Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI — Ég fer á Bingó í kvöld. Bidðu Sigg a ad sjá sjálfan um kvöldmatinn! — I»a8 veltur allt á „lTnited“! — „United"? — ég skil ekki. — Já, á knattspyrnuleiknum í dag! — Ég skil — ég skil! Á erlendum bókamarkabi Sálfræði, trúarbrögð. Pain — Its Meaning and Signifi- cance. By Ferdinand Sauerbruch and Hans Wenke. L. George Allen & Unwin Ltd. 194. 25s. Bók þessi er þýdd úr þýzku og kom fyrst út 1936. Um það leyti, sem bókin kom út í Þýzkalandi ,var annar höfundanna á hátindi frægðar sinnar, sem einn frægasti skurð- læknir Evrópu, og honum þvl oft eignuð bókin, en hið rétta cr, að háðir skráðir höfundar eiga jafn- an þátt í samantekt bókarinnar. Höfundar reyna að skilgreina kvölina heimspekilega, sáifræði- lepa og læknisfræðilega. Kvölin ' verður ekki skilgreind eingöngu læknisfræðilega og ekki heldur aðeins ‘sálfræðilega. Ef heildar- mvnd á að fást. þá er nauðsynlegt að skilia fyrirbrigðið tvennum skilningi. Læknar og sálfræðing- ar hljóta að lesa þessa bók. The Future Evolution of TVf m. The Divine Life upon Earth. Sri Aurobindo. L. George Allen & Unwin Ltd. 18s. 1964. Höfund- ' urinn dó 1950. Þessi bók er úr- val úr ritum hans, sem fialla um tilvang mannlegrar viðleitni. Er hraði þróunarinnar það mikill. að maðurinn geti ekki fylgzt með og skilið þær aðstæður, sem hann liefur sjálfur skapað, henpnast honum að aðlagast þessum hreyttu viðhorfum eða ferst hann? Ummyndast mannlegt þióð fólag i heljarmikið maurabú? Höf undurinn leitar lausnarinnar i fullkominni sjálfsstjórn og 'full- komnunarleit, sköpunar guðsrík- ! fs á jörðinnl, og upptök þessa ríkis er að finna f sál hvers ein- staklings, persónuleg leit hvers I og eins að veginum, er lausnin. 1 The God-Possessed. Jacques I Lacarriére. L. George Allen & Un ; -win Ltd. 1964. 35s. Á fjórðu öld- j inni upphefst einsetulifnaður í Egyptalandi, Palestínu og Sýr- landi. Heimsflóttinn hefst. Þessir heims- og holdsafneitarar stökkva út í eyðimerkur og öræfi, til þess að fá þann frið, sem þeir leituðu árangurslaust í borgum og sveit- um, frið til að gefast Guði algjör- lega. Þeir byggja hella og holur í eyðimörkinni, þola hungur og þorsta, ofsóttir af villidýrum og djöílinum og hans árum, berjast við freistingar holdsins, eiga I stöðugri stórorustu við Satan, sum ir þeirra setjast að i trjám og uppá súlum oi? leggja á sig herfi- leg meinlæti .Höfundurinn rekur sögu þessara manna. byggir á samtíma heimildum. hann rekur ástæðurnar fyrir því hversvegna betta skeður einmitt á þessari öld og afleiðingarnar. Þetta er mjög vel rituð bók. Höf. skilur þessa menn, hann hnýtir heldur óþyrmilega í afstöðu aldamóta- guðfræðinnar til þessara manna, full óþyrmilega, þar eð nýguð- fræðin hefur nú allsstaðar sumr- ið sitt sfðasta. nema ef vera skyldi sumsstaðar hérlendis. Bókin er ágætlega myndskreytt. S-xra. ferðalvækur The Swiss að Their Mountains. A Study of the Influence of Mountains on Man. Sir Arnold Lunn. L. George Allen & Unwin Ltd." 1964. 25s. Höfundurinn er heiðursdoktor við Háskólann í Ziirich. Hann hefur dvalið meira og minna síðuslu sjptiu árin i Sviss, og Jtað eru fáir Englend- ingar, sem þekkja landið betur en hann. Bókin er skrifuSS í til- efni af hundrað ára afmæli sviss- neska Alpaklúbbsins árið 1963. Bókin er ekki saga þessa klúbbs, heldur lýsing á áhrif- um fjallanna á þjóðina, einn- ig rekur harin sögu frægra fjalla- manna og áhrif skemmtiferða- manna á Svisslendinga. Bókin er fagurlega myndskreytt gömlum stál- og koparstungum, mörgum í litum. My Travels in Turkey. Denis Hills. L. George Allen & Unwin Ltd. Tyrkland er lítt þekkt, það eru ekki margir, sem þekkja landið að nokkru ráði, þótt marg ir hafi komið til Istanbul. Höfund urinn hefur dvalið I átta ár i Tyrklandi, ferðazt um það bvert og endilangt og kynnzt öllum stéttum, venjulega ferðazt fót- gangandi og þá oft um ókunnar slóðir Meginhluti bókarinnar er um Mið-Tyrkland, bar er sagan í jörðinni, paradís fornleifafræð- inga. Þi-isvar gékk höfundnr á Ararat og fíöll Kftnpadókfu. Bók- in er skreytt fjölda mynda. AlfræSi, orSaT>æl<ur, liandbækur, safnrit. Geogranhlcal Oompanion to the . Bible. Denis Baly. Lutterworth, 35s. Landafræði Biblíunnar, mynd- skreytt . Herders I'Iusfrierter WeHatías. Herder 1963. 256 síður, 64 korta- síður. 150 myndir. 30 töflusíður. Stærð 25 sinnum 34 cm. Etymologisches Wörterbuch der dcutschen Snrache. 19. Aufbige. Hrsg. W. Mitzka. Bei'lin: dc Gru- yter 1963. Encounters. Weidenfeld and Nicolson 42s. 1963. IJrval úr Encounter. The Saturday Book 23. Ed. by J. Hadfield. Hutchinson 35s. 1963. Samansafn greina um margvísleg efni. The Bedside Guardian. 12. Collins 15s. 1963. Úrval úr The Guardian 1962—>63. Jóhann Hannesson: y msir hugsuðir mannkynsins hafa leitazt við að svara spurningunni um uppruna sálarinnar. f hinum svonefndu prae- existens kenningum er því haldið fram að sálirnar hafi verið til á undan þeim líkömum, sem þær fengu til umráða, er þær fæddust í þennan heim. Töldu sumir að sálirnar væru sendar til jarðar að taka út þroska í erfiðum skóla, en að því loknu ættu þær að hverfa til upphafs síns, reýnslunni ríkari. En aðrir álitu að sálunum væri „þröngvað niður“ úr æðri tilveru til þess aö bæta fyrir brot, sem þær höfðu framið. Enn ein gerð kenninga er sú að sálirnar séu knúðar .af ómótstæðilegu afli til þess að hrökklast úr einum líkama í annan (metempsychosis) og fari virðuleiki líkamanna eftir breytni á fyrri tilverustigum. Afbrigði af þessum kenningum er víða að finna í gnósis (speki) fornaldar, indverskum átrúnaði fyrr og nú og í frumstæðum trúarbrögðum. Rétt er þó að taka það fram að sumir speking- anna telja að það sé ekki sálin sjálf, heldur karma einstakl- ingsins, er hringrásinni veldur, gott, illt eða miðlungi gott karma, áunnið með tilsvafandi verkum á ýmsum tilverustig- um. — Mikill munur er á þessum kenningum og þeim skoðun- um, sem efnishyggjumenn nútímans halda fram, a8 sálin sé aðeins „reflcx“ af efninu og lúti hliðstæðum lögmálum og það lýtur. Sú hugsun að efnis-mál og efnahagsmál skipti megin- máli, setur svip á samtíð vora, svo sem kunnugt er. á töldu sumir hugsuðir að sálin væri arfur frá ættfeðr- um og ættmæðrum. Sálirnar þokuðust áfram í ættunum, frá foreldrum til barna. Aðrir kváðu svo að orði að bæði Iíkami og sál væri einhliða arfur frá feðrunum, en gerðu ekkert úr mæðrunum í þessu tilliti. Þess konar kenningar hafa verið undirstaða Hsiao-kenningarinnar í kínverskri siðfræði, en Hsiao,. hin sonarlega lotning, var þar talin höfuðdyggð, sem allir aðrir siðir grundvölluðust á. En einnig í hinni hellenist- isku fornöld voru skyldar kenningar kunnar (traducianismus), og kristin kirkja fornaldar þekkti allar fyrrgreindar kenning- ar um uppruna sálarinnar og hafnaði þeim öllum. Hins vegar hafnaði hún ekki þeirri kenningu að verk feðranna hefðu áhrif á komandi kynslóðir. En meðal manna var það Jesús Kristur einn, sem var til frá eilífð. Hin kirkjulega kenning um uppruna sáíar hvers einstaklings nefnist creatianismus, af creatio, þ. e. sköpun. f kjarna sínum er hún í því fólgin að líkami og sál skapist samtíma þegar frá því að fóstur myndast. En þessi sköpun einstaklinganna er ekki tilviljunarkennd, heldur mótast af þvi marki, sem sett er með guðsmynd mannsins. Þegar frá byrjun er maðurinn skapaður til samfélags (við Guð og við menn) og til góðra verka, er bíða hvers manns líkt og eins konar lífsáætlun einstaklingsins. Frá Stóuspeki tók kristnin kenningar um KOINAI ENNOIAI, sammannlegar meðfæddar ,,myndir“, (ein þeirra er samvizk- an), svo að margt er mönnum sameiginlegt frá fæðingu. Vér erum POIMA (þ. e. listræn verk) Guðs, skapaðir til góðra verka, sem Guð hefir frá eilífð fyrirbúið til þess að vér skyld- um lifa lífinu í þeim. Þó eru ekki allir menn skapaðir til hinna sömu verka, og ekki fá þeir heldur sömu hæfileika. Þannig • er bæði eðlilegur mismunur og eðlilegur jöfnuður meðal manna, og þannig er mannkynið ein heild, íWÉf-" II •®-*vaða máli skipta nú þessar sálarkenningar — sem eru trúaratriði, þegar nánar er að gætt? Eru þær ekki fánýt heila- brot úr hugsjonasögu liðinna alda? Nei, það er öðru nær. Hinar síðastgreindu kenningar um uppruna og tilgang sálarinnar voru og eru enn undirstaða undir kenningum um almenn mann- réttindi, réttlæti, bræðralag og frið meðal manna og þjóða. Þær hafa bæði verið undirstaða hægfara þróunar og byltinga, t. d. eitt sinn þeirrar byltingar að hætt var að bera út börn og blóta mönnum á stöllum heiðinna goða, síðar meir þeirrar að þrælahald væri ekki samboðið siðuðum mönnum, og að allir menn kæmu í þennan heim réttbornir til mannréttinda, r engan mann mætti svipta. Sérhver einstaklingur var lítill heimur (mikrokosmos) og hafði sinn tilgang og sitt gildi. Hann mátti ekki vera eign ættar, ríkis eða valdhafa — því hann er listaverk Guðs sjálfs, gerður til að bera hans mynd og yflr- skrift. — Samnefnari ofbeldiskerfa vorrar aldar og efnishyggju — nazisma, kommúnisma og hins andlausa kapítalisma _______ er afneitun á þessum sérleik sálar og mannsins alls. þankarúnir ! 10. tölublað 1964 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.