dedalos í margvíslegum raunum og
vandræðum. Af þeim ástæðum varð
hann að hverfa á braut frá heim-
kynnum sínum. Flæktist hann víða
síðari hluta ævinnar og dvaldist í
mörgum löndum. Að mörgu leyti var
það heppilegt að Dedalos ferðaðist svo
mjög, því hvert sem hann fór flutti
hann listina með sér og kenndi öðr-
um. Þannig er öll list síðari alda frá
honum runnin á einn eða annan hátt.
Orsökin til ógæfu Dedalosar var
veikleiki sá, er fylgdi honum og öll-
um listamönnum um allar aldir upp
frá því. Hann hafði svo ríkan metnað
cg hégómagirnd, að hann mátti ekki
til þess hugsa að nokkur maður jafn-
aðist á við hann í listinni. Talos hét
ungur frændi hans, sem hjálpaði hon-
um á verkstæðinu. Unglingur þessi
sýndi frábæra hæfileika og hugvits-
semi. Ýmsir höfðu þá orð á að sá
dagur kynni að renna upp, að Talos
yrði jafnoki hins fræga Dedalosar. Öf-
undsýkin hrjáði snillinginn Dedalos og
keyrði loks alveg um þverbak, þegar
Talos gerði stórkostlega uppgötvun, sem
hafði svo mikla þýðingu að nafn hans
hefur ætíð verið nefnt meðal mestu
velgerðamanna mannkynsins. Ekki eru
allir á eitt sáttir, hvað það var sem
Talos fann upp, hvort heldur það var
sögin eða renniskífan, sem leirkera-
smiðirnir nota til að gera kerin slétt
og jöfn á yfirborðinu. En tæki þessi
eru hin mikilvægustu fyrir handverks-
menn, og má vera að Talos hafi búið
þau bæði til.
Dedalos var í algjöru uppnámi yfir
hugvitssemi og verklagni frænda síns,
og hégómagirndin nagaði hann eins og
eitraður ormur. Fannst honum sem
skjólstæðingur sinn væri að fara fram
úr sér á listabrautinni, og að hann ætti
sér ekki framar viðreisnar von. 1 ör-
væntingu sinni greip hann til örþrifa-
ráða. Dag einn, er þeir frændurnir
voru á gangi uppi á Akrópólishæð og
fóru fremur tæpt, stjakaði Dedalos við
hinum unga Talosi, svo að hann hrap-
aði fram af hömrunum og beið bana.
Dedalos tók lík frænda síns og
gróf í brekkunni fyrir neðan klettana.
En menn komu að, þar sem hann var
að moka ofan í gröfina, og spurðu
hvað hann hefðist að. Hann sagðist
vera að grafa eiturslöngu, sem hann
hefði fundið þarna og drepið. En allir
voru vantrúaðir á sögu hans um slöng-
una og að síðustu var listamaðurinn
kvaddur fyrir rétt. Dómararnir komust
brátt að raun um hvað gerzt hafði,
og Dedalos hlaut þungan dóm. Hann
var gerður útlægur úr landinu fyrir
glæp sinn.
Dedalos hvarf á braut og lagði leið
sína til Krítar, þar sem ríkti hinn list-
elski og friðsami Mínos. Tók konungur
honum vel og bauð honum að dveljast
með sér eins lengi og hann vildi. Mínos
konungur var vel ættaður, því að Seif-
ur himnafaðir hafði eignazt hann með
Evrópu, er var konungsdóttir frá Fön-
ikíu. Seifur hafði þá brugðið sér í uxa-
líki og synt með Evrópu á bakinu frá
ströndum Asíu yfir til Krítar, þar sem
Evrópa ól hin goöborna son sinn. Alla
tíð hafði Seifur mikið dálæti á þessum
syni sínum og kom til hans níunda
hvert ár og gaf honum góð ráð um
stjórn ríkisins. Því var landsstjórn
Mínosar konungs með afbrigðum
góð og lög hans viturleg. Þó
voru til þeir menn í landinu, sem
álitu að hann hefði lítinn rétt til að
ráða ríkjum á Krít og vildu hrekja
hann frá völdum. Mínos svaraði þess-
um mönnum því, að það væri vilji
guðanna að hann væri konungur á
Krít og kvaðst fús til að biðja um
jarteikn frá þeim máli sínu til sönn-
unar. Og þar sem Krítverjar voru bæði
miklir sjófarendur og uxadýrkendur, þá
var það eðlilegt að Mínos sneri bænum
sínum til Pósídons sjávarguðs og bæði
hann að senda sér sem jarteikn uxa
til að fórna guðunum. Hann hafði varla
sleppt orðinu, þegar hinn stærsti og
glæsilegasti uxi, sem sézt hafði á Krít,
steig upp af öldum hafsins. Mínosi þótti
naut þetta svo fagurt, að hann tímdi
alls ekki að fórna því og fyrir það hlaut
hann reiði guðanna.
Drottning Mínosar, sem hét Pasífa,
varð ástfangin af uxanum. Endaði það
með þeim ósköpum að hún eignaðist
með honum barn, sem hlaut nafnið
Mínótáros. Ekki var þetta neitt venju-
legt barn, heldur hin versta ófreskja
með mannslíkama og nautshaus. Mínó-
táros var grimmur og hættulegur fyr-
ir menn og málleysingja. Auk þess var
ekki æskilegt að hann væri á almanna-
færi, því nóg þótti hrösun og svívirða
drottningar, þótt ekki væri alltaf verið
að minna á hana með því að sýna þessa
ófreskju. Þess vegna var snemma farið
að loka Mínótáros inni, en það gekk
illa að halda honum í h uSÍ, þar sem
hann var bæði illur og sterkur með
afbrigðum.
f þann mund, sem þessi ógæfa hafði
dunið yfir konungshjónin á Krít, var
það að Dedalos kom til landsins. —
Fyrsta verkið, sem konungur fól hon-
um, var að byggja fangelsi til að geyma
í ófreskjuna Mínótáros. Skyldi hús
þetta vera þannig úr garði gert, að
engin hætta væri á að hann kæmist
út úr því. Dedalos byggði afar stórt
og einkennilegt hús. í miðju þess var
tierbergi, þar sem Mínótáros var
geymdur, en inn að því lágu ótal gang-
ar og rangalar hver um annan, svo að
ómögulegt var að rata út. Var furðu-
verk þetta nefnt Völundarhús. Rústir
þessa merkilega húss hafa verið grafn-
ar upp á okkar dögum og rannsakaðar.
Við vitum nú að þetta var ekki fang-
elsi handa Mínótárosi, heldur konungs-
höllin í Knossos. En svo fornir eru at-
burðirnir, að Hellenar þeir, sem segja
sögurnar, höfðu gleymt til hvers húsið
hafði verið notað.
Dedalos dvaldist lengi hjá Mínosi
konungi í góðu yfirlæti, vann fyrir
hann mörg ágæt verk og fann upp
nytsamlega hluti. Um síðir féll hann þó
í ónáð fyrir að hafa hjálpað ofurhug-
anum Þeseifi frá Aþenu. Þeseifur kom
til Krítar til að greiða Mínosi skatta,
því í þá daga var Aþena skattskyld
Krítverjum. Það var í þessari ferð,
sem Þeseifur vann á ófreskjunni Mínó-
tárosi og drýgði fjölmargar aðrar dáð-
ir. —
En í reiði sinni lét Mínos taka Deda-
los og son hans, íkaros, og loka þá
báða inni í hinu illræmda Völundar-
húsi. Þar áttu þeir feðgar illa ævi um
skeið og erfitt virtist um undankomu.
Hugvitsmaðurinn mikli gafst þó ekki
upp. Tók hann sig til og bjó til vængi
handa sér og syni sínum. Er vængirnir
voru fullgerðir, festi hann þá með vaxi
á herðar sér og íkarosar. Þar með voru
þeim allir vegir færir, og saman svifu
þeir á vængjum sínum burt úr dýfliss-
unni og upp í himinblámann. Dedalos
bað son sinn að fljúga ekki mjög hátt,
því hættulegt kynni að vera að koma
í námunda við sólina sakir hitans. En
ungi maðurinn, sem fylltist ósegjanleg-
um fögnuði yfir að geta flogið sem
fuglinn, lyfti sér sífellt hærra. Hann
gleymdi áminningum föður síns og
skynjaði aðeins þetta eina, hve dásam-
legt það var að losna frá jörðinni og
svífa um geiminn í svimandi hæð. Hann
gaf engan gaum að því, hvert hann
flaug og skyndilega var hann kominn
hættulega nærri sólinni. Hitinn frá
henni varð of sterkur fyrir vaxið, sem
hélt vængjunum. Það bráðnaði og þeir
losnuðu. íkaros steyptist niður í sjóinn
og drukknaði. Þar heitir síðan Ikar-
íska hafið.
Snillingurinn Dedalos varð afar sorg-
bitinn við missi sonar síns en lét þó
ekki hugfallast. Hann lifði lengi eftir
þetta. Fór hann víða, gerði uppfinning-
ar og kenndi fólki. Vitað er að hann
dvaldist á ítalíu, Sikiley, í Egyptalandi
og víðar. Hans hefur alltaf verið minnzt
sem mesta hugvitsmanns veraldarinnar
og læriföður allra listamanna.
Jón R. Hjálmarsson
endursagði.
GRUNSAMLEG HNÝSNI!
Billy Graham, vakningaprédikarinn
frægi, hefur að undanförnu staðið fyr-
ir mikilli trúboðsherferð í Chicago. Á
kvöldin heldur hann samkomur, sem
sóttar eru af þúsundum manna, en á
daginn býður hann fólki til sérstakra
spurningatíma.
Á einum slíkum fundi gerðist það,
að einn þeirra, sem erfitt var að sann-
færa, lagði fram hina gamalkunnu og
næstum mosavöxnu spurningu:
— Segið mér, herra Graham, hver
var eiginlega kona Kaíns?
Alvarlegur í bragði svaraði Billy:
— Ég ber djúpa virðingu fyrir
hverjum þeim sem af alvöru leitar
sannleikans. En eigi að síður vil ég
koma með viðvörun handa liáttvirtum
spyrjanda. Farið varlega í að leita
upplýsinga um annarra manna konur.
18. töuiblað 1862
LESBÓK I.IORGUNBLAÐSINS 5