Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 12
Eftir P. V. MARGT ber við á langri leið, segir máltækið, og ýmislegt hefur fyrir mig komið á ferðalögum. Eg hef verið í bíl, sem rakst á brúar- stöpul á hraðri ferð og laskaðist mik- ið, á öðrum, sem vegarbrún sprakk undan, svo að hann fór heila veltu og kom aftur niður á hjólin, einu sinni hvolft bíl í hálku undir sjálfum mér, dottið af hestbaki, séð tvísýnu á lífi mínu á trylltum hesti, sem eg réði ekkert við, stokkið yfir á á milli skara, eins og Skarphéðinn forðum á Markar- fljóti, og lent í sjávarháska, en sloppið frá öllu þessu ómeiddur. Sumt afþess- um ævintýrum skal nú rifjað upp. ÚR MYNDABÓK LÆKNIS j Sem sveitastrákur vandist eg hest- um og fór fiestar ferðir í og frá skóla ríðandi milli Torfalækjar og Borgar- ness, en varð þó of ungur viðskila við sveitalífið til þess að verða nokkur hestamaður. Þau 14 ár, sem eg átti heimili í Vestmannaeyjum, kom eg varla á hestbak nema tvisvar sinnum, þegar brúin yfir Jökulsá á Sólheima- sandi var vígð, en þá bauð Stefán læknir Gíslason mér með sér austur í Vík, og sumarið 1928, þegar við nokkrir félagar úr Eyjum fórum í níu daga mjög skemmtilega ferð upp á Fjallabaksveg hinn nyrzta og höfðum viðlegu í Kýlingum. Þegar eg fluttist til Blönduóss 1934, hafði eg ekki komið á hestbak í sex ár, en fyrsta ferð mín þar var til konu í barnsnauð á Kaldr- ana á Skaga, um meira en 50 kílómetra veg. Bílfært átti að vera að Hofi á Skagaströnd og maður að bíða mín þar með hesta. Skammt fyrir utan Skaga- strandarkauptún var þó biluð brú á ræsi, svo að eg varð að halda af stað þaðan fótgangandi til næstu bæja og bera fæðingartöskuna, sem seig tals- vert í, því að í henni hafði eg alltaf auk fæðingartanga verkfæri til að gera höfuðstungu og til þess að klemma saman höfuð fósturs, enda þótt eg þyrfti aldrei að nota þau, sem betur fór. Eftir nokkra göngu mætti eg fylgdarmanninum, sem hafði haft frétt- ir af ræsinu og því haldið áfram til móts við mig. Eftir fjögurra tíma hraða reið komum við í áfangastað, eftir tals- vert erfiða og langdregna fæðingu tók eg á móti strák, sem síðan var látinn heita í höfuðið á mér, lagði mig í 1—2 tíma, og hélt af stað heimleiðis klukkan fimm að morgni. Þegar eg þjónaði fyrir Jón lækni Jónsson á Blönduósi 1919, hafði eg verið á hestbaki svo að segja samfleytt í níu daga, án þess að kenna verulegrar þreytu, en nú sagði æfingar- leysið til sín. Með hverri bæjarleið á heimleiðinni varð sitjandinn viðkvæm- ari, hryggurinn helaumari og streng- C. Kolka irnir undir hnéskeljunum sárari, svo að síðustu fimm kílómetrana komst eg ekki nema fót fyrir fót, og hefði þó blátt áfram gefizt upp og lagzt í ein- hverja laut í vorblíðunni, ef vonin um að komast bráðlega í bílsæti hefði ekki haldið þrekinu uppi. Þegar heim kom, varð eg að draga mig með handafli upp stigann til þess að komast í rúm- ið, því að strengirnir í fótunum voru verstir, ef til vill af því að ekki hefur verið mátulega langt í ístaðsólunum. Á Refasveit er nokkuð villugjarnt, því að þar er flatneskja og vindstaðan ofan úr fjallaskörðunum mjög breyti- leg. Menn hafa orðið þar úti og þykir þar jafnvel reimt. Vetrarkvöld eitt fór eg þar um ríðandi og var þá gott veður, en dimmt í lofti og svo blindað af snjó, að lítt sá til kennileita. Fylgd- armaðurinn sagðist ekki treysta sér til að rata, því að hann hefði tvívegis villzt þar, en eg kvað það engan vanda, aðeins halda sér við móajaðrana þar til ljósið sæist á Sölvabakka. Við komum brátt auga á Ijósið, nokkuð í annarri átt en eg hafði haldið, og breyttum við því stefnu og héldum á það, en ferðin reyndist ótrúlega löng og áttuðum við okkur ekki fyrr en frammi á sjávarbakka. Sáum við þá, að ljósið myndi vera á skipi, sem hafði lagzt á Laxárvík. Hafði það villt fyrir okkur, en enginn Móri eða Skotta. B ættir vegir, fleiri brýr, sími á hverjum bæ, snjóýtur og hentugri bílar gera vetrarferðir til sveita nú á tímum oftast nær að barnaleik í samanburði við það sem var fyrir aldarfjórðungi síðan, þótt enn geti brugðið til beggja vona. Eg fór stundum til Hvamms- tanga eða Sauðárkróks til þess að hjálpa starfsbræðrum mínum við upp- skurði. Fyrir fáum árum fór eg eina slíka ferð til Sauðárkróks í ófærð og var þar síðan um nóttina, en þá versn- aði svo færið, að það tók mig nærri 12 tíma að komast heim, þrátt fyrir það, að vegurinn var nýruddur, nokkr- ir menn voru hafðir með til moksturs og eg var fluttur á Unimok-bíl sem eru allra bíla hæstir, en jafnframt hastari en nokkur mótrunta. Stundum var nokkur óhugur í mér við að leggja í vetrarferðir, einkum eftir að eg fór að reskjast, en þá hafði eg að jafnaði aðstoðarlækni, sem tók þær af mér. Oftast var eg þó í sælu- skapi, þegar heim kom, áreynslan var til heilsubóta, því að það er hollt að finna stundum þreytu í slcrokknum fyrir þá menn, sem vinna andlega vinnu. Fyrir sálina er tilbreytingin engu síður nauð- synleg, mörg af daglegum störfum læknis verða til lengdar þrautleiðinleg, en öðrum fylgja áhyggjur og von- brigði. Það er engin furða, þótt margir læknar verði skammlífir, einkum í stóru bæjunum. Héraðslæknir í góðu héraði er miklu betur settur, einkum ef hann hefur færi á að stunda skurð- lækningar að nokkru leyti. Þær og ferðalogin, þótt erfið séu á stundum, skapa þá dramatísku spennu og til- breytni, sem er lífsins krydd. Sumar- ferðalög um fagrar sveitir meðal vin- gjarnlegs fólks eru líka til unaðar hverjum þeim, sem ekki stendur á slitinni rót. E g fór stundum sjóveg út með Ströndinni, áður en vegir á landi bötn- uðu, og var þá ekki um annan farkost en opna trillubáta að ræða. Ein siík ferð er mér minnisstæð. Eg var í janúarmánuði sóttur til konu í barns- nauð út í Kálfshamarsvík. Fæðingin dróst fram í myrkur, en snjór var yfir öllu, svo að illa sást til landsins, dimmt í lofti og stórhríðarspá í veður- fregnum. Formaðurinn stakk upp á að gista og hásetinn var mjög tregur til farar, en eg vildi fyrir engan mun verða hríðarfastur svo langt frá heim- ili mínu. Svo vel vildi til, að síma- tími var ekki úti, svo að við létum vita af ferðum okkar til Skagastrandar og kynda bál uppi á Höfðanum tif þess að hafa vita til viðmiðunar. Ferðin gekk slysalaust og við sluppum til Skagastrandar áður en hríðin skall á og gisti eg þar. í Vestmannaeyjum höfðu sjóferðir um borð í skip verið mér um tíma daglegt brauð. Þar er 16. desember 1924 mér minnisstæðastur. Eg var úti á Eiði, þar sem verið var að draga lík hinna drukknuðu manna upp úr brim- garðinum, þegar boð barst frá loft- skeytastöðinni um það, að Halldór læknir og annar maður til hefðu náðst upp í Esjuna og væri óskað eftir lækni um borð til að gera á þeim lífgunar- tilraunir. Jóhann Þ. Jósefsson alþingis- maður gekkst fyrir því, að árabátur var í snatri dreginn yfir Eiðið, sex menn settir undir árar, en sjálfur sat hann undir stýri og eg frammi í barka. Eftir langar lífgunartilraunir, sem reyndust árangúrslausar, var ekki um annað að ræða en að halda kyrru fyrir í skipinu um nóttina, því að það var hvort sem var veðurteppt, eða róa til lands, þótt veðrið færi síversnandi, og var sá kostur tekinn. Stefnt var a milli dranganna norðan við Eiðið, en á milli þeirra er blindsker, sem braut mjög á. Á leiðinni í land sló snöggri vindhviðu fyrir Klettinn, svo að bát- inn sneri af leið og stefndi hann beint á skerið. Eg var ekki í vafa um, að okkar síðasta stund væri komin, en sú eina hugsun, sem komst að hjá mér, var reiði yfir því, að annað stórslys skyldi verða þennan dag og við lækn- arnir báðir láta lífið. Eina viðbragð mitt var það, að eg greip með hend- inni í derið á húfunni minni og kippti henni fastar niður á ennið. í fátinu, sem á öllum var, hafði stjórnvölur bátsins gleymzt í landi, en Jóhann brá við skjótt, varpaði sér út á borðstokk- inn, greip stýrið tveim höndum af al- efli og rétti bátinn við, svo hann aðeins slapp framhjá skerinu. Það varð okkur til bjargar. S einna fór eg eitt sinn fyrir Klettinn á stórum og góðum vélbáti, fullum af fólki. Talsverður sjór var, en veður gott, og hafði eg oft farið þá leið í miklu verra veðri. Þegar við vorum að nálgast Faxasund, varð vélin allt í einu óvirk, svo að bátinn rak stjórnlausan og stefndi hann beint upp á litla flúð eða tá, sem gengur út úr Yztakletti. Enginn tími var til að setja upp segl og biðu menn þess, sem verða vildi, án þess að nokkur mælti æðru- orð. Mér varð helzt hugsað um fjöl- skyldu mína, ef svo skyldi fara, að bátinn bryti í spón undir strandberg- inu. Svo fór þó ekki, frákastið frá því nægði til þess að bátinn rak fyrir klettstána í nokkurra metra fjarlægð frá henni. Eftir það fór eg aldrei svo fyrir Klettinn, jafnvel í sléttum sjó, að eg fyndi ekki til léttis, þegar komið var gegnum Faxasund. Eg mun því hafa verið hræddari en eg vildi viður- kenna fyrir sjálfum mér eða öðrum. P. V. G. Kolka. | Svifbraut j Framh. af bls. 9 hraða á klst. Auðvitað er ekki þörf slíks ofsahraða hér á landi. En þessar tölur sýna, að einnig þetta samgöngu- tæki tekur stórstígum framförum alls staðar. / D) Undirbúningur, fjárfesti'ng 1. Sérfræðingar innlendir og er- lendir þurfa að kanna málið með sér- stöku tilliti til hérlendra staðhátta, at- huga heppilegustu gerð brautarinnar og vagnanna, ennfremur leiðirnar svo og allar kostnaðaráætlanir. 2. Nokkur hluti fjármagns mun vafa- laust geta fengizt innanlands, enda eru fjáröflunarmöguleikar í slíku stórmáli margir. Ber hér að hafa í huga, að í Reykjavíkurborg einni munu sparast tugir milljóna í útgjöldum vegna hag- kvæmrar legu nýju íbúðarhverfanna á flugvallarsvæðinu (sbr. kostnaðinn, sem mundi hljótast af útþenslu borg- arinnar um Elliðaár og út um Sel- tjarnarnes). Eins mætti hér benda á þær milljónir, sém líklegast mundi þurfa til að gera nýjan flugvöll á Álftanesi, sem nú er mikið talað um. 3. Vafalaust mun erlent fjármagn geta fengizt til þessara framkvæmda. 4. Þeir aðilar, sem ætla sér að koma upp einhverjum stóriðnaði, t.d. við Þjórsá eða Mývatn, munu efiaust heimta teinabraut sem frumskilyrði rekstursins. Munu þeir sömu líklegir til að veita fjárhagsstuðning til bygg- ingar svifbrautar. Harry Vilhelmsson, 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. töuiblað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.