Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 2
SVIP- MVND Sennilega á enginn kvik- myndaleikari nútímans jafnfurðulegan feril að baki sér og brezki leikarinn Richard Burton, sem síðustu tvö árin hefur einkum orðið frægur fyrir samband sitt við Elizabeth Taylor, sem hófst meðan á hinni sögulegu kvikmyndun „Kleó pötru“ stóð, én hún mun vera dýr- asta kvikmynd sem nokkum tíma hefur verið gerð. Ekki svo að skilja, að Burton hafi ekki leikið í mörg- um fleiri kvikmyndum við góðan orðstír, en „Kleópatra“ gerði nafn hans heimsþekkt og skipaði honum á bekk með vinsælustu kvikmynda- leikurum augnabliksins, hvað sem annars er um slíkar vinsældir að segja. Af góðum kvikmyndum, sem Burton hefur leikið í, má nefna „La Strada“, „Moby Dick“ og „Horfðu reiður inn öxl“. En hann var löngn orðinn víðkunnur í heimalandi sínu, þegar hann birtist fyrst á hvíta tjaldinu, og sú frægð staf- aði af frammistöðu hans á leiksviðinu. Hann er nefnilega taiinn einn gáfaðasti og fjölhaefasti leikari sem fram hefur komið í Englandi á þessari öld. Meðal hugsanlegra jafningja hans eru helzt nefndir Sir Laurence Olivier og Paul Scofield. Aðeins fjórir leikarar í sög- unni hafa leikið Hamlet oftar en 100 sinnum í einni lotu: Sir Henry Irving, Sir Herbert Beerbohm Tree, Sir John Gielgud og Richard Burton. Hamlet- sýningin sem Butron lék í hjá Old Vic- leikhúsinu í Lundúnum átti langvinn- ari vinsældum að fagna en nokkur Ham- let-sýning í sögu þess. Bæði í Old Vic og Stratford-upon-Avon hefur Burton leikið níu eða tíu stór hlutverk í Shake speare-sýningum, og er eihkum í minn- um höfð frammistaða hans í hlubverk- um Hals prins, íagós og Coriolanusar. Eins og stendur líta samverkamenn Burtons döprum augum á framtíð hans. I>eim er ljóst, að öll mestu afrek hans á leiksviðinu eru óunnin, þó hann hafi vissulega komið meiru í verk en flest- ir ef ekki allir jafnaldrar hans. Giel- gud sagði nýlega: „Þegar kvikmynda- ferli hans lýkur, verður bann búinn að missa rómantísku árin úr lífi sánu, kraftmestu árin.“ Vinur hans og um- boðsmaður, Harvey Orkin, sagði gram- ur: „Þetta er maður sem búinn er að gefa allt upp á bátinn. Hann er að reyna að vinna sér viðurkenningu með brögðum. Hann hefði getað orðið mesti leikari á jarðkringlunni.“ Það var Olivi er sem fyrstur varaði Burton við hætt- unni: „Þú verður að gera það upp við þig, hvort þú vilt vera á allra vörum eða mikill leikari." Paul Scofield sagði varfærnislega: „Richard er frá sjónar- miði leikarans athyglisverðasti leikari sem fram hefur kornið eftir stríð. Eg held að hin hetjulegu einkenni í leik hans og framkomu birtist ekki til fulls á kvikmyndatjaldinu. Hann virðist ekki hafa áhuga á því sem bezt er í kvik- myndaheiminum. Að því er framtíð hans varðar, ætti hann að koma aftur til leikhússins á hljóðlátan hátt.“ Hvort Burton snýr aftur að leik- húsinu, nema í orði kveðnu, er ekki undir því komið hvernig fer um sam- band hans við Liz Taylor, heldur liggja rökin dýpra í honum. í sál hans eigast við tveir litlir guðir, annar sem byggir upp með einbeitni og stefnufestu, hinn sem hrekur hann miskunnarlaust út í sjálfstortímingu, eins og hinn gamla féiaga hans og samlanda, Dylan Thom- as. Á hvorn veginn sem er, er hann tveggja manna maki. Hann hefur heila á við hvem prófessor og er sólginn í menntun. Gáfur hans og sálræn skynj- un eru með ólíkindum — mjög óvenju- legur og hættulegur eiginleiki hjá leik- ara. Hann hlær opinskátt og undan- dráttarlaust, en lýgur lika af hreinni sannfæringu. Hann ber óbilandi traust til manna, en getur verið hlægileg smá- sál. Hann getur komið hverjum sem er ti! að hlæja. Hann getur talað hvaða fræðimann sem vera skal undir borðið um bókmenntir, og beitir þar engum sýndarbrögðum, því hanri er frábærlega vel heima Lþeirri grein. Hann er furðu- lega fljótur að lesa. Venjulegar skáld- sögur les hann á tveimur tímum, en þegar hann fær í hendur veigamikil verk éíns og „Moby Dick“ er hann minnst fjóra daga að lesa þau. Hann er „lifandi alfræðiorðabók" um Shake- speare og verk hans, og hefur á hrað- bergi ljóðabrot frá öllum öldum og af ölium tegundurn. Við þetta bætist að hann hefur næstum óbilandi drykkju- þrek og lætur sig ekki muna um, að hvolfa í sig bálfri konjaksflösku fyrir sýr-ingu, ef taugarnar eru í ólagi. Hetjur Burtons eru Soofield, Olivier, Gielgud, Alec Guinnes — og náungi einn frá Lancaster sem hann hitti í bjórstofu, en sá gerði sér lítið fyrir og hvolfdi í sig tólf bjórkrúsum meðan Big Ben sló 12. „Ég er einn þeirra fáu, sem ég veit um,“ segir Burton, „sem aðeins drekka þegar þeir eru að vinna.“ Þetta er satt. Milli kvikmynda eða leiksýn- inga bragðar hann varla áfengi. En þegi ar hann er að vinna verður hann „að brenna upp flatneskjuna — þennan bragðlausa, tóma, leiðinlega, sljóa doða, sem maður finnur þegar hann fer út af leiksviðinu," It Richard Burton er 38 ára gamall, n',eðalmaður á hæð, herðibreiður og sér lega höfuðstór — hausinn á honum ku vera jafnbreiður ummáLs og mittið á Liz Taylor. Vegna þess hve hann er höfuðstór, herðibreiður og brjóstmikill, hefur honum verið sagt að hann sé lág- vaxinn tilsýndar. Þetta veldur honum áhyggjum, og hann lætur ímyndunarafl- ið hlaupa með sig: sér sjálfan sig sem mest áberandi dverg veraldar! Hann hefur föl blá-grært augu, áferðarfallegt brúxxt hár og grófa húð, sem sögð er valda mlklu um kvenhylli hans. Hitt er þó talið valda meáru um hana, að hann er að jaifnaði þunglyndislegur á svip- inn. Burton hefur þá afarsjaldígæfu gáfu að tala við hvern sem á vegi hans verð- ur eins og hann hafi einlægan áhuga á honum. Þetta er ekki leikaraskapur. Hann hefur djúpstæðan áhuga á öðnx fólki. Þó hann sé einhver mesti sagna- maður sem nú er uppi, hlustar hann á aðra af einlægum áhuga, og ekkert mannlegt virðist vera honum óviðkom- andi. Hann hefur sérstakt lag á að láta fólk finna’ til sín, og fyrir bragðið er hann óvenjulega vinsæll meðal karl- manna, en kvenfólk bókstaflega töfrast af honum. „Hann er frábær kvenna- maður“, segir Fredric March. „Ég held ekki að honum hafi mistekizt oít- ar en svo sem sex sinnum." tvichard 3urton er frá Wales og því ekki enskur, heldur keltneskur. Hann fæddist 10. nóvember 1925 í þorp- inu Pontrhydyfen (nafnið er frá tím- um Rómverja og var upprunalega „pontra de venne“). Faðir hans, Rich- ard Jenkins, var bláfátækur námumað- ur, sem var orðlagður fyrir mælsku. Richard var hinn tólfti í röðinni af þrettán börnum. Móðir hans dó, þeg- ar hann var á öðru ári, rétt eftir að hún hafði alið yngsta barpið, Graham. Richard var alinn upp af elztu systur sinni, Cecilíu, sem var mjög trúhneigð og bjó niðri við ströndina, í hafnar- bænum Port Talbot. Þar gekk hann í skóla, en eyddi helgum heima í föður- húsum. í Port Talbot var töluð enska, en heima í þorpinu keLtneska. Richard talaði því tvö mál jöfnum höndum frá barnæsku. Faðir Richards var sjálfmenntaður maður, skæður í kappræðum, trúlaus, en töframaður orðsins bæði á ensku og keLtnesku. Hann hafði sérstakt dálæti á hástemmdum og hljómmiklum orðum og notaði aldrei stutt orð, ef annað lengra gat komið í stað þess. Hann var jfrægur svallari og hafði óútreiknanlega skapgerð, þarmig að börnin voru ávallt hrædd við hann. Hann var fimmtugur þegar Richard fæddist. Börnin kölluðu hann Daddy Ni, sem þýðir „faðir okk- ar“. Daddi Ni dó fyrir sjö árum og hafði þá aldrei séð son sinn leika í kvikmynd. Hann reyndi að vísu einu sinni að sjá hann í „My Cousin Rachel", þegar mynd in var sýnd í Port Talbot. Á Leiðinni frá þorpinu leit hann inn í 17 bjórstof- »ur, en komst samt á endanum í kvik- myndahúsið og sá upphaf kvikmyndar- innar, sem var í því fólgið, að Riohard hellti sér í glas. „Þetta er lagið!“ sagði Daddy Ni, stóð upp og flýtti sér á næstu ölkrá. Daddy Ni bar mikla virðingu fyrir menntun, og frá fyrstu bernsku minnist Richard þess, að fað- ir hans og fjórir bræður höfðu afráðið, að hann skyldi fara til Oxford. Bræðurnir höfðu allir unn- ið í kolanámunum, að undanskildum tveim þeim yngstu, Richard og Graham, Framhald á bls 12 Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavffc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Ami GarSar Kristinsson. Ritstjóra: AðalstræU 6. Simi 22480. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.