Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 2
¦ maímánuði var stigið nýtt ¦ skref til pólitískrar sam- einingar Evrópu. Á þingi Evrópu- ráðsins í Strassborg samþykkti pólitíska nefndin belgíska mála- miðlunartillögu, sem miðar að því að sætta frönsku áætlunina um lausleg tengsl Evrópuríkjanna og draum annarra landa Vestur-Ev- rópu um víðtæka evrópska sam- vinnu og einingu. Sá einstaklingur, sem á mestan þátt í þessari þróun og getur hrós- að sigri yfir hinum nýja áfanga, er hinn 73 ára gamli franski stjórn- málamaður Jean Monnet, sem er ekki aðeins „faðir" Markaðsbanda- iagsins, heldur og fremsti baráttu- maður hugsjónarinnar um samein- aða Evrópu. Eftir sleitulausa baráttu allt síð- an Þjóðabandalagið gamla fór út um þúfur sér hann nú hilla undir þá stund, þegar óskadraumur hans um einingu Evrópu verður að veruleika. h I ean Monnet! Þetta nafn vekur sennilega þægilegar tilfínningar og minningar hjá mörgum — og ekki að ástæðulausu! Hann var í heiminn borinn í Cognac, sonur eiganda hins virðulega konjaks- firma Monnet — og fyrsta reynsla hans af efnahagsmálum var nátengd þessari ilmandi og gómsætu fram- leiðslu. Eftir að hann hafði lokið námi, var ætlunin að hann tæki að sér að sjá um útbreiðslu Monnet-konjaks- ins á vínmarkaðinum í Kanada og Bandaríkj unum. Með vissu millibili hefur hann á liðnum árum snúið heim til fæðingar- bæjarins til að annast rekstur fyrir- tækisins, en í stórum dráttum hefur hann eytt ævinni sem heimsborgari — bæði í alþjóðlegum viðskiptum og Stjórnmálum. Það var Jean Monnet sem var full- trúi Frakka í hinum erfiðu efnahags- legu samningaviðræðum fyrir Versala- sáttmálann. Það var hann sem tók þátt í að koma efnahagslífi Fóllands Og Austurríkis í rétt horf — og í því sambandi átti hann við menn sem voru honum sjálfum alls ólíkir: í Austurríki forstjóra danska „Land- mandsbankans", Emil Glúckstadt, og í Póllandi sjálfan Ivar Kreuger, sem þá var voldugasti eldspýtnakóngur heims og lánardrottinn heilla ríkja. E, m Jean Monnet var þó fyrst og fremst Frakki. Hann sá blikur óveð- ursins sem Hitler var að koma af stað, og frá bækistöð sinni í Bandaríkjun- um varð honum Ijós sú hryggilega staðreynd, að föðurlandið var hræði- lega illa undir það búið að etja kappi við Þýzkaland, einkum að því er snerti flugvélar. Það var þá sem hann fór fyrir alvöru og af miklu kappi að hafa afskipti af opinberum málum í Frakklandi. Honum tókst of seint að sannfæra forsætisráðherra Frakklands, Edouard Ðaladier, um nauðsyn þess að eyða milljónum franka til að byggja upp öflugan flugflota, en hann var feng- inn til að annast hin miklu innkaup í Bandaríkjunum, og þegar heimsstyrj- öldin brauzt út haustið ' 1939, varð hann forstjóri ensk-frönsku miðstöðv- arinnar í Lundúnum, sem hafði yfir- umsjón með innkaupum og flutning- um. Þegar fali Frakklands var í vænd- um, var það Monnet, sem ásamt de Gaulle, Vansittart lávarði og Spears hershöfðingja, útbjó hina frægu áætl- un um sameiginlegt brezkt-franskt ríki, sem Churchill lagði fyrir Frakka með svo sögulegum hætti — en án ár- angurs. Það var einnig Monnet sem ílaug til Bordeaux rétt fyrir uppgjöf Frakka og sárbændi Pétain marskáld með tár- stokknum augum um að fara með sér til Norður-Afríku og halda baráttunni áfram þaSan. við undirbúning þeirra aðgerða, sem færðu bandamönnum heim sigurinn, var hann einn af helztu leiðtogunum. En hann var eigi að síður Frakki og hélt áfram að vera það. Eftir land- gönguna í Norður-Afríku varð hann einn af helztu efnahagslegu ráðgjöfum og samstarfsmönnum de Gaulles, eink- anlega í samskiptunum við Banda- ríkjamenn. Hvað föðurlandið á honum að þakka, verður kannski ljóst þegar á það er litið að hann útvegaði Frakk- landi bandarísk lán sem námu milljarði dollara á árinu 1945 einu. Það var á hinum svefnlausu nóttum stríðsáranna sem hann samdi Monnet- áætlunina um endurskipulagningu á efnahagskerfi Frakklands, en hann varð því miður að horfa upp á það, að hún strandaði á eiginhagsmuna- stefnu stjórnmálaflokkanna. ¦H, M. heimsborgara eins og opinberun, þeg- ar hann sá áætlun Roberts Schumans um kola- og stálsamsteypuna. Þar sá hann vísi þeirra stórkostlegu hluta sem í vændum voru. Hann varð ákafasfci og eldlegasti skjaldsveinn samsteypunnar — og það var einraitt hann sem sat í forsæti á ráðstefnu „Ríkjanna sex" við Quai d'Orsay hinn 20. júní 1950, en sá dag- ur er mikilvægur og minnisverður i sögu Evrópu. Þegar sáttmálinn var undirritaður, var Jean Monnet kjörinn forseti kola- og stálsamsteypunnar (það var næst- um óhjákvæmilegt, finnst manni), og í djúpri geðshæringu sagði hann í út- varpsávarpi: — Frá deginum í dag erum við allir Evrópumenn. H Lann átti samt eftir að komast að raun um, að svo langt voru ríki Evrópu ekki ennþá komin á þróunar- brautinni. Hugmyndin um einingu Ev- rópu átti þvert á móti við marga og mikla tálma að stríða — og sennilega var það ástæðan til að Monnet sagði af sér sem forseti samsteypunnar í júní 1955 til að taka við formennsku „baráttunefndarinnar fyrir einingu Ev- rópu". Að vísu er Monnet draumóra- og hugsjónamaður, en hann er líka mjög raunsær. Hann sá að hægt var að halda áfram að byggja á sáttmála kola- og stálsamsteypunnar, sem undirritað- ur var af Frökkum, Vestur-Þjóðverj- um, ítölum, Belgíumönnum, Hollend- ingum og Lúxemborgarbúum — og það kom líka á daginn að upp úr sam- steypunni óx evrópska Markaðsbanda- lagið. En hann lét sér aldrei til hugar koma að líta á samtök þessara sex ríkja sem eins konar klúbb, er útilok- aði aðra. Nei, allar hinar frjálsu þjóð- ir Evrópu áttu að eiga fullan aðgang að samtökunum, og hér átti ekki ein- ungis að vera um að ræða efnahags- lega samvdnnu, heldur einnig pólitísk samtök. Það er þannig einkennandi fyrir hann, að þegar fyrir tíu árum fylltist hann reiði, ef nokkur dirfðist að gefa í skyn, að Bretland ætti ekki erindi í Markaðsbandalagið, sem hann var a3 vinna að. Jr rátt fyrir háan aldur er Jean Monnet stöðugt eldsál, en það er ekki rétt að gera sér hann í hugarlund sem hávaða- eða æsingamann. Hann hefur tröllatrú á áhrifamætti hinnar hæglátu og stillilegu fortölu — og í einkalifi er hann hlédrægur, býr með eiginkonu sinni af ítölskum ættum fjarri skarkala heimsins. Það er vonlaust að ætla sér að hitta hann i samkvæmissölum Par- ísar. En frá skrifborði hans koma skjöi sem eru efniviðurinn í þá miklu bygg- ingu sem hann hefur lagt grundvöll- inn að og er að reisa — sameinaða Evrópu. Lvorki ChurchiU né Roosevelt litu á Monnet sem „útlending". Hann var í sannleika heimsborgari sem þeir gátu sýnt fullkomið traust — og leðan á öllu þessu gekk velti hann stöðugt fyrir sér hugmyndinni um einingu Evrópu, sem skapa mundi nýtt friðarafl, miklu sterkara en Þjóðabandalagið. Það varð þessum Utgefandi; Framkv.stí.: Kitstjórar; Auglýsingar: Kitstjórn H.f. Arvakur, Beykjavik. Sigfús Jónsson. Valtýr Stefánsson (abm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. MattbJas Johannessen. Kyjólfur KonráS Jónsson. Arni Garfiar Kristinsson. Aöalstræli 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.