Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Page 6
Formbreyting hans frá hætti fyrri skálda var geysimikil, náði til 'orðavals eins og ríms og hrynjandi. Allt skáldamál, hvað þá „skáldaleyfi“ var útlægt, öll ó- eðlileg eða tyrfin form orðanna, einnig sérleg skrúðmælgi, öll fyrnska líka, jafn- vel þegar hann orti um efni úr Sög- unni... Þeir Davíð og Nordal voru mjög nánir vinir, og sú vinátta mun hafa haf- izt, áður en Ðavíð kom fram opinber- lega sem skáld, en hvort vinátta þeifra Nordals hefur haft áhrif á skáldskap Davíðs og menningarviðhorf, er mér ókunnugt. Hitt veit ég, að Davíð muni hafa verið í mjög nánum tengslum ætt- ar og uppeldis við jafnt alþýðlega sem listþróaða menningu okkar — og að niðurstöður Nordals muni hafa verið honum andleg mögnun, og gildi hinna nánu kynna þeirra geta þeir gert sér i hugarlund, sem kunnu skil á persónu- töfrum, hugkvæmni og fjölvísi Nordals. En víst er um það, að skáldskapur Dav- íðs varð áhrifaríkur og nauðsynlegur tengiliður gamals og nýs á mjög var- hugaverðum tímum. T ómas Guðmundsson gaf út ljóð sín frá skólaárunum 23 ára gamall. Þar með kannaðist hann opinberlega við þessi ljóð, sem raunar voru mjög strangt úrval, en þar með sagði hann ekki, að nú þættist hann hafa náð þeim ljóða- stíl, sem honum hæfði sem þroskuðum manni. Með útgáfu þessara Ijóða mark- aði hann í rauninni bil þáttaskila bæði í bók lífs síns og listar — því að ekki verður skilið á milli lífs Tómasar Guð- mundssonar og listar hans. Nordal, — ég veit ekkert með vissu um áhrif hans og þeirrar stefnu, sem hann markaði, á Tómas og hef enn síður leyfi til að geta mér til um þau, þar sem hann á í hlut, heldur en þá er vikið er að Davíð, því að mér er ekki kunnugt, hve náinn var kunningskapur þeirra Nordals og Tóm- asar. En úrvalið úr hinum formfögru og dreymnu æskuljóðum þessa skálds kom út sama árið og Lesbók Nordals með hinni merkilegu ritgerð, og það er mér kunnugt, að Tómas leit engu síður upp th Nordals en við hinir, sem þá vorum að hefja bókmenntalegan þroskaferil okkar við ærið erfið skilyrði, svo að ég hygg, að áðurnefnd ritgerð hafi að. minnsta kosti haft þau áhrif að treysta þá ást og virðingu Tómasar á íslenzkum menningarerfðum, sem hann hafði hlot- ið sem heimanfylgju. Og svo mikið er víst, að Tómasi þótti ærið vandgert við íslenzkar bókménntir. Það liðu hvorki meira né minna en níu ár þess skeiðs ævinnar, sem ljóð- skáld munu yfirleitt taka út mestan þroska, unz frá honum kom ný bók, og það er síður en svo, að hann verði þess- um árum í kappsamlegt auðstrit! Ég þykist þó hafa hugmynd um, að þetta árabil hafi verið honum ærið erfiður tími, svo miklum sætleik sem .hinn beiski bikar sjálfsprófunar og leitar að persónulegu og hálistrænu formi hefur þó verið blandinn annað veifið. Ég veit, að Tómasi hefur verið það fylli- lega ljóst, að minnsta kosti lengst þessa tímabils, svo sterk sem var köllun hans sem listamanns í ljóði, að þarna var ekkert minna lagt undir en persónu- leiki hans og lífsheill. Og sjá: Þegar bók- in kom, þá var hún jafnnýstárleg að efni sem formi. Höfundurinn, sem var uppalinn „við fljótið helga“ í tvennum skilningi, var í órofa tengslum við ein- hverja þá mest heillandi náttúrufegurð, sem ísland hefur upp á að bjóða, orti ekki ástar- og saknaðarljóð til sveitar sinnar og átthaga, eins og svo mörg önn- ur góðskáld, sem hafa horfið á brott á vit bæja og borga, heldur varð hann hið fyrsta skáld borgarinnar. Og formið: hin listrænasta og lýtalausasta fágun, sem dæmi eru til í íslenzkum skáld- skap; yfir hrynjandi, máli og öllu orða- vali svipblær glæsilegrar heildar, oft á yfirborðinu glettinn léttleiki, en und- Halldór Laxness ir niðri dulur og djúpur tónn rýnins og undrandi áhorfanda að því er fram fer á leikvangi lífs og örlaga. í tilefni hinnar löngu þrautabaráttu Tómasar flugu upp í fang mér þessi orð hans í ræðu, sem hann flutti nýlega: „Og víst er það ánægjulegt, ef mað- ur má hafa það fyrir satt, að heims- frægðin sé farin að stinga sér niður hér og þar á meðal hinna yngstu höfunda, og væntanlega sigla afrekin í kjölfarið. Aður fyrr gátu höfundar í hæsta lagi vænzt þess að verða frægir af verkum sínum, eftir að þeir voru búnir að semja þau, og sjá allir, hve hitt er miklu huggulegra fyrirkomulag". E r það undarlegt, þó að þeim manni þyki ástæða til að segja þessi orð, sem á að baki áratuga baráttu — sem lagði allt að veði til að ná í list sinni þeim árangri, sem væri samboðinn þrautskírðri smekkvísi hans, ýtrustu getu hans til listrænnar nýsköpunar, iangþjálfuðu listformi og síðast en ekki sízt þjóðinni hans, öllum þeim, sem í þjáningu og örbirgð liðinna alda hafa varðveitt eld þjóðlegrar skáldskapar- íþróttar á þessu landi og mættu vera eldlegur viti þeim, sem nú lifa á varg- öld auðs og valda og sumir hafa þrá- tefli heimsveldanna að afsökun á dáð- leysi sínu, þar sem þeir ráfa eins og vankakindur um markaðstorgin, en aðr- ir ákveða í örþroti sínu að fylgja herra eyðingarinnar upp á ofurhátt fjall og drekka sig ölvaða í dásemdum þeim, sem þar blasa við, þótt þeir jafnvel viti innst inni, að einmitt slíkir menn sem þeir fá þeirra aldrei notið. I slíkri baráttu skálds fyrir að reynast köllun sinni trúr sálast gjarnan hégóminn, en að sama skapi vex viðkvæmnin fyrir raunverulegum listrænum og siðferði- legum verðmætum, sársaukinn gagn- vart jafnt tómleika og fordild, skilning- urinn á mikilvægi listrænnar alvöru og virðingin fyrir afrekum horfinna kyn- slóða. Eftir útkomu hinnar rómuðu bókar Tómasar 1933 mátti heita, að hann væri borinn á gullstóli í höfuðstað íslands. Og þar eð svona var komið, hefði hon- um öllum öðrum fremur liðizt að virða að vettugi íslenzk ljóðaform og kjarn- ann í hugsunarhætti og lífsviðhorfum þjóðar sinnar, smáþjóðar, sem á meira undir afstöðu slíks manns til sérstæðra menningarerfða en rótlausir tízkusvelgir geta gert sér grein fyrir. Eins og ástatt var, hefði Tómas áreiðanlega getað bætt við frægð sína með því að láta sér ótt um útgáfu nýrrar ljóðabókar, í krafti nýjungagirninnar og hégómans getað fleygt íslenzku rími og látið vaða á súðum að svo miklu leyti sem honum hefði ekki reynzt listræn sköpun ósjálf- ræði. Einnig hefði honum vafalaust mátt lánast að hafa það að yfirvarpi erlendr- ar frægðar að fá til að frægja sig er- lendis með greinarkorni eða ljóðaþýð- ingu einhvern útlendan mann, sem hefði komið það vel til að vekja athygli á sjálfum sér, svipað og þegar útlending- ur sækist eftir að verða íslenzkur kons- úli með þjóð, þar sem að minnsta kosti 999.999 af hverri milljón kunna ekki einu sinni skil á nafni íslands, en hins vegar kunna að meta titil, þrístrendan hatt, gyllt axlahlöð og fallegt og fram- andlegt heiðursmerki.... En það virðist ekki einu sinni hafa gripið Tómas sú freistni að fara sér nú svolítið óðslega svo sem til að vinna upp eitthvað af þeim tíma, sem barátta hans hafði kostað hann. Það liðu sjö ár, unz þriðja bók hans kom út, og loks eftir áratug, fimm styrjaldarár — og önnur fimm, — máski með tilliti til framtíðarinnar enn- þá uggvænlegri ár — unz fjórða ljóða- bók skáldsins kom fyrir sjónir almenn- ings.Og hvort mundu þeir svo hafa ort af dýpri innlifun, heitari tilfinningu, innilegri sjálfsrannsókn og meiri sárs- aukaþrungnari skapþunga skáld hinna órímuðu Ijóða, fjarstæðukenndra lík- inga og torræðra og andhælislegra get- rauna í myndsköpun en Tómas í síðustu bók sinni, sem ber hið táknræna nafn, Fljótið helga .... En satt er það, að í þessari síðustu bók fylgir honum enn- þá sá galli, sem ef til vill á rætur sínar að rekja til þess, sem er að sumra dómi enn meiri þröskuldur á vegi bókmennta- legrar blómgunar hér á landi en nokk- urn tíma rímið, sem sé íslenzkur hugs- unarháttur og lífsviðhorf. Jafnvel þeg- ar honum er einna myrkast fyrir aug- um, segir hann: Og þó er það máske í angist og umkomuleysi, sem okkur, mannanna börnum, er lífið kærast. Því stíga bænir um frið yfir hallir og hreysi frá hjörtum, sem þjást og orðlausum trega bærast. Og kallar ei dimmasta nótt eftir nýjum degi? Hin naktasta jörð elur vordraum um fold sína græna. Og mundum vér beygja vor kné til ákalls ef eigi yrði neins vænzt af þeim himni, sem knýr oss til bæna? Taxness, — já, hví skyldi hann ekki dreginn upp að dómaraborði hinna íslenzku, alþjóðlegu liðhlaupa? Hann hóf feril sinn sem sagnaskáld með róman- tískri sveitasögu um ástir og drauma náttúrubarns, en það var annað og meira um að vera fyrir honum, þegar frá hans hendi kom hin umfangsmikla og mjög óvenjulega skáldsaga Vefarinn mikli frá Kasmír. Skáldið hafði farið út í veröldina. Fyrst hafði hann kynnzt í hinni gömlu borg við Sundið timbur- mönnum stríðsgróðaþjóðar, en síðar far- ið vítt um lönd í Evrópu. Og hann hafði jafnt bergt á eldfornu klaustur- vmi, á vígstöðvalanda og á göróttum eftirstríðsmiði hinnar sundurflakandi Evrópu gamallar yfirstéttarmenningar og mikils armóðs, og í þeirri ámu, sem hann hafði heim með sér, var allt þetta blandað saman og hafði ærið margvís- leg áhrif á landa hans, — en flestir þeirra vissu ekki hvað þeir áttu að halda, ef þeir höfðu á annað borð gert meira en aðeins bragða á blöndunni, gretta sig og skyrpa. Og þessi skáld- saga hafði svo sem engin feiknaáhrif á íslenzkar bókmenntir. Hún var áreið- anlega mikilvægust höfundinum sjálf- um: hann hafði þarna fengið útrás þeirr- ar ólgu, sem umbrot veraldar höfðu vakið hjá honum, sem hafði verið svo mógnuð, að hún felldi honum móðu fyr- ir augu, svo að listræn formgáfa hans fékk ekki notið sín til mótunar þeiru viðhorfum og þeim vinnubrögðum, sem hæfðu eðli hans, uppeldi og listrænu gáfnafari. En nú fór hann til Bandaríkjanna, hins nýja heims, tilraunastöðvar for- sjónarinnar um blöndun þjóða og kyn- flokka með tilliti til þess, sem hæft gæti tækniþróaðri veröld, þar sem allar fjar- lægðir mættu heita að engu orðnar. Og þarna sá hann vera að skapast nýjar bókmenntir, miðað við hreinamerísk viðhorf, en ekki lengur sniðnar eftir enskum bókmenntum og mótaðar af niðursoðnum hugsunarhætti og lífsvið- horfum Nýja-Englands — og þá ekki sizt sann-amerísk epík. Hann kemur heim og þekkir betur leið sína en áður, og þó að hann dái Hemingway, hafi lesið Dreiser af mikilli athygli og gefið gaum að Sherwood Anderson og William Faulkner, þá er það fyrst og fremst Sinclair Lewis, — hliðstæður við við- íangsefni hans og hinn sigþungi stíll á þeim skáldsögum hans, er fyrstar vöktu verulega athygli, sem Laxness hefur í huga. Hann hafði ungur skrifað mjög eftir- tektarverða sögu og eftirminnilega, sem heitir Kálfkotungaþáttur. Þar er hinn epíski gullaldarstíll fslendinga auðsjáan- lega fyrirmyndin. Nú skyggnist hann á ný um bekki íslenzkra bókmennta, og á sinn hátt fer honum svipað og séra Jóni Þorlákssyni. Hann hyggur enn vandlega og nú af mjög auknum þroska að frá- sagnarhætti höfunda hinna beztu íslend- ingasagna, mannlýsingum þeirra, lífsvið- horfi, orðaforða, les miðaldarit íslenzkra bókmennta, viðar að sér orðum og setn- ingum úr alþýðumáli vítt um land, hend- stæðar persónu- eða aldarlýsingar. Það, sem fyrir honum vakir, er að skapa sér stíl, sem hæfi eðlisgetu hans til lit- og lífríkra afbrigða og um leið því hlut- verki, sem hann hefur valið sér. Það var ekki að verða æsi- og öfgafullur dægur- höfundur þjóðfélagslegs og menningar- legs glundroða ringlaðrar og ráðvilltrar Evrópu, heldur epískt skáld, sem lýsti íslenzkum örlögum í nútíð og fortíð, hliðstætt höfundum íslendingásagna og Stcinn Steinarr með hliðsjón af skáldsagnahöfundum hins mikla ríkis í vestri, sem nú hefur öðlazt vitund um mátt sinn og sérleik, höfundum, sem lýsa margvíslegum harmrænum og stundum grátbroslegum sköpum, háðum gróskuríkum, en háskalega viðsjálum og stórfenglegum þjóðfélagsaðstæðum. Þetta ætlar hann að gera án tillits til þess, hvað skáld auðisviptra yfirstétta í Evrópu eru að föndra við, vitandi hvorki veg né stig .., Og mundu ekki hinar Sögu-kynjuðu per sónur Laxness, Salka-Valka og Bjartur i Sumarhúsum fyrra bindis Sjálfstæðs fólks, fegurstu kaflarnir í síðasta bindinu um Ólaf Kárason og hið mikla taknræna verk úr þrautasögu íslenzku þjóðarinnar, Framhald á bls. 12 6 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 18. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.