Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 11
ÍSLENZKIR M a.vc/kjavíkursýningunni síð- xa. astliðið sumar komu fram piltar og stúlkur úr Þjóðdansa- félaginu og sýndu dansa með gömlum, þjóðlegum blæ, íslenzk- um. Voru þau klædd íslenzkum búningum, sumum gömlum og fengnum að láni frá Þjóðminja- safninu. í frásögn blaða siðan hefur gætt nokkurs misskilnings, að því er virð- ist, í sambandi við heiti hinna ís- lenzku kvenbúninga, einkum höfuð- búnaðanna. Einnig hafa búningarnir í heild verið nefndir eftir höfuðbún- aðinum, en hæpið mun að gera það, þar sem t. d. höfuðbúnaðurinn breytist verulega um aldamótin 1800 án þess að um leið yrði breyt- ing á aðalhlutum búningsins: treyj- unni, upphlutnum, niðurhlutnum (samfellunni) og kraganum. Um höfuðbúnaðinn er það að segja, að fram á seinni hluta 18. aldar báru konur sívala, uppmjóa, frambeygða krókfalda eða trafafalda (1. mynd). Voru þeir faldar undir lokin orðnir æði háir, svo sem sjá má, og þótti ganga út í öfgar hæð þeirra. En er leið að lokum aldar- innar, tók krókfaldurinn smám sam- an breytingum í breiða faldinn eða spaðafaldinn (2. mynd). Er sagt, að þessi breyting hafi átt upptök sín norðanlands, enda faldurinn einnig nefndur norðlenzki faldurinn. Frá Norðurlandi breiddist spaðafaldur- inn út vestur og suður um land og var sagður orðinn algengur sunnan lands um 1810 til 1820. Þessi faldur hélzt síðan, þar til á síðari hluta 19. aldarinnar, er Sigurður Guðmunds- son, málari, innleiddi skautbúning þann, sem tíðkast enn. Er lagið á faldinum þar mótað að mestu eftir lága krókfaldinum frá 17. öld. SKAUTAFALDAR Kvenbúningur frá síðari hluta 18. aldar (úr Ferðabók Eggerts ólafsson- ar).Þá báru konur háa krókfalda (trafafalda). K.rókfaldurinn var vafinn úr hvítu líni og, eins og segir í íslenzkum þjóðháttum, „eitthvað haft innan í til að halda því stinnu“. Mun spaðafald- urinn hafa átt upptök sín í því, að farið var að hafa pappaspjald í krók- faldinum ofanverðum. Breytti hann þá um svip og varð að lokum, sem sjá má, að flötum, þunnum spaða, mjög frambeygðum, úr pappa fóðruðum með hvítu lérefti á bæði borð. Var spaðinn saumaður við litla kollhúfu úr lérefti (Þjms. 5485) og silkiklútur, er huldi kollhúfuna, vafinn um höf- uðið. E kki skal hér sagt um aldur krókfaldsins. Hans er getið í forn- sögum, en ekki er vitað um útlit hans þá. Á myndum frá 17. öld er hann mun lægri en hér er sýnt (um það bil helmingi lægri), og á sumum 18. aldar myndum er hann breiðari efst. Á myndum frá 16. öld og fyrr sjást ekki krókfaldar, aðeins beinir faldar eða strompfaldar („strompar"), eins og þeir hafa einnig verið nefndir. Beinir faldar munu hafa haldizt jafnhliða krókföldunum á 17. öld og sennilega fram eftir 18. öld. Kvenbúningur frá ca. 1860 (mynd eftir F. C. Lund). Stúlkan ber breiða faldinn (spaðafaldinn), er um þetta leyti var að víkja fyrir faldi Sigurðar málara. ★ ★ Þess má geta að lokum, að áhrif spaðafaldsins gætir, að því er virðist, í húfubúnaði telpna frá lokum 18. ald- ar. Þá báru þær stundum svonefndar spaðahúfur, dökkleitar húfur úr t. d. flaueli eða silki, skreyttar baldýruð- um eða silkisaumuðum rósum, eða lagðar vírknippli. Var spaðahúfan með litlum spaða á kollinum úr sama efni og með sams konar skreytingu og húfan sjálf. Eldri gerð af telpu- húfum, skarðhúfan, var í flestu lík spaðahúfunni, nema hvað hún hafði hnapp á kollinum í stað spaðans. Heimildir: Blöndal Sigfús og Sigurður Sigtryggsson. Gammel Islandsk Kultur í Billeder. Köbenhavn: 1929. Bruun Daniel. Fortidsminder og Nutids- lijem paa Island. Köbenhavn: 1928. Guðmundsson, Sigurður. Skýrsla um Forn- gripasafn íslands, I—II. Kaupmanna- höfn: 1868, 1874. Jónas9on, Jónas. íslenzkir þjóðhættir, Reykjavík: 1945. Elsa E. Guðjónsson. KINDAHAUSAR Frh. af bls. 10. iþess sem hægt er að fara á hestum, þá er þetta eina leið- in til að ferðast um landið ef ínaður vill ekiki fara fótgang- andi. TJtvarpsmaður: Manni detta B'lltaf í hug eskimóar, þegar minnzít er á Island — er það «kki sannleikanum samkvœmt? j Mr. Walker: Nei, því fer fjarrL Landið er mjög blæ- brigðaríkt og í þéttbýlu héruð- unum, sem eru fiá, er mjög sið- menntað fól'k. Qkkur finnst jafnvel við vera eftirbátar þess. Útvarpsmaður: Hvað um ó- byggðirnar? Mr. Walker: Þær eru mjög einkennilegar. Þar eru hraun- breiður, eyðimerkur þaktar grjóti og jöfclar. Svo vaxa blóm á víð og dreif — skipreika. Dásamlegt á að líta. Útvarpsmaður: Þér eruð greinilega gagntekinn. Mr. Walker: Já, það er ég. Útvarpsmaður: Þér eruð all- mikið sólbrendur — hvernig er sólin þarna? Mr. Walker: Sólskinið þar var eins og fyrst í marz hjá okkur. Við lentum ekki í mik- illi rigningu, en hræðilegum stormum. Útvarpsmaður: Oh — oh. Mr. Walker: Já, já (hreyk- inn). Útvarpsmaður: Það hlýtur að vera skemmtileg reynsla að bragða matinn á íslandi. Gerð- uð þér það? Mr. Walker: Já, við smöfck- uðum þjóðarrétt, sem heitir skyr, bragðast ágætlega. Það er eins konar súr mjólkurostur, sem borðaður er með sykri og rjóma — og við brögðuðum líka kindaaugu, sem eru frá- bær, dásamleg. Útvarpsmaður: Ja, gott að það skuli vera komið kvöld, ég vildi ekki heyra þetta að morgni dags! Kindaaugu! Mr. Wal'ker: Já, þau eru fyrirtak. Þeir kaupa kinda- hausa, taka skinnið af, sjóða svo allt saman. Og tungan og augun eru helztu kræsingarnar. Dásamilegt. Útvarpsmaður: Ég verð víst að trúa yður. En eru þeir ekki miklar fiskætur, þarna uppi á íslandi? Mr. Walker: Jú, og algeng- asti fi9kurinn, sem þar er á boðstólum er kallaður harð- fiskur. Hann er líkastur viði, en bragðast mun betur. Frá- bær. Útvarpsmaður: Hvernig eru vegirnir. Þér sögðust hafa ferð ast á reiðhjóli. Það eru sjálf- sagt bílar þar, en hvernig eru vegirnir? Mr. Walker: Þeir eru breyti- legir — frá eins fets ryiklagi, til fjörugrjóts og illa gerðs grjótruðnings. Ef yður er sama þó að þér hrjótið af hjólestin- um einu sinni eða tvisvar, þá er allt í lagi. Útvarpsmaður: Þér eruð greinilega hrifinn af matnum þar — en hvað þá um hótelin? Mr. Walker: Frábær. Þér far ið út í óbyggðir og skyndilega rekist þér á nýtízku hótel og þar bíður þjónustustúlkan þess að bera á borð fyrir yður, hún er fallega klædd, greiðir sér samkvœimt nýjustu tízk-u og er vel snyrt í andliti. Maturinn er fróbær, þjónustan engu lak- ari — okkar þjónustufólk ætti að roðna af skömm. 20. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.