Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 7
SKMAVEÐTALIÐ Ótriír þeim öllum... _ 14254. — Er þetta Steinsmíðaverk- stæði Magnúsar Guðnasonar? — Nei, það er niðri, en ég skal ná í hann Knút. Var það ekki hann sem þér vilduð tala við? •— Jú, takk. (Bið. Það heyrist kallað í Knút og hann kemur í símann másandi). — Knútur Magnússon. — Já, þetta er á Lesbókinni. Hvað er þetta maður, hafið þið ekki síma á verkstæðinu? — Nei, en ég fékk mér heima síma fyrir fimm árum, af því ég fann á mér að Símaviðtal- ið í Lesbókinni væri í vændum. Eiginlega ættuð þið að borga hluta af afnotagjaldinu hingað til. Er það kannski ósanngjarnt? — Þú verður að tala við gjald kerann um það. Mig langaði að vita á hvaða árstímum væri mest um dauðdaga. — Það hef ég ekki hugmynd um. Eg læð ekki lífi eða dauða nokkurs manns, og ef ég réði, mundi ég láta fólkið sjálft á- kveða bæði fæðingu sína og andlát. Legsteinasmíði er alger lega óviðkomandi andláti manna. Við vorum um daginn að gera legstein yfir mann, sem lézt fyrir 200 árum. Annars ert þú ekki sá fyrsti sem heldur að við séum í einhverju sér- stöku sambandi við guðdóm- inn. Um daginn spurði fimm ára Hverer uppáhaldsmatúr eiginmannsins Ingveldur Gröndal, kona Halldórs Gröndals veitinga- manns, svarar: ' m mHM . 'i';U AS vera glft veltlngamanni sem umgengst „50 rétti dag lega“ og borðar ekki nema eina máltíð á dag heima hjá sér, er ekkert grín. Hann vill sem minnst tala um mat dóttir mín, hvaða símanúmer hann Guð hefði. — En er ekki meira að gera hjá ykkur á einum árstíma en öðrum? — Vor og sumar er mesti annatíminn, ekki af því að fleiri deyi þá, heldur vegna þess að þá vaknar fólk til lífs ins og alvörunnar — fer að hugsa um leiðin og látna ástvini. — Hvaða hlutverki finnst þér legsteinar gegna? — Mér finnst vanta hengilás inn fyrir skúrinn þangað til nafnið stendur á leiðinu. — Þú vilt sem sagt koma í veg fyrir reimleika. Eru ekki legsteinar háðir tízku eins og annað í mannlífinu? — Jú, það eru ýmis tízku- fyrirbrigði. Persónulega finnst mér legsteinar fara þeim látnu jafnmisjafnlega og klæðnaður þeim sem lifa. — Hvernig er sambýli listar og legsteina hjá þér? — Mér finnst ég hafa misst að mestu samband við steininn, eft ir að ég hætti að nota hamar og meitil. — Áttu við, að vélamar geri starfið ópersónulegt? Er engin leið að ,,.?nuða“ vélarnar? — Jú, það er hægt, en þá brenna þær bara úr sér. ■— Eg á við, hvort þið þurfið að vera algerlega háðir vélum við legsteinagerð? heima, af því fær hann nóg allan daginn í fyrir'cæki sínu. Þá er honum mein- illa við það í heimboðum, þegar húsmæður eru að tala um ,að þessi eða hinn rétt- urinn sé nú varla nógu góð ur fyrir forstjórann í Nausti. Þannig er þessu háttað með minn bónda. Annars held ég, að ekki sé um neinn einstakan rétt að ræða, sem honum þykir heztur Þegar hann er heima í mat, vill hann helzt ein- faldan mat og nógu heimil islegan og alls ekki mikið „brasaðan“. Fiskrétti vill hann soðna og kjötið i „fricassé" eða karry og með grjónum. Já grjón; það má ef til vill segja, að það sé einn réttur, se-m hann er meira hrifinn af en öðrum, en það eru „Hawaian Spare ribs með hrisgrjónum", en þau kann hann einn að laga og gerir ekki nema á tylli- dögum. Þá má ekki gleyma laxinum á vorin, hann ger- ir alltaf stórlukku. Að lokum grunar mig, að ísskápurinn freisti hans á nóttunni, þegar hann kemur heim úr vinnunni, a.m.k. hækkar talan á baðvigtinni. — Kannski er betra að orða það svo, að maður sé háður bölvuðum hraðanum, sem ríkir á öllum sviðum og útrýmir ýms um möguleikum hugar og handa. ■— En þú „hefnir“ þín þá með því að iðka listir utan vinnustof unnar — á laun? — Sennilega er réttara að segja, að maður níðist á list- inni, því maður hefur aldrei tíma til að gera nokkurn hlut með góðri samvizku vinnunnar vegna. •— Þú varðst þó á sínum tíma þjóðfrægur fyrir Hreðavatns- valsinn. — Seint ætlar maður að losna við lausaleikskrógana frá gelgju skeiðinu! Hvernig vissirðu ann ars um þennan? Sagði ég þér kannski frá honum? — Já, einu sinni þegar þú varst annarshugar. En þú hefur líka samið eitthvað sem blífur . í tónlistinni? — Því svara ég neitandi. Það er ekki hægt að semja neitt og segja að það blífi. Tíminn einn sker úr um það. — Hvernig var með lagið við „Mæðugreyið" hans Þórbergs? Var það ekki nokkuð gott? — Hvað ertu að reyna að fá mig til að segja? — Til dæmis að það hafi ver ið sungið af karlakór. — Og samt manstu eftir því? •— Já, og ég man líka eftir þér á leiksviði. Féll þér lcannski betur við Þalíu en Músíku. — Eg hef aldrei komizt á svið hjá Músíku. — En þjónað báðum. — Haldið fram hjá báðum. HUNDALIF — Og hvor varð þér eftir- minnilegri ástkona? — Eg á vingott við þær báðar ennþá. — Og svo varstu hér á dögun um að taka þér þriðju ást- meyna, sá ég í Lesbókinni. Er þér nokkur alvara með hana? — Gettu! — Já, ég gat ekki betur séð en ástin funaði í hverri línu, svo viðkvæmum sálum þótti vlst alveg nóg um. — Þeir sem fundu ást í hverri línu hljóta að hafa betri hor- mónastarfsemi en mér er gefin. Var það nokkuð fleira? — Eg ætlaði eiginlega að spyrja um verðið á legsteinum yfir þrjá látna ástvini. Held- urðu að það verði mér ofvdða? — Áreiðanlega ekki, fyrst þú vinnur hjá Morgunblaðinu. Ekki datt þeim í hug að stæla fallegu fæturna á okkur. Þeir sögðu... „Við njótum þeirra þæg- inda að hafa skoðanir án þeirra óþæginda að þurfa að hugsa“. — Kennedy Bandaríkj af orseti. „Slæmir hljómlistarmenn geta ekki drepið slæm verk; það eru góðu verkin sem eru drepin". — Jascha Heifetz. „Ég er sammála Jeffer- son um að nógur tími sé fyrir stjórnarvöld að sker- ast í leikinn og hafa hemil á fólki þegar það gerir eitt- hvað, ekki þegar það segir eitthvað". — Hugo L. Black' hæstaréttardómari. „Það er vegna þess að ég veit að viðhorf mín eru ná- kvæmlega þau sömu og þín, Harold, sem við megum ekki gefa upp vonina of fljótt". — Menzies forsætis- ráðherra við Macmillan. Ærm\ _ mj- 1«. töublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS £

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.