Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 3
nm.r m — ni"-n‘r~rr—*..**.*=-*.*-. ^ i OG ÞER, Eftir Gisla J. Ástþórsson, rithöfund ■ ■ B ■ ÞEGAR talið barst að heiðurs- merkjum, sagði vinur minn að hann væri ekki viss um, að orðurnar hrykkju alltaf til réttra manna. Ég er hérumbil viss um, að þær hafna stund- um á brjóstinu á röngum miönnum, sagði hann, þó að Sveinn á Grímsstaðaholtinu sé vitanlega hrapallegasta dæmið, því að hann fékk orðu af hreinum misgáningi; þeir í orðunefnd villtust á honum og al- naína hans á Grímsstöðum við Hafnar- fjörð; þeim tókst að krossa vitlausan mann! Nú er ég ekki að segja (hélt vinur minn áfram), að Sveinn á Grímsstaða- holtinu hafi ekki átt skilið að fá orðu, eða öllu heldur, að hann hafi síður átt skilið að fá orðu en ýmsir náungar, sem ég hirði ekiki um að nefna. Það er merg- ur málsins, að Sveinn var krossfestur í ógáti, fyrir afglöp, í staðinn fyrir ann- an mann. Þetta gerðist skömmu fyrir stríð. Sveinn var að fara úr öskugailanum þegar hann fékk bréfið. Hann vann í sorpinu. Hann fór úr gallanum úti í skemrnu af nærgætni við konuna sína og hengdi hann framrni við dyr, brá sér í peysuna og buxurnar, sem konan rétti honum út um eldhúsgluggann, flýtti sér síðan inn að fá sér sopa. f því barst bréf- ið. Það var í gulu umslagi með kringlóttu stimpilmeiki, og mér er sagt hann hafi lesið það þrisvar. En eftir þriðju yfir- ferð, þá eins og seig hann niður á eld- húskollinn með bréfið í höndunum, mændi stórum augum upp á konuna sína og sagði hásum rómi: „Guð hjálpi mér, Guðrún. Þeir eru búnir að krossa mig!“ Hvað gerir kvenfóikið þegar það fær svonar fréttir? Jú, það byrjar að aihuga leppana manns. Guðrún tók fram soari- fötin Sveins og tíndi mölkúlurnar úr vösunum, tók fram hálsbindið hans nr ið falska hnútnum og klóraði úr því sósu- blettinn frá síðustu jólum, tðk fram spariskóna hans og sendi hann með þá til skósmiðsins að láta negla járnplötur undir hæiana. Laks tók hún undir hand- legginn á honum og leiddi hann niður í bæ til L. H. Múller og stóð yfir honum á meðan hann keypti sér nýjan harðan hatt og nýjan rauðan tóbaksMút. Það stóð í bréfinu, að Sveinn ætti að koma niður í Alþingishús og taka við orðunni sinni þar, og var tiltekinn dag- urinn og stundin. Hann hefði feginn viljað hafa Guðrúnu með sér, en hún var hivengi nefnd í bréfinu, hvað þá að henni væri boðið. Þó fór hún í peysu- fötin, af því að það var þessi dagur, ag Sveinn kyssti hana á vangann, af því það var þessi dagur, eða réttara sagt: hann goggaði í hana mieð nefinu og roðn aði og hóstaði og þorði ekki að líta fram an í hana. Hann brosti til nágrannanna, sem komu út í glugga að brosa til hans: flýgur fiskisagan.. Hann tók ofan fyrir fisksalanum — af rælnd, og fisk- salinn tók ofan fyrir honum — af rælni. — Hann reyndi að öhreinka ekki spariskóna á göngunni niður 1 bæ og þurrkaði af þeim með nýja klútnum þegar hann kom á Upp- salahorn. Og hann snýtti sér þrisvar á leiðinni frá Uppsalahorni út að Alþing- ishúsi fyrst fyrir framan Hjálpræðis- herinn, síðan fyrir framan Hótel Skjald- breið og loks fyrir framan diyrnar Al- þingish'ússins. Síðan reyndi hann dyrn- ar og fann þær opnar, en fékk eftir- þahka, bankaði og beið drykklanga stund, áður en hann áræddi að mjaika upp hurðinni og smeygja sér inn. Það var skuggsýnt í anddyrinu, og honum brá þegar maðurinn skaust und- an súlunni: mjór þreytulegur maður með hornspangagleraugu. „Sveinn Jónsson?“ spurði maðurinn. „Já,“ ansaði Sveinn. „Gjörið þér svo vel,“ sagði maðurinn. „Það eru allir komnir nema formaður nefndarinnar. Hann tafðist en er á leið- inni.“ Sveinn ’elti manninn upp stigann og inn í Kringluna sem svo er kölluð og heilsaði mönnunum, sem þar voru fyrir með handabandi. Maðurinn með horn- spangagleraugun kynnti þá fyrir honum en nöfnin fóru fram hjá honum, hann var eins og úti á þekju. Hann skildi þó, að hann var elcki sá eini, sem átti að fá orðu í dag; fjórir eða fimm menn aðrir voru staddir þarna í sömu erindagerðum. Maðurinn með hornspangagleraugun reyndi að halda uppi samræðum á með- an beðið var eftir formanni orðunefnd- ar, en það gekk illa. Loks fór hann fram í dyrnar og smellti með fingrunum, og að vörmu spori birtist ung kona á upp- hlut og bar mönnum viskýblöndu og vindla. Við það lifnaði yfir samkvæm- inu, og hár maður í tvíhnepptu gulu vesti gekk til Sveins og gaf honum eld í vindilinn og óskaði honum til ham- ingju. „Reyndar er þetta hálfgerður hégómi" sagði hann. „Ég hugsa ég hefði ekki tek- ið við minni nerna af því Svíarnir þótt- ust þurfa að hengja eina á mig í fyrra, og ég þorði ekki fyrir mitt litla að segja nei vegna viðskiptanna. En meðal ann- arra orða: í hvaða bissnes eruð þér?“ „Ég er í sorpinu, manni minn,“ sagði Sveinn. „Haha!“ sagði maðurinn. „Þessi var góður. í sorpinu, já?“ Sköllóttur maður í röndöttum dipló- matabuxum gekk til þeirra og gaf kon- unni á upphlutnum merki um að koma með viskýblönduna og sagði: „Vernharður, er nokkuð gagn í þess- um norsfcu togspilum, sem þú ert að aug lýsa?“ „Það vona ég ekki,“ sagði Vernharður og hló. „Þékkist þið?“ „Hann Jónas kynnti okkur áðan,“ sagði sköllótti maðurinn. „Komið þér sælir aftur.“ „Hann er í sorpinu," sagði Vernharð- ur og hnippti í Svein. „Yes, Sir, mað- urinn var að enda við að segja mér, að hann væri í sorpinu.“ „Haha!“ sagði sköllótti miaðurinn. „Ansi sniðugt. Og ég er hann Oddur á Skaganum." Sveinn átti bágt með að skilja hvers- vegna Vernharður og sköllótti maðurinn urðu svona glensfullir þegar hann nefndi atvinnu sína, nema það væri þá venja á samkomum af þessu tagi. Hann saup á glasinu sínu, vænan sopa, leit í kring- um sig og gekk til svartklædda manns- ins einmanalega, sem stóð við dyrnar. „í hvaða bissnes eruð þér, manni minn? spurði hann vingjarnlega. „Ég er nú bara prestur," sagði mað- urinn og deplaði augunum. „Haha!“ sagði Sveinn. „Þessi var góð- ur! Ég er hann Oddur á Skaganum." í þessu birtist maðurinn með horn- spangagleraugun í dyrunum og á hæla honum virðulegur hvíthærður maður með harðan flibba og á hæla honum unga konan á upphlutnum með glas á baklia. Maðurinn með hornspangagler- augun tók glasið af bafckanum og rétti manninum með harða flibbann, og mað- urinn með harða flibbann tók sér stöðu á miðju gólfi og horfði á manninn með hornspangagleraugun smellti með fingr- unum nokkrum sinnum og kalláði: „Hljóð, hefrar mínir. Eitt augnablilk, herrar mínir. Formaður orðunefndar ætlar að segja nokkur orð.“ „Ég vil þá byrja á því,“ sagði mað- urinn með harða flibbann, „að bjóða yfkkur hjartanlega velkomna. Eins og ýkkur er kunnugt... “ Hann talaði hátt og snjallt og af skiör- ungsskap, hnaut aldrei um orð, vilttist aldrei af leið, horfði í augu viðstaddra og hafði opið augnaráð og var mikilúð- legur á svipinn. Hann kastaði upp höfð inu meðan hann talaði og tyllti sér á tá öðru hverju, en stóð stundum á hælun- um einum saman og kunni þá list að snúa sér á hælunum, mjúfclega og á- reynslulaust, eins og dansmeistari. Hann sneri stundum í austur og stundum í vestur og stundum beint fram, og hann gat snúið sér í hálfhring, 180 gráður, uim möndul sinn. Sveini fannst hann tilkomu mifcil sjón og orð hans viturleg. Þegar formaður orðunefndar lauk máli sínu, lyfti hann glasinu og bað menn drekka skól kóngsins. Að svo mæltu sneri hann sér að rauðdúkuðu borði við vegginn, brosti prakkaralega “og sagði: „Jæja, drengir, og þá er komið að jólagjöfunum." Hann tók svarta öskju af borðinu og gaf Vernharði bendingu um að koma tii sín, opnaði öskjuna, sýndi honum ofan í hana, smiellti henni aftur og féfck hon- um hana og kleip um leið kumpánlega í handlegginn á honum. Hann tók aðra öskju af borðinu og Framh. á bls. 13 Gísli J. Ástþórsson er löngu Jcunnur fyrir ritsmíöar sínar. Eftir hann hafa komiö þrjár bœkur, TJglur og páfagaukar, 194Hlýjar hjartarætur, 1958, og nú síöast Brauöiö og ástin, sem er ágúst-bók Almenna bókafélagsins. Auk þess hefur fjöldi smásagna Gísla birzt í blööum og tímaritum. í síöasta Félagsbréfi AB segir Gísli um „Brauöiö og ástin“: „Brauöiö og ástin er skáldsaga eins og þaö heitir í daglegu tali. Hún er skrifuö út frá því sjónar- miöi, aö þaö sé ekki dauöasynd þótt höfundur leitist viö aö stytta mönnum stundir; og jafnvél aö honum leyfist aö vera í góöu skapi; og þaö sé ekki endilega skylda hans aö þylja mönnum bölbœnir og hrópa aö veröldin sé aö fara til andskot- ans. Þó er vitanlega áróöursþráöur í bókinni, skoöun. En ég er aö vona hún sé ekki eklci sett fram í sælu- vímu hins alvitra, né meö geisla- baugsumbúöum ellegar þyrnikór- ónutilburöum". Höfundur teiknaöi sjálfur mynd- ina, sem fylgir þessari sögu. 20. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.