Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Blaðsíða 9
 Svifbrautin sem á að tengja lókíó nærliggjandi sveitum. Svipuð gerð mundi semiilega henta ísiandi bezt. Verður nú nefnt í stórum dráttum, hvernig innanbæjarleiðirnar mættu liggja, svo að sem mest gagn verði að: Innanbæjarmiðstöð verði við Kalk- ofnsveg/Geirsgötu. Þaðan liggur leið með Skúlagötu að Skúlatorgi, fylgir Borgartúni öllu inn á byrjun Sund- laugavegs, en fylgir síðan línu dreg- inni um Sporðagrunn, Brúnaveg, Vest- urbrún, Dyngjuveg, Langholtsveg all- an að Snekkjuvogi, þaðan rakleiðis inn að gatnamótum Suðurlandsbraut/ Miklubraut. Við Rauðagerði/Tunguveg verður skiptistöð fyrir svifbrautina til Selfoss og áframhald þaðan (sjá nr. 3 og 4 hér að neðan). Frá þessari fyrstu skiptistöð liggur brautin áfram um Tunguveg og Hæðargarð og frá enda Hæðargarðs í beinni stefnu að horni Sel j alandsvegar/Mj óumýrarvegar. Þar verður önnur skiptistöðin fyrir svif- brautina til Kópavogs, Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Frá þessari skiptistöð liggur innanbæjarbrautin áfram um Grænuhlíð, Bogahlíð, Miklubraut, en frá gatnamótum Miklubraut/Löngu- hlíð fylgir brautin að nokkru Löngu- hlíð og tekur beygju inn á Flókagötu, sem hún liggur meðfram og síðan að vestanverðu fram hjá Heilsuverndar- stöðinni að Hallgrímskirkju, svo um Þórsgötu, Spítalastíg, Bókhlöðustíg og skáhallt inn á Lækjargötu og til Geirs- götu. — k vifbrautin til Vesturbæjar ligg- ur frá miðstöðinni við Geirsgötu um Tryggvagötu, beygir hjá Grófinni inn á Vesturgötu, fylgir henni að Bræðra- fcorgarstfg og rakleiðis niður mestallan Kaplaskjólsveg, en beygir þaðan inn á Melhaga og endar fyrst um sinn á Hagatorgi. Seinna, þegar Reykjavíkur- flugvöllur hefur verið lagður niður og Vallarsvæðið er orðið að nýjum íbúð- ©rhverfum, má framlengja vesturleið- ina frá Hagatorgi fram hjá suðurenda Loftskeytastöðvarinnar gömlu og það- en hér um bil í beinni línu yfir Vatnsmýrina að Eskitorgi og láta þessa braut svo sameinast hinu kerfinu um Hamrahlíð á skiptistöð nr. 2 við Selja- iandsveg. Ennfremur ætti að gera ráð fyrir Bérstakri braut til vöruflutninga frá böfninni, ’ og ætti hún að liggja sam- hliða norðan við brautina um Skúla- götu/Borgartún um aðalvörugeymslu- ■væði nýju hafnarinnar, og síðan tengja þessa flutningabraut leiðunum tU Keflavíkur og Selfoss. %. Keflaviknr-brautin Frá skiptistöðinni að Seljalandsvegi liggur svifbrautin síðan beint að gatnamótum Fossvogsvegar/Reykj anes- brautar og fylgir hinni síðastnefndu austanvert um Kópavog og til Hafnar- fjarðar. Þaðan í sem beinasta stefnu um Njarðvíkur til Keflavíkur-flugvall- ar og bæjarins sjálfs. 3. Selfoss-brautin Hún byrjar á skiptistöðinni við Tunguveg, liggur norðan við Suður- landsbraut um Geitháls, Lækjarbotna, fer yfir hálsinn við Kolviðarhól og liggur suður með Skarðsmýrarfjalli að Innstadal og hverasvæðinu sunnan Hengils, inn að Hveragerði og með fjallshlíðunum að suðvesturenda Ing- ólfsfjalls, þaðan beint að Ölfusá og Selfossi. 4. Akureyrar-braijtin Hún byrjar á Selfossi og fylgir beinni stefnu að Hraungerði. Á þess- um stað verður að gera ráð fyrir hlið- arbraut í Þjórsárdal vegna fyrirhugaðs verksmiðjureksturs þar. Frá Hraun- gerði liggur brautin síðan beint til norðurs um Arnarbæli, Minniborg, Laugarvatn, Miðdal, úthlíð að Geysi. Síðan fram hjá Gullfossi að vestan- verðu, og fylgir brautin svo Hvítá þeim megin, en vestan Bláfells og suð- ur fyrir Hvítárvatn, að Hofsjökli vest- anverðum, fylgir að mestu Eyfirðinga- vegi að Möðruvöllum, en þar verður enn skiptistöð. Brautin endar á Akur- eyri. 5. Austfjarða-brautin Frá Möðruvöllum liggur brautin um Lundarbrekku að suðurenda Mý- vatns, um Námaskarð að Grímsstöð- um á Fjöllum, þaðan fylgir brautin nokkurn veginn þjóðveginum um Möðrudal að Egilsstöðum, sem senni- lega mun vera heppilegasta endastöð fyrir Austfirðina. eð þessum leiðum eru þéttbýl- ustu og þýðingarmestu hlutar landsins komnir í öruggt samband. Megnið af öllum fólksflutningum, svo og mest- allur þungaflutningur mun þá geta farið fram með svifbrautinni. Þetta verður til þess að lækka flutnings- kostnaðinn og þar með kostnað á mörgum nauðsynjavörum landsmanna um leið. Og vitanlega mun vera hægt að tengja aðrar sveitir landsins þessu brautarkerfi eftir þörfum. Það verður að telja ólíklegt, að Is- land veraldar án teinabrautar og land veraldar án teinahrautar og þannig með óskipulegar og óhófsdýrar samgöngur. Því fyrr sem liafizt verður handa um byggingu slíkra samgöngu- tækja, því betra er það fyrir allt fram- tíðarskipulag framleiðslu- og við- skiptalífs landsmanna og fyrir afkomu og farsæld allra. C) Nokkrar tæknilegar upplýsingar um svifbrautina í Wuppertal Millibil milli stöplanna er að meðaltali 30 metrar. Þyngd teina á metra reiknast 29 kg. Rafmagns- straumur er 600 volt á jafnstraum. Afköst mótors á klst. er 45kw. — Gamla svifbrautin í Wuppertal er tæpir 14 km á lengd, hæðamismunur er h.u.b. 40 metrar, hækkun akbraut- ar um 4%. Lengd vagna til mannflutninga er 12 m, breidd 2,1 m og hæð 2,4 m. Sæti í nýrri gerð vagna eru fyrir 80 persónur. Vagninn er tómur 11 tonn á þyngd. Hraði á fullri ferð er fyrir eldri gerð vagna 100 km á klst., en auðvit- að töluvert minni í innanbæjarakstri. Hinsvegar getur hraði fyrir slíkar svifbrautir verið töluvert yfir 100 km á klst. T.d. er nú í New York-fylki i Bandaríkjunum í smíðum svifbraut, sem á að geta farið með um 300 km Framhald á bls. 12. tvær eða fleiri brautir mætast. Innanhæjarsvifbrautin í Tókíó. D8. túuiblað 1902 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.