Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 7
Mynd IU
Ljósmynda-
samkeppnin
I VIÐ viljum minna ykk-
i ur á ljósmyndasamkeppn
i ina, sem við boðuðum
l um daginn. Æskufólki
20 ára og yngra er boðin
þátttaka í samkeppni um
, þrjár beztu myndir sum-
, arsins 1962.
Þrenn verðlaun verða
veitt, 1. verðlaun kr. 500,00,
1 en 2. og 3. verðlaun verða
i vandaðar bækur. Myndirn-
ar þarf að senda til Morg-
unblaðsins, Reykjavík, fyrir
20. september nk. og merk-
ið þær „Ljósmyndasam-
keppnin". Einnig þurfið þið
að senda nafn ykkar í lok-
uðu umslagi og utan á
umslagið og aftan á mynd-
ina þurfið þið að setja
Ísamskonar einkennismerki,
t. d. dulnefni.
Hefjizt nú handa og takið
góðar myndir, sumarmynd-
ir, og látið það ekki aftra ' I
ykkur þó að þið eigið að- j
eins kassavél eða aðra ein-
falda myndavél, því að oft
er hægt að ná ágætum
myndum á þær. Sem sagt,
nú er tækifærið, sendið
okkur myndir, eina eða
fleiri. Bestu myndirnar
verða svo birtar í Lesbók
Morgunblaðsins. Munið að
myndirnar þurfa að berast
til okkar fyrir 20. septem-
ber nk. því að þá tekur
dómnefndin til starfa. Rétt i
er að geta þess að það er 1
ekki nauðsynlegt að mynd-
irnar séu stórar, aðeins að 1
þær séu góðar og skemmti-
legar sumarmyndir. Við
treystum því að þið verðið
mörg sem sendið okkur
myndir svo að þessi sam-
keppni geti orðið ykkur og
okkur til ánægju.
ÞEGAR taka á mynd
• og gengið hefur
r verið úr skugga um að
heppileg filma sé í vélinni
og hún rétt stillt, þá er ekki
nóg að lyfta myndavélinni
og „smella af“, ef myndin
I á að verða góð. Þá er
I að athuga myndverkefnið
j (motivið) og reyna að fá
samspil ljósa og skugga,
lína og flata þannig að
jafnvægi sé í myndinni.
Á helgri slund
„LITIÐ til fugla himinsins
..... og gefið gaiun að
liljum vallarins, hversu þær
vaxa. .“ (Mt. 6,28 og 28.).
Tákiö eftir þessum orö-
um Jesú Krists. Enginn
liefur hvatt okkur á jafn
skýran og gleðiríkan hátt
til þess aö skoöa dásemdir'
sköpunarverksins og hann.
Vonandi hafiö þiö ékki,
kœra œskufóllc gleymt í
sumar aö líta umhverfis
ykkur og gefa dáserndum
lífsins gaum. Þaö er fag-
urt bænarefni aö biöja Guö
aö gefa okkur vökul og
athugul augu, svo aJÖ viö
fáum séö og tekiö þátt í
peirri fegurö, sem hvar-
vetna blasir viö. Hitt er þó
fegurst alls að vaxa t öllu
góöu og göfugu og veröa
þannig þátttákendur í dýrö
Drottins.
einnig skemmir það myndina
að annar drengur stakk sér
fyrr og er kominn að nokkru
ofan í vatnið, drengina ber
saman og renna að nokkru
í eitt svo að myndin verður
óglögg. Gætið þess að það sé
ekki of mikið sem myndavél-
in „sér“ í einu, ef þið viljið ná
glöggum myndum. Ef þið eig-
ið kassavél eða aðra einfalda
myndavél sem ekki hefur
hraðastillingu, þá skuluð þið
forðast að taka myndir af
hlutum og fólki á mikilli hreyf
ingu, en ef þið viljið þó festa
það á filmu, þá reynið að sjá
til þess að hreyfingin sé annað
hvort að eða frá vélinni, því
að þá er minni hætta á að
myndin verði hreyfð. Munið
að halda vélinni alltaf stöð-
ugri og hreyfið aðeins einn
fingur þegar þið smellið af.
Mynd III sýnir vel hvað er
að ske. Þó hún sé ekki hreyfð,
sýnir hún vel hreyfingu og
athafnir piltanna á bátnum
(athugið skvettuna frá árar-
blaðinu og handleggi piltanna)
og strákinn sem er að synda
til þeirra. Þarna er bakgrunn-
urinn ekki áberandi um of svo
að aðalatriði myndarinnar fær
notið sín, en þó undirstrikar
hann vel að þarna unir unga
fólkið sér vel og er kátt í góð-
um félagsskap. Myndin er tek-
in í sólskini (hliðarljósi) en
skuggarnir eru þó mildir og
gefa myndinni hlýjan blæ. Það
er kostur að vatnið er ekki al-
veg slétt, þannig fæst hlutlaus
og mildur bakgrunnur fyrir
aðalatriði myndarinnar og teng
ir bátinn við aðra hluta henn-
ar. Ef myndavélin hefði verið
neðar sVo að höfuð piltanna
hefði borið í ströndina, þá er
hætt við að myndin hefði orðið
lakari.
Mynd
Það er t. d. slæmt ef öll
mest áberandi atriði myndar-
innar eru í öðrum enda henn-
ar, betra er að þau séu ná-
lægt miðri mynd. Um þetta
eru til ýmsar reglur og
kennisetningar og getur verið
erfitt fyrir byrjanda að eltast
við þær og skilja, þessar regl-
ur geta að vísu verið til mik-
illar hjálpar fyrir þá sem
þekkja þær, en ég vil vara
ykkur við að binda ykkur um
of við slíkar reglur, því að þá
er hætt við að myndin ykkar
glati persónulegum einkennum
ykkar og verði ekki sú minn-
ing sem tengir ykkur skemmti
legum atburðum. Ég ætla ekki
að rekja þessar reglur, en
þess í stað ræði ég um þrjár
myndir, kosti þeirra og galla,
eins og ég sé þá, og reyna að
benda ykkur á hvernig betur
hefði mátt gera í hverju til-
felli.
Mynd I er ein af þessum al-
gengu myndum, drengur með
fisk og umhverfið er bryggja
II
í sterku sólskini og því verður
skugginn á andliti drengsins
of sterkur, en oft er aðstaða
þannig að ekki er gott að kom-
ast hjá þessu, en bót væri það
ef sólin hefði skinið dálítið
beinna á^andlit drengsins. Ann
ar galli á þessari mynd eru
möstur og reiði bátanna, sem
verka truflandi og draga at-
hyglina frá drengnum, en hann
er auðvitað aðalatriði mynd-
arinnar. Þá hefði einnig verið
betra að fiskana, sem drengur-
inn heldur á, hefði borið í ljós-
ari bakgrunn, því að þeir
sýna hversvegna drengurinn er
þarna og hvað hann er að
gera. Munið að í bakgrunni
myndar er slæmt að hafa
margar óreglulegar og áber-
andi línur.
Mynd II er tekin í útisund-
laug, drengur stingur sér til
sunds, en hreyfingin er snögg
og myndin verður hreyfð að
nokkru vegna þess að vélin
var ekki stillt á nægan hraða
(betra hefði verið 100 eða 200)
j 20. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7