Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 8
Hrakningar brezkra her- manna á Eskifjaröarheiöi Eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum eturinn 1941—42 var, eins og kunnugt er, allmikið setulið á Reyðar- firði. Það mun hafa verið þjálfað þar í ýmsuim heræfingum, meðal annars í gönguferðum. Var þá stundum farið til fjalla, en oftast milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar eftir veginum, sem ligg- ur meðfram ströndinni og er það kring- um 3 tíma gangur (15 km.). Oftast voru þessir menn, sem á ýmssui hátt minntu á múmíur, vegna aga og klæðn- aðar, með bakpoka, sem vóg um 60 pund, byssu og skotbelgi. Margt verður fólki hér á Auturlandi sjálfsagt minnisstætt frá dvöl þessara manna. Mér mun seint ú,r minni líða sá atburður, sem nú skal reynt að greina frá: Hinn 19. janúar 1942 var úrhellis- rigning svo að vötn uxu til muna. Um nóttina birti til og fraus þá svo skyndi- lega, að ekki náði að þorna af stein- um. Urðu því allir melar ísaðir, grunn- stingull kom í vötn og fannir urðu svelllag'ðar ofan. Á Eskifirði hafði verið kolalaust um tíma. Margir áttu því af skornum skammti til eldiviðar og þeirra á meðal vorum við. Síðustu dagana höfðum við orðið að notast við rusl og það, sem til félLst á heimilinu. En nú var kolaskip komið þar í höfn og beið losunar. Hinn 20. janúar var stillt og bjart veður, svo að hvergi sást ský á lofti. Bræður mínir, Pál1 Pálsson, sem bjó þá með móður okkar, Þorbjörgu Kjart- ansdóttur, í Veturhúsum við Eskifjörð, næsta bæ við Eskifjarðartheiði, ög Magnús Pálsson, þá 15 ára, fóru þennan morgun til að vinna við uppskipun úr kolaskipinu. Við systur tókum þá að okkur fjár- hirðingu og aðra gæzlu gripa á meðan Kvöldið áður hafði tapazt ein ær frá húsum, meðan Páll var að gefa fénu. Hvernig sem á því stóð, gat hann ekki fundið hana þrátt fyrir ærna leit, áður en myrkrið skall á, og var hún því úti um nóttina. Til þess að bræðurnir kæm- ust til vinnunnar, buðumst við systurn- Eu: til þess að leita ærinnar og fórum við mæðgur allar af stað í birtingu um morguninn, og höfðum með okkur poka. A. rið áður hafði fallið skriða inni í dalnum, og þar sem hlíðin er öll kjarri vaxin, var þarna dálítið af kalviði. Þarna var. móðir okkar eftir og tíndi eldivið í pokana, en við gengum lengra og fundum ána í fullu fjöri inni í dal- botni. Ég segi frá þessu aðeins af þvi, að þetta furðulega flan ærinnar varð óefað til þess, að við höfðum nægan eldivið þennan dag og hina örlagaríku nótt, sem í hönd fór. Um klukkan þrjú-fór að þykkna i lofti og klukkan fjögur munu hafa ver- ið komnar áleiðingar í fjöll. Þá fórum við að gá að fénu, en vant- aði nokkrar ær og fór ég að leita þeirra. Þegar heim kom um kl. 5 var komin suðaustan rumba og rigningar- slit Munum við systur þá hafa verið orðnar þreyttar og leiðar á fjármennsk- unni, því að við mundum ekki, hvort við hefðum gengið örugglega frá lok- unni á þvi húsi, em við við létum sein- ast inn í. Klukkan sjö um kvöldið var búið að losa kolaskipið, og lögðu bræðurnir þá strax af stað heim, en þá var kominn grenjandi euðaustan stormur og rign- ing. Voru þeir því þreyttir og mjög illa til reika, er þeir komu heim klukkan rúmlega átta. Klukkan um 10 voru allir búnir að taka á sig náðir, en svo ömurlega lét veðrið í eyrum móður minnar, að hún fékk sig ekki til þess að slökkva ljósið í herbergi sínu, en glugginn sneri að heiðinni. Seint á ellefta tímanum óskapaðist veðrið svo, að Páll fékk áhyggjur af og taldi vissara mundi vera að gá að gripahúsunum, ef vera kynni að þeim hefði ekki verið vandlega lokað. Talaði hann þá til Magnúsar, en hann svaf mjög vært. Páll bað þá Kristínu systur okkar að koma niður og gæta dyranna, meðan hann færi út. ' Hún gekk um gólf í köldum gangin- um og óttaðist um bróður sinn. Um það bil, sem hún gat farið að búast við hon- um, sér hún mannshönd fálma upp á gluggann. Henni flaug fyrst í hug, að Páll hefði dottið og slasazt, en einhver innri rödd sagði henni þó, að þetta hefði ekki verið hönd Páls. Hún beið enn litla stund, en hugðist svo fara tál þess að sækja okkur hin til aðstoðar. En þá knúði Páll dyra og var með nærri meðvitundarlausan mann í fanginu. egar Páll fór út, var veðurofsinn svo mikill, að hann varð að neyta allr- orku til þess að hrekja ekki burtu frá húsinu og af leið. Einnig var svo dimmt, að hann sá ekki handa skil. Ekki hafði hann ljós með sér, því það voru ekki til nema olíuluktir á bæn- um, og hugði hann að ekki mundi hægt að halda ljósi á þeim í þessu hvass- viðri. Er hann kom að fjárhúsunum, var þar allt í góðu lagi, og ætlaði hann þá að ganga við hjá hesthúsinu, sem var vestan við bæinn. En er hann átti skamma leið þangað, sá hann að hann var að ganga á einhverja dökk þúst, sem þó hreyfðist. Hann hélt að þetta væri eitthvað, sem fokið hefði en er hann gætti betur að, sá hann, að þetta þok- aðist móti veðrinu. Hann sá enga skil- smíð á þessu í myrkrinu og andartak datt honum í hug að leggja af leið og láta þetta eiga sig, en bægði fljótt frá sér hjátrú og lítilmennsku og gekk nær til þess að sjá, hvað þetta væri. Hann beygði sig svo niður að þessu og sá að það var maður, sem skreið S fjórum fótum, en datt alltaf 5ðm hvoru. Maðurinn varð ekki Páls var fyrr en hamn tóik á honum og reisti hann upp. Þá sá Páll að þetta var her- maður. Páll gat ekki losað byrðina af manninum úti, af því að allar ólar vom orðnar svo þrútnar af bleytu, að þær gengu ekki í gegnum hringjurnar. VarS hann því að bera manninn til bæjar með því, sem hann hafði ’meðtferðis. Þau Kristíri klæddu hann nú úr blautu föt- unum og í önnur þurr, en móðir okkar klæddist og fór niður, hitaði kaffi og sá honum fyrir næringu. Maðurinn hresstist furðufljótt og gerði þeim þegar skiljanlegt, að fleiri menn væru úti. Móðir mín kom þá og sagði mér, hvers þau væru vísari. Ég hraðaði mér á fæ’tur og við settum ljós í alla glugga. Páll lagði hinn ókunna mann ofan 1 rúmið sitt og sofnaði hann fljótt. Síðan vakti hann Magnús og sagði honum, að ekki mundi vera um svefn að ræða að sinni. Magnús klæddi sig þá í skyndi og þeir bjuggu sig út í óveðrið með olíu- lukt sem þeir reyndu að skýla með sjálf um sér, ef vera skyldi, að hinir nauð- stöddu menn yrðu þeirra frekar varir. Þannig hófu þeir leitina að mönnunum, sem þeir vissu ekki hvort voru margir eða fáir. Bráðlega fundu þeir tvo menn, sem voru komnir heim á tún og reyndu að fika sig áfram heim að bænum. Þeir höfðu séð Ijósin og vonuðu, að hjá þeim væri bjargar von. Bræðurnir héldu nú, að þeir hefðu auðveldlega fundið alla þá, sem þarna voru í nauðum staddir, en það fyrsta. sem gestir þeirra reyndu að koma þeim í skilning um, er þeir máttu mæla, var það, að enn. fleiri menn væru úti, já mikill fjöldi manna. Það lá nú nærri, að okkur féllust hendur við þessar fréttir, en þeir brœð- ur fóru samt að vörmu spori út í fár- viðrið, og héldu áfram að veiða menrn alla nóttina. V ið konurnar höfðum líka nóg að gera. Það þurfti að hjálpa svo að segja hverjum manni úr fötunum og eðlilega * þurftu allir að fá heitan drykk og ein- hverja næringu. Þegar það brauð, sem við áttum bakað, var gengið til þurrð- ar, voru bakaðar pönnukökur og flat- brauð. Reynt var að þurrka föt þeirra, en það gekk erfiðlega, vegna þess að ekki var nema eldstæði í húsinu og eldi- viður af skornum skammti. Við tókum allan þann fatnað, sem við áttum, til að skýla þeim með, einnig kvenfatnað. Að síðustu var ekki annað til en sæng- urföt, sem vafið var utan um þá, en hin- ir prúðu og þakklátu gestir tóku öllu vel, sem að þeim var rétt. Við skildum ekkert í ensku og gerði það okkur allt erfiðara. Mennirnir virtust allir vera fúsir að veita aðstoð og hlúa hver að öðrum, létum við þá fara ofan í rúmin, eins marga og þar gátu komizt, eri skiptum um eftir einn- eða tvo tíma, eftir því sem á stóð. Vatnsleiðsla var ekki í húsinu og urðu bræðurnir því að sækja vatn í skjólum í brunn, sem var um 90 metra frá bæn- um. Urðu það margar ferðir, því bæði var það, að illa hélzt á vatninu í rok- inu og mikið þurfti að hita. Þegar leið undir morgun urðum við eldiviðarlaus, en það vildi til, að Páll átti nokkra girðingarstaura nálægt bænum og sag- aði hann þá niður í eldinn. Þegar birta tók, vantaði enn nokkra menn, þar á meðal yfirforingjann. Páll lagði þá enn af stað ásamt undirforingja og öðrum hermanni inn til dals. Fundu þeir þá nokkra menn, sém höfðu orðið að nema staðar, og ennfremur nokkur líik. Meðal þeirra var lík yfirforingjans, sem fannsi inni í botni dalsins, en þar hafði þjónn hans skilið við hann um nóttina. Enn vantaði þrjá menn og fundust tveir g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.