Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 14
Endurbættar aðferðir við ogliskveiöar Fiskleit Rannsóknarskip, sem sér- staklega er ætlað til fiskileitar og fullt af alls konar nýtízku áhöldum til að rannsaka leyndardóma sjávardjúpsins, er nýlega tekið til starfa við strend- ur Ameríku. Þetta skip heitir Albatross IV, og er fljótandi rannsóknarstöð smiðað að forlagi fiskiðnaðar- stofnunar Bandaríkjanna, til þess að finna fisktorfur og endiv bæta veiðiaðferðir. Albatross IV kostaði meira en, tvær milljónir dala. Meðal nýtízku tækja þess eru mælitæki til að finna fisktoríur og mæla . sjávarbotninn, saltmælir til að mæla saltmagnið í sjónum, og langdrægt sjónvarpstæki til að taka myndir neðansjávar. — Einnig hefur það Nansen-flöskur til að taka sýnishorn af sjónum á ýmsu dýpi, áhöld til að taka sýnishorn af sjávarbotninum, og súrefnis-rann- sóknartæiki til að mæla súrefnið í sjónum. En ekki er nú sarnt allt nýtt þarna um borð. Eitt mikilvægt áhald þama er net' — gamall 80 feta poki úr næloníjjarni. Hann er hengdur út fyr- ir borðstokkinn í 20 feta gálga og hægit er að veiða með honum, hversu úfinn sem sjórinn kann að vera. — Til þess að tryggja það, að sá fiskur sem veiðist sé nokkurnveginn miðl- ungs sýnishorn, er sjónvarpsmynda- vélin látin taka mynjdir af sjávar- botninum á 20 sekúndea fresti. — Þessar myndir má skoða í viðtæki á ýmsum stöðum í skipinu. Sjónvarps- myndavélin getur líka athugað fisk- ana, bæði í eðlilegu umhverfi þeirra og eins viðbrögð þeirra í netunum. Sá fiskur, sem dreginn er á skip, ér fyrst greindur simdur eftir teg- undium. Hver fiskur er mældur, blóð- ið efnagreint, og innihald meltingar- vegarins rannsakað. Vísindamennirn- ir fást við mörg viðfangsefni, sem enn ekki hafa verið nægilega rann- sökuð: Hvaða lífverur lifa á sjávar- botninum? Á hvaða tíma sólarhrings eta hinar ýmsu fisktegundir? "Svörin við þessum spurningum gætu gefið til kynna hina miklu dreifingu fæðu- efna, sem úr sjónum fást. Albatross IV er 187 fet á lengd og hefur rúm fyrir 22 manna skipshöfn og 16 vísindamenn. Vísindamennirnir hafa loftkældar rannsóknastofur, þar sem hægt er að fást við rann- sóknir, einnig í hitabeltinu, Skips- skrokkurinn er styrktur til að þola að lenda í ísi og á að geta komizt allra sinna ferða í íshöfunum. Það hefur og sérstakan stýrisútbún að, þar sem hægt er að stjórna ferð skipsins með breytingu á verkun skrúfunnar. Þessi hreyfanlega skrúfa gerir skipinu einnig fært að liggja k'yrrt. Dísilvélin gengur með 12 mílna hraða og skipið getur farið 9000 mílur án þess að taka elds- neyti. KEMUR VIÐ Á 100 STÖÐVUM Albatross IV gengur frá hafrann- sóknarstöðinni í Woods Hole í Visindamaður um borð í rannsókn- arskipinu að mæla vöðva úr ýsu. Myndir í sjónvarpi af sjávarbotnin- um má sjá um borð í rannsóknar- 1! skipínu. Massachusets og verður um 8 mán- uði af hverju ári út af ströndinni í Maine, og kemur við á um það bil 100 stöðvum, sex eða sjö sinnum á hverri, til þess að koma sér upp „árs- mynd“ af svæðinu og fiskinum á þvL Enn er mikið óvitað um höfin, en Bandaríkjastjórn hefur margar aðr- ar áætlanir en þessa með höndum. Verið er að koma upp fiskirann- sóknastöð fyrir, öll ríkin í Washing- ton, rannsóknir á fiskimagni og strandlengju eru þegar gerðax og samvinnuáætlun um jarðfræði og haffræði meginlandsins og Atlanz- hafsins hefur þegar verið hafin, ásamt samskonar rannsóknum hvað Kyrrahafið snertir, og rannsóknir hafa verið auknar á eggjahvítuefni úr fiski. (Úr Science Horizons). Albatross IV, sem nú hefur hafið rannsóknir við Atlanzhafsströnd N- Ameríku. WMMMimBMKMMKMi Myrkur í lofti, myrkur á jörðu. Hinn mikli gangvari hvelsins klýfur ymjandi kolsvartan geim. Vængir titra, stálvöðvar strita. Stefnu ræður á vegum gnýfara þung og knýjandi þráin heim. Borgin nálgast, böðuð í ljósi, með brek og kæti, hvíld og þreytu að liðmum degi, lausung og ást. Sé ég úr hæðum í sjónhendingu saman ofna volduga einingu þeirra sem unna, allra sem þjást. (Tileinkað Loftleiðum á 20 ára afmæli fél.) (Vegna mistaka, sem urðu við prentun þessa kvæðis í síðustu Lesbók, er það prentað hér upp að nýju) Þokast nær í niðdimmum geimi hið neðra fjarlægur bjarmi, skýrist, mótast og boð mér ber. Glitperlufestar logandi ljósa og leiftrandi vita sem tindrandi skrautdjásn birtast land mitt á brjóstum þér. Flug sitt lækkar gangvarinn góði. Gluggaljós nálgast í einstökum húsum með eigin sögu, spumir og spár. Heildin rofnar — hvarf út í geiminn. Af hestinum vegmóða fagnandi stíg ég með einstaklingseðli og eigin þrár. Einar M. Jónsson tM __ Hann er listamaður, sagði Pabbi, og maður! Enginn vafi á þvL E G dvaldi hjá Pabba tvær vikur og Domingo sannaði að hann var eitt það bezta sem Spánn heíur nokkurn- tíma alið. Síðast sá ég til Pabba á flug- vellinum í Madrid. Hann ætlaði að fijúga méð Domingo til Mexíkó. — Til hamingju, kafteinn, sagði hann. Ég hlakka til að lesa næsta „auglýsinga- ritið“ _þitt! — Ég vona að það verði bezta ritið rnitt, sagði ég. Á þessum tveim vikum lærði ég að skilja meira af „miðbiki lifsins" en ég hafði gert nokkurntíma áður. Og svo — fyrir tveimur árum — fékk ég frétt- ina, að Pabbi heíði kvatt veröldina. Eg gat ekki varizt að minnast orða, sem hann sagði í Lundúnum: „... það skal dugandi maim til að finna tilgang í einhverju þegar hann stendur í dyrum dauðans eða er að deyja.“ Og Pabbi Hemingway — gildvaxni náunginn gráskeggjaði með gáfulegu bláu augun — er að minni hyggju dug- andi maður, hvort heldur hann er dauður eðá lifandL 14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.