Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 6
Hús Hallddrs Kr. Friðrikssonar (LÍKIM) TVÆR aldir eru nú síðan fyrsta steinhúsið var reist hér á landi. Það er Viðeyjarstofa. Skúli Magnússon landfógeti réð því, að hún var byggð úr íslenzku grjóti Vildi hann sýna íslending- um að hægt væri að reisa vönduð og góð íbúðarhús úr innlendu byggingarefni. Þetta varð svo til þess að á árunum 1760—70 voru reist fimm steinhús hér á landi: Dómkirkjan á Hólum, Viðeyjar- kirkja, Bessastaðastofa, Nesstofa og Hegningarhúsið (nú Stjórnarráð). Svo var Vestmannaeyjakirkja reist 1776 og dómkirkjan í Reykjavík 1790. — Þótt hús þessi bæri mjög af öðrum húsum hér á landi, reyndust þau ekki vel. Þau voru köld og saggasöm, vegna þess að engin einangrun var í veggj- unum. Þess vegna kom afturkippur í steinhúsasmíð, og er þá farið að hugsa um að byggja úr tígulsteini. Voru fyrstu húsin „múruð í binding“, eins og það var kallað, grindin úr timbri en fyllt upp með tígulsteini milli stafa. Árið 1847 var dómkirkjan hækkuð og stækkuð og var sú viðbót gerð úr tígulsteini. Þegar byggingu var lokið, gekk af allmikið af tígulsteini og kalki, og keypti það Chr. L. Möller kaupmað- ur. Fékk hann svo byggingarlóð hjá bænum suður af miðjum Austurvelli og austur undir kirkju. Vestast á þessari lóð lét hann svo reisa einlyft múrhús, og fékk til þess smiðina, sem höfðu unnið að dómkirkjusmíðinni. Þetta var sumarið 1848 og mun þetta elzta múr- hús bæjarins. Þó var það ekki hlaðið úr tígulsteini eingöngu, heldur „múrað í binding". Áður höfðu að vísu verið reist slik hús, svo sem Skraddarahúsið (þar sem nú er Austurstræti 8) og Thomsenshús við Lækjartorg, en þau eru nú horfin. Þetta hús stendur enn, að vísu calsvert breytt. Möller átti ekki húsið nema um þriggja ára skeið, því að 1851 seldi hann það Halldóri Kr. Friðrikssyni kennara. Seinna lét Halldór stækka húsið þannig, að hann setti hæð ofan á það. Þarna átti hann svo heima til dánardags (1902) og síðan bjuggu ætt- ingjar hans í húsinu fram til 1911. Sama ættin réð því húsum þarna í 60 ár samfleytt. Halldór var hinn mesti áhugamað- ur um búnaðarmál og jarðrækt, enda var hann forseti Húss- og bústjórnar- félags Suðuramtsins og síðan Búnaðar- félags íslands um hartnær 30 ára skeið. Lóðin, sem hann fékk með húsinu, var ekki breið, því að segja mátti að hús- ið stæði á Tjarnarbakkanum, eða við vík sem gekk norður úr Tjörninni, eins og sjá má á öllum gömlum uppdrátt- um af Reykjavík. En lóðin var nokkuð löng frá vestri til austurs. Lét Halldór girða hana og kom þar upp miklum matjurtagarði. Hann hafði þar einnig kofa fyrir kindur, sem hann átti. Þeg- ar mestur var gauragangur út af fjár- kláðanum og menn skiptust í tvær fylkingar um það mál — sumir vildu skera niður, aðrir vildu lækna — var Halldór meðal lækningamanna. Lenti honum þá harkalega saman við Jón landritara, sem skipaður var lögreglu- stjóri í kláðamálinu 1875. Kvað Jón upp hvern sektardóminn eftir annan á hendur Halldóri, en hann ónýtti þá alla. Var hann maður harðger og þykkjuþungur og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. . ÁRNIÚLA: GÖMUL HÚS í REYKJAVÍK Mr egar ákveðið var að reisa Al- þingishús í Reykjavík, var því upphaf- lega ákveðinn staður í Bankastræti og var byrjað á grunni þess þar. En er til kom harðneitaði byggingameistarinn að hafa húsið í hliðhalla. Var þá horfið að því ráði að kaupa kálgarð Halldórs Kr. Friðrikssonar undir húsið og var kaupverðið 2500 krónur. Þótti mörgum það alveg öheyrilegt okur og voru bæj- arbúar ekkert mildir í dómum um seljandann. Mun þar sjálfsagt nokkru hafa ráðið, að lóð þessa hafði bærinn látið af hendi ókeypis, en nú borgaði landið þetta geipiháa verð fyrir nokk- urn hluta hennar. Nú vex mönnum þetta varla í augum, en fyrir 80 árum voru 2500 krónur stórfé. Halldór var þingmaður Reykvíkinga 1855—63 og aftur 1869—85, eða sam- tals 24 ár. En konungskjörinn þing- maður var hann 1865—67. Hann var: bæjarfulltrúi í Reykjavík 1854—61, 1873—79 og 1882—1900, eða rúmlega 20 ár samtals. Kom hann því mjög við sögu lands og bæjar á sínum tíma, og var þar enginn miðlungsmaður, því að hann lét sín getið við öll hin stærri mál og var harður í horn að taka hvort sem hann var í sókn eða vörn. Halldór var kennari og síðar yfirkenn- ari við latínuskólann 1848—1865, eða í 17 ór. Þá voru stundum viðsjár miklar í skólanum milli pilta og kenn- ara, en Halldór hélt alltaf virðingu sinni og voru skólasveinar honum hlýðnir. Má því nærri geta að hann hafi haft mikil áhrif á hina uppvax- andi menntamenn, og þeirra áhrifa hafi gætt lengur en á meðan þeir voru í skólanum. „Kennarastarf Halldórs við latínuskólann var, þegar alls er gætt, hið merkilegasta“, segir dr. Jón Þor- kelsson í æviminningu hans. Má svo af öllu þessu ráða, að áhrif Halldórs á samtíð sína hafi verið meiri og víð- tækari en menn geta gert sér ljóst. Húsið við Kirkjustræti er því merki- legt vegna þess, að þar vann hann ævistarf sitt. Þegar háskólinn var stofnaður 1911 keypti landið hús Halldórs handa hon- um fyrir rannsóknastofu og bústað há- skólaritara. Helzt það svo öll þau ár sem háskólinn átti inni í Alþingishús- inu. Eftir að háskólinn fluttist f eigin húsakynni, fékk Hjúkrunarfélagið Líkn inni í húsinu við Kirkjustræti, og um skeið voru berklav&rnirnar þar einnig. Nú hefir Alþingi lagt húsið undir sig, og fer þar fram vélritun á ræðum þingmanna o. fl. Helgi Pjeturss og svefnlnn Fy RIR eitthvað tveimur árum kom 27 ára gamall maður, Rich Micha- els að nafni, til Detroit’s Lafayette Clinic í Bandaríkjunum, og bauð sig fram sem sjálfboðaliða til þess að setja met í vöku undir eftirliti vísindamanna og í þágu vísindanna. Sá, sem lengst hafði vakað óður, svo að sögur færi af, hafði verið svefnlaus 212 klukku- stundir, en nú bauðst Michaels til þess að vaka samfleytt 230 klukkustundir. Boði hans var tekið, og svo hófst vakan undir eftirliti fimm vísinda- manna stofnunardnnar. Michaels stóð við orð sín. Hann hélt sér vakandi í 243 klukkustundir, en sofnaði seinast standandi. Síðan svaf hann í 14 klukku- stundir samfleytt og virtist þá hafa náð sér. Margt merkilegt kom fram við þessa tilraun. En það sem vísindamönnunum þótti merkilegast, og enginn hafði veitt athygli við fyrri tilraunir, var þetta, að svo virtist sem breytingar yrðu á lífefnum líkamans við það að mannin- um var varnað svefns svo lengi. Þetta þótti svo merkilegt, að ákveðið var að gera tilraunir á nokkrum mönnum samtímis, og fengust til þess sex sjálf- boðaliðar. Sá heitir dr. Elliott D. Luby, sem stóð fyrir tilrauninni, og var hann einn af þeim vísindamönnum, sem fylgzt höfðu með svefnleysi Michaels. Ekki er sagt frá því hvort menn- irnir voru látnir vaka misjafnlega lengi, en einn þeirra, sem heitir Jim Orth og er 26 ára gamall, var látinn vaka rúmlega 123 klukkustundir. Hafði hann þá séð allskonar ofsjónir og mis- sýningar og kaldur sviti spratt út í lófum hans. Um leið og hann var lát- inn sofna, voru allskonar mælitæki sett á hann til þess að rannsaka líðan hans. Þær breytingar urðu skjótt á honum, að blóðþrýstingur lækkaði mikið, and- ardrátturinn varð rólegri, svitinn hvarf úr lófum hans og hörundshiti jókst. Dr. Luby hefur ritað um þessar rannsóknir. Hann segir þar, að fyrstu einkenni svefnleysis séu þau að menn verði uppstökkir og geti ekki einbeitt huganum. En svo verði ýmsar breyt- ingar á þegar þeir hafa vakað í 100 klukkustundir og komi breytingarnar hver af annarri. Til dæmis finnist mönnum að þeir séu lausir við hand- leggi og fætur, síðan koma ofsjónir og missýningar og menn átti sig ekki á því sem þeir sjá. Síðan tapi þeir minni og stundum meðvitund sem snöggvast og sé þá eins og þeir tali upp úr svefni. Einn eða tveir gleymdu því hverjir þeir voru, áttuðu sig ekki á því hvar þeir voru né hvað var að gerast. Og undir lokin gátu þeir alls ekki hugsað afstætt. En eftir 14 stunda svefn virtust þeir hafa náð sér. Svo eru það breytingarnar á lífs- orkunni, sem menn höfðu ekki fyrr veitt eftirtekt. Dr. Luby heldur því fram að lífsorkan sé nokkurs konar hleðsla, sem safnist fyrir í líkamanum meðan menn sofa, og komi í stað ' þeirrar orku, sem menn eyða meðan þeir eru vakandi. essi nýja þekking er nú ekki ný, því að snemma á þessari öld hafði dr. Helgi Pjeturss uppgötvað þetta. — Hann segir svo á einum stað: „Það má segja að lífmagnið streyml í mann, líkt og rafmagn getur streymt í hann. En það sem í svefni fer fram, er nokkurs konar magnan, aukning lífsorkunnar og endurnýun, til að bæta upp þá orkueyðslu, sem orðið hefur í vöku. Og svo mikið ríður á því, að sú endurnýun geti átt sér stað, að ekki einungis maðurinn, heldur einnig dýr, eins og hundar og jafnvel sauðkindur, deya langt um fyr eí þeim er algerlega varnað svefns, held- ur en ef þau væri algerlega svelt, Svefninn þýðir meira fyrir viðhald lífsins, heldur en sú næring sem I munn og maga er látin. Og mjög eft- irtektarvert er það, hversu tilraunir hafa sýnt, að í dýrum, sem höfðu verið svelt, hafði heilinn mjög lítið rýrnað, en fengi dýrin hinsvegar nægju sína að eta, en væri algerlega bannað að sofa, þá rýrnaði heilinn til muna, jafn- vel þótt dýrin hefði ekki horast að öðru leyti. Er þessi þýðing svefnsins fyrir viðhald þess efnis, sem heilinn er gerður af, býsna íhugunarverð“. A. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1«. töuiblað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.