Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 10
„Allir brezkir togarar, allir brezkir togarar, þetta er H.M.S. Duncan. Ég sigli nú eítir 4 mílna takmörkunum. Vin- samlegast haldið ykkur íyrir utan, ég kæri mig ekki um nein læti. Togarinn sem er framundan stjórnborða við mig, vinsamlegast gefðu upp nafn þitt. —• Skipti.“ „H.M.S. Duncan, þetta er Vivian. Það erum við, sem erum framundan á stjórn- borða við þig. Skipti." Jt að er laugardagur 30. júní 1959. Undanfarna daga hefur varð- skipið María Júlia verið að gæzlu á verndarsvæði brezkra herskipa, sem nær frá Eystrhorni að Hvalsbak. Á þessu svæði er brezka herskipið Duncan, flagg- skip brezku herskipanna, sem gæta brezkra landhelgisbrjóta við íslands- strendur, — en þar um borð er Ander- son skipherra. í morgun ákvað herskipið í samráði við togarana að loka þessu verndar- svæði og opna nýtt svæði, sem næði frá Tvískerjum og vestur fyrir Ingólfshöfða. Það er engin furða þótt matsveini varðskipsins sé bölvanlega við þessa ákvörðun herskipsins og álit hans á þeim brezku minnki enn að mun, því að hann hatar ekkert eins og gæzlu kringum Hvalbak Oig Ingólfshöfða, það er alltaf veltingur við þessa staði og matsveinin- um er ekki eins illa við neitt og velt- ing, enda þótt hann sé manna harðastur við eldamennskuna og hlífi sér hvergi þegar veltur mest. Klukkan er þrjú eftir hádegi. Það er búið að opna hið nýja verndarsvæði og um 20 togarar þyrpast þegar að og byrja veiðar. Varðskipið heldur að hverjum tog- aranna fyrir sig, jafnóðum og þeir byrja veiðar, mælir staði þeirra og les þeim stefnuna, — eða sakramentið, eins og matsveinninn orðar það, — og lætur þá jafnframt fylgja, að við þessar athafn- ir þjóni skipstjórinn fyrir altari, 1. stýri- maður tóni en 2. stýrimaður sé með- hjálpari. Togarinn Lord Betty er sá fyrsti, sem sakramentið fær, en sá togari virðist hafa einhvers konar forystuhlutverki að gegna. Um leið og siglt er burt frá tog- aranum heyrist rödd Andersons í hlust- unarstöðinni, hann kallar togarann upp. Strax og hann svarar segir Anderson: t— Hvað vildi varðskipið? — Þetta sama og þeir eru vanir, er svarað, — en sá, sem kallaði yfir virtist vera mjög vingjarnlegur á svipinn og jafnvel hlæjandi. — Það er gleðilegt að heyra, þakka þér fyrir Lord Betty. Strax og togararnir hefja veiðar sínar er auðséð að hið gamla seiðmagn Ing- ólfshöfða hefur náð tökum á togaraskip- stjóranum, þeir toga eftir gömlu 4 mílna línunni og jafnvel 0,2 sjómílur innfyrir, mjög kurteislega fyrst í stað, en siðan af meiri ákafa. Herskipið þeytist fram og aftur eftir 4 mílna línunni, svo að togararnir haldi sér í skefjum. ★ • ★ Það er komið kvöld, allt hefur verið rólegt. Fylgzt er með veiðum togaranna í ratsjánni. Herskipið lónar rétt hjá varðskipinu. Skyndilega sést hvar það byrjar að senda ljósmerki til varðskips- ins. Loftskeytamaðurinn svarar og skrif- ar niður skeytið, sem er til skipstjórans. „Til skipstjórans Maríu Júlíu. Frá Captain Anderson. Má ég koma um borð í skip yðar til friðsamlegra viðræðna?" Loftskeytamaðurinn kvittar fyrir og biður þá að bíða augnablik. — Hvað segirðu? Ætlarðu ekki að taia við hann? — Nei, ég hef ekkert við þessa djöfla að tala. — Hvaða vitleysa, þú getur rætt við kariinn. — Nei. — Jæja — þá að senda „No“? •— Nei, nei. Við sendum honum kurteis- legt afsvar. Svo er farið að semja og svarið sent með morslampanum. „Því miður tel ég ekki heppilegt und- ir þessum kringumstæðum að bjóða yður um borð.“ Herskipið kvittar fyrir móttöku skeyt- isins og sendir nokkru seinna: „Ég skil — góða nótt.“ „Góða nótt.“ — Ja, nú er ég viss um að þú hefur móðgað karlinn. — Ég held hann megi þá móðgast. Sunnudagurinn hefur upp raust sína með vaxandi veðurhæð og rigningarsúid. Alla nóttina halda togararnir sig þetta um og innan við 4 mílna línuna, en samt ekki nógu langt fyrir innan til þess, að varðskipið hafi ástæðu til að láta til skarar skríða. En skipstjórinn segir, áður en hann fer að sofa: — Látið mig vita, ef einhver fer 0.5 sjómílu innfyrir, það þýðir ekkert að reyna að hánka þá á minna. Og alla nóttina standa stýrimennirnir, hvor á sinni vakt og mæla og mæla tog- arana. — Bíddu við, þessi er kominn 0,2 sjó- milur inn fyrir — 0,3 sjómílur, við næstu miðun verður hann kominn 0,5 sjómíl- ur innfyrir. Utkíksmaður, hvað gerir hann? Heldur hann sömu stefnu. ■— Nei, nú snýr hann við. — Bölvaður ræfillinn, þorir hann ekki innfyrir? Hvers konar aumingjar eru þessir togaraskipstjórar orðnir, þeir eru hættir að þora innfyrir. Þannig líður nóttin. Nýr dagur rís og fylgir honum aukinn vindur, sem eys upp sjónum og jafnframt eykst rigning- in og setur drungalegan blæ yfir um- hverfið. Liðið er að hádegi. Menn setjast að snæðingi, sveigja ósjálfrátt líkamann mót stórum hliðarveltum skipsins og öðru hvoru verða þeir að grípa báðum hönd- um um borðröndina til þess að kastast ekki út af setubekknum. Sumir fálma út í loftið, þegar bollar og diskar koma á móti þeim, eins og til að stöðva hríð- ina, sem að þeim er gerð. En þeir hafa nóg með sjálfa sig. Matsveinninn birtist í dyrunum. Hann er búinn að setja upp voða svip, menn vita hvað í nánd er. — Heyrðu matsveinn, hvaða svitasúpa er þetta? •— Ætli þú gætir ekki fundið það, ef þú fengir þér tennur. Og hann er þotinn út áður en hægt er að svara honum. Þetta gerir hann alltaf, sendir mönnum tóninn og hleypur svo út, áður en nokkur getur svarað. En það má hann eiga, að hann fer ekki í mann- greinarálit og hending ein ræður hver verður fyrir barðinu á honum. ★ • ★ Það eru vaktaskipti. — Góðan daginn, þið hér í brúnni, er nokkuð að frétta? — Góðan daginn, það er lítið og allt við það sama. Þeir ögra okkur þessir þrjótar eins og í nótt, en það þýðir ekk- ert að skipta sér af þeim. Annars látum við reka eina sjómílu út af Ingólfshöfða. — Það má finna af veltingnum. — Já, og meira á það eftir að verða, því að ekki er veðurspáin svo góð. Góða vakt. Tíminn líður. Skipið tekur þungar hlið- ardýfur og maginn er ekkert hrifinn af að melta matinn undir svona kringum- stæðum. Skyndilega kallar útkíksmað- urinn: — Þarna er flugvél úti við sjón- deildarhringinn. Filugvélin flýgur lágt og stefnir yfir skipin. — Hvaða flugvél skyldi þetta vera? Það er þó ekki Rán? Flugvélin nálgast og brátt sést, að þetta er herflugvél frá Keflavíkurflug- velli. Hún flýgur fyrst lágt yfir land- helgisbrjótana, síðan yfir varðskipið og loks yfir brezka herskipið. Síðan byrjar hún sama leikinn aftur. Þá sést skyndi- lega, hvar hvítur reykjarstrókur stígur upp úr reykháfi herskipsins. Auðséð er, að það er komið á fulla ferð. — Hver fjandinn hefur komið fyrir? Skyldi eitthvert skip vera í sjávarháska? Loftskeytamaður, hefur þú heyrt nokk- uð neyðarkall í hluststöðinni? — Nei, það hef ég ekki. Og loftskeytamaðurinn snýr tökkunum á hlustunartækjunum til að fullvissa sig um að þau séu rétt stillt. Ekkert heyrist og herskipið heldur ferð sinni áfram í átt til togaranna. — Eitthvað hlýtur að vera að, við verðum að láta skipstjórann vita. En til þess kemur ekki, því að skýr- ingin á viðbragði herskipsins kemur í hluststöð þeirri, sem stillt er á sendi- bylgju brezku togaranna, og röddin er engin önnur en rödd Andersons: „Viviana, þetta er H.M.S. Duncan. Þú ert nú staddur á takmörkunum. Vinsam- legast snúðu við. Skipti." „H.M.S. Duncan, þetta er Viviana. Ég mun hífa upp trollið, þakka yður fyrir, herra. Skipti." „Þakka þér fyrir, Viviana." Svo þannig lá í málinu. Bandaríska herflugvélin hafði haft slík áhrif á And- erson, að hann hafði orðið hræddur. — Því í f jandanum láta þeir ekki Kan- ann gæta fiskveiðitakmarkanna okkar, íyrst þessir menn eru hér til að vernda okkur? — Þeir hafa ekki verið beðnir um það og á meðan það er ekki gert, fara þeir ekki að skipta sér af landhelgismálinu. Það væru beiíi afskipti af innanríkismál- um okkar. Enn er komið kvöld. Allt er við sama. Togararnir þora ekki meira en 0,2 sjó- mílur inn fyrir 4 mílna mörkin. Segja má að herskipið gæti togaranna vel, auðséð er að þeir þora ekki of langt innfyrir 4 mílna mörkin. — O, það er nú bara meðan við erum hér. Um leið og við yfirgæfum svæðið væri því alveg sama þótt togararnir tog- uðu upp í kálgörðum. -— Ertu viss um það? — Já, alveg viss. Nú ætti að manna flugvél biaðamönnum, varðskipin að yf- irgefa staðinn og sýna síðan blaðamönn- um hvernig herskipin höguðu sér á svæðinu, þegar ekkert íslenzkt varðskip væri nærstatt. Þá fengju þeir að sjá tog- arana langt upp undir landi að herskip- unum ásjáandi. Og svona er rætt fram og aftur meðan varðskipið tekur djúpar veltur ýmist 4 bakborða eða stjórnborða og menn halda sér og rugga með. Við skulum halda með hægri ferð aust- ur fyrir Tvísker. Vélsíminn glymur og skipið tekur að mjakast áfram, móti sjó og vindi. Hann er orðinn allhvass og sjór mikill. Það gefur yfir skipið í hvert sinn, sem það dýfir sér niður að framan. Stefnan er á milli lands og Tvískerja og það grillir í herskipið, sem fylgir í humátt á eftir og heldur sig á 4 mílna mörkunum. Rign- ingarsúldin eykur á hrikaleika þess, Brátt hverfur það sjónum en ratsjáin sýnir, að það heldur áfram að elta. Þó hverfur það loks einnig hennar sjónum. Varðskipið heldur áfram með hægri ferð og tekur þungar dýfur. Þetta er háli ömurlegur sunnudagur. — Hvað er langt eftir í Tvísker? — 3 mílur. — Við skulum snúa við og setja stefn- una laust af Ingólfshöfða. Eftir Helga Hallvarbsson, stýrimann 20 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 34. tölublað 1963.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.