Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 2
SVIP-
MVND
PAÐ vekur að vonum athygli
í kvikmyndaheiminum, að
Rank lávarður hefur ákveðið að
segja skilið við kvikmyndafram-
leiðsluna. Hann dregur sig nú í hlé,
73 ára að aldri, og fær hið mikla
fyrirtæki sitt í hendur ungum
manni, John Davis, sem um skeið
hefur verið einn nánasti samstarfs-
maður Ranks.
Sú var tíðin, að brezkur kvikmynda-
iðnaður nálgaðist að vera hlægilegur
enda stóð framleiðslan þá að baki kvik-
myndaframleiðslu fjölda annarra landa.
Það voru einkum tveir menn, sem bundu
endi á þefcta ástand. Annar var Alex-
ander Korda, fæddur ungverskur. Hann
dó fyrir nokkrum árum. Hinn var Rank
lávarður, eða Joseph Arfchur Raník, eins
og hann hét þá.
Það var ekkert undarlegt, að Korda
ynni stórvirki á sviði kvikmynda. Hann
var fæddur til þess, ef svo mætti segja.
En sömu sögu er ekki hægt að segja um
Rank lávarð, enginn hefur sennilega
verið ólíklegri til að gerast kvikmynda-
jöfur.
J*
J. Arthur Rank er sonur forríks
myllueiganda í Yorkshire, sem lét syni
sínum eftir hvorki meira né minna en
20 milljónir sterlingspunda. Gamli mað-
urinn var mjög strangur og siðavandur.
Hann var meþódisti af lífi og sál og sá
trúarflokkur er yfirleitt ekki bendlaður
við kvikmyndir né annars kyns skemmt-
anir. Uppeldi Josephs Arthurs Ranks var
strangt og hann vandist ekki óhófi eða
skemmtanafíkn, sem mjög einkennir
kvikmyndaiðnað nútímans.
Þegar hann tók við fyrirtæki föður
síns rak hann það áfram af sama dugn-
aði og fyrirhyggju — og þegar síðari
heimsstyrjöldin skall á var það ekki
sízt J. Arthur Rank að þakka, að Bretar
urðu ekki að herða sultarólina meira en
raun bar vitni. Hann hafði hugboð um
það, sem í vændum var, og safnaði
gengdarlaust korni svo að annað eins
hafði ekki þekkzt þar í landi.
r egar J. Arthur Rank tók við
rekstri kornmyllanna að föður sínum
látnum varði hann mestri starfsorku
sinni í þágu fyrirtækisins. Frístundirnar
helgaði hann söfnuðinum. Hann varð
áhugasamur sunnudagaskólakennari, er
alltaf þeysti í skólann á gamla reiðhjól-
inu sínu. Rankfjölskyldan eyddi ekki
peningum í óþarfa.
Undarlegt en satt, það var í sunnu-
dagaskólanum, sem áhugi hans á kvik-
myndum vaknaði. Hann veitti því at-
hygli, að börnin höfðu miklu meiri á-
huga á að fara í bíó en í sunnudagaskól-
ann. Hann vissi líka, að kvikmynir þær
trúarlegs eðlis, sem almenningur átti
kost á að sjá, voru vægast sagt lélegar.
Rank fór að þreifa fyrir sér. Hann
byrjaði á mynd, sem hann tók úr dag-
lega lífinu, „Turn of the Tide“, mynd um
fiskimenn í Yorkshire. Hún fékk verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
1935. Og þar eð brezk kvikmyndahús
vildu ekki kaupa myndina til sýningar
keypti hann sjálfur kvikmyndahús við
Leicester Square í London til þess að
koma henni á framfæri.
Af þessu sáðkorni óx risatré. Árið
1940 réð hann fyrir fjórum stórum kvik-
myndafélögum, einu fyrirtæki, sem
leigði út kvikmyndir og hvorki meira
né minna en 600 kvikmyndahúsum. Með
sanngirni er hægt að segja, að hann hafi
reynt að standa við hugsjónir sínar og
framleiða einungis kvikmyndir, sem
voru heilbrigð skemmtun og dægrastytt-
ing fyrir alla fjölskylduna. En smám
saman greip straumurinn hann — og
J. Arthur Rank varð með tímanum einn
af hörðustu keppinautum jöfrana í
Hollywood.
H ann komst líka langt. Á skömm-
um tíma safnaði Rank að sér hæfustu
kvikmíyndaihöfundum, sem völ var á, og
til hans réðust líka „stórar stjörnur“ á
borð við Laurence Olivier, Jean Simm-
ons, Trevor Howard og James Mason.
Urrandi ljónið, einkenni Metro-
Goldwyn-I Iayer, vár orðið heimsfrægt.
Málmbumban og nakti kraftajötuninn,
urðu líka heimsfrægir eftir því sem
veldi Ranks óx. Þess er enginn kostur
að telja upp þarm geysilega fjölda
mynda, sem Rank framleiddi, jafnvel þó
aðeins væru táldar betri myndirnar.
Þær eru alltof margar. Fyrirtækið
þandist út og varð á endanum þvílíkt,
að Rank varð að hafa sig allan við til
þess að fylgjast með því, sem var að
gerast í hans eigin stofnun. Hans óska-
draumur var að vinna bandaríska mark-
aðinn. Þó að hann verði milljónum
punda í því skyni, þá er ekki hægt að
segja, að þetta hafi tekizt.
S vo hófust erfiðleikarnir. Rank
kvikmyndafélagið var þannig byggt upp,
að öll hjól þurftu að snúast með mest-
um mögulegum hraða til þess að allt
gengi vel. En nú dró úr aðsókn að kvik-
myndahúsum, í Englandi sem annars
staðar, ekki sízt vegna þess undratækis
sem sjónvarpið er. Og ekki bætti það úr
jkák, að það var sem kvikmyndahöf-
undarnir brygðust, Rank varð sundur-
orða við eina „stjörnuna" á fætur ann-
arri — og margar sögðu upp vistinni.
Nauðungaruppboð urðu næstum dag-
legur viðburður. Þar valt ekki á þús-
undum, heldur milljónum. Enda þótt
Rank hefði tekizt að vinna stóran hluta
af innanlandsmarkaðnum, þá nægði það
honum ekki.
Hvað eftir annað var því spáð, að nú
yrði Rank lávarður, sem hann var þá
orðinn, að leggja árar í bát fyrir fullt
og allt. En þeir spádómar rættust ekki.
Hann var ekki einungis milljónaeig-
andi, kornmyllurnar hans möluðu dag
og nótt. Þar að auki er lávarðurinn
harðsnúinn fjármálamaður, þrautseigur
og hagsýnn. Hann bjargaði mörgum
kvikmyndahúsum undan hamrinum með
því að breyta þeim og nota til annarra
hluta.
H ann varð líka að slaka á gömlu
hugsjónunum. Þegar veldi hans var sem
mest voru aldrei sýndar í kvikmynda-
húsum hans myndir, sem bannaðar voru
börnum. Nú smugu þær inn, ein og ein.
En sjálfur framleiðir hann aðeins mynd-
ir, sem flytja heilbrigt skemmtiefni fyrir
alla fjölskylduna. Nú á hann 374 kvik-
myndahús, en aðeins eina upptökumið-
stöð. Og á hverjum laugardagsmorgni
sýnir hann myndir í kvikmyndaklúbbi
fyrir börn. Það er hans klúbbur — og
það starf, sem hann nú orðið leggur
einna mesta rækt við — alveg eins og
sunnudagaskólann forðum.
Enda þótt hann láti nú af stjórn fyrir-
tækisins, þá er ekki þar með sagt, að
samband hans við kvikmyndirnar sé
rofið. Fyrst í stað fylgist hann sjálfsagfc
vel með rekstrinum — og myllurnar
halda áfram að mala. En nú gefst hon-
um fyrst tækifæri til að njóta lífsins að
setri sínu í Sutton Scotney í Hampshire,
leika golf og fara á veiðar. Rank lá-
varður er skæð fasana-skytta.
Hann byrjaði með 20 milljónir punda.
Þau á hann ekki núna. Stóra málm-
bumban hefur kostað hann mikið fé, en
menn gizka á að hann eigi 10—13
milljónir.
— Kannski 13, segir hann. Ég er ekk-
ert hjátrúafullur.
Bara venjulegur
jb ingmaéur"
Það varð mörgum brezkum íhalðs
n-ani gremjuefni, er Macmillan leysti
Selwyn Lloyd frá embætti fjá.rmála-
ráðherra. Þótti illa farið með mann,
sem vel hafði dugað, því margir töldu
Sclwyn Lloyd einn af traustustu og
dugmestu ráðherrum Macmillans.
Kjósendur Lloyds voru forsætisráð
herraniun mjög reiðir og efndi Lloyd
sjálfur til fundar með þeim til þess
að reyna lægja mestu öldurnar. Hann
gekk brosandi upp í ræðustólinn og
hóf mál sitt:
— Þegar ákveðið var, að ég skyldi
láta af ráðherraembætti, sagði ég við
dóttur mina Jóhönnu, sem. er 10 ára.
Jæja, Jóhanna litla. Nú verð ég ekki '
lengur fjármálaráðherra".
— Verðurðu þá utanríkisráðhcrra
aítur?
— „Nei“
— Hvað verðurðu þá, pabbi?“
— „Bara venjulegur þigmaður."
Hún þagði andartak, en svo sagði
hún brosandi:
— „Mikið er það gott — þá koma
ekki þessar ljótu myndir af þér
I í blöðunum framar.“
Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristirisson.
Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 22480.
✓
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. tölublað 1961