Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 4
Vefrart'izkan / París: Eins Og hanzkaklædd hönd sýningum hans er orðin svo mikil, að aðeins fáir útvaldir fá aðgang að þeim, og það er keppikefli hvers tízkufréttaritara að geta krækt í að- göngumiða á fyrstu sýninguna. Þegar Yves St. Laurent hélt sýn- ingv' á vetrartízkunni fyrir nokkrum dögum, stóðu nokkrir reiðir fréttarit- arar utandyra, m. a frá Hollandi, Sviss, Berlin og Danmörku. Því miður var ekkcrt sæti laust handa þeim, og trapp- an sem þeir fengu að standa uppi á í vetur hafði verið fjarlægð. Þeir voru boðnir velkomnir á sýninguna daginn ragtirnar eru sígildar og þægi- Teiknimynd af kápu frá tízkusýningu Nimt Ricci. Kraginn nær upp fyrir nef og viðkomandi fær svolítið skugga legt útlit. Ekki er vitað með vissu, hvort hatturinn á að tákna kósakka- húfu eða tchettu. Tízkumyndir frá Róm: fjórir hana- stélshattar frá Cesare Canessa á haustsýningunni. 1) Sniglaliattur úr grænu flaueli, skreyttur smar- agðsgrænum keðjum. 2) Lítil kór- óna úr rínarsteinum. Ofan á kór- ónuna er lagður svartur kúfur. 3) Tyrkneskur fjaðrahattur úr fiaueli. 4) Ljósbrún satínhúfa, skreytt perlukögri með mislitum steinum. YVES ST- LAURENT, sem margir kalla Dior II, var á sínum tíma útlægur ger úr tízku- heiminum á afar dramatískan hátt, en hefur nú skotið upp kollinum á ný með bros á vör. Aðsókn að tízku- eftir — en gerðu .;ig ekki ánægða með þá úrlausn og ruddust inn, að sýning- unni íokinni, eftir að hafa setið á gang- stéttinni í 2% klukkustund og sötrað whisky í sólskininu. Þó Yves St. Laurent vilji að fotin falli að líkamauum eins og hanzki, komu þó fram á sýningu hans túnikur með nokkurri vídd. eins og sú sem íj. sýnd er meðfylgjandi mynd. Bæði Í blússan og pilsin brúsa en eru Iátin falla að líkamanum í mittið og yfir hnéskelina. Kinn þeirra hefur lýst aðkomunni í salinn á þessa leið: — Lófaklapp og húrrahróp glumdu við og Saint-Laurent hinn ungi var kysstur og faðmaður, og sjálfur kyssti hann í allar áttir. Allt fór fram venju samkvæmt, en þó grét hann ekki í þetta sinn. Þarna var dansmærin Zizi Jeanmaire, lítii, þéttvaxin og ákveðin, hin gamla, tigna og sterkrika Helena Rutoinstein, pnnsessan. og blaðamaðurinn- Radzi will, kvikmyndaleikkonan Elsa Martin- elli, nokkrar forstöðukonur Diors-tízku- hússins og fleiri áhi'ifakonur, sem standa vörð um Saint-Laurent og vilja að hann * gangi með sigur af hólmi. Og það gerir hann áreiðanlega, þó liann sé grennri en nokkru sinni fyrr, Yves St. Laurent síðhærðari, taugaveiklaðri, en öruggari með sig og þjálfaðri. Sjónvarps- og útvarpsmenn voru við- staddir, og það er aðeins eitt sem við vitum ekki: hvernig fötin, sem hann var að sýna, litu út. En hamingjan er okkur hliðholl. Hópurinn er farinn að þynnast og gestir teknir að gerast glaðværir. Elsa Martin- elli vill endilega máta nýjan kjói. Skömmu síðar birtist hún í rauðri flauelsdragt; innan undir er hún í síðri peysu með gyltum þráðum og skreytt litlum, rauðum steinum. Ríkui viðskiptavinur vill fá að sjá gráu flúnels dragtina, þessa með hálf- síða giú-, hvít- og svartköflótta jakk- anum. Dragtarblússan var úr svörtu silki með mjóum hlýrum, þannig að samstæðuna má nota jafnt kvöld sem morgna. Hver dragtin af annarri var dregin fram og mátuð. Það var ekki erfitt að sjá, oð Saint-Laurent heldur upp á hina grennandi prinsessu-linu, eins og önnur tízkuJiús Parísar, og túnikur og empire- snið. En það nýstárlegr. við fötin er að túnikan belgist út neðst eins og Hindúa- buxur. Hið sama keinur fram á dragt- arjökkunum, sem Saint-Laurent nefnir „orustuklæðnað“ Þessa línu kallar hann ETUI. Fötin falla að líkamanum eins og hanzki. Samsvarandi hanzka- líningunni er faldur túnikunnar eða skinnbrydding. legar: axlirnar ávalar og aðeins breið- ari en verið hefur, jakkinn þröngur yfir brjóstio, ermalangur og fellur þétt að mjöðmunum, pilsin þröng og ná að- eins niður á hnéskelina. Mittislinan kemur glöggt í ljós, hvort sem kjólarnir eru beltislausir eða með belti, nema í einstökum tilfellum, t. d. eins og blúndublússan frá Normandí, sem er með náttkjólaermum. Litirnir eru ijósbrúnir, brúnir, gráir og silfraðir; auk þess margir grænir og bláir litir, svo ekki sé minnzt á svarta Htinn, sem oft er skreyttur með hvítu. Hattarnir eru með háum kúf og breiðu, uppbrettu barði eða barðastórir Garbo-hattar; einnig húfur með löngum hala, sem beygður er aftur á hnakkann. Kvöldkjólarnir eiu lítið frábrugðnir dagkjólunum í sniði. Margir þeirra eru síöir að aftan en stuttir að framan. Kínverska sýningarstúlkan Alla hefur sagt upp hjá Diors-tízkuhúsinu og ráðið sig hjá Saint-Laurent. Hún gengur hér fram og aftur og nýtur þess að !áta horfa á sig og sína háu hár- greiðslu. Hróp og köll heyrast allt í einu frá mátunarklefanum. Reiður maður segir frú nokkurri að hypja sig, hér hafi hún ekkert að gera. Rifrildið magnast — en við drögum okkui í hlé. Við viljum ekki hætta á að okkur verði vísað á dyr. F L E S T I R bridgespilarar hafa mikla ánægju af að villa þannig fyrh’ sagn- hafanum að spilið tapast. Þarf oft mik- ið hugmyndaflug og snarræði til að slíkt heppnist. í spilinu, sem hér fer á eftir villti hin kunna bandaríska spilakona, frú Helen Sobel, á mjög skemmtilegan hátt fyrir sagnhafanum. Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 lauf pass 1 tigull pass 2 grönd pass 3 grönd Allir pass A y ♦ * A G 9 8 4 V 7 6 ♦ A D G 3 * 7 S 2 7 6 2 D 10 8 2 8 6 2 D 10 3 A A K V Á K 9 ♦ 10 9 + A K A D 10 5 V G 5 3 ♦ K 7 5 4 4 G 8 4 3 4 Suður var sagnhafi í 3 gröndum og vestur lét úr hjarta 2, sem austur drap með gosa og suður með ás. Suður lét því næst út tigul 10 og gaf í borði og sama gerði austur. Nú tók sagnhafi áa og kóng í spaða og austur gaf í spaða 5 og drottningu. Sagnhafi, sem að sjálfsögðu áleit að vestur hefði spaða 10, sá nú að hann gat fengið 11 slagi þ. e. 4 á spaða, 2 á hjarta, 3 á tigul og 2 á lauf. Hann lét því út tigul 9 og drap í borði með gosa ,en austur drap með kóngi. Austur lét nú út hjarta og sagnhafi drap heima með kóngi. Suður lét því næst út spaða 3 og drap í borði með níunni. Getur maður vel gert sér í hugar- lund undrun hans og reiði, þegar Helen Sobel drap með spaða tíunni, því nú var útilokað að vinna spilið. Engin inn- koma var í borðið og sagnhafi fékk að- eins 8 slagi. 20. tölublað 1962 l 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.