Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 13
Pakistan til Indlands og Múhameðs- menn hina leiðina. Svo mikil var þröng- in á flugvöllunum, að' sumir reyndu að pretta með því að f-la börn innan klæða. " Jr arna var mjög ófriðlegt og eina nóttina hafði mikil mannþröng safnazt saman við flugskýlið í Karachi. Þegar flugliðið kom þangað um morguninn, höfðu nokkrir þeirra sem biðu, verið stungnir með hnífum — ef til vill af mönnum, sem vildu fá sæti hinna myrtu, en ef til vill líka af múhameðsk- um ofsatrúarmönnum. Á 5—6 vikum voru alls um 3000 manns fluttir þannig með flugvélum Braathejis. Hann fjölgaði nú leiðum sínum og rak þær með ábata, og útvegaði landi sínu þannig gjaldeyri. Fram að 1960 hafa fyrirtæki hans greitt um 21 millj. í skatta, svo að af því má ráða, að það sem sveitadrengurinn frá Ássíðu hefur áorkað, er ekkert smáræði. En þrátt fyrir það, að hann greidui skatta sína skilvíslega og rak fyrirtæki sín með sæmilegum hagnaði, gerðu stjórnarvöldin honum margvíslega erf- iðleika. Eftir ófriðinn þróuðust smám saman fyrirætlanirnar um Norðurlanda- flugfélag, og þar eð ríkið hafði þar hönd í bagga, var því ekkert um sam- keppni einkafyrirtækja. Því átti að neita . Braathen um leyfi til Austur- landaflugs, enda þótt hann væri braut- ryðjandi einmitt á því sviði. En þá ráku blöðin upp almennt rama- kvein. Þau tóku málstað Braathens, vörðu einstaklingsframtakið og höfðu ill orð um ríkiseinokun sem ekki þyldi neina samkeppni. Braathen varð forsíðuefni um langt érabil og miðdepill í umræðum, sem óttu áhuga allrar þjóðarinnar. * M XyJBL álið var í fáum orðum sagt iþannig vaxið, að flugfélag rikisins, DNL étti að innlima í Norðurlandafélagið SAS. ítíkisstjórnin hélt því fram, að Braathen gæti ekki fengið framhaldsleyfi é Austurlandaleiðinni, af því að aðeins eitt félag gæti flogið á hverri leið undir norskum fána, og hagsmunir þjóðarinn- ar væru bundnir við SAS. Þetta varð löng styrjöld og kom hvað eftir annað fyrir Stórþingið. Það var ekki fyrr en 3. febrúar 1949, að Braat- hen fárlk boð um, að leyfið væri fram- lengt um fimm ár. Ekki svo að skilja, að stjórnarvöldin gerðu þetta með glöðu geði, en hinsvegar bar almenningsálitið iþau ofurliði um land allt. í bili gilti leyfið til 1954, og það lá í augum uppi, að þá yrði ennþá erf- iðara að fá það endurnýjað en nokkru sinni fyrr. Hinn 30. júní 1953, gerði samgöngumálaráðherrann, Jakob Pett- ersen, ítarlega grein fyrir áliti sínu á spurningunni um SAFE — SAS. Nokíkrum dögum áður höfðu blöðin lagt fram tölur, sem sýndu rekstrarút- komu beggja flugfélaganna á því tírna- bili er bæði höfðu haldið uppi Austur- landaflugi, þ.e. fná 1951. SAFE hafði á tímabilinu ágóða, er nam um þremur milljónum, en SAS á sama tima um 4 milljóna tap. « Engu að síður hélt ráðíherrann því eindregið fram, að Braathen gæti ek:ki fengið leyfið framlengt. Plugmál Nor- egs þyrftu að vera á einni hendi og það gerðist bezt með sambandi við SAS. Rannsókn, sem norska Gallupstofn- unin gekkst fyrir um þessar munddr, sýndi, að 87% voru því fylgjandi, að SAFE ætti að fá leyfi sitt framlengt til Austurlandaflugs. u , l.J.inn 25 marz 1954 urðu hvassar NÓTT Eftir Jakob Jóh. Smára (BLANCO WHITE) Dulræna nótt, er faðir okkar fyr frétti um þig frá guði, um kvöldsins dyr, kenndi hann ei uggs, að alveg hyrfi þá unaðsleg dýrðarhvelfing, ljós og blá? En gegnsæ dögg í blíðri birtu lá böðuð í sólar logum grasinu á, og rökkrið kom með himnaskarans hyr, og heimurinn varð stærri, en nokkur spyr. Hver augu grunað gat, að myrkur slíkt geymdir þú, sól, á bak við allt þitt ljós, — að dyldist bak við aftanroðans ós endalaust stjarnahaf, af furðum ríkt? Hví biðjum vér gegn bitrum dauða um hlíf? Ef blekkir ljós, — hví þá ei einnig líf? umræður í Stórþinginu ©g skoðun sam- göngumálaráðherrans sigraði með 95 at- kvæðum gegn 41. SAFE var neitað um leyfið. Þegar Starfangursþingmaðurinn Paul Ingebrechtsen (vinstri), lagði til, að Stórþingið skyldi láta í ljós hryiggð sína yfir því, að neitað var um leyfið, kvaðst forsætisráðherrann, Torp, gera þetta að fráfararatriði. Mun það sjald- gæft, að forsætisráðherra geri mál ein- staklings að fráfararatriði. Enda þótt vængir Braathens væru nú stýfðir og hann gæti átt von á meira mótlæti síðar, gafst hann ekki upp. Með bjartsýnistrú sinni á framtíð flug- mála, lagði hann nú kapp á að færa út kvíamar innanlands. Nú í daig er hann einn í hópi stærri útgerðarmanna flugvéla í heiminum, auk þess sem hann á allverulegan skipa- flota. Að meðtöldum nýbyggingum ræð- ur hann yfir 150.000 smálestum. Hjá flugfélaginu hafa 450 manns abvinnu, þar af 350 í venkstæðinu í Sola og 100 við skrifstofustörf og á flugvélunum. Yið skipaútgerðina vinna um 300 manns. Fn Braathen lætur sér ekki nægja skipin og flugvélarnar. í Austurdal á hann 25.000 „mól“ af ágætum skógi, og þar er 50 manna starfslið. Það er eins og Braathen segirsjálf- ur: „Ef skógurinn stendur þarna, þá vex hann, en ef skipin liggja um kyrrt, ryðga þau.“ Sveitadrengurinn frá Ássíðu, sem byrj aði með tvær hendur tómar, er nú orðinn voldugur og áhrifamikill mað- ur. Hann er riddari af orðu Ólafs Helga, fyrir framkvæmdir sínar í siglinga- og loftferðamiálum Noregs, og hefur feng- ið mikla viðurkenningu fyrir tillag sitt til þeirra rnála. En þar fyrir hallar Braathen sér ekki aftur á bak í stól eða tekur sér frí. Hann er að vísu enginn ofsafenginn vinnuþjarkur en honum líður bezt þegar hann hefur eitthvert vandamál til meðferðar, enda þótt hann geti líka gefið sjálfum sér frí um skamman tírna, ef svo ber undir. Þá fer hann oftast upp í fjöll eða á veiðar. Langferðir upp um fjöll eru bezta hvíldin frá erfiðum samn ingafundum. Annars hefur hann líka gaman af að sigla og á sæti í stjórn nokkurra listasafna. Braathen er nú að verða sjötugur en sýnist miklu yngri, líklega vegna þess, að hann hefur alla ævi verið hófsmað- ur á miat og drylck. En í vinnunni er hann enginn hófsmaður. Það er sagt, að vinnan göfgi mann- inn, og Braathen er lifandi dæimi um sannleiksgildi þeirra orða. Sveitadrengurinn einbeitti kom sér áfram á óróatímum. En líka á tímum mikilla tækifæra, munu sumir segja. En hvað segir Braathen sjálfur um þau boðorð? Hafa ungir menn færri tækifæri í dag? Öðru nær, segir hann. Ungir menn hafa óendaniega miklu fleiri tækifæri í dag en áður fyrr. Ungir menn, sem hafa hæfileika og vilja til að grípa tækifærin, geta í dag, næstum að segja komizt hvert sem þeir vilja. En til þess þarf að taka á viðfangsefnunum með alvöru, en það þarf ekki að vera það sama sem að loka sig inni og vera svartsýnn á tilveruna. Það verður að sjá að sólin skín. Hugsuim ökkur, hvað ungu fólki líður vel nú á tímum. Allir geta lært Ókeypis, og það þótt þeir komi frá fátækum heimilum, og í atvinnuvegun um er alltaf þörf á ungum, dugandi miönnum. Framtíðin er björt — þó með einum fyrirvara. í pólitísku tilliti liggur nokk- urt farg á heiminum. En vondandi er þetta bara millibilsástand, þegar menn eru stórorðir og háværir, og ég held að Sanæinuðu þjóðirnar geti jafnað valda- streituna. Og takist það eiga hinir ungu framtíðina. - SMÁSAGAN Frarnh. af bls. 3 benti prestinum að koma til sín og fékk honum hana með föðurlegu brosi. Hann benti sköllótta manninum að koma til sín og smeygði öskjunni stráks lega í jakkavasa hans, benti hvítskeggj - uðum öldungi að koma til sín og vikn- aði yfir öskjunni hans, benti fölleita manninuni, sem drukkið hafði sitrón, að konra til sín og tók gleði sína aftur yfir öskjunni hans, benti.. .og eins og klór- aði í loftið með fingrinum. Hann leit kringum sig. „Sveinn Jónsson," sagði hann. Sveinn steig fram. „Sveinn Jónsson," endurtók maðurinn með harða flibbann. „Ég er Sveinn Jónsson,“ sagði Sveinn. „Sveinn Jónsson," sagði maðurinn í þriðja skipti. „Sveinn Jónsson, maður! Hvar er Sveinn Jónsson?“ Sveinn Jónsson var ekki viss um nema þetta væri samkvæmisleikur eins og gerfinöfnin; þeir voru svo brellóttir þessir menn. Hann beið átekta. Maður- inn með harða flibbann kallaði mann- inn með hornspangagleraugun út í horn og hvíslaði í eyrað á honum með handa- pati. Maðurinn með hornspangagleraug un kinnkaði kolli og teygði aðra hönd- ina aftur fyrir bak og smellti með fingr- unum. Þá birtist ungnr maður við hlið- ina á honum eins og hann hefði komið upp úr gólfinu, og maðurinn með horn- spangagl-eraugun hvíslaði í eyrað á hon- um með miklu handapati, og ungi mað- urinn roðnaði og'byrjaði að skjálfa og hnoðaði loft af ákafa milli handanna og lá augsýnilega við gráti. Þá benti maðurinn með harða flibbann til dyr- anna o® maðurinn með hornspangagler- augun smellti með figrunum eins og hríðskotabyssa, og ungi maðurinn þver- brotnaði og dróst út um dyrnar, hel- særður. Þá gaf maðurinn með harða flibbann manninuni með hornspangagleraugun merki um að benda Sveini að koma til þeirra. „Eruð þér með bréfið?" spurði maður- inn með harða flibbann. „Já,“ sagði Sveinn, “það er hérna í veskinu minu.“ „Mætti ég lxta á það,“ sagði maðurinn „Gjörið þér svo vel,“ sagði Sveinn. Maðurinn með harða flibbann vó salt á hælunum á meðan hann las bréfið, og maðurinn með hornspangagleraug- un las yfir öxlina á honum og mótaði hvert orð með vörunum. Síðan eins og seig maðurinn með harða flibbann nið- ur á gólfið aftur og sagði: „Já, það er ekiki um að villast.“ „Það er stílað til hans,“ sagði mað- urinn með hornspangagleraugun. „Vissulega." „Það er á hans nafni.“ „Augljóslega.“ „Og þarna er skekkjan: Grímsstaða- holt í staðinn fyrir Grímsstaðir.1* Maðurinn með harða flibbann setti stút á munninn og horfði upp í loft og var aftur mikilúðlegur á svipinn. „Jamm,“ sagði hann. „Það er nú svo og svo er nú það og það er nú svo.“ Maðurinn með hornspangagleraugun samsinnti. „Það er nú svo,“ sagði hann. Maðurinn með harða flibbann sagði: „Tja. Hvað skal gera? Hvað skal gera, góðir hálsar? Ha? „Það er lóðið,“ sagði maðurinn með hornspangagleraugun. „Það er margt skrýtið í kýrhausnum," sagði maðurinn með harða flibbann og hóf sig á tærnar. „Víst er það,“ sagði maðurinn með hornspangagleraugun. „Það er margt skrítið í kýrhausnum," endurtók maðurinn með harða flibbann. „Æði skritið. Æði undarlegt. Æði und- arlegur kýrhaus, góðir hálsar." Hann setti niður hælana og sveiflaði sér 180 gráður, frá austri til vesturs, og síðan til baka aftur og síðan beint að Sveini. „Jæja, Sveinn minn,“ sagði hann. „Það er víst ekki annað ráð vænna en óska þér hjartanlega til hamingju.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Sveinn og ræskti sig. „Þakka yður kærlega fyrir.“ Maðurinn með hornspangagleraugun laut að manninum með harða flibbann og hvíslaði í eyrað á honum. „Einmitt," sagði maðurinn með harða flibbann. „Að sjálfsögðu. Þú verður að breyta fundargerðinni." Hann tók í handlegginn á Sveini og leiddi hann að rauðdúkaða borðinu og tók upp öskjuna sem var eftir og brosti karlmannlega. „Við vitum hvað þú heitir, Sveinn minn,“ sagði hann og fékk honum öskj- una, „og við vitum hvar þú átt heima, en nú þarftu að segja okkur hvar þú vinnur.“ Sveinn kímidi framan í manninn með harða flibbann. „Eg er í sorpinu," sagði hann íbygginn. Og síðan með brosi, sem klauf andlitið í tvennt: „Og þér, manni minn eruð Oddur á Skaganum!" v. 20. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.