Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 10
Knattspyrnukappi kynntur HANN HEITIR Þórólfur Beck, f. 21. jan 1940 í Vesturbænum og þar hefur hann eytt öllum bernsku- og æskustundum sín- um. Það er að vísu engin þörf á að kynna Þórólf nánar, því að hann er þegar öllum kunnur af ÍMm - Ljosmynda- samkeppni Lesbók æskunnar hefur undanfarið kynnt ykkur ým- islegt um ljósmyndatöku og • tækni og svo mun enn verða gert. í sambandi við þessa ’ vinsælu tómstundaiðju ætl um við nú að efna til keppni meðal æskufólks 20 ára og : yngra um þrjár beztu ljós- myndir sumarsins 1962. Val- in verður 3ja manna dóm- nefnd sérfróðra manna til að dæma um myndirnar og þær 1 síðan birtar í Lesbók æskunn ;ar . Myndirnar þarf að senda til Morgunblaðsins, Reykja- vík fyrir 20. sept. n.k. og ' merkið þær: Ljósmyndasam- ' keppnin. Nafn ykkar sendið | iþið um leið í lokuðu umslagi en athugið, að utan á umslag, ( ið og aftan á myndina þurfið ’þið að setja samskonar ein kennismerki. Þrenn verð- 'laun verða veitt. 1. verðlaun verða kr. 500.00 en 2. og 3.. verðlaun vandaðar bækur. Hefjizt nú handa um mynda, tökuna, veljið skemmtíleg viðfangsefni og sendið myndirnar tímanlega. frábærum knattspyrnuferli sin um og afrekum á því sviði og nú nýlega höfum við séð hann leika listir sinar hér heima. En okkur langar aftur á móti til þess að kyniiast honum nánar, áliti hans og viðhorfi til ýmissa mála og því var það, að ég mælti mér mót við Þórólf um hádegisbilið einn daginn. Frammi fyrir mér sat þessi kunni, ungi maður, bjartur yfirlitum, sviphreinn og alúðlegur en í augum hans brá fyrir glampa snarræðis og festu. Við byrjuðum að tala um Vest- urbæinn og gömlu, góðu dagana, þegar húsin voru mun færri og KR-strákarnir, því að í Vestur bænum eru allir drengir í KR, léku sér öllum stundum að knettinum. Þórólfur minnist einskis sérstaklega frá þessum dögum. Þeir Jiðu hver af öðrum 1 hópi góðra félaga, þar sem vin- áttubönd tengdust í leik og nánu félagslífi. Framnesvöllur- inn er að leggjast niður og hans er sárt saknað. „Þar lék ég mér löngum“, segir Þórólfur, „nema ég tók mér frí daglega til að bera út Vísi“. „Hvað er þér mest virði frá þessum bernsku dögum?“ spyr ég Þórólf. „Fé lagsskapur góðra vina. Við höf- um haldið vel hópinn og ég veit ekkert, sem er betri vörn gegn miður hollum áhrifum". „Ungir menn verða oft hrifnir af einstökum afreksmönnum. Varð nokkur einstakur maður til að hafa slík áhrif á þig, Þór- ólfur?“ „Jú, Albert Guðmunds- son varð mér fyrirmynd þess, hvernig hægt er að ná langt í íþróttum og ég varð snemma ákveðinn í því að ná leikni og þroska í knattspyrnu". „Hvert telur þú gildi þessarar íþrótt- ar?“ „Þetta er fyrst og fremst íþrótt samstarfsins og hópsins. Æfing hennar bætir heilsuna og þroskar eiginleikann til að vinna saman, en bera samt virð ingu fyrir andstæðingnum á leikvellinum. Þessar sömu regl ur gilda á leikvelli lífsins sjálfs og því er nauðsynlegt að temja sér hlýðni við þær snemma". — „Þú ert orðinn það sem kallað er „frægur maður“, Þórólfur. Hvernig er það að vera fræg- ur?“ „Takmark mitt hefur ætíð verið það. að ná langt í íþrótt minni. Frægð og frami er í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert, því að slíkt er oft misnotað eða rangtúikað og því fylgir yfir borðsmennska". „Telur þú bind indi og reglusemi nauðsynlegan þátt í íþróttaþjálfun?" „Hver æskumaður eða kona, sem vill ná raunverulegum árangri verð ur nauðsynlega að temja sér bindindi á tóbak og áfengi og reglusemi í öllu líferni". „Hefur kristin trú haft gildi fyrir þig sem íþróttamann? — „Eg varð fyrir trúarlegum áhrifum á heimili mínu þegar í bernsku og þau hafa orðið mér mikils virði. Trú á sjálfan sig er mikils virði fyrir íþróttamenn, en þau við fangsefni eru til líka, þar sem æðri styrkur er nauðsynlegur'*. „Það er mikið talað um vanda mál æskunnar í dag. Hvernig lítur þú á þau mál?“ „Það er mikið gert fyrir æskuna í dag. En reynsla mín er sú og skoðun um leið, að ungu fólki sé nauð- synlegt að taka þátt í heilbrigðu félagslífi á einhvern hátt. Góður félagsskapur varnar gegn hætt um og heilbrigð viðfangsefni efla viljann og þroska einstakl- inginn, svo að hann verður fær ari um, að taka við stöðu sinni í þjóðfélaginu öllum til heilla". Hér urðum við að láta staðar numið. Mér fannst bæði ánægju legt og hvetjandi að kynnast skoðunum og viðhorfum þessa unga manns, sem greinlega hef ur sett séi snemma háleitt mark og mið og stefnt ótrauður að því. Lesbókin væntir þess, að imgt fólk gefi því gætur, hverju Þórólfur í fyrsta kappliffinn, þriffji frá vinstri í fremri röff. Þarna eru líka félagar hans, sem hann segist eiga svo mikið að þakka. ■O Þórólfur Beck Þórólfur heldur fram um nauð syn félagslífs og viðfangsefna fyrir ungt fólk. Og honum sjálf um óskum við allra heilla á framabraut og þess einnig a3 hann megi verða mörgum ung um drengjum sönn fyrirmynd, — B. F. Á helgri stund „VERIÐ ávallt glaffir vegna samfclagsins viff Drottin. Eg segi aftur: Verið glaðir. — (Fil. 4, 4). Páll postuli reit einum safn aða sinna þessi orff. Þessi mikli maffur, Páil, þekkti flest mannleg mein, þrautir og erfiðleika, en samt legg- ur li:nn svona lifandi og mikla áherzlu á það, að menn séu glaðir. Fátt er hörmulegra en aff sjá ungt fólk þjáð af lífsleiða og leið indum. Æskan í dag hefur öll skilyrffi þess aff vera glöff og ánægð. Við eigum fagurt land, ótæmandi möguleika, afkoma og tækifæri til mennta og þroska eru í góðu lagi, heilsufar hefur stór- hatnað og gjörvileikur allur. Hvers vegna ertu þá ekki glaður, æskumaður? Hin sanna, innri gleði, sem Páll postuli er að tala um fæst eingöngu í samfélagi við Guð. Sá, sem trúir á Hann og treystir Honum og sér vilja Hans og takmark í öllu, verð ur ætíð glaður í hjarta, því að hann veit, að Guð er með honum á öllum stundum. Ver ið því glöð í samfélaginu við Drotin. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.