Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 7
'Andsportistai, — Fremri röð frá vinstri: Þórmu ndur 1‘órarinsson, Kristinu <J uuuarsson, Jón Kxistjánssou, Gunnar Eydal og Gunnar Jólianns son. Aftari röð' frá vinstri: Einar Pálsson, Einar Valdimarsson, Gúnnar Kárason, Þráinn Þoí^alds- ■on, iuspector scholao (fyrirliði), Guðmuudur Friðgeirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson Sterk sál í stirðum líkama IMenntaskólanum á Akureyri eru í- [ þróttir mjög í hávegum I hafðiar. íþróttafélag skól- I ans hefur á sínum snærum : ótölulegan fjölda nefnda i fyrir hinar ýmsu íþrótta- ! gr^inar, sem þar eru iðkað- er. Má nefna m.a. handbolta nefnd, körfuboltanefnd, knattspyrmmefnd, sund- nefnd, blaknefnd, hnitnefnd ofl. ofl. Sportistar —• eins ©g íþróttaiðkendur þar eru nefndir í daglegu tali — að- I hyllast þá skoðun, að rækt við líkamann verði að hald- 1 nst í hendur við þroska sál- ' nrinnar, — ella sé honum ! hætta búin. . f Ekki eru þó allir á eitt sátt- Ir um þessa kenningu. Þeir, sem á öndverðaim meiði eru, Niels Halldórssón, dómari, fær sér hressiitgu nefna sig andsportista. Þeir hafa tileinkað sér kjörörðið: „Sterk sál í stirðum líkama". í þessum hópi eiru einkum for- fallnir bókamaurar og aðrir, sem tekizt hefur að kria út vottoæð í leikfimi. U m eitt sikeið tíðkaðist sú siðvenja í Menntaskólamrm á Akureyri, að andsportistar öttu kappi við iærifeður sína í boltaleik. Var sá kappleikur að sjálfsögðu helzti íþróttavið- burður ársins í skólanum og þótti að hin bezta sikemmtun. Á öndveirðum vetri gerðist svo sá atburður í skólanum, er mildum tíðindum þótti sæta: Þráinn ÞorvaJdsson, inspector scholae, kiukkaði á Sal þeirra erinda að flytja Þórarni Björns syni, skólameistara, og kenn- araliðinu svolátandi áskorim andsportista: Hér í andans EdensgarSi einkum girnist hugur tvennt sem ýmsir trúa. aö öllu varöi: Andans rœkt og líkamsmennt. Ef aö skankar skekjast mikiö skjálfa lönd og bresta) gler. Ef úr ■pennum bunar bleíciö, blóö í æöum storkna fer. Anda vorn má ekki henda aö hann hremmi stirönunin. Áskorun því yöur senda innbrennda í þetta skinn nokkrir ungir andsportistar, sem vilja hœfni líkamslistar lœrimeistaranna sjá. 1 knattspyrnu skaZ keppni heyja, kné og leggi hrista vel, limi alla liöka og teygja, lærdómsins þaö styrk ég téL Ljúfu og kœru lœrifeöur! Lát nú ganga í hvellinum, keppum senn þvi sumar kveöur, sjáumst brátt á vellinum. Dikturinn, sem Friðrik Guðni hafði saman sett, var inn- brenndur í forláta skinn. Er Þráinn hafði kunngjört læri- meisturunum áskorunina fyxir hönd andsportista, fíutti hann stutta en gagnorða greinagerð. Kvað hann hugsjónir sport- ista fréleitar og því til sönn- unar minnti hann á skjaldbök- una, sem lifði nær hreyfingar- lausu en góðu lífi í þrjú hundr uð ár. Að lokinni ræCu Þráins með- tók skólameistari áskorunina, sem síðan hlaút veglegan sess á kennarastofunni, en kennar-t ar skutu á húsþingi. Eftir japl og jami og fuður var gert að ráði að taka áskorun andsport- ista. INÍæsta góðviðrisdag mátti líta furðuiega prósessiu ganga tii vallar þess við heimavist- ina, er keppendum hatfði ver- ið markaður. Fyrir liði iæri- meistara g/ekk skólameistari. Hélt hann hátt á loft sóp mikl- um, sem tákn þess, að and- sportistar skyldu nú rækilega burstaðir. Andsportistar mættu til leiks búnir náttfötum og treyjum af skrautlegustu gerð. Fyrirliði þeirra var Þráinn Þorvaldsson, inspector scholae, en fyrirliði lærimeistara Þórir Sigurðsson. Áður en gengið var til ieiks, gekk fram Arnmundur Bach- mann og kynnti keppendur gegnum kalllúður. Var þeim öllum vel fagnað. Arnmundur lýsti jafnframt leiknum, og var lýsingunni útvarpað um Radíó Óríon, en sú útvarps- stöð er tií húsa á heimavist- inni. Þrír dómarar voru mættir til leiksins, því að ekki dugjði minna í jafn þýðingarmiklum leik. Voru það valinkunnir borgarar, þeir Sigtryggur Stef- ánsson, bæjarverkfræðingur, Níels fialldórsson, sælgætis- gerðarmaður og Rósberg G. Snædal, rithöfundur. Allir höfðu þeir bmnahjálma á höfði Og í stað þess að nota blístr- ur, eins og tiðkast víst yfir- leitt í venjulegum boltaleikj- um, notuðu þeir lúðra, sem ura aldamótin gegndu því veigamikla hlutverki að géra bæjarbúum viðvart um bruna- tilvik. L eikurinn hófst, er dóm- ararnir þrír höfðu lúðrað til leiks, en af þeim blæstri varð svo feiknarlegur gnýr, að stúlku einni, er vaæ að ganga niður stiga í húsmæðraskóian- um að Laugalandi, varð svo bilt við, að hún missti fót- anna og datt. Lengi vel voru andsportistar ekki alveg vissir um að hvoru markinu sækja skyldi, þar til þeir allt í einu urðu þess var- ir, að skóiameistari var í öðru. Höfðu þeir þá lætt boltanum tvisvar í eigið mark við mik- inn fögnuð. Er mistökin urðu uf>pvis, hófst , mikil barátta og sáust glæsileg tilþrif hjá báðum aðilum. And sportistar vildu augsýnilega ekki við una að bera skarðan hiut frá borði á svo hrapalegan hátt. En skólameistaæi stóð sem kiettur í markinu og varð: meistaralega, eins og hans vai von og vísa, enda var sem lesa mætti úr svip hans: Hing- að og ekki lengra! Þó tókst andsportistum að skora, áður en öll nótt var úti. Notuðu þeir tækifærið meðan meistari brá sér aðeins frá. Sumir töldu markið reyndar ógilt af þeim sökum. Skö-mmu síðar gullu lúðrar dómaranna. Leiknum var lokið með verðskulduðum sigri læri- meistaranna, sem skoruðu ekk- ert mark. Andsportistar létu knöttinn sigla tvisvar í eigjð mark og einu sinni í hið rétta. Sigtryggur Stefánsson, dómari — með brunalúður frá alda- mótimum í sárabætur fengu þeir túlí- pana frá aðdáendaliði úr hópá kvenpening» skólans. Kcnnaraliðið, talið frá vinstri: Iú>rarinn Björnsson, skólameistari (markvörður), Friðrik Sigfússon, Gísli Jónsson, Friðrik Þorvalds- son, Ragnar Steinbergsson, Ámi Kristjánsson, Hermann Stefáns- son, Jón MaSgeirsson, Arnmundur Bachmann (kynnir), Þórir Slg- urðsson (fyrirliði), Jón Ámi Jónsson og Helgi Jósson 10. tðlublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.