Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1962, Blaðsíða 5
m^i^cmh^- É|||§l||g Q^bmnáv lóhanmdóttur fia Á$iák$stööim\. ar heim. Hann var skrámaSur á andliti, en annars hress og glaður. Frú Hall fagnar manni sínum og spyr: „jpví ertu svona í framan?" „Köttur datt meS mig á heimleiðinni. En ég meiddist ekkert nema þetta lítil- ræði í andlitinu." Vissillega sá frú Hall gegnum holt og hæðir, þótt konunni fyndist það fjar- stæða. H'"ír getur láð henni það? (Skrifað í nóv. 1954). ft * tiér var nýskeð sagt eftirfarandi og læt sögumann og sjónarvott hafa orðið. Snögglega óskýrist þessi dularvera i dyrunum, leysist upp og hverfur. En ekkert varð ég hræddur. Mér fannst þetta allt eðlilegt, Þegar móðir mín kemur inn, spyr ég hana hver hafi komið. Hún segir að enginn hafi kom- ið. Segi ég henni þá frá sýn minni. Hún biður mig lýsa manninum. Geri ég þa3 eftir beztu getu, því skýr stóð hann mér fyrir hugskotsaugum. Hún kveðst ekki kannast við hann. k5 einna þennan sama dag kemur nágrannakona til móður minnar. Biður hún hana að hýsa stúlku um nóttina, það sé svo fullt af gestum hjá sér, að l^ Y R IR allmörgum árum birtist í Lesbók grein eftir ritstjórann um Sæfinn með barns- lundina og hreina hjartað. í æsku minni heyrði ég getið um Sæfinn og skóna hans sextán, en glögga mynd hafði ég ekki af bon- um, fyrr en eftir lestur greinarinn- ar. Og ég verð að segja það, að bjart er í huga mínum um þennan tötr- um vafða píslarvott mannlegrar eymdar. í nefndri grein er þess getið, aS 1838 hafi fyrsta gröfin verið tekin í kirkju- garðinum á Melunum. Þetta rifjaði upp fyrir mér kynni mín af gamalli konu, frú Hall. Það var skömmu eftir aldamótin að ég dvaldist vetrarlangt við nám í Keykjavík. Var ég til húsa hjá frú Elín- borgu Hall og mágkonu hennar, frú Luise. ömmu. Hún hafði frá svo mörgu að segja. En því miður hef ég glatað flestu, sem hún fræddi mig um, eins og svo mörgum öðrum verðmætum. En nú hef ég fiskað upp úr hafsjó minninganna tvö atvik, sem þessi blessuð amma sagði mér frá. É, W Jr ær voru báðar ekkjur og höfðu xnatsölu í Þingholtsstræti 24. Hjá þeim var móðir Luise, og tengdamóðir Elín- borgar, háöldruð. Heimasætan á heim- ilinu var Ragnheíður Hall, dóttir Elín- borgar. Hún vann við verzlun Sturlu- bræðra, sem voru frændur hennar. — Ragnheiður giftist Einari Jónassyni, sem síðar varð sýslumaður í Barðastrand- arsýslu. — Frú Ragnheiður er lát- in fyrir skömmu. Gamla frú Hall var margfróð. Hún hafði numið mikið á langri göngu í skóla lífsins. Og máske er það stað- bezta þekkingin, sem sá skóli veitir. Ég kallaði frú Hall ömmu eins og fröken Ragnheiður. Öllum stundum sat ég hjá .g varð undrandi.þegar hún sagði mér, að hún hefði verið viðstödd fyrstu jarðarförina, sem fram fór í kirkju- garðinum á Melunum, nú gamla, garð- inum, þá kornung. Hún sagði mér hver það var, sem þar var lagður til hinztu hvíldar. En því hef ég gleymt. Mér fannst ótrúlegt að hún hefði lifað það, að öllum þeim fjölda væri hringt til grafar, sem hvíldu þar láin bein. Og þrátt fyrir mörgu árin, sem hún hafði að baki, var hún enn glöS í bragði og skýr í hugsun og frásögn. Kem ég þá að síðara atvikinu. Síðla dags að vetrarlagi fór maður frú Hall suður í Hafnarfjörð. Reið hann gráum hesti, sem hann átti og nefndur var Köttur. Um kvöldið sat hún í stofu sinni og kona hjá henni. Þær ræddu saman. Skyndilega rak frú Hall upp hljóð. Konan, sem hjá henni var, hrekk- ur við og segir: „Er þér að verða illt?" „Nei, en Köttur datt með manninn minn og ég er hrædd um að han hafi meitt sig." „Hvaða ógnar vitleysa, ekki sérð þú gegnum holt og hæðir", verður konunni að orði. „Jú, ég sé það jafn greinilega og ég sé þig". E, <ftir stundarkorn, sem frú Hall fannst eilífðartími, kemur maður henn- s TUTTU eftir, að ég var fermd- ur, fór ég að fara á sjó. Og gerði ég það síðan í rúmar 20 vertíðir. Fyrstu vertíðina reri ég á opnu skipi, hjá frænda mínum Guðmundi Bjarna- syni, á Bræðraparti í Vogum á Vatns- leysuströnd. Um vorið eftir, fór ég matsveinn á skútu, og var þar til hausts á skipi, sem Jón hét. Og mun hann þá hafa verið með elztu kútterum, sem hingað voru keyptir. Mánaðarkaup mitt var þá 18 kr. Var mér ætlað að elda fyrir rúmlega 20 karla. Ekki hafSi ég komið nærri elda- mennsku áður. Og ekki var ég sá mað- ur, að ég gæti tekið pottinn hjálpar- laust ofan, ef hann var fullur, sem oftast var, ef ekki var því verra í sjó- inn. En alltaf fékk ég góða hjálp með það, þegar í nauðir rak. Eldamennskan var nú ekki önnur, en að elda fisk tvisvar á dag, og svo einhvers konar graut um niiðjan daginn. Nema á sunnudögum, þá var elduS sætsúpa. Engar kartöflur voru eldaðar, nema handa yfirmönnunum. Einstaka háseti hafði með sér kartöflur, sérstaklega menn af Akranesi. Hver maður lagði sér til soðfisk. Einna lakast var að útvega hverjum sitt upp úr pottinum. Gat það reynzt dálítið erfitt, þegar vont var í sjóinn, því þá var nokkur hætta á að eitthvað kynni að ruglast til. En misjafnar gátu þakkirnar orðiS, ef útaf bar. Þó tókst þetta oftast sæmilega. Einum hásetanum man ég sérstaklega vel eftir, og voru þó fleiri mér hjálp- legir. En hann skar sig þó úr, enda hafði hann getu og góðan vilja til þess. Þessi maður var Jón heitinn ólafsson, síðar bankastjóri og alþingismaður. Skipstjóri var Marteinn Teitsson og stýrimaður Vilhjálmur Gíslason, báðir ágætismenn. Næsta vetur var ég einnig matsveinn og var kaup mítt þá 25 kr. á mánuði. Þá var ég á skipi, sem Sturla hét, eign — Þegar ég var sjö eða átta ára bar það við einn morgun að ég var einn uppi á lofti í rúmi mínu. Móðir mín hafði farið út að hengja upp þvott. — Skyndilega birtist maður í dyrunum. Hann heilsaSi ekki eins og venja gesta er. En mér fannst þaS ekkert undar- legt. Ég spyr hann hvað hann heiti og hvern hann vilji finna. En hann svarar engu og ég endurtek spurninguna. Ekk- ert svar. Ég horfði á hann eins og ég nú horfi á þig. hún hafi ekkert rúm fyrir hana. Móðir mín segir það velkomið. Þegar þessi næturgestur kemur, rifjast það upp fyr- ir manni, aS stúlka þessi hafi átt bróð- ur, sem dáinn var fyrir nokkrum ár- um. Hún hafiS þekkt hann lítillega, en gleymt honum alveg. En nú minnist hún þess aS lýsing mín á ókunna mann- inum á við þennan látna bróður stúlk- unnar. ÞaS leikur því enginn efi á, hver hann var, þessi þögli gestur frá dán- arheimum. (SkrifaS í sjúkrahúsi okt. 1956). SturlubræSra. Skipstjóri Bjarni Elías- son. Eftir þá vertíð réðst ég sem fullgildur háseti og þó sem hálfdrætt- ingur. Og gekk mér fiskidrátturinn eftir vonum. Á meðan ég var sjómaður, var ég svo heppinn aS eignast ágæta skip- stjóra, Og urSu sumir þeirra mínír beztu vinir. Og hefi ég nú kvatt þá alla. Þann síðasta fyrir tæpu ári, Kristin Bryjólfsson frá Engey. En honum var ég með síðast á íslendingn- um 1917. ÞaS var mín síðasta sjóferð. Lengst var ég með Jóni Árnasyni frá Heimaskaga á Akranesi, 12 vertíðir. Eins og fyrirsögnin á þessum þætti ber með sér, var ætlunin að segja frá skoplegu atviki, sem kom fyrir eitt sinn er ég var á skútu. Að vísu bar ýmislegt fleira við á þessum árum, sem ekki væri síður frásagnarvert og sumt af því þannig „að því gleymi ég aldrei". En að þessu sinni munu þau atvik ekki verSa færS í letur, aðeins þetta eina. En hvort fleiri verði rifjuð upp síSar er óvíst, enda öllum huliS sitt endadægur. Atvik þetta, sem hér um ræSir, mun hafa gerzt um sl. alda- mót. Ég var þá háseti á kútter Skarp- héSni. Eigandi hans var þá Jón Jónsson skipstjóri í Melhúsum á Seltjarnarnesi, mætur maSur og vel látinn. Kona hans var Guðrún Brynjólfsdóttir frá Meðal- fellskoti í Kjós, mikil myndar og gæða kona. Þegar þetta atvik gerðist, sem hér um getur, var enskur maður háseti á Skarphéðni, Jón að ncíni, en gekk undir nafninu Sjonn. Var hann þá vinnumaSur í Melshúsum. Kom hann hingað til lands á timburskipi, sem strandaði i Borgarnesi. i_ n nokkru áður en þetta bar við sótti Jón í Melshúsum fisk í enska togara, sem þá stunduðu mikið tog- veiðar hér í Faxaflóanum. Þetta gerðu ýmsir fleiri en Jón, voru þeir frá Akranesi og Seltjarnarnesi. Og fékk Sjonn að fara með Jóni um borS í togara með það fyrir augum að komast meS einhverjum þeirra aftur heim til Englands. En hentugt var fyrir Jón skipstjóra, að fá mann, sem gat talað viS togarakarlana. Varð það því að ráði að Sjonn staðnæmdist hér um sinn og réðst hann þá til Jóns. Og varð hann síðar háseti á SkarphéSni og þar kynnt- ist ég honum. Þar var hann er þetta atvik gerðist, sem hér skal frá greint. Við vorum staddir grunnt út af Patreks firði í góðu veðri í tregfiski. Þetta var að vorlagi. Flestir voru viS sitt færi. Sjonn þótti heldur orðljótur og sér- staklega bar á því, ef honum gekk illa að draga. Blótaði hann þá ýmist á ensku eSa íslenzku, eða þá einhvers konar mállýsku. í þetta sinn hafði hann Framh. á bls. 6 20. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.