Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1963, Síða 11
f r — Hart í stjórn. Vélsíminn glymur og skipið snýr við. Nú fer það betur í sjó, enda sjór og vindur á eftir. Brátt fara togararnir hver á fætur öðr- um að koma í ljós á ratsjárskífunni — en þeir mælast fyrir utan gömlu 4 mílna mörkin. Skyndilega tekur stýrimaðurinn að rýna í ratsjána, hann fullvissar sig um, að hér sé ekki um neina missýn- ingu að ræða. Eitt ekkó er komið vel fram á skífunni og virðist grunsamlega nærri. Stýrimaðurinn tekur miðun af ekkóinu, sem hann er fullviss um að sé togari, setur það út í kortið og -sjá, skipið er um 0,8 sjómílur fyrir innan 4 mílna mörkin gömlu. Skipstjórinn er þegar látinn vita og hann kemur að vörmu spori. Hann fullvissar sig um að rétt sé með farið og að því loknu glym- ur vélsíminn: „Fulla ferð áfram.“ Skip- ið eykur ferðina. Á sama tíma glymja neyðarbjöllurnar, sem staðsettar eru um ellt skipið: — „Togarataka.“ Það er sem fjörkippur fari um allt. ekipið, þegar þessar bjölluhringingar glymja. Menn hendast fram úr kojun- um O'g eru þeir engir eftirbátar, sem á venjulegu ræsi þarf að kalla í fimm sinnum. Menn eru fljótir að klæða sig og hlaupa síðan hver á sinn stað. Stýri- mennirnir taka staðarákvarðanir undir umsjá skipstjóra. Véls-tjórarnir fylgjast vel með vélinni, sem nú er keyrð til hins ýtrasta. Aðstoðarskyttan hleypur að fallbyssunni og gerir hana klára, en það hefði ekki verið skemmtilegt ef sjórinn hefði verið ó móti. Tveir eru að gera dufl ið klárt og einn er látinn heisa upp stöðv- unarflaggið. Allt gerist þetta með skjót- um hætti, engu má muna svo allt fari ekki í handaskolum. í brúnni eru mæl- jngar teknar ón afláts. Orðið er það Bkammt í togarann, að hann er farinn að sjást með berum augum. Úr brúnni er fylgzt með honum í sjónauka — en hann hefur orðið var við varðskipið og er bú- inn að snúa út um. Þetta er gamall tog- ari og sjáum við, að hann er með stjórn- borðsvörpuna úti. Á þilfarinu sjást tog- aramenn að fiskaðgerð og er auðsjáan- lega enginn asi á þeim, þótt varðskipið sé að koma, enda engin furða, þar sem verndarvættur þeirra, herskipið, dólar rétt fyrir aftan þá. Skyttan er komin fram á, tilbúin að senda togaranum kveðju. Um leið og komið er á hlið við hann, er duflið sett út. Samtímis kallar skipstjórinn í gegn- um veðurgnýinn til skyttunnar: „Láttu hann hafa laust skot.“ Skyttan miðar fallbyssuhlaupinu yfir höfuð mannanna, sem standa á þilfari togarans og ýmist steyta hnefana í áttina til varðskipsins eða benda á herskipið. Skyttan tekur í gikkinn — en „KLIKK“. Hvað er hlaupið í byssufjandann? Gikk- urinn er spenntur á ný og tekið í hann —■ en aftur „klikk“. Skipstjórinn kallar úr brúargluggan- um: „Hvað er að?“ Hann er að missa þolinmæðina. Skyttan bölvar í hljóði og hamast við að spenna fallbyssuna, en ellt er við það sama. Auðséð er, að skot- ið hefur svikið. Skyttan er komin í slæmt skap og ekki bætir úr skák að sjá tog- arakarlana með ögrandi hnefa á lofti. Þeir telja sig auðsjáanlega örugga þar sem stóri bróðir dólar rétt hjá. En um horð í herskipinu er allt hljótt og rólegt. Þeir telja sjálfsagt öruggt, að varðskipið muni engu þora. Á meðan skyttan hamast við byssuna, snýr varðskipið út um á eftir togaranum. Sjór gengur yfir stefni varðskipsins. Skyttan og aðstoðarmaðurinn eru því ekkert öfundsverðir þar sem þeir standa við byssuna í bullandi ágjöf orðnir hund blautir. Skyttan tekur þá örlagaríku ákvörðun að opna byssuna, þótt ekki séu liðnar þrír mínútur frá því síðast var tekið í gikkinn. Ströng fyrirmæli eru um að opna ekki byssu, sem hefur „klikkað", fyrr en eftix a.m.k. þrjár mínútur, því 34. tölublað 1963. ------------------- hætta esr á, að púðrið hafi verið blautt, en kviknað í því þegar slagham- arinn hitti hvellhettuna — og þá líða þrjár mínútur, þar til sprengingin verð- ur. Að opna byssu áður en þetta er full- kannað getur valdið dauða þess, sem við hólkinn stendur. í hita baráttunnar eru þessi lög oft brotin. Til allrar hamingju gerist ekkert, þeg- ar byssan er opnuð, það eru snöggar hendur, sem grípa skotið og henda því fyrir borð. Öðru skoti er stungið í byss- una, og hún spennt á ný, miðað yfir höf- uð togaramanna — og „BOMM“ — hár hvellur kveður við og honum fylgir eld- ur og reykur, sem hylur togarann augna- blik. Þegar honum léttir kemur í ljós, að þeir brezku eru góðir hlauparar, því að þilfarið er mannlaust. En þá heyrist þrátt fýrir stormgnýinn, að herlúðrar og bjöllur glymja um allt herskipið, — og sjóliðar hennar hátignar, margir hverjir fáklæddir, sjást á harða- hlaupum um öll þilför. í hluststöð varðskipsins glymur rödd Ar.dersons: „María Júlía, þetta er H.M.S. Duncan. Ég ætla bara að aðvara ykkur. Ef þið skjótið öðru skoti að þessum brezka togara, eða nokkrum öðrum brezkum togara að veiðum á úthafinu, mun ég sökkva ykkur á stundinni. Ég hef þeg- ar gefið mönnum mínum skipun um að vera við því búnir að framkvæma slík fyrirmæli." Varðskipsmenn standa I brúnni og horfa hver á annan. — Hvernig væri að láta svínið hafa annað skot og vita hvað þrjóturinn gerir? — Nei, við tökum enga slíka áhættu. — Loftskeytamaður, sendu herskipinu þetta skeyti: „H.M.S. Duncan, þetta er Mai-ía Júlía. Ég mótmæli ofbeldishótunum yðar og afskiptum yðar af skyldustörfum ís- lenzks varðskips, þar sem þér meinið okkur að taka þennan togara, sem gerzt hefur brotlegur við íslenzk lög. Mun ég kæra yður fyrir íslenzku ríkis- stjórninni." Herskipið kvittar fyrir móttöku skeyt- isins. Varðskipið siglir nú aftur að duflinu, setur út annað dufl og gerir staðar- ákvarðanir. — Gjörið svo vel skipstjóri, hér er skeyti frá höfuðstöðvunum. — Hvað er nú þetta? „Fylgið togaran- um eftir, þar til frekari fyrirmæli koma.“ — Til hvers fjandans á nú að vera að eyða olíu í að fylgja togaranum eftir, við getum ekkert aðhafzt fyrir veðri né herskipinu. — Það er til þess að stjórnin geti mót- mælt. — Já, en hverju ætlar hún að mót- mæla? Við erum búnir að mótmæla þessu við herskipið og þótt svo ríkisstjórnina langi til að mótmæla, getur hún gex t það án þess að við þurfum að elta þennan skítkláf í kolvitlausu veðri. — Fyrirmæli eru fyrirmæli, það þýð- ir ekkert að fárast út af því. — Drottinn minn dýri, þá sjáum við okkar sæng útbreidda næstu daga og ekki er veðurútlitið gott. — Við skulum halda að togaranum. Stefna er tekin á lögbrjótinn, sem kom inn er innan um hina togarana og her- skipið eltir. Það er eins gott að vera vel á verði, því að togararnir taka á sig stór an sveig með trollið í eftirdragi eins og þeir reyni að sigla varðskipið niður. En það er engin hætta á að þeim takist það með trollið úti, því að María er snör í snúningxxm. — Skipstjói-i. Togarinn hérna á stjórn- borða er búinn að hífa inn vöi-puna og virðist stefna á okkur. — Hart í bakborða. Vélsíminn glymur „fulla ferð áfx-am.“ — Hvern fjandann sjálfan meinar þessi? Ekki ber á öði’u en að hann ætli að gera alvarlega tilraun til að sigla okk- ur niður. — Er stýrið hart í bak? — Já. Og togarinn rennir þétt með stjórn- borðssíðu vai-ðskipsins. — Jæja — þetta fór betur en á hoifð- ist. En hvað skyldi hann gera nú? — Jú, þarna snýr hann við og kemur aftur. Þetta er eins og mannýgt naut. Verst að hafa ekki rauða dulu til að veifa framan í þennan bjána. Komdu hart í stjórnborða, við skulum skjóta okkur aftur fyrir þennan togara þarna. Þegar togarinn kemst ekki lengur að varðskipinu, hættir hann við tilraunir sínar, og snýr sér að veiðum á ný. — Hvað, hefur hann gefizt upp? — Ber ekki á öðru. — Þeir verða líklega að fá sér stríðsöl eftir þetta. ★ • ★ Þannig líður kvöldið og nóttin. I morg- unsárið innbyrðir togarinn vörpu sína og gengur frá henni, eins og hann ætli í langsiglingu. — Hann er þó ekki að búa sig undir að halda heim á leið. — Gæti verið. Hann er búinn að vera það lengi á íslandsmiðum, að tími er til kominn fyrir hann að halda heim. — Kannski er hann orðinn hræddur um að okkur takist að komast um borð, þrátt fyrir herskipaverndina. r— Það vildi ég Guð gæfi, að togar- inn færi nú að koma sér heim, ég er orðinn þreyttur á þessum veltingi. Og togarinn siglir í austurátt, með varðskipið og herskipið á hælum sér. Það er morgunmatur, og matsveinninn er hættur að yrða á nokkurn mann, í máttvana reiði yfir veltingnum. — Hvers konar egg eru nú þetta? Mér þætti gaman að vita hvaða dverghænur hafa verpt þessu? — Ætli það sé ekki einhver bisness- maðurinn, sem kreist hefur eggin úr hænugreyj unum. — Og ekki nóg með það — þau eru líka hálf. — Alltaf er reynt að svindla á ríkinu. — Matsveinn, við mótmælum svona eggjum. Ekkex-t svar.. En augnaráðið er ban- vænt. Og matsveinninn hendir bi’auð- bakkanum á borðið. — Það vildi ég að þessir laffrakka sör- ar væru komnir um borð til okkar, ætli þeir yrðu ekki fljótir að óska eftir því að komast í var. — Æ, kokki minn, góði haltu áfram að þegja, en fyrir alla muni settu upp fallegri svip, það er hörmung að horfa á þig- Nokkru síðar heyrast högg mikil úr eldhúsinu. Matsveinninn stendur þar kófsveittur, getur vart fótað sig og hegg ur kjöt með þessari líka voðalegu kjöt- öxi. — Heyrðu matsveinn, var ég ekki bú- inn að segja þér, að þú þyrftir ekki að vera að þessu stússi kringum matinn, meðan á þessum eltingarleik stæði? Það er nóg, þegar svona veltur, að hafa eitt- hvert snarl handa okkur. Láttu alla reglulega matargerð bíða betri tíma — menn eru heldur ekkert lystugir í þess- um veltingi. Ekkert svar, en höggin verða þyngri. — Heyrirðu ekki hvað ég segi? Gott og vel, ég ætla að taka vitni að því, sem ég segi, ef svo skyldi fara að þú hyggir af þér lúkuna. Jón, komdu hérna. .Þú ert vitni að því, að ég hefi sagt mat- sveininum, að hann þurfi ekki að vera með þetta tilstand við matinn, heldur taka bara til eitthvert snarl meðan á þessum eltingarleik stendur. -— Eg er vitni að því. — Gott. En höggin halda áfram, þyngri og tíð- ari en nokkru sinni fyrr. Það er auð- heyrt, að matsveinninn hefur ánægju af því að skeyta skapi sínu á einhverju. Stefnan er enn austur. Stokksnesið er þvert og togarinn beygir noi-ður á við. Út af Lónsbugtinni eru togarar að veið- um, innan fiskveiðitakmarkanna. Þar stanzar togarinn loks og gerir vöi-pu sína klára, kastar henni og byrjar landhelg- isbi-ot sitt á ný. Við virðumst ekki ætla að losna við þrjótinn í bráð. —- Við skulum halda að honum og taka stað. Þá bætist við hann ein kæran enn. — Með slíku áfi-amhaldi hlýtur Land- helgisgæzlan að verða að taka séi-stakt herbergi fyrir allar kærurnar, sem hrúg- ast upp. — Það er bezt við mælurn staði þeirra togara, sem hér eru og lesum þeim pistil inn. En við látum einn mann fylgjast með þessum á meðan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.