Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 5
Efi NITTI HEMINGWAY Eftir William Caldwell Þau gleðitíðindi gerðust á Al- pingi fyrir jól, að ríkisstjórnin lagði fram tillögu til þingsályktunar um heimild til aöildar íslands að Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóð- anna (TJNESCO). Hefur sú tillaga hlotið samþykkt Alþingis. Það var sannarlega orðið tima- bœrt, að slík tillaga kœm% fram á Alþingi, því varla getur það tálizt vanzalaust að íslendingar, sem af fáu hafa státað meir en menningu sinni og menningaráhuga, skuli á- samt Portúgal vera eina aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem aldrei gékk í UNESCO. (Suöur-Afrika gerðist aðili stofnuharinnar, en sagði sig síðan úr henni). BMér hefur alla tið verið það hulin ráð- gáta hvers vegna tslend- ingar héldu sig utan við UNESCO, á sama tíma og þeir áttu aðild að ýms- um öðrum sér stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem að mínu viti liafa minna gildi fyrir okkur. Ég hef heyrt þá skýr- ingu, að á sínum tíma ha.fi tiltek- inn íslenzkur sendiherra svarað beiðni íslenzku ríkisstjórnarinnar um álitsgerð á þann veg, að liér væri um að rœða yjattstofnun, sem ekki œtti neitt erindi við íslendinga. Sé þetta rétt, er það heldur ófögur saga, því sannast sagna höfum við misst af mörgum gullnum tœkifœr- um til að kynna menningu ökkar og menningarverðmœti erlendis og til að veita sérfróðum mönnum héð- an kost á að kynna sér ýmislegt sem til framfara horfir frœðslu, vísind- um og menntamálum. Hstkynning stofnunarinnar er heimskunn orðin, og bókaútgáfa hennar nýtur vaxandi virðingar og vinsœlda. Árgjáld íslands til stofnunarinn- ar er hégómi einn í samanburði við þann menningarlega og vísindálega hagnað sem Islendingar gœtu haft af lienni, ef rétt vœri á málum háld- ið. Vitanlega gæti aðild okkar að stofnuninni orðið pjatt og hégómi, ef látið vœri sitja við það eitt að sækja eina eða tvær ráðstefnur á ári. Við verðum að táka virkan þátt í starfsemi hennar bæði að því er snertir bókaútgáfuna og eklci síður að því er varðar hiö mikla og ger- byltandi áták sem nú er verið að gera til. að endurskoða og samræma skólákerfi heimsins, og þá einkan- lega uppfrœðslu í einstökum grein- um. Verður fróölegt að fylgjast meö framvindu þessa máls.-eftir að að- ild ísla’nds er loks fengin. s-a-m p igningin lamdi Lundúni þegar skipið mitt — amerískur tund urspillir — var að fikra sig að legu- plássinu. Þetta var hluti úr skipa- lest, sem hafði lagt upp frá Ný- fundnalandi fyrir tíu dögum. í skipalestinni voru átta herflútn- ingaskip. Við áttum að taka þátt í innrásinni í Frakkland. Enginn okk ar vissi þá hvénær hún ætti að verða, en eftir öllum gauragangin- um í gömlu góðu Lundúnum að dæma var lítill eða enginn vafi á, 'Bð eitthvað mikið var í uppsiglingu. Og tveim vikum síðar hófst innrás- in. Ég var kadett-lautinant, og það er um það bil versta hlutskipti sem nokkur maður í sjóhernum getur hlotið. Kadett-lautinantinn nýtur hundrað sinnum minni virðingar en venjulegur sjómaður — eða ef því er að skipta múrari sem orðið hefur kokkur á herskipi. Tveim dögum eftir að við höfðum varpað akkerum í Lundúnum var ég staddur í „The Hed Goat“ — „Rauðu geitinni" — ekki full- komlega friðsamlegri drykkjukrá í Chelsea-hverfinu. Þetta var eins konar þjórstofa stríðsfréttaritara, amerísikra landgönguliða, enskra framlínudáta, flugmanna frá RAF, og náunga á borð við sjálfan mig — sem rákust þarna inn af tilviljun. Klukkan ráu til tíu á hverju kvöldi voru þessir mannflokkar hver um sig vanir að hefja kórsöng — eða áflog — eða stundum hvorttveggja, var mér sagt. mt riðja kvöldið sem ég kom í „Rauðu geitina", skömmu eftir talsvert vilhallan mannjöfnuð í sönglist milli fréttaritara frá Kanada og RAF-flug- manns, vissi ég ekki fyrr en ég sat hjá gildvöxnum manni með stuttklippt, grátt aiskegg. Bros hans var viðfelldið og augun árvökul, gáfuleg og blá. — Hvað drekkur þú, sjómaðhr? spurði hann. — Allt sem ég get náð í, svaraði ég. Hann hló og sagði eitthvað á frönsku við manninn sem með honum sat. Og þeir fóru báðir að hlæja. Ég hafði ekki hugmynd hversvegna þeir voiu að hlæja, en af því að mér var illa við að vera utangátta fór ég að hlæja lika, hænra en sá gráskeggjaði og þessi frönskumælandi vinur hans. Bob Fritzsimons, náungi sem ég hafði kynnzt kvöldið áður, kom að borðinu okkar og settist. — Mér sýnist þetta vera samsæti, sagði hann. — Það borgar sig alltaf að hlæja áð- ur en maður á að deyja, sagði sá grá- skeggjaði. — Hver á að deyja? sagði Bob. — Ég, sagði skeggjaði náunginn, — eftir eitt glas! Bob stakk hendinni í vasann og dró upp fallegustu viskíflöskuna sem óg hef nokkumtíma séð; það var Johnny Walk er. —- f hvaða herdeild ert þú, lags- maður? spurði sá skeggjaði. — Ég get því miður ekki sagt þér það, sagði Bob. — Það er einskonar hemaðarleyndarmál. — Ekkert sem snertir stríðið er leynd armál, sagði sá gildvaxni. — Það kemur undir þvi hvernig á það er litið, en ég skal segja þér hvað ég gerði áður en ég fór í herklæðin, sagði Bob. Ég var drykkjumaður að iðn — og hvað ertu sjálfur? Sá gildvaxni benti vini sínum og tal- aði við hann á frönsku. Og þeir hlógu báðir. — Og hvað gerir þu þá? sþurði ég. — Jæja, ég var vanur að gesra sitt af hverju, en ég er iðnlærður drykkju- rútur sjálfur. En auk drykkjuskapar- ins hef ég lifandi áhuga á nautaati. — Láttu þér ekki' detta í hug að segja mér að þú hafir verið nautabani. Ég verð að innbyrða talsvert mikið áð- ur en ég bít á það! — Ég sagði að ég hefði áhuga á nauta ati. Það er ég sem bý til áróðurinn fyr ir nautaati. Veizt þú nokkuð um nauta- at? sagði sá gildvaxni. — Ég hef aldrei séð nautaat, svar- aði ég, en ég geri mér nokkurnveginn ljóst út á hvað það gengfur. Ég las skemmtilega bók um það einhverntíma, skrifaða af náunga sem heitir Heming- way. Hefur þú heyrt hann nefndan? Ni I ú hló vinur hins gildvaxna, svo að hann hristist og fékk tár í augun. — Hemingway, sagði hann með frönskukeim, er blekkingahrappur. Hann veit ekkert um nautaat. Og svo kann hann ekki að skrifa. Sá gildvaxni leit á vin sinn, og sneri sér svo að okkur. — Það er rétt, hann er blekkinga- refur. — Hann veit minna um nauta- at en eskimói. — En þú veizt auðvitað meira um það, sagíii Bob. — Jæja, að vissu leyti. — Hvenær sem ég les grein eða bók um nautaat eftir svona blekkingahrapp, skrifa ég honum sendibréf, og þar er orðbragðið • þannig að hún amma min mundi £á taugaáfall! Haxm hló lengi, seildist eftir viskí- flöskunni úr skúmaskotinu og hellti glasið barmafullt. Hin fræga mynd sem Kanadamaðurinn Krsh tók af Hemingway 10. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.