Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 9
þeirra um Tiádegi, báðir Tifandi, en ann- ar andaðist skömmu eftir að hann var fiuttur heim til okkar. Lík hins þriðja íannst ekki fyrr en daginn eftir, rekið af sjó. Enginn sími var á bænum og var því ekki hægt að kalla þannig á hjálp þegar dagaði. f>ó sími hefði verið og hægt hefði verið að ná sambandi við stöðina á Eskifirði um nóttina, hefði það erynzt tilgangslaust, meðan á óveðrinu stóð, því að þverárnar runnu saman yfir öll nes og eyrar fyrir neðan brekkur og því ófærar yfirferðar. Vera má þó, að hægt hefði verið að bjarga þeim fjórum mönn um, sem létu lífið utan við þessar ár. Munu þeir hafa komizt á undan aðal- flokknum og við illan leik sloppið út fyrir árnar. f>ví er bræðurnir byrjuðu að leita, var þeim ekki ugglaust um að þeir hefðu heyrt' hljóð utan fyrir árnar, þrátt fyrir vatnagnýinn. f>eir gerðu til- raun til bjargar, en sér til sorgar urðu þeir að viðurkenna, að þeir gátu ekki nálgazt hina nauðstöddu menn. Þverár þessar renna skammt fyrir utan Vetur- hús. V eðrið hélzt óbreytt til klukkan þrjú um nóttina, en þá mun hafa farið að draga úr storminum og úrfellið minnk aði, þó var nokkur rigning alla nóttina. Vötn minnkuðu þá fljótt, og klukkan 9 að morgpi voru þverárnar orðnar væðar fyrir fullhrausta menn. Um kl. 10 kom brezkur yfirforingi inn at Veturhúsum og sá hvernig komið var. Var hann á leið inn í Eskifjarðar- dal til þess að vita, hvort hann yrði leiðangursmanna var og hvernig ástatt væri fyrir þeim. Brá hann skjótt við út á Eskifjörð og kallaði saman hjálparlið úr hernum. Komu þá og nokkrir menn af Eski- firði, sem vildu veita aðstoð, t. d. héraðs læknirinn, Einar Ástráðsson og Jón Brynjólfsson bóksali, sem með sinni ljúfu og rólegu framkomu veitti eins- konar öryggi'og birtu inn í starfið, sem enn var nóg fyrir hendi. Mennirnir voru allir fluttir út eftir um kvöldið og voru þá flestir orðnir svo frískir, að þeir gátu gengið út á Eskifjörð, sem er um fimm kílómetra^ leið. Nokkrir voru þó bornir á sjúkra- börum, en lík hinna látnu voru geymd heima á Veturhúsum, að undanskild- um þeim, sem létu lífið fyrir utan Þver- ár. Alls létu þarna lífið níu menn. Flestir voru þessir menn vél búnir klæðum, en þó munu nokkrir hafa treyst um of á hinn bjarta morgun og byrðina, sem mundi halda á þeim hita hina erfiðu leið. Nokkrir höfðu verið svo óheppnir að tapa af sér kóm og sokkum í aurbleytu og vatnagangi á leiðinni og voru þeir með bólgna og sáruga fætur. Vafalaust hefði þessi ferð orðið giftu- samlegri, ef flokkurinn hefði getað far- ið ákveðna leið frá Reyðarfirði: Um Svínadal og yfir Hrævarskörð niður til Eskifjarðar. En vegna svella og hairð- fennis urðu þeir að snúa við frá Hrævar skörðum, halda áfram út Svínadal, svo inn Tungudal og þá leið upp á Eski- fjarðarheiði. Þetta mun hafa tafið þá um 3—4 tíma. í byrjun ferðarinnar eða í Svínadal voru þeir líka í heræfingum, sem tóku nokkurn tíma. egar þeir svo loksins komu upp á heiðina, var orðið dimmt Innst í botni Eskifjarðardalsins renna tvær þveráx, Vtri- og Innri-Steinsár', og eru báðar eð jafnaði nokkuð vatnsmiklar og vondar yfirferðar. I þetta sinn, eins og oft áður, voru þær ekki færar og urðu vesalings mennirnir því að klíifa upp með- þeim aftur og alla leið upp fyrir brúnir þar, sem þær voru ekki orðnar eins umfangsmiklar. Á þeirri leið mun yfirmaður þeirra hafa fótbrotnað og var talið að það hefði á sinn hátt valdið E g kom á dögunum í hús þar sem fjalaförin sátu ennþá í stofu- veggjunuim, og þegar ég spuirði hús- ráðanda fullur hluttekningar hve- nær hann byggist við að hafa efni á að láta múrhúða stofuna, þá spark- aði konan mín í sköflunginn á mér og gaf mér þannig til kynna að nú hefði ég betur haldið mér saman. Ég eir sifellt að tala af mér í nýtísku hús- um. Það sem ég held að sé hráka- smíði, það reynist vera listasmíð; það sem ég held að stafi af peninga- leysi, það reynist vera óhóf; og þar sem ég þykist sjá í hendi mér að annaðhvort hafi húsameistarinn ver- ið drukkinn þegar hann teiknaði hús ið ellegar smiðurinn geggjaður þegar hann smíðaði það, það reynist við eftirgrennslan þaulhugsuð niður í grunn, blákaldur ásetningur frá fyrsta blýantsstriki til hinsta ham- arshöggs. Vitanlega lærir maður af reynsl- unni. Ég er hættur að tala af mér í húsum þar sem eldhúsið er inni í stofu eða (eins og líka mætti orða það) stofan er á víð og dreif um eldhúsið. Það þótti þjóðráð fyrir fimm sex árum að koma þessu svona fyrir. Það þótti frumlegt og það þótti fínt, og ég hygg að hugmynd- in hafi verið sótt til Bandaríkjanna. En nú er eins og mig gruni að mest- ur glansinn sé af fyrirtækinu. Hver vill leggjast upp í sófa að loknu dags verki og hafna með hofuðið inni í bakaraofni? mt að er svona með tískutildrið því miður: tískan er nærri alltaf stundarfyrirbæri. Látum vera þó kvenfólkið uppgötvi einn góðan veð- urdag að öll fegurð og allur yndis- þokki felist í klofháum reiðstígvél- um: þetta er græskulaust grín, og þegar gamninu lýkur, þá má alltaf smeygja sér úr bússunum og kasta þeim út um gluggann. En þeim manni sem hefur komið sér upp tvö hundruð þúsund króna eldhúsi inni á miðju stofugólfi er meiri vandi á höndum. Hann getur að visu kastað húsameistaranum út um gluggann, en það er líka allt og sumt. Ég hef fyrir satt að í stofu einni í austurbænum séu ekki einungis veggirnir klæddir grjóti heldur líka loftið; og það síðasta óg frétti af framkvæmdum á staðnum, var eig- andinn að athuga um gerfi-grjót- ströngla sem áttu að hanga niður úr hornunum. Hann Skugga-Sveinn hefði kunnað bærilega við sig í svona stofu. í sama hverfi kvað vera steinsteypt hjónarúm. Það var ör- þrifaráð húsbóndans þegar hann frétti að nágranninn var búinp að koma sér upp mahóní-hjónarúmi sem hægt var að sofa í þversum jaifnt sem langsum. Þessir heiðursmenn keppa um það hvor geti haldið sig ríkmannlegar. Þegar annar fær sér nýja ljósakrónu, þá fær hinn sér nýja ljósakrónu sem er ýfið stærri. Þegar anna<r fær sér nýtt gólfteppi, þá fær hinn sér nýtt gólfteppi sem er ýfið þykkara. Og þegar annar fær sér nýjan bíl, þá fær hinn sér nýjan bíl sem er annáðhvort lengri eða stýttri, hærri eða lægri, allt eftir því hvað tískan býður. /V. meðan íslendingar bjuggu við bilaskömmtun, var hægt að ber- ast á í þrísóluðum landbúnaðarjeppa ofan úr afdal. Heildsalar óku um í skrölttíkum sem hundar nenntu ekki að gelta að. Nú eru gfóð ráð dýrari að sýnast maður með mönnum. Það eru þá helst „sportbílarnir“ sem ná meðalmanni í mjöðm. Mér er ráð- gáta hvernig stigið er inn í þá. Þó er etftir á að hyggja líklegast alls ekki stigið inn í þá heldur skriðið inn í þá. Ökumaðurinn situr að mér virðist flötum beinum á gólfinu. Hann er með sportbílstjórahanska og sportbílstjórahúfu og frakkakrag- inn er brettur upp fyrir eyru. Hann situr álútur yfir stýrinu (því að bíllinn ekur þykjast með geysihraða) og svipurinn er harður og einarðleg«- ur. Sumir sem sjá þessa menn aka hjá halda að þeir séu svona alvar- legir til augnanna af því þeir séu.að hugsa um milljónabissnes. En ég veit betur. Veslings mennirnir eru að hugsa um hvar þeir geti lagt far- artækinu svo að enginn sjái til þeirra þegar þeir koma á fjórum fótum út úr þvL E g vona að menn haldi ekki að ég sé að amast við því hvernig menn eyða aurunum sínum, þessum skammlífu krón um sem þeir hafa kreist undan sínum vel hirtu nöglum; og ef menn kjósa að sitja á gólfinu í bílum sin- um, þá ætla ég að það sé þeirra einka mál. Ég er ekki heldur að gefa í skyn að samkeppnin við nágrannann sé einungis íslenskt fyrirbæri. Við eigum harða keppinauta úti í lönd- um, eins og til dæmis Kaliforníu- menn, að ég ekki tali um negrahötfð- ingjann alkunna sem skákar þegnum sínum með því að spranga um með pípuhatt, þótt kóngsi sé vitanlegia harla fáklæddur að öðru leyti. Ég er að reyna að vara menn við því að taka öllum nýjungum alltaf opnum örmum. Allt nýtt er ekki á- gætt og allt gamalt er ekki forkast- anlegt. Ég er líka að þessu í sjálfs- vörn. Þegar ég kem í nýju íbúð- ina kunningja"' míns og sé að stofu- loftið er vandlfcga klætt uppsláttar- timbri sem er vandlegá* ekki hreins- að, þá er mór allt of gjarnt að tala af mér. Ég er vís með að ganga til kunn- ingja míns, slá hressilega í bakið á honum og bjóðast til að hjálpa hon- um gð fjarlægja draslið. dauða hans. Þess má geta, að maðurinn, sem líkið fannst af út við jó, hafði gengið sig út af kletti inni við Steinsár í myrkrinu. Ólafur Pálsson (bróðir minn), nú bóndi í Byggðarholti við Eskifjörð, bjó þegar þetta gerðist í Eskifjarðarseli, beint á móti Veturhúsum. Um kvöldið, hinn 20. janúar, klukkan að ganga tólf, sá hann af tilviljun ljós- in og umferðina á Veturhúsum. Skildi hann þegar, að eitthvað mundi vera að. Hann hafði þá tal af Jóhanni Björg- vinssyni, sem líka bjó í Eskifjarðarseli, og vildu þeir þá komast yfir Eski- fjarðará, en hún rennur milli bæjanna, og vita hverju þetta sætti. Hestar voru þá á gjöf og við hendi. En áin rann þá orðið yfir allar eyrar og nes, svo að enginn vegur reyndist að komast yíir hana. íbúðarhúsin á Veturhúsum var mjög lítið, ein hæð og ris með dálitlu porti. Niðri var aðeins ein stofa, eldhús, búr og dálítil forstofa. Er þvf skiljanlegt, að þröngt muni hafa verið í húsinu, sem hýsti 48 gesti þessa örlaganótt. Við vorum öll orðin mjög þreytt og af okkur gengin, þegar þessu var lokið og í fyrstu var þetta allt í meðvitund okkar eins og þungur draumur eða mar- tiöð. En þakkarorð og fyrirbænir þessara góðu gesta yljuðu okkur um hjarta og milduðu það, sem okkur fannst sárast, en það var, að ekki skyldi auðið að bjarga öllum þeim, sem þarna voru á ferð. ; 10. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.