Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 6
— Pabbi veit I rauninni ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut, sagði vinur gildvaxna mannsins. — í>ér skjótlast, Pierre. Ég veit um tvrennt. Það fyrra er að þetta. stríð hef- ur gert erfitt að nó í áfengi, og hitt er að ensku og amerísku yfirvöldin vilja í rauninni ógjarna að Pabbi gamli skrifi um þetta stríð! — Kafteinn, sagði maðurinn með frönskukeiminn, við Pabbi ætlum að gera París frjálsa. Og hvorki Churchill Roosevelt né de Gaulle geta stöðvað okkur. Er það ekki rétt, Pabbi? — Jú, víst er það rétt,, vinur minn. Hvað segið þið um að koma með mér upp í herbergið mitt? — Hvað heitirðu annars? spurði •Bob. — Veiztu ekki hver ég er? sagði sá gildvaxni. Ég er Litli Blámann, sem býr til augHýsingar um spánskt nauta- at — Þú ert blekkihrappur, sagði Pierre og drakk glasið í botn. — Já, ég er alveg eins og þessi ná- ungi — hvað hanii ný heitir — Heming- way. Það er bara sá munurinn, að ég er enn meiri umrenningur en hann get- ur nokkurntíma orðið! T UTTUGU mínútum síðar vorum við í herbergi gildvaxna mannsins. Ég drakk kampavín, Bob hélt sig við skozka viskíið, og Heppni-Pierre drakk koníak. Sá gildvaxni, sem Heppni-Pierre kall- aði Pabba, drakk „bourbon" af stútnum. — Heyrið þið, sagði hann. Einu sinni þekkti ég hnefaleikakappa, hann var nærri því heimsmeistari í miðþunga- flokki. En hann hætti við hnefatupkið, varð kjúklingabóndi í staðinn, og giftist kvenmanni frá Ohio. Ef þú vilt ekki verba kjúklingabóndi áður en lýkur, skaltu vara þig á kvenfólkinu frá Ohio Jackie kunni sína eigin heim- speki; hann hélt að góður hnefa- leikakappi hlyti óhjákvæmilega að tapa ef hann færi að hugsa meira en góðu hófi gegndi. Hann bar mikla virðingu fyrir A1 Ford. A1 var nærri því heims- meistari líka — en A1 gamli hafði lagt í vana sinn að hugsa of mikið. Þegar hann og Jackie áttust við í Madison Square Garden, sagði Jackie mér að A1 væri talsverður hnefaleikamaður. Hann var virkilega hugsandi maður, bætti Jackie við. Já, lasm, sá gat nú hugsað að gagni. En meðan hann var að hugsa lumbraði ég á honum hvað eftir annað! — Ég skrifaði um þetta í smásögu einu sinni, en vinur minn, sem var góð- ur rithöfundur, sagði að allir hefðu lesið þetta áður, svo ég sleppti því. Upp frá þeim degi lærðist mér að maður á aldrei að taka mark á vinum sínum. Þeim getur þótt vænt um þig, en þeir geta aldrei hjálpað þér. mt AÐ kom á daginn að sá gild- vaxni var fréttaritari vikublaðs í Am- eríku. Hann vildi ógjama segja of mik- ið af sjálfum sér. En hann var alls ekki lélegur auglýsingamaður, hann Litli Blá mann. Frásagnarháttur hans gerði mann for- vitinn um það, sem hann var að tala um. Þegar hann hafði lokið við „bour- bon“-flöskuna tók hann til við koníak- ið, en hann varð ekki ofurölvi. Hann lét móðan mása, og við þrír hinir kom- umst í lyfting við að hlusta á hann. Hvenær sem tal hans barst að stríðinu urðu hugleiðingar hans um líf og dauða angurblandnar. — Stríð er sóðalegt orð, sagði hann, og stríð er aldrei háð með rökfestu, enda eru mennirnir heldur aldrei rök- fastir. Og hvort okkur líkar það betur eða verr, finnst þeim það hafa einhvern tilgang að lifa eða deyja í stríði. Það er ömurlegt að maðurinn skuli lesa lífs- sannindin letruð á fallbyssúhlaup. Ég mun vera eins og fólk er flest — ég lifi fyrir það eina stóra augnablik er ég sé sannleikann, eða dey í tilrauninni til að finna hann. — Við erurn ekki dauðir enn, Pabbi, sagði Pierre. — Þú talar — talar alltof raunalega. Við skulum tala um París. Pierre var í liði frjálsra Frakka. Fyrir stríðið rak haíin ofurlitla veit- ingastofu í París. Nazistar skutu son hans sex dögum eftir að þeir tóku Par- ís. Pierre var að segja okkur frá þessu augnabliki áður en þýzku eldflaugun- um tók að rigna yfir Lundúni. S á gildvaxni spratt upp af stóln- um og dró svart gluggatjaldið niður. Bob slökkti ljósið. — Jæja, Litli Blámann, sagði Bob. Ég þori að veðja, að þú vildir heldur vera kominn til Spánar núna og sjóða saman nautaats auglýsingar! — Þér skjátlast, sagði sá gildvaxni. Það er enginn rnunur á stríði, nautaati saman nautaats-auglýsingar! — Segfðu þeim frá, Pabbi, sagði Pi- erre. Segðu þeim frá því! —Þið ráðið hvort þið trúið því, sagði sá gildvaxni. — Ég hef samið sumar beztu nautaats-augilýsingarnar sem til eru. Ég hef nefnilega gaman af fólki sem á heima í miðbiki lífsins, en hirði ekki um þá sem reyna að fela sig fyr- ir því. Og nautabanarnir eiga margt skylt með hermanninum. Þeir gera þetta ekki eingöngu vegna heiðursins. Þeir gera það af því að þeir mega til. Þetta er þeirra aðferð til að gefa lífinu til- gang. Það skal dugandi mann til að finna tilgang í einhverju, þegar hann stendur í dyrum dauðans eða er að deyja. Eins og þið vitið hata margir nautaat. En eins og flestir aðrir menn, hata þeir eða óttast þeir það sem þeir ekki skilja, Eins og t.d. litla daman í New York, sem sagði: „Hr. Blámann, finnst yður það ekki dálítið lágtstætt að horfa á hóp manna, sem umkringja og ráðast á griðung. Veslings griðung- urinn á sér ekki undankomu von. Hann verður ailtaf að bíða ósigur!“ En þessi dama hugsar aldrei til kýrinnar sem hún étur ketið af — eða kjúklings- ins sem hún steikir og hefur með sér í skemmtiferðarnesti. Eða til veslings- svúnsins sem verður að sneiðum á brauði mannsins hennar. Ferfættu baut- arnir í nautabúunum hafa beðið ósig- ur áður en þeir fæðast. Og lítið á ves- lings kjúklinginn, hann getur ekki einu sinni falið sig í skuminu, en lendir í morgunmat. Og litlu grísimir þrír tn allt mannkynið er orðið að grasæt- um. Þið skiliið herrar mínir, að það sem daman frá New York og milljónir með henni ekki skilja, er að drepa — það er að drepa. Hver svo sem ástæðan er til þess að maður drepur, þá er það drepna óafturkallanlega dautt. En á hringsviðinu hefur griðungurinn þó tækifseri til að jafna metin! Það er bara leiðast, að hið sama verður ekki sagt um ferfættu bautana eða blessaða litlu kjúklingana í hænsnabúinu. Nautaban- inn er enginn slátrari. Hann er eins mikill listamaður og Shakespeare eða Tolstoí. Þegar hann stendur á hringsvið inu og veifar rauðu dulunni er hann virkilegt lífsskáld. Hvern sunnudag sem hann lifir og berst, segir hann við lífið: „Ég vil vita hvað það er, sem kemur þér til að hrærast.“ Um leið spyr hann siálfan sig: „Á ég nokkurn rétt tii að fá að vita þetta?“ Og stundum uppgötvar hann það áður en það er orðið um seinan. — Það fyrsta sem maður verður að læra um nautaat er, að griðungurinn er eins og þýzk brynreið, sem kemur á móti manni, er aðeins liefur skamm- byssu í hendinni. Sé maður gjóð skytta hittir maður brynreiðarstjórann; en missi maður marks........ja, þá tapar maður! Og hversu góð skylta sem mað Ur er, þá getur maður ekki alltaf sigr- að. Skiljið þið það, herrar mfnir? Þið getið ekki unnið alltaf! — Alveg rétt, Pabbi, sagði Heppni- Pierre. Alveg rétt! Við Bob sögðum ekki neitt. — Vitið þið nokkuð um stríð? sagðl sá gildvaxni. Það er sjálfgefið að allir í_þessu herbergi taka þátt í stríðinu —- en vitið þið eiginlega nokkuð um það? Margir segja að ég sé landeyða sem elski stríð, en þeim skjátlast. Herrar mínir, þeim skjátlast! En í stríðinu get ég ver- ið skarpskyggn. Ég get greint menn frá strákum. Ég get heyrt hjartaslög hins sanna manns. Ég get séð drauma hans, tekið þátt í kvöl hans og ótta, og þes9 vegna giet ég skilið sjálfan mig dálít- ið betur. / — Pabbi elskar ekki stríðið, sagði Pierre. Pabbi elskar fólk. Þess vegna líka' fólki vel „auglýsingarnar** sem hann semur. Þær líka vel- um allan heim. Þess vegna er Pabbi Blámann góð ur maður. En það líkar ekki öllum vel að heyra sannleikann. — Hvað ætlarðu að gera eftir stríð- ið? spurði Bob. — Fyrst ætla ég að reyna að kom- ast yfir brennivín með léttara móti en ég náði í þetta. í öðru lagi ætla ég að halda áfram með auglýsingarnar. Ekki aðeins um 'nautaat, heldur um allt og alla sem lifa í miðbiki lífsins. Það er alls ekki létt starf að lifa í miðbiki lífsins. Finnst þér það, Pierre? — Pabbi, þú ert eiginlega talsverS skrafskjóða. — Hæ, kafteinn, ertu vakandi? — Ég er vakandi, já, sagði ég. P ierre hélt áfram: Pabbi er snjall asti auglýsingamaðurinn í þessari skitnu veröld, og Pabbi er mikill hermaður lika. Pabbi og Pierre fóru í stríðið til þess að fá ókeypis far til Parísar aftur. Var það ekki, pabbi? — Jú, alveg rétt, svaraði Pabbi. Pierre, eitt hefurðu gleymt að segja gestunum! Nefnilega að ég krefst ekki meistaratignar nema í aðeins einni grein og það er drykkjuskapurinn. Sú landeyða er ekki til, sem skal ræna mig því sæmdarheiti. Hann hló og við hinir hlógum líka. En sá gildvaxni gráskeggur virtist hlæja að allt öðru. Að utan heyrðust drunurnar frá þýzkum V2-sprengjum yfir gömlu Lundúnum. Nokkrum vikum síðar var hann f fyrsta innrásarflokknum sem gekk á land í Normandí. Bob var skotinn niður i framvarðarfluri nálægt Hollandi norðanverðu. Pierre og Pabbi voru meðal hinna fyrstu sem þustu inn í París —. 2 mílum á undan liði bandamanna. En skipið mitt var sent til Kyrrahafs. og þar var ég það sem eftir var stríðs- ins í varðsiglingum við San Francisco- flóa. 1\"OKKRUM árum síðar, eftir að ég hafði lokið námi, fékk ég atvinnu við blaðamennsku. Og er ég hafði dund að við hana í nolckur ár', gaf ég bezta vini mínum kokkteilstrokkinn minn og hélt til Parísar, til þess að prófa hvort ép gæti komið auga á þennan töfra- ljóma bar. sem svo mörg hundruð rit- höfundar höfðu hrifizt af fyrir minn dag. En París frá í gær var breytt, svo ég tók. saman föggur mínar og hélt til Spánar. Hafði fyrst viðdvöl í Barce- lona. Ég átti þar heima og skrifaði í ná- lægt tvö ár og taldi mig vera orðinn dálítið meira en viðvaning hvað nauta- at snerti. Heitan júlídag 1959 labbaði ég inn á Don Carlos til þess að fá mér glas af víni og rabba við einhvern. Carlos var heimkynni nautabana, gagnrýnenda og aðdáenda hinna fyrrnefndu. Innarlega Framhald á -bls. 13 Hcmingway og síðasta kona uuu, / s í 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1904

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.