Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 13
Seinni tíminn hefur ósjálfrátt fundiS, að í þessu lerkriti hefur Marlowe op- inberað sjálfa sál sína — ástríðuna að öðiast þekkingiu sem lykil til að upp- ljúka leyndardómum lífsins og alheims- ins, ástríðuna að vita með vissu um það sean við fáum aldrei að vita. Þetta er eins og dramatísk, tákn- ræn mynd af örlögum mannsins í al- heiminum, hans sem er gæddur hæfi- leikanum til að vita, en engu að síður ráðvilltur að -lokum; reiðubúinn að fórna sinni ódauðlegu sál aðeins til að fá að vita; gerir samning við djöful- inn og tapar — til þess eins að biða eilífa glötun. Það nægir ekki sem lýsing á þessu dásamjega og átakanlega leikriti að fara með þessi ógprþrungnu 'orð úr því: „Sjá, sjá, hvar blóð Krists streym- ii um festingu himins". Það er engin furða þótt það þyki áhrifaríkt austan járntjalds. Boðskap- ur þess er í rauninni samsamaður r.-annkyninu sjálfu: það kafar djúpt í mannssálina, í þennan framandlega hlekk milli þekkingarinnar og hins illa, sem er eilíflega hluti af sálarástandi mannsins. Hinn 30. maí 1593 var Marlowe drepinn. Yfir þeim atburði hvílir eng- in hula, þar eð fullkomnar upplýsingar liggja fyrir, sem gera hann vafalaust mál. Og líklega hefði hann endað æv- ina svona, hvort sem var, rétt eins og sömu örlögin hvíldu á Dylan Thomas. Það er vitað, að Marlowe hætti til „persónlegi'a meiðinga við menn". Hann Ihafði verið allan daginn í krá nokkurri í Deptford, ásamt þrem vinum sínum. Um kvöldið lá hann uppi í rúmi og greip þá allt í einu rýting, sem Ingram Friser átti, og stakk hann tvisvar. í éflogunum á eftir, náði Friser rýtingn- um af honum og staklc hann til bana. Tveim dögum síðar voru jarðneskar leif ar Christophers Marlowes lagðar til hinztu hvíldar í kirkjunni í Depfcford. Enginn komst í nein vandræði út af þessu atviki — svo augljóslega var þetta sjálfsvörn, og liklega höfðu þeir Þessi tréskurðarmynd frá 1631 sýnir Dr. Faustus, þegar hann magnar fram - Mefistófeles sem listaverk framar „Venus og Adón- is“, sem þá var tilbúið til útkomu. að er ekki um skör fram, að samtímamenn Elísabetar I töldu Mar- lowe fremstan leikritahöfund sinn. Hann opnaði brautina, hann gaf fyrirmynd- ina, og hann setti reglurnar. Auk alls þessa var hann sérkennileg og ógleym- anleg rödd samtíðarinnar, með ástríðu sína tíl skáldskapar og þekkingar, valda og dýrðar,- Hann varpaði löngum skugga á verk Shakespeares, bæði lífs og liðinn. Árið sem hann dó samdi Shakespeare það verk sitt, sem mestan keim ber af Marlowe, „Richard 111“ — mesta hollustuvott sinn til áhrifa meist- arans. Marlowe er eini samtíðarmaður- inn, sem Shakespeare vitnaði í, og það sama sem með nafni, með tilvitnun smni um „dauða hirðinn.“ f sama leikriti — með Marlowe í huga — ritaði Shakespeare: „Það slær mann meir til bana en mikið uppgjör í litlu herbergi“ — enda hlaut hann að vita hvað gerzt hafði í litlu kránni i Deptford. Shakespeare hafði setningar frá Marlowe bergmálandi í huga sér allt til hins síðasta, svo sem um „hams- lausu öldurnar“ í „Ofviðrinu“, sem má rekja beint til Marlowes, aldarfjórðungi fyrr. En hversu mikið og margt hafði ekki gerzt á þessum árum síðan Mar- lowe dó — Shakespeare hafði lokið öllu lífsstarfi sínu. Hverju hefði Marlowe ekki gefað afrekað, hefði hann náð full um aldri? Þetta er sú spurning i öllum bókmenntum Elísabetar-tímabilsins, sem er kvalafyllst og raunalegust- allir verið að drykkju. Hvað annað? Hinn raunverulegi leyndardómur í sambandi við Marlowe er samkeppni hans, um það leyti sem sonnetturnar komu út, við Shakespeare, um velvild verndara Shakespeares, hins unga jaris af Southampton. Flestir bókmennta- fræðingar hafa lengi hallazt að því, að „Skáldeljaiinn“ í sonettunum geti ekki annar verið en Marlowe, að orð Shake- speares, „Voru það hin þöndu segl hans mikilfenglegu kvæða?“, gætu ekki við annan átt en Marlowe. Ég tel að þetta sé rétt, og eins hitt að ég hafi rennt stoðum undir þetta með því að tímasetja sonnetturnar og með Þannig er Marlowe talinn hafa litið út, en engar samtímamyndir eru til af hon- uin því að benda á, að myndin af Leander í „Heró og Leander“, sem Marlowe lét eftir sig, sé á sama hátt og mynd Shake speares af Adónis í „Venus og Adónis“, ekkert annað en hollustutjáning til Southamptons hins unga. Þegar Mar- lowe var drepinn var kvælðið ekki nema hálfort, en engu að síður stendur það gjarna Gielgud eða Olivier. Blótsyrði koma aldrei fram á varir hans, því hann elskar orðin heitar en svo, að hann vilji vanhelga málið með ljótum munn- söfnuði. Hann hefur hins vegar oft hund skammað Liz Taylor fyrir ljótt orð- bragð. Þau ei-u nú bæði skilin við maka sína, Liz og Richard, og nú er eftir að vita, hvað verður úr sambandi þeirra, • og hvaða framtíð bíður einhvers mesta hæfileikamanns leiklistarinnar á þessari öld. HEMINGWAY Framhald af bls. 6 1 salnum sátu Domingo og Alfredo mág- ur hans. Þeir voru i nautaati eitthvað álíka og Picasso er í heimslistinni. Ýms ir fleiri sátu við sama borð, meðal þeirra Ava Gardner hin fagra. Og í miðjum hópnum sat gamli drykkjubróðirinn minn, Blámann—„aug lýsingamaðurinn.“ Skyldi hann þekkja mig aftur? Ég efaðist um það, því að ég hafði látið mér vaxa yfirskegg og hökutopp. Ég gekk hægt að borðinu. Gamli maðurinn var orðinn talsvert elli legri. Hann var með gleraugu í grannri umgerð og stórar herjdurnar héldu fast utan um stórt gías með rauðu víni. Loks mættust augru okkar, og hann etarði á mig um stund eins og hann kannaðist við mig, þrátt fyrir skeggið. — Halló, Pabbi Blámaður, sagði ég. — Blámaður? sagði hann. Svo fór hann að hlæja. — Hvor þeirra ertu? spurði hann. Bob eða kafteinninn? — Ég er kafteinninn, sagði ég. — Já, veröldin er ekki stór, kaft- einn. Hvað finnst þér? Náðu þér í stól og tylltu þér! Hann sagði hinu fólkinu hvernig við hefðum kynnzt, og ég fór dálítið hjá mér. — Hvað fæstu við núna, kafteinn? — Ég er að reyna að læra „auglýs- ingastarfsemina“, sagði ég. — O—jæja ... og hvernig gengur það? hélt hann áfram. — Æ, svona og svona, svaraði ég. Ég vissi ekki að það var svona erfitt! — Höfundur sem einhver töggur er í, sagði Pabbi Hemingway, skrifar að- eins um það *sem hann veit, og hann getur ekki kreist meira úr sér en það, sem hann hefur sogið í sig. Vertu aldrei hræddur við að lifa, kafteinn. Og hugs- aðu ekki of mikið um dauðann. — Ég man hvað þú sagðir í herberg- inu þínu, svaraði ég. Ég reyni að lifa í miðbikinu. Að minnsta kosti held ég að ég reyni það. — Eitt skaltu muna, kaftéinn: Að finna djúpt til er jafnmikilsvert og að hug/sa djúpt. Nautabanarnir tveir lögðu fátt til málanna. Annar talaði við Pabba af og til, hinn við Ava Gardner. Allir virtust vera í góðu skapi — nema nautaban- arnir tveir. Ástæðan var augljós. Þetta var laugardagur — dagurinn fyrir....... NauTABANARNIR tveir voru á sömu skemmtiskránni. Þeir höfðu aldrei verið þátttakendur í sama atinu áður, og svo var að sjá sem hálfur Spánn dáði annan, en hinn helmingurinn hinn. Ekkert okkar vissi þetta þá, en daginn eftir urðu stórtíðindi í nautaatssögunni. Pabbi bauð mér að líti inn til sín morg- uninn eftir — svo skyldum við verða samferða á atið. Ég varð mjög upp með mér. Pabbi dáðist að Domingo og nauta baninn bjó í húsi hans. Þegar ég kom þangað klukkan, tíu morguninn eftir, lágu Pabbi og frú hans við laugina í garðinum og sleiktu sólskinið. Domingo var að tala við ráðs- mann sinn og Ava Gardner. — Hann er mikill nautabani, sagði Pabbi. Og nákvæmni hans er snilldar- leg. Það er skrítið með nautaat. Stund- um langar matadorinn meira til að drepa áhorfendurna en griðunginn. Lýð Urinn, sem situr á pöllunum húrrandi og öskrandi, getur gleymt nafninu hans jafnfljótt og skoti er hleypt af byssu, ef hann bíður bana. Fólkið hefur gaman af að horfa á manninn og uxann, en það reynir aldrei að skilja hvers vegna maðurinn er þarna inni á liringsviðinu, cg sárafáir vita að matadorinn hugsar hlýjar til uxans en áhorfendanna. Ux- inn er aldrei óheiðarlegur, hann er eins og náttúran sjálf, hann gerir ekki það sem hann vill gera, heldur það sem hann verður að gera. Uxinn er eina á- stæðan til að nautabaninn skilur betur en nærri því nokkur annar hina raun- verulegu þýðingu kærleikans, óttans, ærunnar og virðingarinnar — sameinað í ejnu hugtaki. Ég hlustaði, og um hálfeitt-leytið þennan dag skildi ég í fyrsta skipti hvað Pabbi átti við. E G stóð við hliðina á Pabba bak við ,,nautaþilið“ — afdrepið sem lélegur nautabani getur flúið í til þess að bjarga lífi sínu. En um leið gilatar hann æru og sjálfsvirðingu bak við þetta þil. Nú gullu lúðrarnir og nautabanarnir tveir komu inn á sviðið. Domingo átti að taka á móti fyrsta nautinu. Það var frá Muro nautabúinu, einu hjnna beztu í heimi. — Hann sér illa á vinstra auga, sagði Pabbi við Domingo, gættu vel að; hann gerir fleiri atlögur til hægri. Þú átt við erfiða skeþnu í dag, Domingo. Þessi griðungtur er eins og eldfjall. Domingo svaraði engu, en hristi höf- uðið. Nokkjrum minútum síðar var hann íerinn að fást við fnæisandi nautið, með scmu glæsimennsku og lipurð eins og ballettdansari. Tuttugu mínútum síðar komu picadorarnir inn á hestum sínum til þess að búa nautið undir banastung- una. En áður en svo langt kom, hafði nautið fellt tvo hestana og riddarana sem á þeim sátu. Þegar Domingo kom aftur inn á sviðið til þess að færa naut- inu friðinn, og til þess að finna sitt sannleiksaugnablik — vatt hið fnæsandi kjötfjall honum allt í einu hátt á loft á hornum sér. Múgui-inn öskraði, en Domingo stóð upp aftur og blóðið lag- aði úr mjöðminni á honum — og nú háði hann kannski glæsilegustu viður- eignina sem sögur fara af. Eldsnöggt og snilldarlega stakk hann nautið bana stungunni. Augnabliki siðar starði hann á nautið eins og hann hefði misst kær- an vin. 10. tölublað 1964 LlöBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.