Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 4
Hallgrímur Pétursson og Saurbær á Hvalfjaröarströnd 1 DAG mun þess verða minnzt við guðsþjónustur víða umland, að á þessu ári eru liðin 350 ár frá fæð- ingu Hallgríms Péturssonar „Svo lítil frétt var fæðing hans", að hvorki vita menn fæðingarstað né fæðingardag höfundar Passíusálm- anna. í hugum allra íslendinga er hann svo fast tengdur Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, að sjaldan er sá staður nefndur að maður minnist þá ekki Hallgríms um leið. Saurbæjar- stað hafa margir merkir klerkar setið. Nú er þar prestur sr. Sigurjón Guðjónsson prófastur Borgfirðinga. Kona hans er Guðrún Þórarinsdóttir Þorlákssonar, listmálara. JE/nda þótt Hallgrímur Pétursson væri Skagfirðingur að ætt og uppruna og þótt hann ætti 15 ára dvöl á Suður nesjum er nafn hans óslítanlega tengt við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þetta er sjálfsagt ekki sízt vegna þess, að í Saurbæ orti hann sitt höfuðverk — Passíusálmana. — Svo er jafnan talið, að mikið hafi skipt um til batnaðar fyrir Hallgrími Péiurssyni þegar hann fluttist frá Hvalsnesi og upp á Hval- fjarðarströnd. Er raunar enginn vafi á því, að þar hafa orðið mikil viðbrigði, enda segir sr. Vigfús í Hítardal í sinni greinargóðu ævisögu, að hann hafi þakk að bæði Guði og yfirvöldunum fyrir þau umskipti að hann slapp frá Hvals- nesi. Að Saurbæ kemst hann í næsta TÁgrermi yið vin sinn og velgerðar- mann, Árna lögmann Gíslason, sem bjó á Ytra-Hólmi, enda talið að hann hafi hjálpað honum til að fá Saurbæ. Það heifur verið eitthvað annað nágrenni heldur en það sem hann átti við að \>úa af hálfu „þrælanna í hraununum." Prófastshjónin í Saurbæ, séra Sigur jó n GuSjónsson, prófastur, og GuiSrún Þórarinsdóttir. f Iallg'rímskirkja í Saurb æ í baksýn. " að er bjart og fagurt yfir veru Hallgríms í Saurbæ. Staðurinn er svo hugþekkur bæði vegna legu sinnar og landslags og þeirra sögulegu minninga, sean við hann eru tengdar eftir bú- setu hins mikla snillings þar. Saurbær er bújörð í betra lagi, einkum hefur hún verið talin góð fjárjörð meðan Vatna- skógur var notaður til beitar. En það er nú liðin saga. Hann er nú orðið á vegum skógræktarinnar, þar sem skóg- armenn K.F.U.M. gróðursetja fjölda plantna á ár'i hverju. Prestum hefur yf- irleitt búnazt vel í Saurbæ og er höf- undur Passíusálmanna engin undantekn ing. Sr. Helgi Thordarsen, síðar biskup, byrjaði prestskap sinn í Saurbæ árið 1820 og var þar í fimm ár. Síðan varð hann prestur í Odda, einu bezta brauði landsins, eftir Steingrím biskup. Um þessa tvo staði — Saurbæ og Odda — 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS fórust sr. Helga svofelld orð: f Saur- bæ graaddi ég, en Oddinn át sig upp. Þetta segir sína sögu. Saurbær er hæg jörð og vel í sveit sett. Þar eru engar náttúruhamfarir, sem valda spjöll um eða áföllum. Landið liggur vel við só! og suSri, tún eru grasgefin og gróð- ur lifnar snemma á vorin. Allt þetta hefur komið prestum staðarins til góða ir.eðan þeir studdust við búskap, nóg fólk var til að nytja jörðina og gæði hehnar. Allt bendir til að Hallgarímur hafi verið bóndi í meðallagi. Enda þótt almenningur hafi lengst af talið að hann hafi verið snauður — jafnvel öreigi — mun hitt réttara, að afkoma hans hefir vt-rið vel viðunandi. Til þess benda út- tektargerðir frá Hvalsnesi og Saurbæ. Hann hefur gengið að öllum bústörfum itteð fórki sínu eins og ýmsar sögur benda til og algengt hefur verið um embættisbræður hans fram á þennan dag. Hann var nógu alþýðlegur til þess, þótt embættismaður væri, og hann hef- ir ekki talið sér neina minnkun að því að reyna á líkamskraftana við hvaða störf sem til falla bæði um slátt og á öðrum árstíma enda eru til ýmsar sagnir um. það sem fyrir kom, þegar saf. Hallgrímur var að störfum með piltum sínum. N. I okkur örnef ni eru enn í Saurbæ, sem minna á Hallgrím Pétursson, enda þótt senn séu 3 aldir síðan hann var ofar moldu. Þar er HalIgTÍmssteiim. í skjóli hans sat skáldið er hann orti Passíu- sálmana. Þar er Hallgrímslind, þar sem hann þvoði „líkþrár fúasár". Lind þessa blessaði Hallgrímur eða vígði. Síðan hefur vatn hennar lækningamátt. L<eg- sieinn er á gröf Hallgtríms í kirkju- garðinum, settur þar 1820 að undirlagi Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum. Magn ús bróðir hans Konferensráð sá um verk þetta, er Stefán var látinn. Grafskriftin, sem samin er af Magn- úsi, er á þessa leið: Lét stein þenna landshöfðingi sárast saknaður hver sannri trú af alhug unni ættmenn rista eftir sinn dag að auldnum moldum Háleits sálmaskálds Hallgríms fræga Saurbæjarprests Péturssonar Lifi beggja minning í landi blessuðL MDCCCXI Skammt frá þjóðveginum fyrir of^n Saurbæ er svonefndur Bænasteinn. Kann hann bæði að drag® nafn af bæn- um Hallgríms eða bænagerð kirkju- fólks er það var á leið til messu á staðnum. E \ l nda þótt Saurbær sé fyrst og fremst svo fast tengdur nafni Hallgríms Péturssonar vegna þess að þar orti hann Passíusálmana skal hér að lokum, minnzt á atburð, sem skeði £ Saurbse og var tilefni eins af fegurstu ljóðum Hallgríms fyrir utan Passíusálmana. Það var þegar bærinn brann þar aðfar- arnótt 16. ágúst 1662. Bærinn brann til kaldra kola og með svo skjótum hætti, að heimafólk bjargaðist nauðugiega og förukarlinn, Ólafur skozkur, sem var þar nætursakir, fórst í eldinum. ÞaS má geta nærri að fáu sem engu hsfur verið bjargað af húsmunum og skaðinn því orðið tilfinnanlegur. — Út af þess- um atbui-ði yrkir svo Hallgrímur sálm, er hann nefnir „Hugbót" „og er óhætt að segja, að tiginmannlegri sálmur hef- ur varla verið ortur út af stárskaða." (M.J.): HUGBÓT Ort þegar húsbruninn varð í Saurbæ 1662. Guð er minn Guð, þó geysi nauð i og gangi þanninn yfir. Syrgja skal spart, þó missta ég margt máttugur berrann lifir. Af hjarta nú og hreinni trú til hans skal ég mér venda. Nafn Drottins sætt fær bölið bætt. Blessað sé það án énda. Gaf mér hans náð gott lukku ráð, að gleðinnar eflist kraftur. Frjálst á hann þá og fullvel má frá mér taka það aftur. Hans náðin blíð á hverri tíð huggun virðist mér senda. Nafn Drottins sætt fær bölið bætt. Blessað sé það án enda. Tók ei djöfull né töfrafull tilviljun burt eign mína. Sá, sem það gaf, svipti því af. Sorgin skal öll því dvína. Mitt bætir ráð með mildi og náð hans miskunn þúsundkennda. Nafn Drottins sætt fær bölið bætt Blessað sé það án enda. Guð elskar Jþann, sem hirtir hann. Hef ég þá trúna vissa. Vil ég með hind, vesæl barnkind, á vönd föðurins kyssa. • Heilsu, lán, féð og heiður með hans náð vil ég afhenda. Nafn Drottins sætt fær bölið baett BlessaS sé það ná enda. Af mér þó féð og auðlegð með óðum svo ganga megi, grátbæni ég nú, góði Jesu, gleymdu mér þó aldreigi. Lát mig hjá þér, þá héðan fer, \ í himnasælu lenda. Nafn Drottins sætt fær bölið baatt, Blessað sé það án enda. • Eftir séra Gtela Brynjólfsson 10. tfflublaS 1W4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.