Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Síða 4
aðist smámsaman aí hinum |WMe»i harmi og Guðstrú hans varð sterk og á bjargi byggð. (Fært í letur í okt. 1&54.) STAURINN, SEM FÉLL E itt sinn vorum við hjónin á ferð ofan við Kræklingahlíð (Eiginmaður Guðrúnar var Sigurjón Sumarliðason frv. póstur). Það var síðla á haust- kvöldi og orðið rokkið. Við gengum veginn, sem liggur niður frá Lögmanns- hlíð. Nokkuð niður með veginum eru fjárhús. Þau átti kaupmaður einn á Akureyri. Þegar við erum komin móts við húsin, sem standa örskammt norðan við veginn, verður okkur litið þangað. Sjáum við þá háan staur á hæð og gildleika eins og símastaur. Stendur hann framan við húsið og gnæfir hátt yfir það. Eftir augnablik fer staurinn að hallast. Hann fellur hægt og jafnt þar til hann nemur hávaðalaust við jörðu. Við undrumst og göngum þangað er við sáum staurinn falla, en þar var engan staur að sjá, né nokkur verks- ummerki um þetta dularfulla tré. Getur nokkurt samband verið milli þessarar sýnar og þess hörmulega at- viks, að skömmu síðar fórst eigandi hússins í flugslysi? (Skrifað í marz 1955). tJRIN í BÚRSKÁPNUM Oft kemur fyrir að í híbýlum manna heyrast brestir og högg, sem ráðgáta er af hverju stafa. Eru það kannski huldar verur, sem gefa til kynna nærveru sína á þennan hátt og eiga við okkur erindi? En erfitt er að skilja þann málflutning. Oft heyrði ég í svonefndri Austurstofu á Ásláksstöð- um slík högg. Hún var þiljuð innan. Voru höggin líkust því að barið væri með hörðum kaðalenda allt í kring í stofunni. Þessi högg heyrði ég ekki ef einhver var hjá mér. Oft tifuðu úr í búrskápnum á Ás- láksstöðum. Urðu stundum svo mikil brögð að þessu að engu var öðru líkara en komið væri inn í búr úrsmiðs. Kvöld eitt, er hátt lét í þessum sig- urverkum, kallaði ég á stúlkurnar og bað þær að hlusta í búrskápinn. „Hvað er þetta?“ spurðu þær þrjár einum rómi, „— eru úr í skápnum?“. Hvað var þarna að verki? Eða var þetta misheyrn? (Skrifað í apríl 1955). „Hvenær sem kallið kemur /■ kaupir sig enginn frí.“ Faðir minn stekkur af baki og fleygir sér flötum á jörðina. Hann horfir til himins, en ekkert er þar að sjá. Honum flýgur í hug hvort hann sé að verða ruglaður og heyri ofheyrnir. En þegar söngurinn þagnar kemur kyrrð á huga hans og honum verður ljóst að þessi englakór, sem guðdómlegri var en nokkur söngur, sem hann áður hafði heyrt, mundi fyrirboði einhvers, sem koma mundi og ekki yrði umflúið. Skömmu síðar dó móðir mín, föður- systir mín og vinkona þeirra. FINGURINN í SPEGLINUM Eítt sinn að vetrarlagi á kvöld- vökunni sat faðir minn við skriftir í baðstofunni á Víðivöllum í Fnjóskadal. Allt annað heimilisfólk var við vinnu sína í frambaðstofunni, þar á meðal móðir hans, Sigríður amma mín. Á einum vegg baðstofuhússins hékk litill kringlóttur spegill í breiðri, ómál- aðri tréumgjörð. Ég man vel eftir þess- ast. En þegar hann aftur gengur að speglinum, birtist fingurinn á ný og spegillinn fer á hreyfingu. Þrjár atrenn- ur gerði faðir minn til þess að gera móður sinni viðvart, en áður honum tækist það, var fingurinn horfinn. Þeg- ar hann gengur að speglinum í fjórða sinn er hann með kyrrum kjörum og engan fingur þar að sjá. Sf ess skal getið, að þegar þetta skeði, var móðir mín dáin fyrir nokkru. Faðir minn syrgði hana ákaflega, svo nærri lá örvilnan. Á þeim árum var faðir minn efablandinn í trúmálum og vantrúaður á framhald lífsins. Á bana- sænginni, þegar sýnt var að hverju dró, hét móðir mín honum því, að hún skyldi reyna að birtast honum í draumi, eða á einhvern annan hátt því til sönn- unar að hún lifði líkamsdauðann. En tíminn leið og ekkert skeyti barst frá landinu ókunna. Jók þetta mjög á hugarangur föður míns og trúarefa. En svo birtist þessi dularfulli fingur í speglinum. Faðir minn þóttist þekkja hann. Á HVAÐ VAR HANN AÐ BENDA? Ég vil geta þess, að faðir minn lækn- Undraheyrnir og sýnir EITT sinn að vorlagi var faðir minn einn á ferð innarlega í Fnjóskadal. Veðrið var yndislegt, sólskin, logn og hiti, gróðurilmur í lofti og fuglamir siungu lofgjörðaróð. Faðir minn lét hestinn lötra og naut veðurblíðunn- ar og dásemda vorsins, sem hvar- vetna blasti við. Sennilega hefir hann í huganum „lofað gæzku gjaf- arans“. Skyndilega heyrir hann söng. Margar raddir syngja. En söngur þessi á ekki upptök á jörðinni. Hann er í loftinu, barst frá austri í vesturátt. Hann heyr- ir skýr orðaskil. Þessar ljóðlínur syngur 1-/5ssi himneski kór: um spegli, oft var víst í hann litið á þeim árum. Skyndilega heyrir faðir minn eitthvert núningshljóð, líkt og einhverju hörðu væri núið við þilið. Hann hvarflar augum um herbergið og sér þá að spegillinn hreyfist eins og hengill í klukku. Af því stafar hljóðið. Þetta þykir honum kyndugt. Hann stendur upp og lítur í spegilinn. Sér hann þá konufingur í speglinum, sem augsýnilega veldur hreyfingu hans. Faðir minn gengur fram að dyrum hússins og ætlar að kalla á móður sína og sýna henni þetta dularfulla fyrir- brigði, en þá hverfur fingurinn sam- stundis og spegillinn hættir að hreyf- SONJA SKRIFAR: Tízkufséttir frá New York Hárkollur og aftur hárkollur 3 getur örugg veðjað um, að sjáist kona nú til dags á ferða- lagi með kringlótta öskju í farangri sín- um, er það ekki hattaskja, heldur hár- kolluaskja. Hórkolluaskjan er orðin konunum eins nauðsynleg og snyrtikassinn. Fram- leiðendur tízku-ferðaútbúnaðar mundu deyja af skömm, ef þeir hefðu ekki á boðstólum hárkolluöskju með tilheyr- andi gínu, auk venjulegs ferðaútbúnað- ar. Þessar gínur eru oft gerðar í lík- ingu við konuhöfuð, og fyrir nokkrum árum — áður en hárkollur urðu al- gengar — sást margur tollvörðurinn hvolfa í sig róandi pillum, eftir að hafa fundið hlut, sem virtist vera afhöggvið konuhöfuð í farangri einhverrar frúar- innar. Þá var í einu kvöldverðarboði sögð saga um eiginmann — alkunna byttu — sem kom seint heim úr drykkjuveizlu. Þegar hann opnaði fata- skáp sinn sýndist honum hann sjá höf- uðið af konu sinni liggjandi á skáp- gólfinu! Aumingja maðurinn öskraði upp yfir sig, og hætti því ekki, svo að leggja varð hann inn á geðveikraspít- ala. En þessi saga endar vel. Þegar síð- ast fréttist var söguhetjan meðlimur í A.A. (hræddur í félagið af hárkollu). En nú eru allir farnir að venjast hár- kolludellunni, jafnvel eiginmenn. Og það verður að játa, hvort sem mönnum geðjast að þeim eða ekki, að hárkoll- urnar koma oft í góðar þarfir fyrir konur, sem hafa þunnt hár, svo að ekki sé minnzt á þær sköllóttu. Skýrslur segja, að í Bandaríkjunum sé meira en milljón sköllóttra kvenna! Flestar konur með eðlilegt hár hafa þó ekki not fyrir hárkoliur, nema á ferðalagi eða eftir dag í sjónum. Auk þess eru auðvitað líka til þær konur, sem hafa efni á að eyða 300—600 dollurum, en það er verð góðrar hárkollu, til þess eins að geta séð sig í gervi dökkhærðra kvenna, ef þær eru Ijóshærðar að eðlisfari — eða öfugt. Þessar dýru hárkollur eru að sjálfsögðu gerðar úr mannahári, helzt evrópsku, austurlenzkt hár er of stinnt. Góð hárkolla er með allt að 100—150 þúsund hár, sem eru hand- hnýtt í þar til gerðar húfur. Ljósar hárkollur eru vinsælastar og dýrastar, eins og þær virðast alltaf hafa verið á fyrri tímum. Til dæmis var í grísku leikhúsunum notað svart hár og skegg til að sýna harðstjóra, rautt hár sýndi ótrygga þræla en ungar hetjur voru alltaf ljóshærðar. Tízkufrúr á fyrra skeiði Rómaveldis vildu helzt hárkollur úr hinu gullna hári Galla og Germana. Á 17. öld notaði Lúðvík XIII, sem snemma varð sköllóttur, ljósa hárkollu, en Lúðvík XIV, sem var stoltur af hári sínu, fór ekki að nota hárkollu fyrr en seint á ævinni. Frá Versölum breiddist þessi tízka út um alla álfuna. Á átjándu öld gengu hirðdömur og aðalsmenn fram úr öllu hófi í hárkollumálum, unz þær voru orðnar svo lygilega stór- ar, að þær hlutu að fara úr jafnvægi og detta — enda gerðu þær það og tóku höfuðin með sér. En svo við snúum okkur aftur að nútíma hárkollum: Þær ganga yfir eins og fellibylur. En það er með þessa tízku eins og aðrar, þegar hún nær til fjöldans fer hún að dvína. (Fyrir skömmu voru auglýstar hárkollur úr gerviefni, sem kostuðu ekki nema $10, og sagt er að þær renni út eins og heitar kleinur.) Um skeið hefur vind- urinn blásið úr annarri átt, þótt ekki sé það nema gola enn: Náttúrlegri hár- greiðslur eru á leiðinni. Eins og ég minntist á fyrir um það bil 3 mánuð- um, er það slétt og einföld greiðsla, sem nefnist „Marienbad" — eða ein- hver afbrigði af henni. Hana þarf ekki að „toupera", lakka eða nota rúllur við, Eiginmenn og elskhugar verða fegnir að kömast að, að hárið fer á ný að verða eins viðkomu og hár. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. töublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.