Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 12
baðið í París", fjallar um atburði sem ,þa voru efst á baugi — trúarbragða- stríðin í Frakklandi, valdastreituna, að- aipersónu hertogans af Guise, sem þarna er sýndur sem dæmi um stjórnmála- ref. Svo virðist sem þessu leikriti h'afi verið hroðað af, til þess að ná nórju snemma til almennings, meðan æsingin út af morði Hinriks III var í hámarki, og svo valdataka'Hinriks af Navarra í Frakklandi, en hann var mjög vinsæll í Englandi. Samt hlaut þetta lélega leikrit irúklar vinsældir, eins og önnur leikrit Mar- lowes. „Tamburlaine" ásamt „Spænska sorgarleiknum" eftir Kyd hafa sennilega orðið vinsælust allra leikrita á Elísa- betar-tímabilinu. Það var ásamt „Gyð- ingnum frá Möltu" og „Dr. Faustus" tek- ið upp aftur, og voru þau öll á sviðinu árum saman. Það má finna glefsur úr leikritum Marlowes, teknar upp af öðr- um leikritahöfunum, einkum Shake- speare — stældar og síðan skopstældar — og það ber áhrifum þeirra beztan vottinn. Atriði úr „Dr. Faustus", mesta verki Marlowes, þegar þaS var sýnt í Old Vic í Lundúnum 1961 E MARLOWE Framhald af bls. 1 sem ber vitni hinni geysifrjóu skáld- æð höfundar, ekki síður en sköpunar- snilligáfu hans. Leikritið byggist á sögu mongólska landvinningamannsins Tim- ur Khan, og lýsir fyrri hlutinn valda- töku hans og landvinningum, en hinn síð ari valdatíma hans, sjúkdómi og dauða. Öll leikrit Marlowes, að einu und- anteknu, hafa eiria hetju, sem gnæfir yfir aiía aðra og hefur til að bera alls- ráðandi valdafíkn í einni eða annarri mynd — til landvinninga, pólitísks valds eða auðs, eða fróðleiksfýsn. Með þess- um eiginleikum sínum gefa þau mynd af Marlowe sjálfum — hið háfleyga í- myndunarafl samfara tak'narkalausri metorðagirnd. Þegar þessu leikriti sleppir, vita menn ekki tímaröðina á síðari verkum hans, en þó virðist nokkuð greinilegt, að „Gyðingurinh á Möltu" hafi komið næst á eftir „Tamburlaine", því þar er sama efni notað að nokkru leyti. Einnig það styðst við évrópska sögulega arfsögn, enda þótt aðalefni þess sé framsókn Tyrkja við Miðjarðarhaf og hertaka Möltu. í leikritinu er rikur gyðingur á Möltu, Barrabas að nafni, rúinn auð- æfum sínum af kristnum mönnum og sviptur ást dóttur sinnar. Þetta gefur Marlowe tækifæri til að koma því að, sem hann hefur sennilega sjálfur haft hugstætt, fyrir munn Machiavellis í for- málanum: „Ég tel guðstrú .vera barna- leikfang og enga synd vera til nema fávísina". N æsta leikrit Marlowes, „tíióð- I n um þessar mundir var Mar- lowe í nokkrum vanda staddur út af morðinu á William Bradley 28. septem- ber 1589. Marlowe átti heima — eins og Shakespeare — úti í Shoreditch, utari borgarmúra og lpgsögu borgarfeðranna, og þar voru líka fyrstu leikhúsin. Mar- lowe flæfctist inn í rifrildi Watsons, vin- ar síns, skálds og leikritahöfundar, við Bradley, og í áflogum þeirra milli lét Bradley lífið. Það var Watson, sem varð honum að bana, og Marlowe slapp til- tölulega vel — sat skamman tíma í New g&te-fangelsinu. (Richard Hosley prófessor hefur ný- lega komið fram með þá snillilegu til- gátu, að þessir atburðir speglist í bar- daganum í „Rómeó og Júlíu" Shake- speares — að Marlowe-Bradley-Wat- son speglist í Mercutio-Tybalt-Rómeó — og að hin ákaflynda persóna Mer- cutios, sem er svo fljótur til með hníf- SVIPMYND Framhald af bls. 2 en sumir' þeirra fengu síðan stöður hjá því opinbera, í póstþjónustunni, hern- um o.s.frv. Hugmyndin um að senda son kolanámuverkamanns til Oxford stappaði nærri geðveiki, segir Richard nú. F erill hans á menntabrautinni hófst með því, að hann var einn af 30 nemendum, sem valdir voru úr 600 um- sækjendum um skólavist í mennta- skólanum í Port Talbot. Auk góðra námshæfileika reyndist .hann vera fæddur íþróttamaður og frábær söng- vari, fékk mörg verðlaun fyrir söng. Einn af kennurum skólans, Phil Burt- on, sem jafnframt var rithöfundur, bauð honum að búa hjá sér, ög var það sam- þykkt af systur hans og mági. Phil Burton annaðist einkum leiklistar- kennslu við menntasfcólann og kom fijótt auga á óvenjulega leikhæfileika Riehards. Hann hafði strax fullt vald á áhorfendum, þó hann væri ólærður og óreyndur. Fhil Burton lagði sig allan fram um að þjálfa hann, bæði í tal- tækni og leik, valdi handa honum lestr- arefni, undirbjó hann undir inntöku- prófið í Oxford og stjómaði fyrstu leik- ritunum, sem hann kom fram í. Árið 1943 varð Richard opinberlega skjól- stæðingur Phils Burtons og tók upp ætt arnafn hans. Mörgum árum seinna, þeg- ar Richard var sagt, að faðir hans væri látinn, spurði hann: „Hvor þeirra?" Phil Burton, sem nú er forstjóri frætgs leiklistarskóla í New York, þjálfaði Richard með nýstárlegum hætti. Hann 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS æfði hann t.d. í því að tala í fimm síma samtímis í leikþætti um bankastjóra, sem heldur uppi fimm ólíkum samtöl- um samtímis. Þetta var æ>ft a.m.k. þús- und sinnum og varð Richard góð lexía í nákvæmni og einbeitingu. Phil Burt- on fór lika með hann upp á nálægan fjallstind og lét hann þylja ræður úr verkum Shakespeares. Phil fór lengra og lengra frá staðnum, þar sem Richard stóð, og kallaði til hans: „Láttu mig heyra 'til þín, hrópaðu ekki, en láttu mig heyra til þín." Þetta er ein af or- sokum þess, hvílíkan hljóm og radd- styrk Riohard hefur á leiksviðinu, jafn- vel þegar hann hvís_ur. R, Liehard fékk inngöngu i Exeter College í Oxford. Brezki flugherinn veitti honum námsstyrk með þeim skil- málum, að hann væri tvö ár í flug- hernum að námi loknu. Hann varð að bíða tvö misseri eftir að verða fullgiild- ur nemandi og svaraði því auglýsingu í blsði frá leikaranum Emlyn Williams, sem vantaði ungan leikara frá Wales í tiltekið hlutverk . Hann fékk hlutverkið og lék fimm mánuði í Lundúnum, en hvarf þá aftur til Oxiford. í Oxford lagði Richard stund á ensk- ar bókmenntir og ítölsku, en áhugi hans var fyrst og fremst bundinn við leik- félagið í háskólanum. Nevill Coghill var að sviðsetja „Measure for Measure" eft- ir Shakespeare um þessar mundir í leik- húsi háskólans, og Riohard bað um hlut verk, en fékk þau svör að því'miður væri búið að velja í öll hlutverkin. „Leyfið mér þá að aefa aðalhlutverkið sem varamaður", sagði Richard illkvittn islega. Og viti menn, honum var veitt bónin — og ekki nóg með það: þegar leikritið var frumsýnt var enginn ann- ar í aðalhlutverkinu en Richard Burton. Meðal áhorfenda voru menn eins og John Gielgud og Terence Rattigan. Hinn kunni leikhússtjóri Binky Beaumont, einn voldugasti leikhúsmaður í Lundún- um, var eirmig í salnum, og hann bað Richard að líta inn til sín, þegar hann hefði lokið námi og herþjónustu. „ í flughernum var Burton þjálfaður sem siglingafræðingur, en stríðinu lauk áð- ur en hann fengi tækifæri til að reyna kraftana. Hann eyddi þyí tveimur árum herþjónustunnar að mestu í iðjuleysi og knattspyrnu, en í þeirri grein náði hann slíkum árangri, að í frásögur er fært, og hörmuðu ýmsir framámenn knattspyrnunnar í Bretiandi, að hann skyldi ekki gera hana að lífsstarfi. ÍXrið 1947 losnaði Burton úr her- þjónustu og gerði strax samning við Binky Beaiunont. Að ári liðnu var hann orðinn viðurkenndur leikari í Lundún- um. Meéti kostur hans sem leikara þótti hin frábæra rödd hans og valdið sem hann hafði yfir henni. Hann þurfti tæp- lega að hreyfa sig á sviðinu: athygli' allra beindist ósjálfrátí að honum. Það var engu líkara en hann dáleiddi leik- húsgestL Þegar Olivier sá Burton leika Coriolanus varð honum að orði: „Nú getur engnnn annar leikið Coriolanus framar." Túlkun hans á fagó þótti ekki síður athyglisverð. Hinn kunni gagn- rýnandi Kenneth Tynan sagði síðar: „Við héldum allir að hann yrði eðlileg- ur arftaki Oliviers. Við héldum að hann yrði annar Edmund Kean, að hann yrði inesti klassíski leikari þessarar aldar." Frumsýningar skelfa Burton. Hann getur ekki sofið nóttina fyrir frumsýn- ingu. Eitt kvöld árið 1953 fór hann frá heimili sínu í Hampstead til að ráfa inn, sé að einhverju leyti Marlowe). Einhverntíma á þessum ókyrru ring- ulreiðarárum orti Marlowe snilldarlegt ljóð, sem þekkt ér um heim allan, enda þótt fáir viti mikið um höfund þess: „Kom, vertu hjá mér, vertu ástin mín, og okkar skulu allar nautnir___" Við þessu fræga kvæði, sem sungið var allt Elísabetar-tímabilið og lengur þó, greiddi Sir Walter Raleigh svar, sem ekki er síður frægt: „Ef alheimur og ástin væru ung..." Eitt eða tvennt bendir til þess, að Marlowe hafi verið kunnugur Raleigh- klíkunni, einkum þó Tómasi Hariot, stærðfræðingnum, sem einnig var frí- ^þenkjari og höfundur að verki sem hét „Stultorð en sönn skýrsla um Virginíu". u, 'm 1591 var Shakespeare — sem var svo vel settur að vera leikari — farinn að koma fram og vekja eftirtekt nieð leikritum sínum um Hinrik IV. Þetta voru einnig söguleikrit, eins og hjá Marlowe, en byggð á enskum þjóð- sögum, og með aragrúa persóna í stað einnar aðalpersónu, sem gnæfði yfir aliar hinar. Þegar Marlowe kom með næsta leik- rit sitt, var það ekki hann, sem setti reglurnar, heldur fór hann að dæmi yngra mannsins og samdi „Játvarð II" — í fyrsta sinn án aðalhetju, en dreifði dramatísku áhrifunum á fleiri persón- ur. Þetta leikrít byggist að mestu á veiklyndnm konungi og ástmanni hans, Gaveston — og hér má glöggt greina aðaláhugamál Marlowes. Engu að síður er þetta áhrifamikið leikrit og bezt byggt allra verka hans. Þegar svo kom að Shakespeare fáum árum síðar að semja „Richard II", ásetti hann sér að fara fram úr fyrirmyndinni, „Edward II" eftir Marlowe, alveg eins og hann fór fram úr „Möltugyðingi" hans með .„Kaupmanninum í Feneyj- um" — en Marlowe varð bara fyrri til. Við komum þá að „Dr. Faustus", sem hann lifir aðallega á um alla framtíð. um, en kl. 4 uni nóttina uppgötvaði hann allt í einu að hann var að fara yfir Waterloo-brúna, rétt hjá Old Vic- leikhúsinu, rúma 15 kílómetra frá heim- ili hans. Lög:-egluþjónn stöðvaði hann á brúnni og vildi vita hver hann væri, en trúði honum ekki, þegar hánn sagðist eiga að leika Hamlet kvöldið eftir. Þeir löbbuðu síðan saman um borgina til morguns. Þessi Hamlet-sýning varð með al annars fræg fyrir það, að Winston Churchill, sem fór í leikhúsið einu sinni á ári og hlustaði aðeins á fyrsta þátt, sat sýninguna á énda og fylgdist svo vel með leik Burtons, að hann var sjálf- ur farinn að hafa yfir línur Shakespe- ares með leikaranum! Sigrar Burtons á leiksviðinu urðu n;argir, en hann virtist vilja meira, og sneri sér því að kvikmyndum, sem færðu honum mildð í aðra hönd, en fáa listræna sigra, enda hafa kvilcmyndir hans yfirleitt ekki verið af betri end- anum. " egar Burton var að leika í kvik myndinni „The Last Days of Dolwyn" fyrir u.þ.b. .15 árum, hitti hann 19 ára gamla leikkonu frá Wales, Sybil Willi- ams, og fimm mánuðum síðar voru þau gift. Hún vairð í augum Burtons óvið- jatfnanleg eiginkona, óendanlega þolin- móð og umburðarlynd, skörp og skemmti leg. Þau eiga tvær dætur, Kate 6 ára gamla og Jessiku 4 ára. Samlífið við Burton var sjaldan auðvelt. Hann sef- ur aldrei meira en fimm tíma á sól- arhring og finnur ekki fyrir því, þó hann sofi ekkert nótt og nótt. Hanu getur setið við píanóið heilu næturn- ar og hamrað á það söngva frá Wales meðan hann fer með ljóðasyrpur eða orðræður úr leikritum, og stælir þá 10. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.